Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR MORGUNBLAÐIÐ Hinn þögli meirihluti Pétur Hafstein - ópólitískur forseti ÞJÓÐIN er oft skipt í tvo hópa. Lítill minni- hluti lætur mikið að sér kveða í umræðu dags- ins og mótar stefnuna. Margir úr þessum hópi sitja á Alþingi eða í sveitarstjórnum og fylla flestar nefndir. En mikill meirihluti fólks skipar hinn þögla meirihluta, er lætur lít- ið á sér bera í umræðu dagsins, hlustar á rök manna og tekur síðan ákvörðun án þess að barðar séu bumbur. Forsetakjör á ís- landi er raunar dálítið einkennilegt fyrirbrigði. Öll þjóðin gengur að kjörborðinu til að ákveða, hver gegna skuli æðsta embætti landsins næstu fjögur árin og þó raunar lengur því að sú hefð hefur skapazt, að forseti sitji í embætti svo lengi, sem hann óskar eftir. Forsetakjör hefir því sjaldan farið fram, eins og bezt sést af því, að nú gengur íslenska þjóðin í fjórða sinn að kjörborðinu til að velja nýjan for- seta. Forsetar í öðrum löndum eru ýmist þingkjörnnir eða þjóðkjörnir. Það mun almenn regla að þing- kjörinn forseti hafi mjög takmörk- uð völd, þau liggja hjá þinginu. En sé forseti þjóðkjörinn hefur hann yfirleitt mikil og sjálfstæð völd og skipar m.a. ríkisstjórn. Við höfum valið þriðju leiðina, þar sem við höfum þjóðkjörinn forseta, en afar valdalítinn nema við vissar aðstæður. Og eitt er það enn, sem er afar óvenjulegt við forsetakjör á ís- landi. Það má heita óskráð regla, að stjórnmálaflokkarnir hafi sem allra minnst afskipti af forseta- kjöri. Sú spurning hlýtur því þegar að vakna, hvernig velja skuli fram- bjóðendur í forsetakjöri, eftir hveiju skuli farið, þegar forseta- frambjóðendur geta raunverulega ekki sett fram mótaða stefnuskrá, er þeir ætli að vinna að, ef þeir ná kjöri. Það er mikill akkur í því að hafa komið oft fram í fjölmiðl- um, ekki síst í sjónvarpi, svo að þjóðin kannist vel við það fólk, er býður sig fram til forsetakjörs. Þetta hefir oft ráðið mestu um úrslitin. Eftir því sem nær dregur for- setakjöri, hefur undrun mín farið vaxandi, því að mér finnst flestir frambjóðendur hafa fallið fyrir þeirri freistingu að reyna að draga upp glansmynd af sjálfum sér, þar sem þeir tíunda allrækilega þau afrek, sem þeir ætla að vinna, eftir að þeir eru sestir að á Bessa- stöðum. Og það er hreint ekki svo lítið, þegar allt er meðtalið. Einn vill „virkja Bessastaði" hvemig svo sem það væri unnt, og vera sífellt á faraldsfæti, reiðu- búinn að fljúga milli helstu valda- manna heimsins til að hafa vit fyrir þeim og kenna þeim að stjórna heiminum. Annar telur sig eiga dijúgan hluta af helstu valdamönnum ver- aldar að einkavinum, svo að honum yrði ekki skotaskuld úr því að bjarga heimsfriðinum. Sennlega yrði hann að ferðast allmikið, en kannski mundi honum nægja að taka upp símann og spjalla við þá stundarkorn til að leysa vandamálin. Þá tala sumir um nauðsyn þess að efla stórlega menntun lands- manna og stuðla að aukinni menn- ingu og listum, jafnframt því sem einhveijir forsetaframbjóðendur segjast ætla að bæta hag hinna lægst launuðu í landinu. Engin ekla virðist vera á fögrum kosningalof- orðum, þótt mér hafi alls ekki verið Ijóst áður, að forsetaemb- ættinu fylgdu svona mikil völd og áhrif. En einn er sá for- setaframbjóðandi, sem sker sig úr hópn- um. Ég hef ekki heyrt hann tala um margar heimsreisur til að bjarga friðinum. Ég hef ekki heldur heyrt hann ætla sér að leysa vanda allra stétta. Hvað hefir slíkur maður að gera í hópi forsetafram- bjóðendanna? Upp á hvað hefur hann að bjóða? Hann talar um að halda forsetaembættinu innan gildandi laga og gæta þess að ekki verði farið fram úr