Morgunblaðið - 26.06.1996, Page 8

Morgunblaðið - 26.06.1996, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Munurínn á Ólafi og Pétri 10,7 prósentustig '^y'Oyo \f^fiirnvtr"s^ OLLA langar að heyra hvort hæstvirtur forsætisráðherra sé ekki alveg búinn að ná þessu? Geisladiskur um alfræði íslenskrar tungu SAMNINGUR um alfræðidiskinn gerður, f.v.: Ásgeir Guðmunds- son, Sigrún Gísladóttir, formaður stjórnar Námsgagnastofnunar, Ásta Svavarsdóttir og Eiríkur Rögnvaldsson. VERKEFNISSTJÓRN stjórnar Lýð- veldissjóðs og Námsgagnastofnunar hafa undirritað samning um að standa saman að gerð og útgáfu al- fræðiverks. Um er að ræða geisla- disk fyrir tölvur (CD-ROM-disk) sem miðast við að koma að notum í skól- um allt frá grunnskóla til háskóla. Þessi diskur mun jafnframt vera uppflettiverk heimilanna þar sem leita má fróðleiks af sem allra flestu tagi um tunguna. I fréttatilkynningu segir: „Marg- miðlunartæknin og hið mikla geymslurými sem henni fylgir gerir kleift að hafa mikinn fróðleik í far- angrinum án þess að hann sé að flækjast fyrir þeim sem ekki þarf á honum að halda. Þannig getur grunnskólanemandi látið sér nægja einfalda skilgreiningu þegar háskóla- nemi þarf á öðru tveggja að halda, að rifja upp merkingu þess eða ná sér í framhaldsefni til lestrar. Viðfangsefni verksins verður ís- lensk tunga en til þess að gera henni skil þarf mikinn fróðleik um tungu- mál almennt. Skrifaðar verða fletti- greinar um fjölmörg atriðisorð úr öllum þeim fræðigreinum sem tung- una snerta, hvort sem þar er íjallað um hljóð, orð eða texta. Áætlað er að þarna gæti orðið um að ræða allt að 2000 flettur. Leitað verður til margra höf- unda um efni á diskinn. Gert er ráð fyrir að hann komi út haustið 1999.“ í verkefnisstjórn stjórnar Lýðveld- issjóðs eru Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Háskóla íslands, Ásta Svavarsdóttir, fræðimaður við Orða- bók Háskóla íslands, og Þórunn Blöndal, framhaldsskólakennari, en af hálfu Námsgagnastofnunar rit- stýrir Heimir Pálsson verkinu. Pétur Hafstein -traustsins verður Okkur vantar sjálfboðaliða á kjördag. Vinsamlegast hafið samhand sem fyrst við kosningaskrifstofu í Borgartúni 20 eða í síma 588 6688 Stuðninesmenn Sprunguviðgerðartækni Sögun úr sögunni IERINDI sem Rögn- valdur hélt á Stein- steypudegi 1996, ár- legri ráðstefnu Stein- steypufélags íslands, fjall- aði hann um aðra tækni en yfirleitt hefur tíðkast hér á landi við viðgerðir á sprungum í ytra byrði steinsteyptra veggja. Hef- ur erindi Rögnvaldar verið gefið út sem sérrit Rann- sóknastofnunar bygging- ariðnaðarins (Rb). Fullyrt er, að ný tækni geti í flest- um tilvikum komið í stað þeirrar hefðbundnu að- ferðar að saga rauf í múr- inn og fylla síðan í með sementsbundnum efnum. Gerðar voru rannsóknir á notkun innþrýstitækni, sem er fólgin í því, að se- méntsblöndu er þrýst inn í sprung- ur í veggjum til þess að þétta þær. „En það hefur viljað misskilj- ast að notkun þessarar tækni sé mikilvægasta niðurstaðan," segir Rögnvaldur. „Kjarni málsins er sá, að í langflestum tilvika þarf ekki að gera annað við sprungur en bera á þær vatnsfælu. Þá erum við að tala um allt að 98 prósent tilvika. Það er í þeim örfáu tilvik- um þar sem ekki er nóg að bera vatnsfælu á sem grípa má til inn- þrýstitækninnar." Hvað er vatnsfæla? „Vatnsfæla er tær, þunnfljót- andi vökvi, og virka efnið 5 henni smýgur inn í háræðarnar í múrn- um og sest á háræðaveggina og myndar þar örþunna sílikonhúð sem hrindir frá sér vatni. Þannig að í staðinn fyrir að háræðarnar dragi í sig vatn hrinda þær því frá sér. Það sem við vorum að mæla, var hversu mikið þarf vindálag, hornrétt á vegg, að vera í vætu til þess að vatn komist inn í sprungu sem hefur verið vatns- fæld.