Morgunblaðið - 30.05.1996, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Æsispennandi
barátta framundan
Margeir Hannes Hlífar
Pétursson Stefánsson
SKAK
SKÁKÞING ÍSIANDS
LANDSLIDSFLOKKUR
Fjölbrautaskólanum í
Garðabæ
Frá 22. maí til 3. júní. Taflið hefst
kl. 17 að undanskildum tveimur frí-
dögum, 26. maí og 1. júní.
HANNES Hlífar Stefánsson og
Margeir Pétursson eru efstir og
jafnir með fímm vinninga að áflokn-
um sex umferðum í landsliðsflokki
á Skákþingi íslands. Helgi Ólafsson
fylgir fast á hæla þeirra með 4'A
vinning og -Jóhann Hjartarson og
Þröstur Þórhallsson eru með 4 vinn-
inga. Gríðarleg barátta hefur ein-
kennt taflmennsku í mótinu og gera
má ráð fyrir mjög spennandi bar-
áttu framundan.
í kvennaflokki eru Anna Björg
Þorgrímsdóttir, Ingibjörg Edda
Birgisdóttir og Harpa Ingólfsdóttir
efstar og jafnar með tvo vinninga
eftir þijár umferðir.
í sjöttu umferð áttust við inn-
byrðis efstu menn fyrir umferðina.
Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi
Áss Grétarsson tefldu spánskan leik
og upp kom mjög flókin staða.
Hannes Hlífar tefldi hvasst og fórn-
aði liði. Upp kom endatafl þar sem
Hannes hafði drottningu og fímm
peð gegn drottningu, biskup og einu
peði Helga. í tímahraki missti
Hannes peð en það kom ekki að
sök, hann stýrði hinum peðunum
fram borðið uns ekki varð við neitt
ráðið og vann sigur við seinni tíma-
mörkin við sextugasta leik. Viður-
eign Þrastar Þórhallssonar og Mar-
geirs Péturssonar hafði rólegra yfír-
bragð. Þeir tefldu sikileyjarvörn og
eftir mikil uppskipti kom upp hróks:
endatafl sem virtist jafnteflislegt. í
endatöflum er reynsla og styrkur
Margeirs meiri og honum tókst að
knýja fram sigur eftir langa bar-
áttu. Helgi Ólafsson átti auðveldari
dag. Hann stýrði svörtu mönnunum
örugglega til sigurs gegn Jóni Garð-
ari Viðarssyni eftir tuttugu leiki og
viðureignin stóð í innan við tvær
klukkustundir. Jóhann Hjartarson
fylgir á eftir forystusauðunum.
Hann hafði betri stöðu í endatafli
gegn Jón Viktori og spann
skemmtilegc mátnet skömmu fyrir
tímamörkin við fertugasta leik.
Sævar Bjarnason og Benedikt Jón-
asson komust úr neðstu sætunum
með sigrum í umferðinni. Magnús
Örn Úlfarsson féll á tíma gegn
Sævari í tapaðri stöðu og Benedikt
Jónasson fléttaði til sigurs gegn
Torfa Leóssyni.
6. umferð:
Hannes H. Stef. - Helgi Áss Grétarss. 1-0
Torfi Stefánsson - Benedikt Jónasson 0-1
Jón G. Viðarsson - Helgi Ólafsson 0-1
Jóhann Hjartars. - Jón Viktor Gunnarss. 1-0
Sævar Bjarnas. - Magnús Om Ulfarss. 1-0
Þröstur Þórhallsson - Margeir Pétursson 0-1
Staðan eftir sex umferðir í karla-
flokki:
l.-2.Hannes H. Stefánsson, Margeir Péturs-
son ð vinningar.
3. Helgi Ólafsson 4‘/2 v.
4. -5. Jóhann Hjartars., Þröstur Þórhallss. 4 v.
6. Helgi Áss Grétarsson 3‘/2 v.
7. -9. Benedikt Jónasson, Magnús Ulfarsson,
Sævar Bjamason 2 v.
10.-11. Jón G. Viðarss.,
Jón V. Gunnarss. l'ó v.
12. Torfi Leósson 1 v.
Úrslit í þriðju umferð í kvenna-
flokki:
Harpa Ingólfsd. - Hulda Stefánsd. 1-0
Ingibjörg Birgisd. - Anna Þorgrímsd. 1-0
Sigrún Sigurðard. - Þorbj. Ingólfsd. 0-1
Helga Guðrún Eiríksdóttir sat yfir.
