Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ1996 25 LISTIR RAGNA Sigrúnardóttir Málað á stokka MYNDUST Fold MÁLVERK Ragna Sigrúnardóttir. Mánudaga til föstudaga 10-18. Laugardaga og sunnudaga 14-18. Til 30 júní. Aðgangur ókeypis. AÐ koma inn á sýningu Rögnu Sigrúnardóttur, er líkast því að rata inn í sýningarsal í útlöndum og skal það hvorki meðtekið verkum hennar til fremdar né hnjóðs. Það er einfaldlega einhver framandi blær yfir útfærslu þeirra, málverk- um og vatnslitamyndum, sem mað- ur á síður að venjast hér, og er trúlegt að um sé að ræða áhrif frá listrænu uppeldi hennar í TISCH School of Arts, New York og Cali- fornia Institute of Arts í Los Angel- es, en á hvorugri menntastofnun- inni veit ég haus né sporð. Hins vegar hef ég rekist inn á sýningar í New York og París þar sem ég hef séð lystilega málað á stokka, eins og Ragna hefur tamið sér, og því fylgir gjarnan einlit umgjörð með einföldu skreyti og er þá gjarn- an leitað til grómagna jarðar. Um er að ræða að smámyndir, míníatúríur, eru málaðar í miðbik ferhyrndrar umgjarðar og er auði flöturinn gjarnan stærri en myndin sjálf, gjarnan gróðurvirkt í formi tijágreinar. Vinnsluferlið skapar afar mikla nálgun og tengsl við skoð- andann, því það vekur með honum fortíðarþrá, sem mun vera með ráðn- um hug gert þar sem einkunnarorð sýningarinnar eru „Ég hugsa til ömmu í stofunni í Stigahlíðinni.. En hér er ég umkringd tijám.“ Það vísar svo aftur til þess, að listakonan er búsett I Seattle á vest- urströnd Bandaríkjanna. Myndefnið er svo sótt til fjölskyldu hennar og umhverfis jafnframt því sem hugur- inn leitar á æskuslóðir. Það er svo þegar einfaldleikinn er hvað mestur og útfærslan form- hreinust, að hlutirnir ganga ótví- ræðast upp, sem kemur greinilegast fram í myndinni „Molakaffi" (37), sem ber af slíkum myndverkum. Annars er árangurinn mjög misjafn og kemur það helst fram í vatnslita- myndunum þar sem formhugsunin er oftar en ekki sterkari útfærsl- unni á einn veg, en oftar vill mynd- byggingin gleymast. Tæknilega séð á Ragna þannig nokkuð í Iand að nálgast saman- lagða útfærslutækni okkar bestu vatnslitamálara, en myndir eins og „Kvenfélagskonur“ (41) og „Stall- systur" (43) eru verðar allrar at- hygli ásamt því að myndin „Stúlka les blóm“ (46) ber af öllum öðrum í myndbyggingu, litahrynjandi og lífmikilli útfærslu. BragiÁsgeirsson Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson SAMKÓRINN á vortónleikunum í Safnaðarheimili Landakirkju. Vortónleikar Samkórs Vestmannaeyja Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. SAMKÓR Vestmannaeyja hélt vortónleika í Safnaðarheimili Landakirkju fyrir skömmu. Pjöl- menni var á tónleikunum, full- setinn salur, og voru undirtektir við söng kórsins mjög góðar. Samkór Vestmannaeyja hafði ekki starfað um langa hríð er hann var endurvakinn fyrir um tveimur árum og hefur kórnum vaxið fiskur um hrygg siðan. Um 30 manns eru í kórnum og stjórnandi hans er Bára Gríms- dóttir. hápunktur hf.point æfingagallarnir eru vandaðir, þægilegir og fallegir. Barna- og fullorðinsgallar þar sem gæði, gott útlit og gott verð fara saman! Reykjavík: Sportkringlan, Markið, Boltamaðurinn. Hafnarfjörður: Músik og sport. Keflavík: Sportbúð Óskars. Akranes: OZONE. Akureyri: Sporthúsið. Húsavík: Skóbúð Húsavíkur. Egilsstaðir: Verslunin Skógar. Neskaupstaður: Verslunin S.Ú.N. Eskifjörður: Hákon Sófusson. Vestmannaeyjar: Axel Ó. Fullorðinsgallar frá kr. 4.990.- Barnagallar frá kr. 3.990.- Heildsöludreifing: SPORTEY ehf. Skemmuvegi 16 Kóp. S. 557-1050 Fax 557-1055 - kjami málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.