“ Rögnvaldur nefnir sem dæmi um niðurstöður þessara ra.nnsókna, að í átta vindstigum geti allt að hálfs millimetra víð sprunga haldið frá sér vatni hafi hún verið þétt með vatnsfælu. Um innþrýstitæknina segir í erindi Rögnvaldar að hún sé ein- föld og ódýr aðferð til þess að fylla í sprungur með sements- plastþeytublöndu. Nýlokið sé við að þróa þessa tækni hjá Rb, „og gerir hún alla sögun óþarfa nema í algjörum undantekningartilvik- um, eins og þar sem um er að ræða svonefndar þenslusprung- ur“. Rögnvaldur leggur áherslu á, að yfirleitt þurfi þó ekki að grípa til innþrýstitækninnar þegar gert er við sprungur, því flestar sprungur séu það þröngar að vatnsfæla dugi til. Er þetta ný niðurstaða, að í flestum tilvikum þurfi ekki annað en að bera vatnsfælu á, til þess að þétta sprungur? „Þetta er niðurstaða sem við kynntum í við- tali á síðum Morgun- blaðsins fyrir ári. Þá komu fyrst fram á prenti upplýsingar sem við höfum haft á markaðnum frá því 1992, um hvað við teidum að vatnsfælur geti gert. Það sem við vissum ekki þá, var hversu mikið væri af þessum þröngu sprungum sem vatnsfælurnar megnuðu að þétta. Ef sprungur eru mjög víðar minnkar geta vatnsfælunnar til þess að þétta gegn slagviðrisá- lagi.“ Rögnvaldur segir að Rb hafi haft á prjónunum frá því sprungu- Rögnvaldur S. Gíslason ► Rögnvaldur S. Gíslason er fæddur 1945 og lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1965; prófi í efnaverk- fræði frá University of Edin- burgh 1971. Hann hefur verið yfirverkfræðingur hjá Rann- sóknastofnun byggingariðnað- arins frá 1989, og aðallega sinnt stjórn sérstakra rannsóknar- verkefna á sviði efnistækni og aðferðatækni. Hann hefur verið stundakennari við Háskóla Is- lands frá 1987. Rögnvaldur er kvæntur Eddu Einarsdóttur við- skiptafræðingi og eiga þau þrjú börn. Oftast þarf einungis vatnsfælu rannsóknir hófust 1989 að kanna útbreiðslu á sprungum með tilliti til sprunguvíddar. „En við höfðum ekki nægt fjármagn svo að við urðum að ýta því til hliðar. Það var svo ekki fyrr en við fórum að gera tilraunir með þessa inn- þrýstitækni og fórum að reyna hana á húsum að við komumst að raun um að það var erfitt að finna sprungur sem voru nægi- lega víðar til þess að hægt væri að sprauta inn í þær. Þá létum við verða af því að gera úttekt á vídd sprungna og útbreiðslu þeirra. Þá komumst við hreinlega að þeirri niðurstöðu að þetta væru ekki nema fáein prósent af sprungum í steyptum húsum sem voru það víðar að til þyrfti eitt- hvað annað en vatnsfælu. Þetta fundum við út fyrir um það bil einu og hálfu ári.“ Rögnvaldur segir, að í sumum húsum, þar sem ekki hafi verið gert ráð fyrir þensluraufum til þess að jafna hitaþenslu í löngum veggjum, eða þær séu ekki nógu margar, geti myndast sprungur, sem vilji hreyfast og opnast nokk- uð. Við slíkar sprungur sé oft ekki annað hægt að gera en saga upp og gera við eftir kúnstarinnar regl- um. „Svo eru til sprungur sem stafa af frostskemmdum, til dæm- is í köldum veggjum eins og svalahandriðum og slíku. Og þegar þetta er orðið krossspr- ungið og farið að losna um stykki þá er ekki um annað að gera en bijóta niður og steypa upp á nýtt.“ Á næstunni mun Rb halda kynningu á þróun í sprunguvið- gerðatækni „fyrir þá sem hafa farið á mis við upplýsingar stofn- unarinnar um málið,“ eins og seg- ir í fréttatilkynningu frá Rb. „Við erum ekki fyllilegar ánægðir á meðan við sjáum að það er verið að saga uppjsprungur sem við vitum að óþarfi segir Rögnvaldur. er að saga,“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.