Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Æsispennandi barátta framundan Margeir Hannes Hlífar Pétursson Stefánsson SKAK SKÁKÞING ÍSIANDS LANDSLIDSFLOKKUR Fjölbrautaskólanum í Garðabæ Frá 22. maí til 3. júní. Taflið hefst kl. 17 að undanskildum tveimur frí- dögum, 26. maí og 1. júní. HANNES Hlífar Stefánsson og Margeir Pétursson eru efstir og jafnir með fímm vinninga að áflokn- um sex umferðum í landsliðsflokki á Skákþingi íslands. Helgi Ólafsson fylgir fast á hæla þeirra með 4'A vinning og -Jóhann Hjartarson og Þröstur Þórhallsson eru með 4 vinn- inga. Gríðarleg barátta hefur ein- kennt taflmennsku í mótinu og gera má ráð fyrir mjög spennandi bar- áttu framundan. í kvennaflokki eru Anna Björg Þorgrímsdóttir, Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Harpa Ingólfsdóttir efstar og jafnar með tvo vinninga eftir þijár umferðir. í sjöttu umferð áttust við inn- byrðis efstu menn fyrir umferðina. Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Áss Grétarsson tefldu spánskan leik og upp kom mjög flókin staða. Hannes Hlífar tefldi hvasst og fórn- aði liði. Upp kom endatafl þar sem Hannes hafði drottningu og fímm peð gegn drottningu, biskup og einu peði Helga. í tímahraki missti Hannes peð en það kom ekki að sök, hann stýrði hinum peðunum fram borðið uns ekki varð við neitt ráðið og vann sigur við seinni tíma- mörkin við sextugasta leik. Viður- eign Þrastar Þórhallssonar og Mar- geirs Péturssonar hafði rólegra yfír- bragð. Þeir tefldu sikileyjarvörn og eftir mikil uppskipti kom upp hróks: endatafl sem virtist jafnteflislegt. í endatöflum er reynsla og styrkur Margeirs meiri og honum tókst að knýja fram sigur eftir langa bar- áttu. Helgi Ólafsson átti auðveldari dag. Hann stýrði svörtu mönnunum örugglega til sigurs gegn Jóni Garð- ari Viðarssyni eftir tuttugu leiki og viðureignin stóð í innan við tvær klukkustundir. Jóhann Hjartarson fylgir á eftir forystusauðunum. Hann hafði betri stöðu í endatafli gegn Jón Viktori og spann skemmtilegc mátnet skömmu fyrir tímamörkin við fertugasta leik. Sævar Bjarnason og Benedikt Jón- asson komust úr neðstu sætunum með sigrum í umferðinni. Magnús Örn Úlfarsson féll á tíma gegn Sævari í tapaðri stöðu og Benedikt Jónasson fléttaði til sigurs gegn Torfa Leóssyni. 6. umferð: Hannes H. Stef. - Helgi Áss Grétarss. 1-0 Torfi Stefánsson - Benedikt Jónasson 0-1 Jón G. Viðarsson - Helgi Ólafsson 0-1 Jóhann Hjartars. - Jón Viktor Gunnarss. 1-0 Sævar Bjarnas. - Magnús Om Ulfarss. 1-0 Þröstur Þórhallsson - Margeir Pétursson 0-1 Staðan eftir sex umferðir í karla- flokki: l.-2.Hannes H. Stefánsson, Margeir Péturs- son ð vinningar. 3. Helgi Ólafsson 4‘/2 v. 4. -5. Jóhann Hjartars., Þröstur Þórhallss. 4 v. 6. Helgi Áss Grétarsson 3‘/2 v. 7. -9. Benedikt Jónasson, Magnús Ulfarsson, Sævar Bjamason 2 v. 10.-11. Jón G. Viðarss., Jón V. Gunnarss. l'ó v. 12. Torfi Leósson 1 v. Úrslit í þriðju umferð í kvenna- flokki: Harpa Ingólfsd. - Hulda Stefánsd. 1-0 Ingibjörg Birgisd. - Anna Þorgrímsd. 1-0 Sigrún Sigurðard. - Þorbj. Ingólfsd. 