Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR í FORSETAKOSNINGUM vel- ur þjóðin sér þann oddamann, sem vera skal sameiningartákn hennar, sverð og skjöldur og birtir ásjónu hennar í samfélagi þjóðanna. I þeirri kosningabaráttu sem nú er háð, væri óskandi, að allt væri sagt og skrifað af drengskap, virð- ingu og reisn svo sem hæfir þeirri hátíð sem forsetakjör er þjóðinni. Aldamótin eru skammt undan og þá munu menn um víða veröld fagna 2000 ára afmæli frelsarans krossfesta og upprisna. Hér á landi verður þá jafnframt minnst kristnitökunnar á Þingvöllum fyrir 1000 árum. Það varðar miklu, að sá er gegnir forsetahlutverki sé kristinn maður og skynji þýðingu atburða og kynni þjóð sinni af réttsýni. Allir frambjóðendur til forseta- embættis hafa játað trú sína á Guð og ástæðulaust er að efast um trúarheilindi þeirra því að „Drottinn einn þekkir hjörtun og nýrun“ Lifandi guðstrú er ekki samþykki við trú- arjátningum eina og sér, heldur fyrst og fremst hugarafstaða, skynjun og vitund í sálu sem glæðist með mönnum, sýni þeir einlægni gagnvart líf- sundrum og temji sér lífsvirðingu. Margt er það þó í kristinni leið- arvísan, sem oft er horft framhjá, t.d. við- horf Jesú til svardaga eins og greinilega hef- ur komið fram í kosn- ingabaráttunni, sbr. ummæli lög- spekinga. Það er ekkert kristilegt við það að sveija við Guð, kalla Guð til vitnis um það að menn segi satt, ekki einu sinni þótt þeir leggi þá hönd á Biblíu. Það er reyndar öndvert ein- dregnum orðum Jesú í fjallræðunni þar sem hann segir: „En ég segi yður, að þér eigið alls ekki að sveija hvorki við himininn, því að hann er hásæti Guðs né við jörðina því að hún er skör fóta hans né við Jerú- salem því að hún er borg hins mikla kon- ungs - en þegar þér talið, sé já yðar já og nei yðar nei. Það sem er umfram, er af hinu vonda.“ Og postulinn Jakob áréttar það í þessum orðum. „En umfram allt, bræður mínir, sveijið ekki, hvorki við himininn né jörðina né nokkurn annan eið. En já yðar sé já, nei yðar sé nei til þess að þér fallið ekki undir dóm.( Jakob.5 12.).“ Og hvers vegna telur Jesús og postular hans svo hæpið og vara- samt að sveija og vera af hinu vonda? Vegna þess að með því er verið að gefa til kynna, að sjálf- sagt sé og ásættanlegt að menn séu almennt óáreiðanlegir og óábyrgir og geti komið sér hjá því að vera sannleikans megin í dag- legum samskiptum, en Guð er hvarvetna nærri og vitnar orð og gjörðir. Hann kemur ekki fyrst til leiks þegar menn ákalla hann til þess og sveija við nafn hans og veru. Þegar að er gáð í ljósi Drott- ins, jafngildir það, að halda fram réttmæti svardaga, samþykki við tvöfeldni, sviksemi og hræsni í samskiptum manna og samfélagi. Það sæmir ekki þeim, sem veit af Guði og þekkir hann. Það snertir sjálfsskilning kristins manns sem ljóssins barns, er þiggur líf og ljós Guði frá og afneitar myrkri og villu, að leitast við að vera ávallt í Ijósi hans, eiga það í sálu og hjarta og næmri samvisku og bera því ljósi hvarvetna vitni. Þegar hann er krafinn þess að segja rétt frá við réttarhald og dóm eða í öðrum tilvikum gerir hann það fremur með því að vísa til dreng- skapar síns og heilinda en með því að sveija, því þá bregst hann Drottni og kröfu hans og hættir á að sæta ámælum í æðra dómi. Því er það ósanngjarnt, óheiðar- legt og hræsnisfullt og lýsir alls ekki glöggum skilningi á kristnu erindi að væna einn hinna ágætu forsetaframbjóðenda um trúars- kort þótt hann hafi í dómi neitað að sveija við Guð til að staðfesta áreiðanleika orða sinna. Vísun til drengskapar og ósk um að því sé treyst að vitnisburður sé réttur samræmist betur sjálsvirðingu drengskaparmanns og jafnframt kristinni lífssýn og skilningi. Drengskapur, heilindi og virð- ing fyrir lífs- og trúarverðmætum verða að sjálfsögðu að prýða for- seta, sem byggja vill líf sitt á traustum grunni. Sú ögurstund sem lifuð er nú krefst þess að hann hafi glöggan skilning á sögu og samtíð og þeim lífsveig þjóðar- innar er knýr á um gróandi þjóð- líf, sem þroskast á Guðsríkis braut, og sæki í hann þrek og leiðsögn til góðra vitnisburða og verka. GUNNÞÓR INGASON Höfundur er sóknarprestur. Forsetakosningar, kristin