Morgunblaðið - 30.05.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 30. MAÍ1996 41
MARIA SIG URBJORG
JÓHANNSDÓTTIR
+ María Sigur-
björg Jóhanns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 20. maí
1902. Hún lést á
Hrafnistu 18. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Guðrún Sigurðar-
dóttir, f. 1868 á
Valbjarnarvöllum í
Borgarhreppi, d.
1945, og Jóhann
Teitur Egilsson tré-
smiður í Reykjavík,
f. 1863 í Vöðlakoti
í Flóa, d. 1938. Mar-
ía var þriðja í röð fimm systk-
ina. Þau voru Egill Ágúst, f.
1899, d. 1942, maki Katrín
Helgadóttir, f. 1905, d. 1982;
Guðrún, f. 1900, d. 1976, maki
Jón Þorsteinsson bifreiðastjóri,
f. 1892, d. 1994; ína f. 1905,
maki Emil Gunnar Pétursson
vélsljóri, f. 1904, d. 1990; Sab-
ína Unnur, f. 1911, fyrri maki
Magnús Halldórsson, járnsmið-
ur, f. 1912, d. 1942, seinni maki
Gísli Jóhannesson, múrara-
meistari, f. 1900, d. 1979.
María giftist Eyjólfi Runólfs-
syni múrara 1925, en hann lést
1949. Foreldrar Eyjólfs voru
Guðrún Guðmundsdóttir, f.
1874 í Auðsholti í Biskupstung-
um, d. 1939, og Runólfur Magn-
ússon fiskimatsmaður, f. 1866,
að Lykkju á Kjalarnesi, d. 1955.
Systkini Eyjólfs voru: Magða-
lena Helga, d. 1965, maki Guð-
mundur H. Guðmundsson
Misskipt er mönnum lífshlaup-
ið, en því fékk Maja að kynnast
í raun. Þrjátíu og þriggja ára
missti hún yndislegan son sinn
sem varð fyrir bíl á Nýlendugöt-
unni aðeins fjögurra og hálfs árs
gamall. Fjórtán árum síðar lést
eiginmaður hennar Eyjólfur, öð-
lingsmaður, rúmlega 46 ára, eftir
ástríkt hjónaband. María lifði
einnig eldri dóttur sína Dúnu sem
lést fyrir ári, 68 ára gömul.
Maja fæddist í Bergstaðastræti
en fjölskylda hennar fluttist að
Bergstaðastræti 45 en síðar á nr.
40. Þessi hús standa enn. Jóhann
Teitur faðir Maju vann í Slippnum
í Vesturbænum og færði sig nær
sínum vinnustað með því að kaupa
bakhús á Nýlendugötu 19c en
byggði slðar tveggja hæða stein-
hús að Nýlendugötu 17 en þar
réðust á hálfri ævi Maju örlög
hennar.
Á unglingsárum og fram til
stofnunar heimilis á Nýlendugöt-
unni vann Maja í sveit m.a hjá
venslafólki á Refsstöðum hjá
Helgu frá Valbjarnarvöllum og í
Bræðratungu. Á fermingaraldri
var Maja í vist á Nýlendugötu 19,
í Daníelshúsi og víðar. í þá daga
var lífið saltfiskur og réð Maja
sig í vinnu við vöskun á fiski í
saltfiskverkun hjá Duus en þar
var verkstjóri Runólfur Magnús-
son fiskimatsmaður og þar vann
sonur hans Eyjólfur. Runólfur og
Guðrún bjuggu þá með fjölskyldu
sinni á myndarheimili á Bræðra-
borgarstíg 21B.
Nótt eina dreymdi Maju að hún
væri stödd á basar í Bárunni að
máta allskyns höfuðföt, sjóhatt
o.fl. Þá finnst henni Runólfur
koma og segja: „Ætli það sé ekki
best að ég sjái þér fyrir höfuð-
fati, María litla.“ Draumurinn
rættist og þau Eyfi og Maja giftu
sig árið 1925 og stofnuðu heimili
á Nýlendugötu 19c en fluttu síðan
á Nýlendugötu 17 og þar bjuggu
ungu hjónin ásamt foreldrum
Maju, ínu systur hennar sem þá
var nýgift Emil Gunnari Péturs-
syni vélstjóra og Sabínu systur
hennar, sem sá þar síðar á eftir
tveim eiginmönnum á besta aldri
húsgagnasmíða-
meistari, stofnandi
Húsgagnaverslunar
Reykjavíkur, d.