fjárhagsá- ætlun. Hann ætlar að rækta sem bezt tengslin við þjóðina, enda telur hann forseta eiga að vera trúverðugt sameiningartákn henn- ar. Hvaða von hefur lítt þekktur maður með slíkar hugmyndir og loforð um að ná kjöri sem forseti íslands? Margir reka upp stór augu og spyija: Hver er þessi maður? Ég þekki hann ekki og hef aldrei séð hann fyrr. Við verðum að kjósa einhvern þekktari mann. Hver er hann þessi fulltrúi hins þögla meirihluta í forsetakjörinu nú og hvers vegna hefir hann lát- ið svo lítið á sér bera í þjóðlífinu fram að þessu? Honum hefði verið í lófa lagið að skipa sér í flokk þeirra, er stefna að pólitískum frama, og hafði hæglega getað séð svo um, að nafn hans og andlit gleymdist ekki, ef sú hefði verið ósk hans, því að Pétur Kr. Haf- stein er sonur heiðurshjónanna Ragnheiðar og Jóhanns Hafstein fyrrverandi forsætisráðherra. En áhugi Péturs beindist í aðra átt og það tók hann nokkurn tíma að ákveða sig, hvert ævistarfið yrði, og hann valdi lögfræðina. Hann varð sýslumaður á ísafirði og reyndist duglegt og réttlátt yfirvald. Loks var hann skipaður hæstaréttardómari. Hann er þannig einn af okkur, hinum þögla meirihluta þjóðarinn- ar, sem kýs að mega lifa rólegu og hamingjuríku lífi í faðmi fjöl- skyldunnar. En ef, og þegar, skyldan kallar hleypur hann ekki undan skyldum sínum við Iand og þjóð. Pétur sótti vel kirkju og var um skeið safnaðarfulltrúi á ísafirði. Og fólk veitti því athygli, að oft leiddi hann drengi sína sér við hlið til barnaguðsþjónustu kirkjunnar. Þar var hann fögur fyrirmynd. Ég veit ekki, hvort þú hefir veitt því athygli, hve mikill munur er á þessum tveimur setningum, er við tölum við börn okkar: Kom- ið með mér í kirkju! Og: Farið í kirkju! Líf okkar og breytni er miklu sterkari vitnisburður börn- um okkar en orð okkar ein. Ég hafði aðeins einu sinni hitt Pétur, áður en hann bauð sig fram til forseta, en mér varð strax ljóst, að þar fór góður og heiðarlegur maður, eða sagt með orðum for- feðranna, er þeir hrósuðu manni: Hann er drengur góður! Sú þjóð er ekki heillum horfin, er á marga syni og dætur af sama bergi brotin og Pétur Kr. Hafstein. JÓNAS GÍSLASON Höfundur er vígslubiskup. Jónas Gíslason ÞAÐ væri ósatt að segja annað en það hafi verið lærdómsríkt að taka þátt í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar sem í hönd fara á laugardaginn kemur. Allt í einu er maður farinn að velta fyrir sér hlutum sem maður hefur í raun aldr- ei hugsað alvarlega um áður. Hvert er eiginlega hlutverk forseta ís- lands? Einhver sagði við mig að þeir sem sömdu stjórnarskránna árið 1944 bæru mikla ábyrgð gagnvart þjóðinni fyrir að hafa skilið embætt- ið eftir í svo lausu lofti sem raun ber vitni. Og kannski er það rétt. Kannski er það einmitt vandinn að fólk á erfitt með að gera sér grein fyrir því hvað forsetinn á svo sem að gera annað en það að vera okkur ekki til skammar. Pétur Hafstein leggur mikla áherslu á stöðu forset- ans í stjórnskipuninni, en fáir skilja hvað hann á við. Já, hvað á maður- inn eiginlega við, það er væntanlega kominn tími til að annar tveggja kosningastjóra mannsins skilji það. Hann á við það að forsetinn er eini starfsmaður ríkisins sem þjóðin kýs sér sjálf. Þessi starfsmaður á því að gæta hagsmuna þjóðarinnar en ekki sérstakra hópa eða klíkna þegar hann tekur afstöðu til mála. Þegar hann felur einhveijum umboð til stjórnarmyndunar þá á hann að horfa til úrslita kosninga og reyna af fremsta megni að meta hvað þær eru að segja stjórnmálamönnum. Sýni niðurstöður kosninga að þjóðin vilji að breytt verði um áherslur, þá ber forsetanum að ræða það við stjórnmálamennina