Staðan eftir þrjár
umferðir í kvenna-
flokki:
l.-3.Anna Björg Þorgríms-
dóttir, Harpa Ingólfsdóttir,
Ingibjörg E. Birgisdóttir 2
vinningar
4.-6. Helga G. Eiríksdóttir,
Sigrún Sigurðardóttir, Þor-
björg E. Ingólfsdóttir 1 v.
7. Hulda Stefánsdóttir 0 v.
Lítum loks á snögg-
an sigur Helga Ólafs-
sonar í sjöttu umferð.
Hvítt: Jón Garðar
Viðarsson
Svart: Helgi Ólafsson
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5 2. Rf3 - e6 3.
d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Bd3 - Rc6
6. Rxc6 - dxc6 7. 0-0 - e5 8. Bg5? - h6
9. Bh4 - g5 10. Bg3 - Bd6 11. Rd2 -
De7 12. Rc4 - Bc7 13. a4 - h5 14. h4?
Svartur hefur þegar öðlast mun betri
stöðu. 8. Bg5 var vanhugsaður, eðlilegra
var að leika 8. Rd2 Bd6 9. Rc4 Bc7 10.
De2 og færin vega nokkuð jafnt. Með síð-
asta leik veikir hvítur stöðu sína enn frekar.
14. - Rg4! 15. Dd2? - gxh4 16. Bh2 -
Be6 17. Be2 - Hg8 18. Khl - Hd8 19.
Dc3 - Dg5 20. Df3 - Rxh2
Hvítur gafst upp. Mát eða liðstap
blasir við eftir 21. Kxh2 - Bg4.
Sjöunda umferð á mótinu var
tefld í gærkvöldi. Áttunda umferð
verður tefld í kvöld og hefst kl. 17,
þá tefla saman m.a. Jóhann Hjart-
arson og Margeir Pétursson, Hann-
es Hlífar Stefánsson og Magnús
Örn Úlfarsson.
Karl Þorsteins
FÉLAG ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA
-félag milliríkjaverslunar og vörudreifingar-
HVAÐ ER AÐ GERAST í SAMNINGAVIÐRÆÐUM
MILLIBAND ARÍKJANN A 0G ESB UM VIÐSKIPTAMÁL?
Félag íslenskra stórkaupmanna boðar til fundar mánudaginn
3. júní nk. kl. 12:00 í Skálanum á Hótel Sögu.
Efni fundarins verður viðskiptabandalög og samningaviðræður
Bandaríkjanna við önnur ríki, NAFTA, APEC og NTA (New Trans-
Atlantic Agenda).
Ræðumaður fundarins verður Donald S. Abelson einn helsti
samningamaður Bandaríkjanna í viðskiptamálum.
Donald Abelson starfar hjá utanríkisviðskiptaskrifstofu forseta
Bandaríkjanna og er þar yfirmaður deildar sem annast
milliríkjasamninga á sviði fjarskipta og upplýsingatækni.. Hann tók
virkan þátt í Uruguay-viðræðunum og var einn helsti ráðgjafi Mickey
Kantors í GATT-samningunum um málefni sem varða verndun
hugverkaréttinda. Hann á um 18 ára starfsferil að baki hjá stofhuninni
sem ráðgjafi og samningamaður og tók sem slíkur þátt í gerð NAFTA
samninganna ásamt fjölda annarra viðskiptasamninga á vegum
Bandaríkjastjórnar.
Þátttökugjald meö hádegisveröi er kr. 2.500,-.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu
félagsins í síma 588 8910.
FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN.
BRETTALYFTUR
ÓTRÚLEGT VERÐ!
CML brettalyftur
eru úrvalsvara
á fínu verði.
Þær eru á einföldum ^
| eða tvöföldum
mjúkum hjólum,
j sem ekki skaða gólf.
Hringás ehf.
Langholtsvegi 84, Rvk. S. 533 1330
ÍSVAL-BORGA EHF.
HÖFÐABAKKA 9. 112 REYKJAVÍK
IÐNAÐARHURDIR
FELUHURÐIR LYFTIHURÐIR
GÖNGUHURÐIR ELDVARNARHURÐIR
SlMI 587 8750 - FAX 587 8751
Matur og matgerd
Guðsg’affla-
matur
Hvað er guðsgafflamatur? spyr sjálfsagt
einhver. Kristín Gestsdóttir leiðir okkur
í allan sannleika um það.