1983, Magnús skip-
stjóri d. 1988, eftir-
lifandi kona hans er
Laufey Björnsdótt-
ir, Hrafnistu; Guð-
mundur járnsmiður,
d. 1956, einn eig-
enda vélsmiðjunnar
Bjargs, maki Sessel-
ía Friðriksdóttir
Runólfsson, d. 1981,
og fóstursystir Eyj-
ólfs var Guðrún
Kristinsdóttir, eða Gauja eins
og hún er kölluð, ein systk-
inanna á lífi en fyrri eiginmaður
hennar var Halldór (Halli) Þór-
arins og síðari maki Björn Jóns-
son, kaupmenn, báðir látnir.
Börn Maríu og Eyjólfs voru
Guðrún (Dúna), f. 1926, d. 1995,
maki Sigurður Jóhann Helgason
forstjóri, þeirra börn eru María
bókari, Helga húsmóðir og Jó-
hann Þór byggingatæknifræð-
ingur; Jóhann Runólfur (Haddi),
f. 1930, d. í bílslysi 1935; Hrafn-
hildur, f. 1935, fyrri maki Rós-
mundur Guðmundsson múrari,
börn þeirra: Eyjólfur rafverk-
taki, Elísabet sjúkraliði og Unn-
ur húsmóðir, seinni maki Hrafn-
hildar Sigurður Vilhelm Halls-
son efnaverkfræðingur. Barna-
barnaböm Maríu era 15.
Útför Maríu Sigurbjargar
Jóhannsdóttur fór fram frá
Dómkirkjunni 28. maí.
frá ungum börnum en Sabína
hefir búið þar síðan. Árið 1947
stofnuðu svo heimili sitt á Ný-
lendugötu 17 eldri dóttir Maju,
Guðrún, eða Dúna eins og hún
var kölluð, og maður hennar Sig-
urður Jóhann Helgason múrara-
meistari og síðar stofnandi Stein-
smiðju S. Helgasonar hf. Sjö árum
síðar giftist yngri dóttir Maju,
Hrafnhildur, Rósmundi Guð-
mundssyni og áttu sitt fyrsta
heimili á Nýlendugötu 17. Þannig
byggðu Jóhann Teitur og Guðrún
börnum og barnabörnum sínum
skjól á meðan heimili þeirra var
að mótast og styrkjast. Þetta var
aðalsmerki fólksins á Nýlendu-
götu 17 og báru þær systur Gauja,
Maja, ína og Sabína merkið áfram
til sinna barna og barnabarna.
Fimm ára gömul fór Maja í
barnaskóla og var. skólagangan
stutt en Maja bætti sér það með
miklum bókalestri og á langri ævi
las Maja ógrynni bóka.
Sem ekkja vann María af ein-
stakri samviskusemi í rúma þijá
áratugi við hreingerningar hjá
Búnaðarbanka íslands, þar sem
hún ávann sér ævilanga vináttu
starfsfólksins. Þann tíma bjuggu
þau Dúna og eiginmaður hennar
Sigurður henni yndislegt heimili
þar sem hún naut samvista við
barnabörn sín þau Maríu, Helgu
og Jóhann Þór sem og börn yngri
dóttur sinnar Hrafnhildar og Rós-
mundar, Eyjólf, Elísabetu og
Unni. Er Maja fluttist á Hrafnistu
á níræðis aldri voru heimsóknir
barnabarnabarna henni til mikill-
ar gleði.
Samheldni Maju og systra
hennar og áræði kom skýrt í ljós
þegar þær drifu sig allar saman
með farþegaskipi í Evrópuferð á
sextugs- og sjötugsaldri. María
þekkti þannig muninn á fámenn-
inu í sveit og bæ á Fróni og ys
og þys Parísar og Rómar.
Maja hefði orðið 94 ára 20.
maí sl. og líklega langlífust ætt-
fólks síns frá Valbjarnarvöllum
og Snjallsteinshöfða. Maja var
ekki mannblendin, hlédræg en
skjót til svara og hnyttin mjög í
svörum og athugasemdum sem
báru vitni skýrri hugsun, sem hún
beitti snjallt við spil og tafl eink-
um með ínu systur sinni fram á
níræðisaldurinn. Maja hafði mikla
ánægju af því að spila og tefla
við barnabörnin og barnabarna-
börnin og kenndi sumum þeirra
að spila og tefla. Þess má geta
að móðursystir Maju var amma
eins af okkar bestu skákmönnum.
