Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ1996 51 ÍDAG BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LANDSLIÐ spilara 25 ára og yngri undirbýr sig nú fyrir Evrópumót sem fram fer í Cardiff í Englandi síð- ari hluta júlímánaðar. Liðið er skipað bræðrunum Ólafi og Steinari Jónssonum, Ljósbrá Baldursdóttur og Stefáni Jóhannssyni, Sigur- bimi Haraidssyni og Magn- úsi Magnússyni. Spil dags- ins kom upp í æfingaleik landsliðsins um síðustu helgi. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður 4 DG102 4 D5 ♦ G1084 4 Á64 Vestur 4 K874 4 82 ♦ K3 4 KD975 Austur 4 Á65 4 K1076 ♦ D9765 4 2 Suður 4 93 V ÁG943 4 Á2 4 G1083 Vestar Norður Austar Suður 1 lauí 1 spaði Dobl 1 grand 2 lauf Pass 2 tíglar 2 hjörtu Pass Pass Pass Magnús og Sigurbjöm voru í NS. Magnús er eins og Bretinn kunni. Adam Meredith (1913-1976), strögiar á spaða við hvert tækifæri, hvort sem hann á fyrir því eða ekki. Eftir nokk- urt málþóf, varð Sigurbjöm loks sagnhafi í tveimur hjört- um. Vestur lagði af stað með tígulkóng. Sigurbjöm drap á ásinn og spilaði spaða, sem austur tók með ás og skipti yfir í einspilið í laufi. Sigur- þjöm stakk upp gosa og drap drottningu vesturs í borði. Hann fór nú í trompið, spil- aði drottningunni og drap kónginn með ás, og tók svo hjartagosa. Dobl austurs lof- aði hjartalit, svo Sigurbjöm vissi nú að austur átti tvo slagi á tromp. Næst spilaði Sigurbjöm spaða. Vestur drap og gat nú gert út um samninginn með því að taka laufdrottn- ingu. En gaffallinn var seið- andi og vestur kaus að spila tígli yfir til austurs: Norður 4 GIO 4 - 4 108 4 64 Vestur 4 87 4 - 4 - 4 K975 Austur 4 6 4 107 4 976 4 - Suður 4 - 4 943 4 - 4 1083 Vömin hefur fengið þrjá slagi og fær bersýnilega tvo á tromp, en hins vegar lítur út fyrir að slagimir á lauf verði að engu, því austur er kirfilega endaspilaður. Aust- ur reyndi að losa sig út úr klípunni með því að spila hjartatíu og sjöu! En Sigur- björn afþakkaði þann bamar- greiða og gaf slaginn!! Austur varð þá að spila blindum inn, þar sem þrír fríslagir sáu fyrir laufunum heima. Arnað heilla fTnÁRA afmæli. í dag I \/26. júní er sjötugur Ágúst Valur Guðmunds- son, húsgagnasmíðameist- ari, Sogavegi 16, Reykjavík. Eiginkona hans er Svana Berg. Þau verða að heiman í dag. 50 ÁRA afmæli. í dag, 26. júní, verður fimm- tug Hjördis Sigurðardótt- ir, Hrísmóa 7, Garðabæ. Eiginmaður hennar er Sig- urbjörn Ámason. Þau eru stödd á Spáni og taka á móti gestum á Kalifornia 48, Rocajuana á Spáni. /*/\ÁRA afmæli. Sextíu O V/ára er í dag Helga Valborg Pétursdóttir, Þórunnarstræti 122, Akur- eyri. Sama dag á hún og maður hennar Amór Björnsson 40 ára brúð- kaupsafmæli. Þau taka á móti gestum laugardaginn 29. júní frá kl. 17 á heimili dóttur sinnar í Kambagerði 1, Akureyri. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. apríl í Dómkirkj- unni af séra Jakobi Ás- mundssyni Sif Stanleys- dóttir og Axel Örn Ár- sælsson. Heimili þeirra er Mayen í Þýskalandi. Hlutavelta ÞESSIR duglegu bræður þeir Bjarni og Valur Blomsterberg, sem eru fjögurra og tveggja ára, héldu tombólu nýlega til styrktar félagi heilablóð- fallsskaðaðra og varð ágóðinn 3.700 krónur. Longætt fagnar ferðalöngum Stjóm Félags niðja Richards Long (1783-1837) boðar til kaffisamsætis næstkomandi laugardag, þann 29. júní 1996, í tilefni af heimsókn fimm frænda frá Kanada, Williams Richards Long og sona hans fjögurra. William (Bill) Long er sonarsonur Árna Þórarinssonar, sem var sonarsonur ættfoðurins Richards Long. Til glöggvunar má geta þess að Árni var föðurbróðir listamannanna Rik- arðs og Finns Jónssonar. Kaffisamsætið verður í Samkomusal Hallgrímskirkju á Skólavörðuhæð, kl. 15-17 nk. laugardag, kosningadaginn. Ánægjulegt væri ef þeir feðgar hittu fyrir vænan hóp ættingja áður en þeir halda austur á æskuslóðir forföður- ins. Jafnframt gefst gott tækifæri á fundinum til að hitta önnur skyldmenni. Æskilegt væri að þátttaka tilkynnist sem fyrst Þór Jakobssyni veðurfræðingi (hs. 553-1487; vs. 560-0600). IÓLF ára ensk-franskur piltur mikinn íslandsáhuga en hefur einnig áhuga knattspymu og tölvum: Thomas Morgnn Ave des