og reyna að fá því framgengt að svo verði. Hann verður fyrst og síðast að hugsa um þjóðina en ekki sjálfan sig, það er þjóðin og vilji hennar, sem skiptir máli. Forsetinn hefur líka það vald að neita að skrifa undir lög. Enginn forsetanna flögurra hefur notað þetta vald, það þýðir samt ekki að það verði ekki einhvern tíma notað. Þá skiptir aftur máli að sá sem hef- ur valdið hugsi um þjóðina en ekki um sig. Hveijar sem þær aðstæður geta verið, og þær hljóta að vera alvarlegar, þá verður forsetinn að vera hafinn yfir alia flokkadrætti. Svo einfalt er það. Á milli þess sem forsetinn gætir þannig hagsmuna þjóðarinnar kem- ur hann fram fyrir hennar hönd bæði heima og erlendis. Kunningjar frambjóð- enda í útlöndum í dag skipta þá ekki máli. Forsetinn leggst ekki í ferðalög til fyrrverandi klúbbfélaga eða pólití- skra samheija í útlönd- um í nafni þjóðarinnar. Kunningjar forsetans í útlöndum verða aðrir þjóðhöfðingjar, allir frambjóðendurnir verða þannig að kynnast nýju fólki nái þeir kosningu. Forsetinn selur ekki fisk fyrir SH éða ís- lenskar sjávarafurðir, það gera starfsmenn þessara fyrirtækja. Þeir kunna það manna best. Forsetinn kemur fram fyrir hönd okkar allra, kynnir allt sem íslenskt er, íslenskan fisk, íslenskan iðnað og íslenska hesta, ekki bara til þess að þeir séu etnir heldur líka til þess að þeim sé riðið út í útlöndum. Forsetinn getur haft margvísleg áhrif heima fyrir. Hann verður fyr- irmynd annarra. Vigdís hefur hefur lyft grettistaki í skógrækt. Næsti forseti á að lyfta grettistaki í mann- rækt. Hann á að taka þátt og beita sér í fornvörnum gegn öllum þeim vágestum sem að okkur steðja ung- um sem öldnum. Þessir vágestir eru ýmiss konar: vímuefni, eyðing Iands- ins og félagslegar afleiðingar at- vinnuleysis og fátæktar. Auðvitað viljum við öll að kjaramál hér á landi séu þannig að fólk geti lifað góðu lífi. En forsetinn getur ekkert sagt eða gert í þeim efnum, þau mál eru einfaldlega ekki á hans valdsviði. Þeir sem gefa annað í skyn villa á sér heimildir. Forseti íslands er hvorki forseti ASÍ né VSÍ. Embætti forseta íslands á ekki að vera póli- tískt, einn Ijögurra frambjóðenda er ekki pólitískur. Þjóðin er ekki öll í stjórnmálaflokkum, þó frásagnir af skoðankönnunum gefi annað í skyn. Ég held að þjóðin vilji ópólitískan forseta, ég vil ópólitiskan forseta. Auðvitað notum við öll atkvæðisrétt okkar, en það þýðir ekki það að við viljum láta binda okkur á bása. Sú kenning er á lofti að Pétri sé teflt fram af Sjálfstæðisflokknum og nú síðast að Sjálfstæðisflokkurinn hafi keypt Guðrúnu Péturs- dóttur út úr kosninga- baráttunni. Hvort tvegjja er einfaldlega ósatt, ég hef þekkt Pét- ur svo lengi sem ég man, enginn teflir hon- um eitt eða annað. Guðrúnu Pétursdóttur hef ég þekkt jafnlengi og veit að hún er ekki til sölu. Hefði það ein- hvern tíma hvarflað að mér framboð Péturs væri af pólitískum toga, þá hefði ég verið annars staðar í heimin- um síðustu fjórar vik- urnar. Það hefur meira að segja læðst að mér undanfarið að kannski yrði það vald- aklíkunum í landinu ekkert mikið fagnaðarefni að Pétur yrði forseti. Þeir vita sem er að Pétur mun alltaf taka sjálfstæðar ákvarðanir sem for- seti, eins og hann gerði sem sýslu- maður og dómari. Sýslumaðurinn Pétur barðist fyrir aðskilnaði dóms- valds og framkvæmdavalds. Stjórn- málamönnunum var sú breyting lítt þóknanleg því gamla kerfið veitti þeim alls konar ítök, en þeir urðu að gefast upp fyrir vilja þjóðarinnar, það er það fína við lýðræðið að þjóð- in ræður að lokum þótt það taki stundum langan tíma. Dómarinn Pétur skilaði sératkvæði í Hæsta- rétti um kvótann. Hann