Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAG.UR 26. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Ný tóbaks- varnalög taka gildi Utgerðarfélag Akureyringa hf. fjármagnar nýjar fjárfestingar Býður út nýtt hlutafé að nafnvirði 150 milljónir Stjórn UA vill kaupa hlut af eign Akureyrarbæjar í hlutafélaginu ÚTGERÐARFÉLAG Akureyringa hf. mun á næstunni bjóða út nýtt hlutafé að nafnvirði 150 milljónir króna. Ekki hefur verið upplýst um útboðsgengi bréfanna, en miðað við núverandi markaðsgengi, 4,5-4,9, yrði söluandvirði þeirra nálægt 700 milljónum króna. Tilgangur útboðs- ins er að mæta fjárfestingum í land- vinnslu og öðrum sjávarútvegsfyrir- tækjum. Félagið hefur ákveðið að ráðast í miklar endurbætur á vinnslunni í landi með það að markmiði að gera landfrystinguna samkeppnisfæra. Jafnframt hefur ÚA nýverið keypt 20% hlut í Skagstrendingi hf. á Skagaströnd, en stefnt er að því að félögin taki upp samstarf til að ná fram hagræðingu og sérhæf- ingu. Félagið hefur síðan í hyggju að kaupa 20-30% hlut í Tanga hf. á Vopnafirði af Vopnafjarðarhreppi í því skyni að fá aðgang að veiðum og vinnslu á uppsjávarfiskum. UA vill sjálft kaupa hluta- bréf Akureyrarbæjar I þessu sambandi má ennfremur nefna að í febrúar síðastliðnum skrifaði stjórn Útgerðarfélags Ak- ureyringa bréf til Akureyrarbæjar þar sem óskað var eftir viðræðum um að félagið keypti sjálft hlut af hlutafjáreign Akureyrarbæjar í fé- laginu. Stjórnin hyggst ef af verð- ur ráðstafa þessu í samræmi við stefnu sína um aukinn vöxt og við- gang félagsins. Á aðalfundi félags- ins í apríl kom fram að með þessum hætti yrði hægt að mæta þörf Akureyrarbæjar til að losa fjár- muni sem bundnir eru í hlutabréf- um bæjarins í félaginu. Umræða um þetta erindi hafði þá enn ekki farið fram á milli félagsins og Akureyrarbæjar. NÝ LÖG um tóbaksvarnir, sem Al- þingi samþykkti 3. júní sl., taka gildi mánudaginn 1. júlí. Samkvæmt lög- unum verður bannað að selja ungl- ingum yngri en 18 ára tóbak. Lögin banna reykingar í grunn- skólum, leikskólum, hvers konar dagvistun barna, í húsakynnum sem ætluð eru til félags-, íþrótta- og tóm- stundastarfa barna og unglinga, og á samkomum innanhúss sem einkum eru ætlaðar börnum og unglingum. Þá verða reykingar bannaðar í framhaldsskólum og heilbrigðis- stofnunum. Sjúklingar á sjúkrahús- um geta þó fengið leyfi til að reykja í vissum tilvikum. Ennfremur verður bannað að framleiða, flytja inn og selja fínkorn- ótt neftóbak og munntóbak, að und- anskildu íslensku skrotóbaki. Markaðs- styrkir til 33 fyrir- tækja RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið, að tillögu úthlutunar- nefndar, að skipta 25 milljóna króna markaðsstyrk vegna útflutnings á milli 33 fyrir- tækja og einstaklinga. Alls sóttu 144 aðilar um styrki alls að fjárhæð 173 milljónir kr. Á árunum 1993-95 voru veittir styrkir vegna markaðs- verkefna á Evrópska efna- hagssvæðinu, alls 140 milljón- ir kr. í mars ákvað ríkisstjórn- in að ráðstafa 25 milljónum kr. til sérstakra útflutnings- verkefna sem ekki eru bundin Evrópu. 144 sóttu um 173 milljóna króna styrk Skipuð var úthlutunarnefnd með fulltrúum nokkurra ráðu- neyta og frá Útflutningsráði og sá ráðið um undirbúning úthlutunar. Þegar umsóknar- frestur rann út 10. maí höfðu borist 144 umsóknir um styrki alls að fjárhæð 173 milljónir kr. Eftir mat á umsóknun og forgangsröðun úthlutunar- nefndar ákvað ríkisstjórnin að úthluta umræddum 25 milljón- um til 33 einstaklinga og fyrir- tækja. Lægsti styrkurinn er 250 þúsund kr. og sá hæsti 1.800 þúsund. Morgunblaðið/Brynjúlfur Brynjólfsson ÞESSI suðræni næturgali flæktist sunnan úr Evrópu alla Ieið að Reynivöllum í Suðursveit í hvassri suðaustanáttinni í byrjun júní. SÍKJASÖNGVARINN er mjög sjaldgæfur flækingxir, en þessi er sá fimmti sem sést hefur til hér við land. Næturgali og síkjasöngvari við Hornafjörð ALLTAF gerist það af