Barnabörnin og barnabarnabörn-
in voru mjög hænd að Maju til
æviloka hennar.
Æðruleysi Maju kom skýrt í
ljós ef eitthvað gerðist sem henni
líkaði ekki allskostar vel. Eftir
rólega íhugun sagði hún þá með
hægð: „Þetta er allt í lagi,“ og
þar með var málið útkljáð. Þetta
róaði alla viðstadda og þeir tóku
gleði sína aftur.
Er við kveðjum Maju, í vorblíðu
maímánaðar, þessa fíngerðu,
skarpgreindu konu, sem barst lít-
ið á, en hugsaði vel um sitt fólk,
er það huggun harmi gegn að
afkomendur hennar muni bera
merki mannkosta hennar sem
kyndil úr fortíð til framtíðar.
Víst er að Maja trúði á líf eftir
dauðann. Við leiði manns síns sem
hún var að huga að benti hún
dótturdóttur sinni á þar sem hún
myndi hvíla við hlið mannsins síns
og ljómaði andlit hennar þá af
gleði. Maja kvaddi þennan heim
umvafin hlýju ástvina sinna.
Þakka ber hjúkrunarfólkinu á
Hrafnistu alúð þess og einlæga
umönnun sem var til fyrirmyndar.
Systrum Maju, ínu og Sabínu,
tengdasyni og fjölskyldu, barna-
börnum og barnabarnabörnum
Maju, vandamönnum og vinum
hennar votta ég mína hjartanleg-
ustu samúð.
Blessuð sé minning góðrar
konu.
Sigurður V. Hallsson.
JIIIIIIXIIL
: Erfidrykkjur
P E R L A N
Sími 562 0200
JlIIIIIIIIf
Minnismerki úr steini
Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum
alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki.
Áralöng reynsla.
ii
S. HELGAS0N HF
STEINSMIÐJA
SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677
t
Faðir okkar,
FRIÐSTEINIM G. HELGASON,
Dalbraut 27,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum 27. maí.
Jarðarförin auglýst síðar.
Börnin.
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
GUÐMUNDUR THORODDSEN,
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á ísa-
firði að kvöldi laugardagsins 25. maí.
Minningarathöfn fer fram í sal sjúkra-
hússins föstudaginn 31. maí kl. 15.00.
Útför hans verður auglýst síðar.
Elisabet Gunnarsdóttir,
Jón Kolbeinn Guðmundsson,
Einar Viðar Guðmundsson.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
MAGNEA INGILEIF
SÍMONARDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
andaðist í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði,
að morgni 29. maí.
Aslaug Sigurðardóttir, Guttormur Vigfússon,
Kristján Sigurðsson, Ingey Arnkelsdóttir,
Finnur Sigurðsson, Guðrún Júlíusdóttir,
Finnbogi Sigurðsson, Edda Lýðsdóttir,
Símon Sigurðsson, Erna Kristjánsdóttir,
Ástráður Sigurðsson, Ragna Helgadóttir.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
HÓLMFRÍÐUR S. BJÖRNSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Bessastaðakirkju
föstudaginn 31. maí kl. 15.00.
Guðríður Jónsdóttir, Benedikt Sveinsson,
Gunnar Björn Jónsson, Sigríður Einvarðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BENEDIKT ÞÓRARINSSON,
Stóra-Skógi,
verður jarðsunginn að Kvennabrekku,
Miðdölum, laugardaginn 1. júní nk.
kl. 14.00.
Gunnar S. Benediktsson,
Hlynur Þór Benediktsson,
Halldóra Benediktsdóttir,
Bryndis Gunnarsdóttir,
Benedikt Gunnar Gunnarsson,
Þórarinn Gunnarsson.
Fjóla Benediktsdóttir,
Gunnar Ásgrfmsson,
Rannveig Heimisdóttir,
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir, amma og langamma,
BÁRA VILBERGS,
Háaleitisbraut 97,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
föstudaginn 31. maí kl. 13.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim,
sem vilja minnast hnnar, látnu er bent
á líknarfélög.
Bjarni ísleifsson,
Svanlaug Júlfana Bjarnadóttir, Gylfi Már Bjarnason,
Kolbrún Lilja, Elsa Eiriksdóttir,
Berglind, Petra Dfs,
Bjarni ísleifur,
Bára Líf,
Andri Már.