GUÐSGAFFLAMATUR er
. veislumatur sem borðað-
ur er með fingrunum eða
guðsgöfflunum og oft standandi.
Um bæ og borg hafa verið haldn-
ar ýmsar útskriftarveislur þar
sem guðsgafflamatur hefur verið
á boðstólum. Margar þessara
veisla eru að baki en enn eru
nokkrar eftir og vona ég að ein-
hver geti notað þær uppskriftir
sem hér birtast, önnur þeirra,
Bananahattar, eru úr bók minni
220 gómsætir ávaxta- og berja-
réttir en heita þar Bananar með
möndlumakrónum og súkkulaði.
Bananahattar
1 pk. stórar möndlumakrónur
200 g flórsýkur (4 dl)
________200 g ósalt smjör______
1 eggjarauða
1 msk. romm, líkjör, sjerrí
eða Vt tsk. vanilludropar
___________5 bananar___________
2 pk. suðusúkkulaði, 200 g
1. Raðið makrónunum á fat.
2. Hrærið mjúkt smjörið með flór-
sykri, eggjarauðu og víni eða van-
illudropum. Smyijið kreminu ofan á
makrónurnar.
3. Skerið bananana í þykkar
sneiðar og setjið eina sneið á hveija
makrónuköku. Kælið í kæliskáp í 1
klst.
4. Hitið bakarofn í 70°C. Setjið
súkkulaði á eldfastan þykkan disk
í ofninn í 7 mínútur. Þá á allt að
vera bráðið.
5. Takið makrónurnar úr kæli-
skápnum og smyrjið súkkulaðinu
jafnt yfir bananasneiðarnar og örlít-
ið niður á kökurnar. Það er erfitt
að smyija þessu á en gerir ekkert
þótt það sé ekki jafnt.
6. Setjið aftur í kæliskápinn og
látið súkkulaðið stirðna. Geymið í
kæliskáp þar til nota á. Þetta geym-
ist í 1-2 daga.
Athugið: Auðveldasta aðferð við
að bræða súkkulaði er á þykkum
eldföstum diski í bakaraofni.
Diskurinn helst lengi heitur og þar
með helst súkkulaðið lengi mjúkt.
Ef þetta er sett í örbylgjuofn, hitnar
diskurinn ékki og súkkulaðið helst
ekki eins lengi mjúkt.
Jarðarberjaskeljar
Hvolfið tveimur eggjabökkum og
þekið botnana með álpappír. í þeim
8 holum sem myndast á báðum
eggjabökkunum eru skeljarnar mót-
aðar. Kringlóttar örþunnar kökur
eru bakaðar og þeim þrýst ofan í
götin.
Skeljarnar
(um 50 stk.)
2 eggjahvítur
4 msk. flórsykur
4 msk. brætt smjörlíki
1 dl hveiti
1. Setjið allt í hrærivél og hrærið
vel.
2. Takið 2 bökunarpappírsbúta.
Teiknið 6 hringi á hvorn með dökkri
línu, 5 sm í þvermál. Leggið pappír-
inn á hvolf á tvær bökunarplötur
og bakið bara annan í einu. Lína
hringjanna á að sjást í gegn. Smyij-
ið 'h tsk. af deiginu jafnt á hvern
hring.
3. Hitið bakarofn í 200°C, (notið
ekki blástur, þar sem kökurnar eru
léttar og þetta fýkur til í blásturs-
ofni). Bakið í miðjum ofni í um 5
mínútur eða þar til jaðrarnir hafa
brúnast örlítið.
4. Smeygið pönnukökuspaða und-
ir kökurnar og þrýstið þeim ofan í
holurnar á eggjabökkunum. Látið
kólna.
5. Geymið í lokuðum kökukassa
þar til nota á.
Kremið (sprautað í
samdægurs)
Jarðarber úr einni hálfdós
_________80 g flórsykur______
1 tsk. rifinn sítrónubörkur
________2 tsk. sítrónusafi____
250 g Mascarpone ostur
(hann fæst hérlendis)
fersk jarðarber til skreytingar
1. Meijið jarðarberin fínt, setjið
flórsykur, sítrónubörk og sftrónu-
safa út í og hrærið vel. Kælið í
kæliskáp í 1 klst.
2. Sprautið í skeljarnar, skreytið
með hálfu eða heilu jarðarberi.