Coccinelles 80, 1170 Watermael- Boitsfort, Brussel Belgium. Pennavinir NÍTJÁN ára Gambíupiltur með Íslandsáhuga og með margvísleg áhugamál; Modou Gaye, c/o Mbye Gnye, Brihnmn Giddn, Kombo Central, Western Division, Gnmbin. SEXTÁN ára stúlka frá Rússlandi með margvísleg áhugamál: Lena Zubeova, 925-49 Zebenograd, 103.545 Moscow, Russia. STJÖRNUSPA cftir Franccs Drake , + ' iK KRABBI Afmælisbarn dagsins: Þú hefurgott vit á fjármálum ognýtur trausts í viðskiptum. Hrútur (21. mars - 19. apríl) Einhver vill gjarnan aðstoða þig í dag, en þú vinnur betur útaf fyrir þig. Nákominn ættingi þarfnast umhyggju í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Þér miðar vel áfram í vinn- unni og með góðum stuðn- ingi starfsfélaga tekst þér að styrkja stöðu þína veru- lega í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú þarft að fara sparlega með fjármuni þína og varast óþarfa skuldasöfnun. Reyndu að taka meira tillit til óska ástvinar. Krabbi (21. júní — 22. júlf) »$£ Það hentar þér betur að fara út en að bjóða heim gestum. Þér tekst að hjálpa vini að leysa smá vandamál þegar kvöldar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Farðu að öllu með gát í við- skiptum, og varastu óþarfa hörku. Láttu skynsemina ráða ferðinni. Ferðalag er framundan. Meyja (23. ágúst - 22. september) Þú ættir frekar að nota frí- stundir dagsins með fjöl- skyldunni en að bjóða heim gestum. Slakaðu svo á með ástvini í kvöld. Vog (23. sept. - 22. október) Hlustaðu á rök annarra áður en þú myndar þér skoðun í viðkvæmu máli. Reyndu að halda ró þinni þótt ágrein- ingur komi upp. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Láttu það ekki spilla skapinu þótt þú verðir fyrir töfum í dag, því þér tekst það sem þú ætlaðir þér áður en vinnu- degi lýkur. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þótt þér takist ekki að leysa smá heimilisvanda í dag, átt þú góðu gengi að fagna, og tækifæri gefst til að ferðast. Steingeit (22. des. - 19.janúar) Varast óþarfa deilur við ná- grannann út af smámunum. Ef þið ræðið málin í vinsemd finnst góð lausn. Fjárhagur- inn batnar. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) !$t, Þú átt annríkt árdegis, en svo gefst tækifæri til að slaka á þegar líður á daginn. Þér berst boð í áhugavert samkvæmi. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) ?££ Sýndu aðgát í samskiptum við ráðamenn í dag. Með lagni tekst þér að koma ár þinni vel fyrir borð og úyggja betri afkomu. Stjörnuspána á að lesa sem (iœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki & traustum grunni vísindalegra staðreynda. Vinningar í HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings Heiti potturinn 25. júm' '96 kom á miða nr. 34862 MIÐANN FÆRÐLl HJÁ) McDONALD’S! fjnr Jy, titboosv* ■yj'boðiöj Lífeyrissjóðurinn Framsýn Ársfunduij 995 Ársfundur Lífeyrissjóðsins Framsýnar verður haldinn að Scandic Hótel Loftleiðum, Reykjavíkurflugvelli, föstudaginn 28. júní 1996 og hefst kl. 16. Dagskrá fundarins: 1. Venjuleg ársfundarstörf. 2. Gerð grein fyrir endanlegu uppgjöri eldri sjóða við sameiningu þeirra 31.12. 1995: Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar Lífeyrissjóðs Hlífar og Framtíðarinnar Lífeyrissjóðs Sóknar Lífeyrissjóðs verksmiðjufólks Lífeyrissjóðs Félags starfsfólks í veitingahúsum Almenns lífeyrissjóðs iðnaðarmanna. 3. Breytingar á reglugerð sjóðsins. 4. Önnur mál löglega upp borin. Allir greiðandi sjóðfélagar svo og elli- og örorkulífeyrisþegar sjóðsins eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Þeir sjóðfélagar sem hyggjast nýta sér þennan rétt eru beðnir að tilkynna það skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 26. júní nk. og munu þeir þá fá fundargögn við setningu fundarins. Þeir sjóðfélagar sem vilja kynna sér tillögur til breytinga á reglugerð sjóðsins sem lagðar verða fram á fundinum geta fengið þær afhentar á skrifstofu sjóðsins eða fengið þær sendar í pósti með því að hafa samband við skrifstofu sjóðsins. Stjórn Lífeyrissjóðsins Framsýnar. LÍFEYRISSJÓÐURINN FRAMSÝN -kjarni malsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.