0-1 Helga Guðrún Eiríksdóttir sat yfir. Staðan eftir þrjár umferðir í kvenna- flokki: l.-3.Anna Björg Þorgríms- dóttir, Harpa Ingólfsdóttir, Ingibjörg E. Birgisdóttir 2 vinningar 4.-6. Helga G. Eiríksdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Þor- björg E. Ingólfsdóttir 1 v. 7. Hulda Stefánsdóttir 0 v. Lítum loks á snögg- an sigur Helga Ólafs- sonar í sjöttu umferð. Hvítt: Jón Garðar Viðarsson Svart: Helgi Ólafsson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - e6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Bd3 - Rc6 6. Rxc6 - dxc6 7. 0-0 - e5 8. Bg5? - h6 9. Bh4 - g5 10. Bg3 - Bd6 11. Rd2 - De7 12. Rc4 - Bc7 13. a4 - h5 14. h4? Svartur hefur þegar öðlast mun betri stöðu. 8. Bg5 var vanhugsaður, eðlilegra var að leika 8. Rd2 Bd6 9. Rc4 Bc7 10. De2 og færin vega nokkuð jafnt. Með síð- asta leik veikir hvítur stöðu sína enn frekar. 14. - Rg4! 15. Dd2? - gxh4 16. Bh2 - Be6 17. Be2 - Hg8 18. Khl - Hd8 19. Dc3 - Dg5 20. Df3 - Rxh2 Hvítur gafst upp. Mát eða liðstap blasir við eftir 21. Kxh2 - Bg4. Sjöunda umferð á mótinu var tefld í gærkvöldi. Áttunda umferð verður tefld í kvöld og hefst kl. 17, þá tefla saman m.a. Jóhann Hjart- arson og Margeir Pétursson, Hann- es Hlífar Stefánsson og Magnús Örn Úlfarsson. Karl Þorsteins FÉLAG ÍSLENSKRA STÓRKAUPMANNA -félag milliríkjaverslunar og vörudreifingar- HVAÐ ER AÐ GERAST í SAMNINGAVIÐRÆÐUM MILLIBAND ARÍKJANN A 0G ESB UM VIÐSKIPTAMÁL? Félag íslenskra stórkaupmanna boðar til fundar mánudaginn 3. júní nk. kl. 12:00 í Skálanum á Hótel Sögu. Efni fundarins verður viðskiptabandalög og samningaviðræður Bandaríkjanna við önnur ríki, NAFTA, APEC og NTA (New Trans- Atlantic Agenda). Ræðumaður fundarins verður Donald S. Abelson einn helsti samningamaður Bandaríkjanna í viðskiptamálum. Donald Abelson starfar hjá utanríkisviðskiptaskrifstofu forseta Bandaríkjanna og er þar yfirmaður deildar sem annast milliríkjasamninga á sviði fjarskipta og upplýsingatækni.. Hann tók virkan þátt í Uruguay-viðræðunum og var einn helsti ráðgjafi Mickey Kantors í GATT-samningunum um málefni sem varða verndun hugverkaréttinda. Hann á um 18 ára starfsferil að baki hjá stofhuninni sem ráðgjafi og samningamaður og tók sem slíkur þátt í gerð NAFTA samninganna ásamt fjölda annarra viðskiptasamninga á vegum Bandaríkjastjórnar. Þátttökugjald meö hádegisveröi er kr. 2.500,-. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á skrifstofu félagsins í síma 588 8910. FUNDURINN ER ÖLLUM OPINN. BRETTALYFTUR ÓTRÚLEGT VERÐ! CML brettalyftur eru úrvalsvara á fínu verði. Þær eru á einföldum ^ | eða tvöföldum mjúkum hjólum, j sem ekki skaða gólf. Hringás ehf. Langholtsvegi 84, Rvk. S. 533 1330 ÍSVAL-BORGA EHF. HÖFÐABAKKA 9. 