og til að hingað til lands flækjast skrýtnir fuglar sunnan úr Evr- ópu. Næturgali, síkjasöngvari og hringönd eru meðal þeirra flækinga sem Brynjúlfur Brynj- ólfsson, fuglaskoðari á Höfn í Hornafirði, hefur rekist á nú í vor. Brynjúlfur segir að þangað hafi komið töluvert af flæking- um um mánaðamótin maí-júní, en þá hafi verið ríkjandi hvass- ar suðaustanáttir. Næturgali fannst 1. júní við Reynivelli í Suðursveit. Hann var veiddur í fuglanet, ljós- myndaður og honum síðan sleppt aftur. Næturgalar eru mjög sjaldséðir flækingsfuglar hér á landi og er sá í Suður- sveitinni sá sjötti sem hér sést, segir Bryiyúlfur. Síkjasöngvarinn er að sögn Brynjúlfs mjög sjaldgæfur, en sá sem fannst á Horni í Nesjum í maílok er sá fimmti þeirrar tegundar sem sést hér á landi. Síkjasöngvarinn er útbreiddur í Mið-Evrópu og einnig nyrst á Norðurlöndum. Hringönd sást í apríllok á Baulutjörn á Mýrum í Austur-Skaftafells- sýslu. Þetta er í fyrsta sinn sem hún sést þar í sýslunni, en um 30 hringendur hafa sést hér á landi. Hringöndin er amerísk, en líklegt er talið að þessi fugl hafi komið frá Evrópu ásamt skúföndum og duggönd- •um. Fjórði furðufuglinn sem á vegi Brynjúlfs hefur orðið í vor er kynblendingur æðarfugls og æðarkóngs. Um 25 slíkir fuglar hafa sést hér við land, allt karl- fuglar. Hann sást við Óslands- bryggju í Hornafirði. Kosninga- hátíðá Ingólfstorgi Fimmtudaginn 27. júní Frá kl. 16:00 til 18:00 Fjölbreytt dagskrá. Nánar auglýst stðar. Upplýsingar um forsetakosningarnar eru gefnar á kosningaskrifstofunni í Borgartúni 20 og í síma 588 6688 Upplýsingar um kjörskrá og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru gefnar í síma 553 3209 Ekkí samkomulag um netaupptöku í Hvítá 1997 SLITNAÐ hefur upp úr samninga- umleitunum bergvatnsbænda í Borgarfírði annars vegar og jökul- vatnsbænda við Hvítá hins vegar um áframhaldandi uppkaup á netalögn- um þeirra síðarnefndu á næsta ári. Fundir hafa staðið yfir í vor og á þeim síðasta hjá netabændum höfn- uðu þeir tilboði bergvatnsmanna um iækkun á upphæð leigu frá þessu ári. Buðu þeir þess í stað að halda óbreyttu fyrirkomulagi, en berg- vatnsbændur hafa hafnað því. Á þessu ári greiddu bergvatnsbændur og nokkrir leigutakar veiðiáa á svæðinu, alls um 12 milljónir króna, fyrir netaupptökuna, en tilboð þeirra fyrir næsta ár var upp á rúmar 10 milljónir. Oðinn Sigþórsson í Einarsnesi, formaður félags netaveiðibænda, sagði að netabændur hefðu verið reiðubúnir að halda samkomulaginu við lýði á sömu kjörum og verið hefur, en bergvatnsbændur hefðu lýst því yfir að þeim þætti það óað- gengilegt. „Eftir þessa uppákomu er ekkert samkomulag í augsýn. Við sjáum engar forsendur að lækka leiguupphæðina þar sem fiskifræð- ingar hafa komist að þeirri niður- stöðu að bergvatnsárnar hafi notið góðs af netaupptökunni og hún komi þeim einmitt aldrei betur til góða heldur en í erfiðri tíð eins og verið hefur þessi síðustu sumur er netin hafa verið uppi. Þessar ár, einkum Þverá og Norðurá, hafa verið að skiptast á um toppinn þessi sumur og fyrir vikið hefur gengið betur en í langan tíma að selja í þær veiði- leyfi. Að ætla í kjölfarið að lækka okkar hlut er ekki inni í myndinni. Þvert á móti er nú útlit fyrir að 20. maí á næsta ári muni 22 aðilar draga fram netin og leggja þau aftur.“ Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpa- stöðum í Lundarreykjadal, formaður Veiðifélags Grímsár, hefur verið meðal annara í forsvari fyrir hóp bergvatnsbænda. Hann staðfesti að samningar hefðu ekki tekist og mið- að við síðustu þróun mála væri sam- komulag varla í sjónmáli. „Við mun- um halda fund um málið fljótlega og skoða þá hvað er til ráða. Eg myndi segja að þetta væri ekki full- reynt. Þetta er allt of stórt mál til þess að menn fari að skella hurð- um,“ sagði Þorsteinn. i » » 1 » B i i ( í < i f ú; t t t * c
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.