sagði það grundvallarreglu í lögum landsins að fiskurinn í sjónum sé eign þjóðar- innar. Þess vegna væri ekki hægt að borga mönnum sem einhvern tíma áttu skip fyrir nýjan kvóta sem skip- ið fær. Það er trúlegt, eða hitt þó heldur, að þeir sem hafa gefið örfá- um einstaklingum auðlindina tefli fram forsetaefni, sem aldrei hræðist að standa við skoðanir sínar, hvort heldur þær falla í jarðveg valdhaf- anna eða ekki. Það er út af þessum eiginleikum Péturs sem ég held að hann sé besti maðurinn til að verða forseti íslands. Pétur hefur keypt og selt hesta en hann hefur aldrei staðið í hrossakaupum, aðrir fram- bjóðendur eru sérfæðingar í þeim. VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Höfundur er kosningastjóri Péturs Kr. Hafstein. Valgerður Bjarnadóttir NÚ eru aðeins^ örfáir dagar þar til við Islend- ingar veljum okkur þjóðhöfðingja. Margir eru enn ekki búnir að gera upp hug sinn og þær raddir heyrast jafnvel að það skipti ekki svo miklu máli hver valinn verður, embættið sé valdalaust og hafi fyrst og fremst- táknræna þýðingu. Þótt rétt kunni að vera að embætti forseta íslands fylgi lítil formleg völd, þá fylgja því mikil áhrif. Embættið er táknrænt og í hugum margra er það tákn þess að Islendingar, fyrstir allra þjóða, kusu konu í lýðræðislegu kjöri forseta lands síns árið 1980. Hefur skapað íslandi sérstöðu Kjör Vigdísar Finnbogadóttur og skírskotun hennar til aukinna rétt- inda kvenna hefur skapað Islandi sérstöðu á alþjóðavettvangi. í augum umheimsins er ísland landið í norðri þar sem konur hafa náð að hasla sér völl og hafa þor og dug tií þess að kreíjast réttar síns, landið þar sem kona er forseti, kona er borgarstjóri og konur buðu fyrstar fram sinn eigin fram- boðslista og náðu kjöri í þingkosningum. Þessi árangur í baráttu kvenna fyrir réttindum og völdum er ávinning- ur sem ekki má glata og í honum felst jafn- framt sérstaða þessa litla lands. Staða kvenna hér á landi hefur breyst mikið á þeim sextán árum sem Vigdís Finnbogadóttir hefur verið forseti landsins. Það hefur átt sér stað ákveðin hugarfarsbylting meðal þjóðarinnar og engin kona þarf lengur að afsaka það að hafa metnað til þess að takast á við opin- ber störf eða krefjast réttar síns. Kjör Vigdísar hafði mikil áhrif á þessa þróun, gaf konum sjálfstraust og kjark. Það ruddi brautina fyrir aðrar konur bæði hér heima og er- lendis. Skemmst er að minnast orða Mary Robinson forseta írlands sem hér var í opinberri heimsókn fyrir skömmu en hún sagði að Vigdís Finnbogadóttir hefði orðið sér hvatn- ing og styrkur og fyrirmynd í emb- ætti forseta. Hróður landsins hefur aukist vegna þess að svo hæf kona hefur verið forseti þess. Viðhorf karla hafa breyst Þessi sjónarmið eru ekki bara sjónarmið kvenna og það fóru um mig hlýir straumar þegar íhaldsmað- ur á miðjum aldri, mér nákominn, sagði við mig um daginn að sér fynd- ist erfitt að una því ef ísland missti þessa sérstöðu sína og sér í lagi ef konur létu það viðgangast. Viðhorf og hugmyndir karla hafa líka breyst mikið á þessum tíma sem í raun er mjög stuttur og þeir eins og konur kunna að meta það sem vel hefur verið gert. Sátt meðal þjóðarinnar Við eigum kost á konu sem getur og mun halda kyndli mannréttinda- baráttu á lofti og auka áfram veg og virðingu landsins. Ég hef þekkt Guðrúnu Agnarsdóttur í mörg ár og hún er slík kona. Guðrún Agnars- dóttir er auk þess sá frambjóðandi sem líklegast er að sátt muni ríkja um meðal þjóðarinnar á næstu árum. KRISTÍN A. ÁRNADÓTTIR Höfundur er aðstoðarkona borgarstjóra. Konu áfram á forsetastóli Kristín A. Árnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.