Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ1996 27 LISTIR Jan Garbarek TONLIST J a z z VISIBLE WORLD Flytjendur: Jan Garbarek saxófónar, Eberhard Weber bassi, Rainer Briininghaus, Manu Katché tronun- ur, Trilok Gurtu tabla, Marilyn Maz- ur, trommur og ásláttur, Mari Boine raddir. Útgefandi ECM, 1996. Visible World er diskur sem kom út á þessu ári með hljóm- sveit norska saxófónleikarans Jan Garbarek. Diskurinn er gefinn út af þýska ECM útgáfufyrir- tækinu eins og marg- ar fyrri plötur hans. Hljómsveitina stofn- aði Garbarek árið 1982 þegar þýski bassaleikarinn Eber- hard Weber gekk til liðs við hann. Píanó- leikarinn Rainer Bruninghaus leysti af hólmi Lars Jans- son 1987 en danski slagverksleikarinn Marilyn Mazur er nýjasti meðlimurinn. 15 lög er að finna á Visible World, öll utan eitt samin af Garbarek. Tónlistin er nokkuð aðgengilegri en á mörgum fyrri plötum Garbareks. Stefin eru sum fremur einföld í formi og frekar lítið spunnið út frá þeim. Önnur eru raunar einvörðungu spuni. Tónlistin er mestanpart tregafull og ljóðræn og oft lagræn. Weber spinnur listavel í kring- um stefið í hægum indíánadansi, Healing Smoke, sem er eitt besta lag disksins. Titillagið, Visible World, er í tveimur hlutum og er það öllu fijálsara í formi og nær þeim abstrakt tónheimi sem Gar- barek hefur tileinkað sér. Lögin samdi Garbarek fyrir sjónvarps- ballettinn Benn. Sama má segja um Desolate Mountains I, II og III en þar er fyrsti hlutinn impres- sjónískur kammerdjass. Einhver óræður harmur svífur þar yfir vötnum. Giuletta er fallegt lag þar sem Marilyn Mazur leikur stórt hlutverk á slagverk- ið. Mazur hefur m.a. starfað með Palle Mikkelborg og Miles Davies á Aura. Pygmy LuIIaby er afrískt þjóðlag, eina lagið sem ekki er samið af Garbarek. Fallegt og melódískt lag sem sópransaxó- fónn og bassi spila í samhljóm. 1 miðkafl- anum bregður fyrir gáskafullu fönki. Visible World er ákaflega eigu- legur diskur sem getur með góðri hlustun orðið hinn besti vinur á sérstökum stundum. Tónheimur Garbareks er innhverfur og einka- legur á stundum og fallegur og ljóðrænn sé dvalist í honum um stund. Guðjón Guðmundsson í%2wP!BbL Á L ý'WB L v >:■ ; æ Bæklingur um byggingarlist ÚT ER kominn leiðsögubækling- urinn Byggingarlist í Reykjavík. Honum er ætlað að vera vegvísir að merkum byggingum í borginni og í honum eru dregin fram nokk- ur helstu atriði í þróun skipulags- og húsagerðarsögu Reykjavíkur. Á myndinni ræðir Pétur H. Ár- mannsson við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Guð- rúnu Ágústsdóttur, forseta borg- arstjórnar, á kynningarfundi í til- efni af útgáfunni. rnl HLJJTABREFA MJ SJOÐURINN • Hlutabréfasjóðurinn hf. er stærstur íslenskra hlutabréfa- sjóða með yfir 5.300 hluthafa, heildareignir yfir 2.200 milljónir króna og um 40% markaðshlutdeild. Hann var söluhæsti hlutabréfasjóðurinn á Islandi á árinu 1995. • Með hlutabréfasjóðnum geturðu eignast hlut í flestum hlutafélögum á innlendum hlutabréfamarkaði, notið góðrar ávöxtunar og mikillar áhættudreifingar. • Fjárfestingarstefna sjóðsins er skýr: 50-70% eigna eru innlend hlutabréf, 25-40% innlend skuldabréf, allt að 10% erlend verðbréf og laust fé er allt að 10%. • Nafnávöxtun sjóðsins sl. 6 mánuði var 45% og sl. 1 ár 54%. • VÍB er viðskiptavaki Hlutabréfasjóðsins sem þýðir að þú getur alltaf selt hlutabréfin þegar þú þarft á því að halda. • Með kaupum á hlutabréfum í Hlutabréfasjóðnum hf. getur þú tryggt þér allt að 45.000 kr. skattffádrátt fyrir árið 1996. Hjá hjónum getur þessi upphæð numið allt að 90,000 kr. FORYSTA í FJÁRMÁLUM!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.