Morgunblaðið - 30.05.1996, Síða 48

Morgunblaðið - 30.05.1996, Síða 48
48 FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Smáfólk WORRV ABOUT EVERVTMIN6 THAT'5 EVER. HAPPENEP ANP EVERYTHIN6 YOU THINK MI6HT HAPPEN.. I CAN T 5LEEP, BIG BROTHER. WHAT 5H0ULP I PO? DON T DO ANYTHIN6.. JU5T UE THERE, AND UIORRY. THEN \ UUHAT? / Ég get ekki sofíð, stóri bróðir... hvað á ég að gera? Ekki neitt... liggðu bara þarna og hafðu áhyggjur... Hafðu áhyggjur af öllu sem nokkru sinni hefur gerst og af öllu sem þú hyggur að gæti gerst... Hvað svo? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Þjáningar Krists á krossinum Frá Eggerti E. Laxdal: ÞEGAR sálmaskáldið góða tók sér fyrir hendur að yrkja um Jesú Krist, frelsara sinn og Guð, þá vaknar hugur hans til meðvitundar um þær þjáningar, sem Jesú Kristur leið á krossinum fyrir syndir mannanna. Þið vitið hvaða skáld þetta var, nafn hans er Hallgrímur Pétursson, prestur á Saurbæ við Hvalfjarðar- strönd. Hann var þá orðinn sjúkur maður og það er enginn vafi á því, að hann hefur sjálfur liðið bæði andlega og líkamlega vegna þessa sjúklega ástands síns. Hann gat ekki verið innanum annað fólk og hafðist við í útihúsi, þar sem honum var borinn matur og annað sem hann þurfti á að halda. Hann var holdsveikur og engin lækning til, sem gat sigrað þessa banvænu sótt. Ljóðabálkurinn, sem Hallgrímur Pétursson orti hlaut nafnið, „Pass- íusálmar," og vil ég fara með fyrsta sálminn, en hann er á þessa leið. Upp upp mín sál/ og allt mitt geð,/ upp mitt hjarta og rómur með,/ hugur og tunga hjálpi til,/ Herrans pínu eg minnast vil. Það er enginn vafi á því að Pass- íusálmarnir eru innblásnir af Guðs anda. Kristur sjálfur hefur haldið í hönd skáldsins þegar hann skrifaði hugsanir sínar niður, þjakaður bæði á sál og líkama. Hans eigin þjáning- ar hafa orðið til þess, að beina sjón- um hans til þjáninga Drottins Jesú, sem hann leið hans vegna og alls heimsins. Hallgrímur Pétursson finnur hjá sér köllun til þess að játa Krist Jesú fyrir mönnunum og það kemur fram í öðru versinu. Sankti Páll skipar skyldu þá: /skulum vér allir Jörðu á/ kunn- gjöra þá kvöl og dapran deyð,/ sem Drottinn fyrir oss auma leið. Hann hvetur fólkið til þess að kunngera fórnardauða Frelsarans, enda er það skipun Drottins, að orð hans skuli boðað öllu mannkyni. Þessu boði eru trúaðir menn að reyna að fullnægja með kristniboði, bæði í ræðu og riti. Biblían hefur verið þýdd á ótal tungumál og sala hennar eykst, stöðugt jafnt og þétt. Þeir sem trúa, hafa skyldum að gegna við meðbræður sína og syst- ur. Ef trúin er ekki boðuð, þá verða engir hólpnir og allt mannkynið myndi glatast, en það er ekki Guðs vilji heldur hitt, að allir verði sálu- hólpnir. Orð Guðs er ennþá lifandi og kröftugt og eitt þess megnugt að knýja syndara til iðrunar og til þess að fá þá til þess að játa synd- ir sínar og viðurkenna Jesú, sem frelsara sinn og Guð. Gerum þetta og trúum á fyrirgefninguna því að Jesús sagði, „Þann sem til mín kem- ur mun ég alls ekki burtu reka.“ Um þetta segir Hallgrímur Pét- ursson einnig, á þessa leið. Ljúfan Jesúm til lausnar mér,/ langaði víst að deyja hér/ mig skyldi og lista og minnast þess,/ mínum Drottni til þakklætis. Við gerum of lítið af því að þakka og lofa Guðs son Jesú Krist og þakka honum fyrir það sem hann hefur gert fyrir okkur og allt mann- kyn, og það er ekki séð ennþá, hvílík náð hans er og hvað við munum öðlast í eilífðinni, því að Drottinn er góður og vill launa okk- ur langt framyfir það, sem við höf- um unnið til. Við eigum eilíft líf í vonum, þegar jarðlífinu lýkur og það er ekkert smávegis fyrirheiti. Reynum því að sýna það í verki, að við séum sannarlega kristin. Auðvitað verður okkur ýmislegt á eins og öllum öðrum, hjá því verður ekki komist. Kristnir menn eru breiskir eins og allir aðrir og kom- ast ekki hjá því að syndga meira eða minna, en náð Guðs mun knýja þá til iðrunar og yfirbótar og fylla hjörtu þeirra af kærleika Guðs vegna hans miklu gæsku. í fjórðu vísu fyrsta sálms segir Hallgrímur Pétursson á þessa leið. Innra mig loksins angrið sker, æ hvað er lítil rækt í mér, Jesús er kvalinn í minn stað, of sjaldan hefí ég minnst á það. Krossdauði Krists og hans heil- aga blóð, hreinsar oss af allri synd, það er vitnisburður Páls postula og eg tek undir hann. Gjörum Drottin dýrðarinnar, að konungi lífs vors og leiðtoga og höldum fast við það, hvernig sem allt veltist. Þá fer allt vel að lokum. EGGERT E. LAXDAL, Hveragerði. Rabarbari við meltingartruflunum Frá Einari Sveini Erlingssyni: ÉG LAS grein um rabarbara í Morgunblaðinu þann 18. maí. Þar var fjallað um gagnsemi rótarinnar við meltingartruflunum. Kínveijar sem hafa mikla þekkingu á grösum til lækninga nota rótina í þessum tilgangi og hafa gert í þúsundir ára, síðar tóku Evrópubúar þetta upp. Faðir minn Erlingur Filippus- son grasalæknir útbjó þessa mixt- úru mikið fyrir fólk. Ég undirritað- ur og Óli Filippus bróðir minn þrif- um oft rætur í þessa suðu, en það er talsverð vinna sé það vel gert. Fyrir þá sem vilja útbúa sitt eigin hægðameðal, er aðferðin þessi: Ræturnar þvegnar vel úr volgu vatni, þá ysta húðin skafín af, þá þvegnar aftur og skornar í strimla, síðan 300-400 grömm rætur soðn- ar í lítra vatns í 40 mín. 50 grömm af leginum tekin inn fyrir máltíð. EINAR SVEINN ERLINGSSON, framkvæmdastjóri Islenskra lyfjagrasa ehf. Heiðarbrún 74, Hveragerði. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: MBL@CENTRUM.IS / Áskriftargjald 1.500 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.