Morgunblaðið - 30.05.1996, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 30.05.1996, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sól, sjór og psoriasis PSORIASIS er ætt- gengur, langvinnur (krónískur) og ólækn- andi sjúkdómur, en með réttri og stöðugri meðferð geta þeir sem eru með sjúkdóminn fengið bata um skemmri eða lengri tima. Meðferð við psor- iasis er einstaklings- bundin ogjafnvel getur meðferð sem eitt sinn virkaði vel, virkað ver síðar þegar hún er reynd. Því er mikil- vægt að allar meðferð- ir sem vitað er að gefi bata, séu til staðar. Allir psoriasissjúklingar hafa reynt að það er sama hvað smurt er á sig af kremum og lyfjaáburðum og oft farið í ljós, útbrotin hjaðna um tíma en gjósa svo upp aftur án þess að nokkuð sé við ráðið. Allir psoriasissjúklingar þekkja þá vanl- íðan sem fylgir þvi að hafa sjúk- dóminn, bæði líkamlega og andlega; sífelldur kláði, sprungin sár sem blæðir úr, skert sjálfsmynd því í raun upplifa þeir sig lítið aðlaðandi þar sem þeir eru flekkóttir og hreistraðir á áberandi stöðum sem veldur því að þeir klæðast ekki hverju sem er, (s.s. forðast flíkur méð stuttum ermum, stuttum skálmum eða stutt pils). Þeir fara ekki í sund eða leikfimi þvi sífellt er verið að glápa og spyija. þessa, tvær sundlaugar eru á staðnum (heit og köld), aðstaða til leik- fimiiðkunar utan dyra, tækjasalur og aðstaða til sólbaða mjög góð. Stuttur gangur er á ströndina. Ahersla er lögð á lækningu með sól og sjó. Engir lyfjaá- burðir eru notaðir, ein- ungis rakakrem. Allir fara í nákvæma læknis- skoðun fyrsta daginn þar sem útbrotin eru kortiögð og ráðlegging- ar gefnar, t.d. er mis- munandi hversu vel ein- staklingar þola sólina. Ætlast er til að allir nýti sólina sem best og liggi í sólbaði í 6-8 klst. á dag. Hver og einn er ábyrgur fyrir Sólarljósið er, segir Þórunn Jónsdóttir, öfiugasta meðferðin við psoriasis. að skrá veru sína í sólinni í sérstaka dagbók sem síðan er yfírfarin í næstu læknisskoðun m.t.t. hvort gera megi betur. AIls er farið fjórum sinnum í læknisskoðun þessar þrjár vikur sem meðferðin tekur. Full vinna Þórunn Jónsdóttir Sólin læknar Engar töfralausnir eru til en það hefur þó sýnt sig að sólarljósið er og hefur verið öfiugasta meðferðin við psoriasis. Sólargeislar hafa fært fjölmörgum psoriasissjúklingum góðan bata. Hefur þeim staðið til boða, þar til nú, að fara á heilsustöð á Kanaríeyjum til meðferðar. Ég fór fyrsta skipti í slíka ferð í vor, en ég hef haft psoriasis í 10 ár. Heilsu- stöðin sem um ræðir er rekin af Norðmönnum og þar dvelja psorias- issjúklingar frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og íslandi. (Aðrar þjóðir sem senda einnig psoriasissjúklinga sína á samskonar heilsustöðvar, t.a.m. fara Danir á heilsustöð við Dauðahafíð.) Á stöðinni starfa þrír hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfari og húðsjúkdómalæknir. Heilsustöðin er vel útbúin fyrir starfsemi sem Heilsustöðin hefur sínar eigin reglur sem ætlast er til að psoriasis- sjúklingar fari eftir. Áður en haldið er af stað undirritar viðkomandi yfirlýsingu frá Tryggingastofnun ríkisins þess efnis, að ef hann hlýt- ur ekki reglum stöðvarinnar geti það varðað brottrekstri og að við- komandi þurfi að'endurgreiða ferð- ina. Meðferð sem þessi er full vinna. Dagurinn hefst kl. 7.45, þá er öllum skylt að mæta saman á fund ásamt hjúkrunarfræðingi og farið er yfir dagskrá dagsins. Leikfimi er svo í 15 mínútur, góð alhliða leikfimi fyrir alla aldurshópa. Þeim sem þjást af psoriasisgigt stendur til boða vatnsleikfimi í upphitaðri salt- vatnslaug. Morgunmatur er frá kl. 8-10 og síðan fara allir í sólbað, annaðhvort á ströndina eða liggja á sundlaugarbakkanum. Einnig er aðstaða til að sóla sig nakin(n), en ÍSLENSKIR psoriasissjúklingar glaðir í bragði á heilsustöðinni Valle Marina á Kanaríeyjum, I 'x4Éi l . ' $ +* «Jj|g|2p : t* .. fflm það er mjög miikilvægt að hafa þess konar séraðstöðu þar sem psoriasis fer ekki síður á hina „viðkvæmu" staði líkamans. Fólk er síðan í sól- baði allan liðlangan daginn og mætir svo í kvöldmatinn, sælt og svangt eftir langan dag. Nú hefur Tryggingaráð ákveðið að þessum ferðum verði hætt og rökstyður þá ákvörðun sína m.a. með því að nú séu komin öflug lyf og öflugar