Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ1996 39 sérstök lög um listamannalaun, veitir árlega starfslaun til lista- manna annarra en rithöfunda, myndlistarmanna og tónskálda. Tryggja þarf að þeir kvikmynda- höfundar, sem ekki geta vænst starfslauna úr þremur síðast- nefndu sjóðunum, eigi þess kost að fá þau úr Listasjóði og sitji þannig við sama borð og aðrir lista- menn hvað þetta varðar. 6) Skattlagning/opinber gjöld Skattalögum verði beitt til þess að örva fjárfestingu í íslenskum kvikmyndafyrirtækjum. í því sam- bandi skal litið til íra, sem hafa sérstök ákvæði um skattlagningu á þessu sviði. Auka þarf prósentuhlutfall þess frádráttar, sem fyrirtæki geta nú nýtt sér, til þess að draga framlög til menningarmála frá skattskyld- um tekjum. Varðandi kvikmynda- gerð verður að setja sérstakar regl- ur um með hvaða hætti þessi fram- lög geta verið svo þau teljist frá- dráttarbær. 7) Kvikmyndamiðstöð Sett verði á laggirnar kvik- myndamiðstöð, sem yrði sjálfs- eignarstofnun er hefði það helsta hlutverk að kynna og dreifa ís- lenskum kvikmyndum og sjón- varpsefni. Við uppbyggingu stjórn- skipunar og skipulagningu starf- seminnar yrði tekið sérstakt mið af íslenskri tónverkamiðstöð, sem nú hefur starfað um áratuga skeið. 8) Ríkisútvarpið - Sjónvarp Ríkisútvarpinu ber að efla menningarlífið í landinu og rækta íslenska tungu. Þessum skyldum ber stofnuninni að sinna umfram aðrar enda eru þær helstu rökin fyrir tilvist hennar. Setja þarf reglur um hver skuli að lágmarki vera hlutur innlendrar dagskrárgerðar í sjónvarpi og hversu stóram hluta hans skuli varið til smíði og kaupa á sam- felldu leiknu efni s.s. framhalds- þátta og sjálfstæðra sjónvarps- mynda. Aðskilja skal hlut leikins efnis frá rekstri Innlendrar dag- skrárdeildar og ákveða heildarfjár- hæð til þess liðar við fjárlagagerð stofnunarinnar á hveiju ári. Fram- leiðsla leikins efnis skal flutt til sjálfstæðra fyrirtækja utan veggja stofnunarinnar. í því ljósi þarf að endurskoða áætlanir um nýtingu útvarpshússins við Efstaleiti. Efla þarf að mun samstarf Sjón- varpsins við erlendar stöðvar og framleiðslufyrirtæki og færa á eina hendi alla samframleiðslu stofnun- arinnar og samskipti við útlönd á því sviði. 9) Sýningarhús Sýningarhúsið hefði þann aðalt- ilgang að efla með almenningi áhuga og þekkingu á kvikmyndal- ist. í húsinu yrðu reglubundnar sýningar á íslenskum myndum og fjölbreytt framboð á því besta sem aðrir hafa gert. Þarna ættu heima ýmsir kvikmyndaklúbbar og þar væri rými fyrir hvers konar kvik- myndahátíðir, þ.m.t. Kvikmynda- hátíð í Reykjavík. íslenskar myndir nytu forgangs í sýningarhaldinu. 10) Kvikmyndasafn íslands Stuðla þarf að frekari uppbygg- ingu Kvikmyndasafns Islands þannig að það geti ræktað það meginhlutverk sitt að safna saman myndum sem tengjast landi og þjóð og varðveita þær við bestu skilyrði. 11) Kvikmyndaeftirlit Birting íslenskra kvikmynda verði á ábyrgð framleiðenda með sama hætti og prentað mál er nú á ábyrgð útgefenda. íslenskar kvikmyndir yrðu þannig lausar undan eftirliti Kvikmyndaeftirlits ríkisins, sem ætla má að hafí verið stofnað til þess að sporna við áhrif- um frá innfluttum klám- og ofbeld- ismyndum. ‘I stjóm Bandalagsins sitja formenn ellefu list- greinafélaga af öllum sviðum listsköpunar og hafa þeir að baki sér tæpa tvö þúsund félaga. 2Til viðbótar má gera ráð fyrir að leiklistarstarf- semi fái einhveija styrki af óskiptum Qárlagalið til lista og af framlagi til Listahátíðar í Reykjavík. Þar að auki eru framlög ríkisins til íslensku óper- unnar og íslenska dansflokksins samtals um 100 milliónir á ári. uslensku óperunni eru áætlaðar 53,3 milljónir á þessu ári. Önnur framlög til tónlistar felast í smærri styrkjum og í starfslaunum til handa einstökum tónskáldum og tónlistarflytjendum. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrnpflugvelli og Rábhústorginu -kjarnl málsins! ODDNY OLAFSDOTTIR Oddný Ólafsdóttir er 75 ára í dag. For- eldrar hennar vora Ólafur Hjálmarsson, vélstjóri og Sigríður Þorbergsdóttir, bæði úr Aðalvík. Ólafur var mikill ævintýramaður og verkmaður góður. Sagt er frá ævi og ævintýram þeirra hjóna í bókinni „Frá Aðalvík og Ameríku" sem afkomendur þeirra hjóna sömdu og stóðu að í tilefni 100 ára ártíðar Ólafs nú í ár. Kynnum okkar bar saman fyrir rúmum 30 árum þegar ég fór að draga mig eftir systur hennar, Helgu Ólafsdóttur. Það ruglaði mig fyrst í ríminu hve fjölmennur hópur náinna ættmenna hennar 4 4 1 • Tölvutengt tímaskráningar- og aðgangskerfi. • Þægilegt og einfalt í meðförum • Fjárfesting sem borgar sig ln J. áSTVRLDSSON HF. Skðpholli 33,105 Reykjavík, simi 533 3535 á mbvikudó' - kjarni málsins! var, sem ræktaði með sér mjög náið sam- band. Hins vegar var ég mjög fljótur að átta mig á „Nýju“ og dætr- um hennar þar sem þær voru svo sérstak- lega glæsilegar. Þijátíu ár eru ekki langur tími og hefur vinskapur náð að þró- ast milli okkar og ekki varpað skugga á allan þann tíma. Oddný er mikil ferða- og ævin- týrakona sem hefur farið víða og upplifað margt og lætur ekki fötlun sína hindra sig í að gera það sem henni fínnst skemmtilegt. Systkinahópur Oddnýjar hefur mikið samneyti og svo börn og barnabörn. Hún er ættrækin, mjög minnug, fylgist mjög vel með bæði í þjóðmálum og alþjóðamálum. Jarðfræði og saga seinni heimsstyijaldarinnar era henni sérstök áhugamál og hún getur sagt skemmtilega frá þvísem á daga hennar hefur drifið. Ég sendi henni og aðstandend- um hennar vinarkveðjur vegna þessa áfanga og veit að það verð- ur fjölmennt og glaðvært í afmæli hennar, eins og ávallt þegar þessi^ hópur hittist. Hins vegar er Nýja mikill grallari og prakkari og allt getur gerst ennþá í hennar lífi. Asgeir Leifsson. Fyllum Kolaportið af kompudóti SÉRSTAKUR *«1ÁTTUR A BASA^ .i dog fyrir þó Hafðu samband 09 0IA tryggðu þér pláss 1 síma 3QX KOLAPORTIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.