trú og svardagar Gunnþór Ingason * Forseti Islands - sameiningartákn þjóðarinnar Þjóð mín, vertu nú sál þinni samkvæm LÝÐVELDI íslands er ungt og slítur nú bamskónum sínum á göngunni í átt til nýrr- ar aldar. Á grýttum vegi alþjóðlegra stjórnmála hefur lýð- veldið náð að komast yfir hindranir, klifið þrítugan hamarinn og þroskast við hvert skref. Á Þingvöllum 1944 kusu íslendingar að ráða sér alfarið sjálfir og verða þannig sjálfstæð þjóð um aldir alda. Hvað felst í sjálf- stæði þjóðar? Þessari spurningu virðist mér að fjölmarg- ir geri sér ekki grein fyrir, hvað hún þýðir, og spyija sig sjaldan þessarar spurningar. Sjálfstæði þjóðar er falið í frelsi hennar til að velja og hafna í málefnum sem varðar þjóðina sjálfa. Svo virðist sem margir geri sér ekki grein fyrir þeirri ábyrgð sem felst í að fara með þetta sjálf- stæði. Skeytingarleysi gagnvart ábyrgðinni getur varpað sjálf- stæði þjóðarinnar fyr- ir róða. Þrátt fyrir góðan vilja getur ábyrgðarleysi hvers og eins kjósanda skekkt verðmætamat þjóðarinnar á mann- legum kostum og göll- um við val á forseta sínum. Þegar þessi grein mín birtist verð ég staddur í Moskvu og fylgist þar með úrslit- um í sögulegum kosn- ingum um frelsi þjóðar sem varla má telja að hafi búið við lýðræði. Vald forseta íslands er engan veg- inn samanburðarhæft við forseta- embætti stórvelda. Hins vegar er þó verðugt að bera saman hug- myndir þjóða um sjálfstæði og ábyrgð sem því fylgir. Með skeyt- ingarleysi getur þjóð því orðið Sveinn Óskar Sigurðsson sjálfri sér verst og valið rangt, þrátt fyrir góðan vilja. Þjóð sem velur rangt er breysk þjóð. Lýð- ræðissinnaðir Rússar vita hvað er að tilheyra breyskri þjóð. Nú hugsar margur kjósandinn um þá tilgátu að forsetakosningar á íslandi skipti nú engu máli hvort eð er og að forseti íslands sé valda- laus embættismaður. Sökum þessa lætur kjósandinn sér fátt um finnast. Ef kjósandi hefur þessa hugmynd um embætti forseta Is- lands, þá ekki einungis lítilsvirðir hann fráfarandi forseta og eflir óánægju sem þegar ríkir um emb- ættið, hann endurspeglar ekki síð- ur að val hans er vanhugsað og óábyrgt. Þetta og aðeins þetta er ógnun við sjálfstæði þjóðarinnar. Embætti forseta íslands er og á áfram eftir að vera afar þýð- ingarmikið í stjómskipun landsins. Ég trúi og vona að hver sá sem mun fara með embættið eigi eftir að verða gæfusamur. Hver verður valinn veit ég ekki, en von mín er að það ríki friður um þetta ágæta embætti. Sá veldur sem á heldur. Ég er fullviss um að hafa valið af kostgæfni og ábyrgð. Ég hef því þegar kosið Pétur Kr. Hafstein til embættis forseta íslands. SVEINN ÓSKAR SIGURÐSSON Höfundur er BA íheimspeki og hagfræði og fyrrum kennari í Hvolsskóla & Hvolsvelli. Ég kýs Pétur ÁBYRGÐ kjósenda í forsetakosningum er mikil. Það varðar miklu hver gegnir embætti forseta ís- lands og_ hvernig það er gert. Ég styð Pétur Kr. Hafstein. Ég tel að hann og Inga Asta, kona hans, muni sinna skyldum forsetaemb- ættisins með miklum sóma jafnt inn á við sem gagnvart útlönd- um. Það munu þau gera með þeirri reisn sem þjóðhöfðingja til- heyrir en jafnframt því lítillæti og víðsýni sem kjörnum fulltrúum þjóðarinnar ber að til- einka sér. Skoðun mín er byggð á kynnum af þeim hjónum sem ná aftur til menntaskólaára. Pétur var þar eft- irminnilegur ræðumaður og vakti athygli fyrir prúðmennsku og vandaðan málflutning. Síðan hefur hann aflað sér traustrar lögfræði- menntunar og starfsreynslu hér heima og í Bretlandi. Á Isafirði fór af honum orð fyrir að vera sköru- legt en jafnframt milt og réttsýnt yfirvald. Sem dómari hefur hann sömuleiðis þótt réttsýnn og far- sæll og haft næman skilning á réttindum hins al- menna borgara. Pétur hefur hvar- vetna getið sér gott orð þar sem hann hef- ur haslað sér völl. Þess vegna styðja þeir hann mest nú sem best þekkja til starfa hans. Pétur hefur yfir- burðaþekkingu á ís- lenskri stjórnskipan og stjórnkerfi og er maður sem allir geta treyst til skynsam- legra og réttlátra ákvarðana þegar á reynir. Ferill hans og lífshlaup þeirra hjóna beggja hefur búið þau óvenju vel undir að taka á sig þá ábyrgð sem forsetastarf- inu fylgir. Pétur