112 REYKJAVÍK IÐNAÐARHURDIR FELUHURÐIR LYFTIHURÐIR GÖNGUHURÐIR ELDVARNARHURÐIR SlMI 587 8750 - FAX 587 8751 Matur og matgerd Guðsg’affla- matur Hvað er guðsgafflamatur? spyr sjálfsagt einhver. Kristín Gestsdóttir leiðir okkur í allan sannleika um það. GUÐSGAFFLAMATUR er . veislumatur sem borðað- ur er með fingrunum eða guðsgöfflunum og oft standandi. Um bæ og borg hafa verið haldn- ar ýmsar útskriftarveislur þar sem guðsgafflamatur hefur verið á boðstólum. Margar þessara veisla eru að baki en enn eru nokkrar eftir og vona ég að ein- hver geti notað þær uppskriftir sem hér birtast, önnur þeirra, Bananahattar, eru úr bók minni 220 gómsætir ávaxta- og berja- réttir en heita þar Bananar með möndlumakrónum og súkkulaði. Bananahattar 1 pk. stórar möndlumakrónur 200 g flórsýkur (4 dl) ________200 g ósalt smjör______ 1 eggjarauða 1 msk. romm, líkjör, sjerrí eða Vt tsk. vanilludropar ___________5 bananar___________ 2 pk. suðusúkkulaði, 200 g 1. Raðið makrónunum á fat. 2. Hrærið mjúkt smjörið með flór- sykri, eggjarauðu og víni eða van- illudropum. Smyijið kreminu ofan á makrónurnar. 3. Skerið bananana í þykkar sneiðar og setjið eina sneið á hveija makrónuköku. Kælið í kæliskáp í 1 klst. 4. Hitið bakarofn í 70°C. Setjið súkkulaði á eldfastan þykkan disk í ofninn í 7 mínútur. Þá á allt að vera bráðið. 5. Takið makrónurnar úr kæli- skápnum og smyrjið súkkulaðinu jafnt yfir bananasneiðarnar og örlít- ið niður á kökurnar. Það er erfitt að smyija þessu á en gerir ekkert þótt það sé ekki jafnt. 6. Setjið aftur í kæliskápinn og látið súkkulaðið stirðna. Geymið í kæliskáp þar til nota á. Þetta geym- ist í 1-2 daga. Athugið: Auðveldasta aðferð við að bræða súkkulaði er á þykkum eldföstum diski í bakaraofni. Diskurinn helst lengi heitur og þar með helst súkkulaðið lengi mjúkt. Ef þetta er sett í örbylgjuofn, hitnar diskurinn ékki og súkkulaðið helst ekki eins lengi mjúkt. Jarðarberjaskeljar Hvolfið tveimur eggjabökkum og þekið botnana með álpappír. í þeim 8 holum sem myndast á báðum eggjabökkunum eru skeljarnar mót- aðar. Kringlóttar örþunnar kökur eru bakaðar og þeim þrýst ofan í götin. Skeljarnar (um 50 stk.) 2 eggjahvítur 4 msk. flórsykur 4 msk. brætt smjörlíki 1 dl hveiti 1. Setjið allt í hrærivél og hrærið vel. 2. Takið 2 bökunarpappírsbúta. Teiknið 6 hringi á hvorn með dökkri línu, 5 sm í þvermál. Leggið pappír- inn á hvolf á tvær bökunarplötur og bakið bara annan í einu. Lína hringjanna á að sjást í gegn. Smyij- ið 'h tsk. af deiginu jafnt á hvern hring. 3. Hitið bakarofn í 200°C, (notið ekki blástur, þar sem kökurnar eru léttar og þetta fýkur til í blásturs- ofni). Bakið í miðjum ofni í um 5 mínútur eða þar til jaðrarnir hafa brúnast örlítið. 4. Smeygið pönnukökuspaða und- ir kökurnar og þrýstið þeim ofan í holurnar á eggjabökkunum. Látið kólna. 5. Geymið í lokuðum kökukassa þar til nota á. Kremið (sprautað í samdægurs) Jarðarber úr einni hálfdós _________80 g flórsykur______ 1 tsk. rifinn sítrónubörkur ________2 tsk. sítrónusafi____ 250 g Mascarpone ostur (hann fæst hérlendis) fersk jarðarber til skreytingar 1. Meijið jarðarberin fínt, setjið flórsykur, sítrónubörk og sftrónu- safa út í og hrærið vel. Kælið í kæliskáp í 1 klst. 2. Sprautið í skeljarnar, skreytið með hálfu eða heilu jarðarberi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.