Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JLJNÍ 1996 35 AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR SUMARIÐ 1990. Millilending á erlend- um flugvelli. Mann- haf. Ókunnug andlit, framandi andrúms- loft. Ekkert má fara úrskeiðis til að ferðin geti haldið áfram. Finna rétta leið, réttar dyr, rétta flugvél. Eg fann sætið mitt. Eftir nokkra stund greip ég dagblað úr vasanum fyrir framan mig. Fletti hugsunar- laust. En allt í einu ... þvert yfir síðu í blaðinu, með stærsta letri GUDRUN AGN- ARSDOTTIR. Ég las aftur og aft- ur. Það var ekki um að villast. Guðrún Agnarsdóttir - á heilli síðu - í útlendu dagblaði. Eftir að vera búin að lesa smáa letrið á síðunni sá ég hvers kyns var. Stór, banda- rísk sjónvarpsstöð var að auglýsa þáttaröð um konur sem sköruðu fram úr í stjórnmálum í heiminum. Þáttaröðin var unnin af breska sjónvarpinu BBC. Fjallað var um Amerísku Fléttumotturnar komnar aftur Mörkin 3. Sími 568 7477 Lokað á laugdaginn frá 1. júní - I. septembcr. 10 konur í heiminum. Guðrún Agnarsdóttir var ein af þeim. Ég lyftist upp í sætinu^ stolt og hreykin. I flugvél yfir miðhluta Bandaríkjanna skynj- aði ég sterkt smæð jarðarinnar og mikil- vægi einstaklinga. Eftir svo óvænta kveðju og styrk að heiman gekk ég keik og hugrökk og bland- aði mér í mannhaf næstu flugstöðvar og náði mínum áfanga- stað. í umræddri þátta- röð BBC um merkar konur í stjórn- málum var ein kona kynnt í hverj- um þætti. Sumar þeirra, eins og t.d. Benazir Bhutto, höfðu valist til forystu meðal annars vegna fjölskyldutengsla eða þær voru stjórnmálamenn gamalla flokka og túlkuðu viðhorf sem lengi höfðu verið ríkjandi. Þáttur Guðrúnar var sá síðasti í röðinni. í þeim þætti var horft til framtíðar og Glœsileg hnífapör A?> SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 »511111568 9066 - Þar fœrðu gjöfina - Guðrún kynnt sem boðberi jafn- réttis, umhverfisverndar og friðar og einnig nýrra vinnubragða með áherslu á mannúð og samhjálp en ekki togstreitu og samkeppni. Að BBC valdi einmitt Guðrúnu sem fulltrúa nýrra tíma, nýrrar aldar, kemur engum á óvart sem til henn- ar þekkir. Þegar hún kom heim til starfa árið 1981 var kalda stríðinu ekki lokið. Hér stóðu menn í fylkingum, hægri eða vinstri, sem hrópuðu slagorð hvor að annarri. Guðrún neitaði að taka þátt. Eyði fólk orku sir.ni á þennan hátt verður engin framþróun. Guðrún vildi annars konar málflutning, ný sjón- armið, nýjar aðferðir að sama markmiði. Og hún náði ótrúlegum árangri. Nett og brosmild stóð hún upp úr fylkingunum tveim og fékk fjölda fólks til að sjá nýja hlið á máli sem flestir höfðu talið að væri aðeins tvíhliða. Fyrir vikið varð hún fyrir aðkasti, ekki síst þeirra manna sem töldu sig boð- bera friðar en kunnu þó ekki að vinna í sátt með þeim sem vildu fara aðrar leiðir en þeir sjálfir að sama markmiði. En aðkastið hrein ekki á Guðrúnu. Hún hefur sér- stakt lag á að eyða slíku á sinn gamansama hátt án þess þó að senda illmælgina aftur á braut þar sem það heldur áfram að særa og meiða og fita púka á fjósbitum. Nú veit fólk að málflutningur Guðrúnar á þessum tíma var mál- flutningur framtíðar. Þessa dagana er eins og tíminn hafi hrokkið aftur um rúman ára- tug. Enn eru menn sammála um markmið. Allir vilja frið, jafnrétti og vernd náttúru og umhverfis. Enn hefur þjóðin fylkt sér í tvo hópa á sitthvorum væng stjórn- málanna sem deila um menn og aðferðir. Þriðji hópurinn fylkir sér um þau sjónarmið og þau vinnu- brögð sem Guðrún Agnarsdóttir er málsvari fyrir. Sá hópur fer stöðugt stækkandi. Á sunnudag- inn verður hann að vera orðinn stærstur. Þá getur þjóðin samein- uð og stolt blandað sér í mannhaf heimsins og náð réttum áfanga- stað. SIGRÚN HELGADÓTTIR Höfundur er náttúrufræðingur. X / mm á borgarafund í Ráöhúsi Reykjavíkur, Tjamarsal í kvöld miðvikudag kl. 20.30 Ávörp, umræöur og fyrirspurnir Guörún Agnarsdottir Forseti framtíðar Sigrún Helgadóttir ÆT STORKOSTLEG VERBLÆKKUIM A METSÖL UJEPPAIMUM: ÍVTTARA 3d. JLX - nú aðeins 1.675.000,- kr. 5tl. JLX - nú aðeins 1.340.000,- kr. ^ 5d. I/6 - nú aðeins &.330.000,- kr. HELSTI STAÐALBÚNAÐUR SUZUKIVITARA: Drifttúnaður: Hátt og lágt drif, framdrifslokur. Öryggi: Öryggisloftpúðar fyrir ökumann og framsætisfarþega • Styrktarbitar í hurðum • Barnalæsingar • Stillanleg aðalljós úr ökumannssæti. Þægindi: Vökvastýri • Samlæsingar á hurðum • Rafstýrðir útispeglar • Upphituð framsæti • Bensínlúga opnanleg úr ökumannssæti • Þrívirk inniljós og kortaljós • Tviskipt fellanlegt aftursætisbak • Utvarp með segulbandi. Styrkur: Vitara er með sterkbyggða sjálfstæða grind, sem auk gormafjöðrunar á öllum hjólum gerir auðvelt að hækka bílinn upp. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Síini 568 51 00. Afl og öryggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.