Kr. Hafstein hefur alla burði til að verða á skömmum tíma óumdeildur og vinsæll þjóðarleið- togi. Það er ákaflega mikilvægt fyrir okkur íslendinga að á forseta- stóli sitji áfram slíkur einstakling- ur. Þess vegna skora ég á kjósend- ur hvar sem þeir standa í stjórn- málum og hvar sem þeir búa í land- inu að greiða honum atkvæði. GEIR H.' HAARDE Höfundur er alþingismaður. Geir H. Haarde ÞEGAR fyrst fór að kvisast síð- astliðinn vetur, að sennilega yrðu forsetakosningar næsta sumar og fljótlega fór fólk að tala um líklegt framboð Ólafs Ragnars Grímsson- ar, held ég að enginn hafi velt því fyrir sér að ráði. Fannst öllum svo ótrúlegt að enginn tók slíkri hug- mynd nema sem saklausu gríni. Því held ég að mönnum hafi ekki dottið í hug að sýna neina tilburði, hvorki með né móti svo vonlausu rugli. Það kom þó fljótlega upp að hafinn var nokkur undirbúningur hjá honum og byijunin var að telja einhveijum útflytjendum trú um að þar færi mikill og vaxandi áhrifamaður um viðskiptasam- bönd til Asíu og hefði þegar mynd- að þangað mikil tengsl. Fréttist af honum að smeygja sér inn til alls konar félaga og klúbba sem hefðu meðal meðlima sinna slíka viðskiptajöfra og þarna gæti verið gott að skjóta rótum með slíkan áróður og söguburð. Líklega hafa svo frá því fyrsta staðið bak við hann þeir sem Hvernig forseta? seinna komu fram í dagsljósið, aðilar sem þekktastir eru af við- ureign um íslenska útvarpsfélagið. Þarna eru á ferð eins og margbúið er að upp- lýsa, nokkrir ungir og upprennandi peninga- menn, sem orð hefur farið af og látið hafa að sér kveða nokkuð og flesta grunar að myndu tæplega leggja svona máli lið nema með augljósan gróða í sigti. Auk þessa voru svo hans menn, al- þýðubandalagsfólk og aðrir vinstri sinnaðir, sem stutt höfðu hann áður, þetta fólk hlakk- aði h'ka yfir að eignast forseta. Aðra var ekki vitað um í byijun og allir sem maður talaði við um þennan óljósa orðróm um væntanlegt fram- boð hans, brostu og létu sem ekkert væri að óttast, álitu slíkt af svo síðustu sort sem hlyti að vera vonlaust. En svo fór að vekja athygli þögnin sem farin var að æpa all- hátt til þeirra sem öðru höfðu vanist frá þessum sem ekki var kunnur að því að þegja eða láta lítið fara fyrir sér svo lengi. Skyndilega var svo öllum undirbúningi lokið og kallaðir til fréttamenn og allt fór á fullt. Þann áróður sem síðan hefur staðið, má sennilega telja einstakan hér á okkar landi og allir sjá nú, að engir nema meistarar standa fyrir. ' Helgi Ormsson Þar ber þó hæst ásýnd fram- bjóðandans og sú breyting frá þeim sem við þekktum áður. Teikni- og auglýsingastofa var látin hanna gervið og bannað að segja, gera, segja ekkert né gera ekkert, nema með leyfi og vand- lega teiknað upp og æft. Samtímis voru svo fréttamiðlar og þáttagerðarmenn virkjaðir og undrun vekur hve tókst að byggja þar upp þann áróður sem leiddi til þeirra útkoma úr skoðana- könnunum, að í fullri alvöru var slegið hvað eftir annað fram að þessi maður væri með svo gjör- unna kosningu að ekki breytti neinu þó aðrir reyndu. Ég nenni ekki þó vert væri, að vera að rifja upp fyrri feril Ólafs, það hafa reyndar aðrir gert áður, en ég held að við gömlu mennirn- ir að minnsta kosti köllum þetta að hafa rangt við og ég leyfi mér að varpa fram einni spurningu til almennings. Þegar við ætlum að velja okkur annan eins leiðtoga og forseta ís- lands, ber okkur ekki að fara jafn hyggilega að, eins og við til dæm- is ætluðum að velja okkur nýjan bíl? Við höfnum því að taka við notuðum jeppagarmi sem að auki hefur reynst illa. Við veljum auðvitað nýjan og ógallaðan bíl og vöndum til á allan hátt enda kostar ekkert meira. Ég held að þetta sé samlíking sem flestir ættu að skilja. Við megum heldur ekki fleygja atkvæðum á konu sem hefur enga möguleika. Við eigum að velja okkur sem forseta þann mann, sem hefur bæði menntun og þekkingu sem dugir til þessa starfs, líkt og við gerðum áður og ekki ætti að þurfa nú, frekar en þá neina pólitíska reynslu. Við eigum að velja ungu hjónin Pétur Kr. Hafstein og Ingu Ástu að Bessastöðum. HELGI ORMSSON Höfundur er starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.