göngudeildir sem veita ljósabaðs- og tjörumeðferðir. Þann- ig sé hægt að veita fleirum lausn fyrir sama fé en þeim örfáu sem sendir voru utan til meðferðar. Kremin eftir heima Lyf eru oft nauðsynleg og við psoriasissjúklingar vitum það vel, enda fer mikill tími í það á hveijum degi að smyija sig með ýmiss kon- ar lyfjaáburðum og það með mis- góðum árangri. Það er því mikill léttir fyrir okkur að eiga kost á að fara í loftslagsmeðferð, þar sem eingöngu sólin og sjórinn sjá um lækninguna og við getum skilið kremtúpumar eftir heima og hvílt okkur og húðina á lyfjum í stuttan tíma og það sem mikilvægast er, fengið bata. Sólargeislarnir gera stórkostlegt gagn fyrir okkur psor- iasissjúklingana og hvað sem orðum yfirlæknis Tryggingastofnunar og deildarstjóra sjúkratryggingadeild- ar T.R. líður, þá er gervisól (þá er átt við ljósameðferð í lömpum á göngudeild) ekki eins góð og sólin. Ljósameðferðir eru hinsvegar nauð- synlegar því með þeim er hægt að halda við bata og sem betur fer dugar göngudeildarmeðferð sumum einstaklingum. í dagblaðinu Tímanum fyrir nokkru ritaði tryggingayfirlæknir grein þar sem hann talar um' að ekki hafi verið sýnt fram á að sólar- landaferðir fyrir psoriasissjúklinga beri umtalsverðan eða Iangvarandi árangur, enda ljóst að talsvert er um sjúkdóminn hjá þeim sem búa þar allt árið. Tryggingayfirlæknir veit bara ekki að sólarlandaferð eins og landinn þekkir og „sólar- landaferð“ fyrir psoriasissjúklinga er tvennt ólíkt. Viðveran í sólinni er svo miklu meiri hjá okkur sem förum til meðferðar í sólina - allt upp í 8 klst. á dag í sólbaði - og það er nokkuð sem ég tel að venju- legur túristi myndi ekki nenna að gera! Psoriasissjúklingar þurfa þetta mikla viðveru í sólbaði, ekki bara búa og vi aia í landi þar sem sólin skín. Psoriasissjúkdómurinn er jafnalgengur hjá öllum þjóðum heims og áætlað að um 2-4% hverr- ar þjóðar séu með psoriasis. Að fara í loftslagsmeðferð, en svo kall- ast sólarlandaferðir psoriasissjúkl- inga, er full vinna. Glaðir sjúklingar Tilhugsunin að fara einn út og dvelja í 3 vikur með ókunnugu fólki er ekki ýkja spennandi. Þegar kom- ið er á staðinn smitast maður af andrúmsloftinu sem ríkir þarna. Þar er samankominn fjöldi manns sem á það sameiginlegt að vera með psoriasis, hefur lengi liðið illa, eru útklóraðir og hreistraðir en umfram allt glaðir. Þarna hafa psoriasis- sjúklingar 3 vikur til að láta sér líða eins og manneskjum; allir í sundfötum, enginn glápir, allir svo glaðir því nú er batinn á næsta leiti. Ánægja, gleði, samheldni og sam- kennd einkenndi þessa ferð og eftir að hafa reynt þetta sjálf veit ég að jafngóðum bata get ég ekki náð ein míns liðs, það hef ég marg- reynt. Því eru þessar ferðir svo mikilvægar fyrir okkur psoriasis- sjúklingana. Hversu lengi batinn varir er einstaklingsbundið, en það tímabil sem hann varir er dásam- legt. Lúxus? Til að meðferð skili árangri þarf hún að vera stöðug og er hvíld mikilvægur þáttur hennar. Það hef- ur lítið upp á sig að vera í fullri vinnu og geysast hingað og þangað í meðferð, örþreyttur. Allar þjóðir hafa viðurkennt gildi loftslagsmeð- ferðar' fyrir psoriasissjúklinga og þrátt fyrir að flestar þessar þjóðir hafi betri sumur en við og allar þær meðferðir sem við höfum líka, þá senda þeir sína sjúklinga á sömu eða samskonar heilsustöðvar og við fórum á. Hvers vegna ætli það sé? Örugglega vegna þess að þeir sjá að þesskonar meðferð skilar ár- angri. Peningunum er best varið í meðferð sem skilar árangri. Það er sannað og menn hafa vitað um langt skeið að sólargeislarnir eru besta lækningin við psoriasis. Hún er auðveldasta leiðin og hefur engar aukaverkanir. Mörgum sem ekki eru með psoriasis finnast þessar ferðir hreinn lúxus. Ef menn kjósa að kalla þessar ferðir psoriasissjúkl- inga lúxus, ættu hinir sömu að íhuga málið aðeins betur og komast þá vonandi að sömu niðurstöðu og ág; það er ekki lúxus að fá að fara í læknismeðferð til Kanarí, það er lúxus að vera heilbrigður! Höfundur er þjúkrunarfræðingur. Símaskráin 1996 er komin út föstudaainn 31. maí Mýja símaskráin tekur gildi Mundu eftir afhendingarmidanum og nádu í nýju símaskrána strax í dag |Mýja -útbreiddasta bók á íslandi PÓSTUR OG SÍMI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.