Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Valdabar- átta í Pasok Aþenu. Reuter. MIKIL valdabarátta á sér nú stað í gríska sósíalistaflokknum (Pasok) í kjölfar andláts Andreas Papandreou, sem lést aðfaranótt sunnudagsins. Papandreou sagði af sér embætti forsætisráðherra vegna veikinda í janúar en var áfram formaður flokks- ins sem hann stofnaði árið 1974. Hörð barátta er þegar hafin um hver verði eftirmaður hans sem leið- togi Pasok og er jafnvel talin hætta á að flokkurinn klofni í átökunum. Costas Simitis, sem tók við forsæt- isráðherraembættinu af Papandreou, hefur ákveðið forskot í baráttunni en allt bendir til að Akis Tso- hatzopoulos innanríkisráðherra hyggist ekkert gefa eftir. Hann varð á sínum tíma undir er þingflokkur Pasok valdi nýjan for- sætisráðherra. Tsohatzopoulos starfaði mjög náið með Papandreou og hyggst hann reyna að sannfæra flokksmenn um að hann sé rétti maðurinn til að halda áfram starfi Papandreous. „Valdið sem Papandreou hafði getur ekki og má ekki vera í höndum eins manns. Við þurfum tveggja manna forystu þar sem skýr skil eru á milli ábyrgð- arsviða," sagði hann við blaðamenn. Vill ekki deila völdum Simitis er hins vegar einn vinsæl- asti stjómmálamaður Grikklands og hefur lýst því yfir að hann hafi hug á að verða flokksformaður jafnt sem forsætisráðherra. Hefur hann hótað því að segja frekar af sér en að deila með sér völdum. Sérstakt flokksþing verður haldið um helgina þar sem að nýr flokks- formaður verður kjörinn. Papandreou verður borinn til graf- ar í Aþenu í dag og verður flestum opinberum skrifstofum lokað í land- inu vegna þess. Um 80 ríki senda fulltrúa til að vera viðstadda útförina og búist er við að tugþúsundir Grikkja muni fylgja honum til grafar. Reuter. STARFSMAÐUR kirkjugarðs tekur gröf Andreas Papandreou. Karadzic verði vikið Pale, Vín. Reuter. SLOBODAN Milosevic, forseti Serb- íu, skipaði í gær Bosníu-Serbum að setja svonefndan forseta lýðveldis- ins, Radovan Karadzic af, ella myndu þeir sæta refsiaðgerðum. Vesturveldin hafa hótað að hefja á ný efnahagsiegar þvinganir gegn Serbíu-Svartfjallalandi ef Karadzic verði ekki vikið frá. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE, ákvað í gær að kosn- ingar skyldu fara fram í Bosníu 14. september. Vesturveldin hafa krafist þess að Karadzic verði ekki í fram- boði og fari þegar frá vegna meintra stríðsglæpa. Vestrænir stjómarerindrekar í Belgrad fögnuðu ákvörðun Milosevic en sögðu að hörð valdabarátta geis- aði í Pale, höfuðstað Bosníu-Serba, vegna málsins. Harðlínumenn á þinginu í Pale sögðu skipun Milosevic vera svik. „Við erum ekki reiðubúnir að láta undan,“ sagði einn af embættis- mönnum lýðveldisins. Bosníu-Serbar eru mjög háðir Serbíu efnahagslega. -----» » ♦----- Tékkland Ágreining- ur um ráð- herrastóla Zjúganov segir fólk orð- ið þreytt á árekstrum Borís Jeltsín óttast að lítil kjörsókn bjargi kommúnistum Moskvu. Reuter. GENNADÍ Zjúganov, forsetaefni kommúnista í Rússlandi, hélt blaða- mannafund í gær og sagðist sann- færður um sigur í síðari umferð kosninganna 3. júlí. Hann vísaði því á bug að allur vindur væri úr fram- boðinu og fullyrti að tillaga sín um þjóðstjórn og sættir myndi höfða til almennings. „Ég tel að fólk sé orðið þreytt á árekstrum og það muni styðja þann sem varpar fram hug- mynd um samstöðu," sagði Zjúg- anov. Tillagan er eina frumkvæði Zjúg- anovs í kosningabaráttunni frá því í fyrri umferð forsetakjörsins 16. júní. Kommúnistar hafa áður stung- ið upp á þjóðstjórn og umbótasinnar sögðu að um venjulega kosninga- brellu væri að ræða, sennilega vegna lélegrar stöðu Zjúganovs í könnun- um. Hann kynnti þjóðstjórnarhug- myndir sínar á mánudag og vilja kommúnistar stofna sérstakt ráð þar sem áhrifum verði skipt milli þriggja hópa á þingi; þeirra, liðsmanna Bor- ís Jeltsíns forseta og í síðasta hópn- um verði fulltrúar annarra afla auk manna utan þings. Þrír þeirra sem Zjúganov vill að sitji í ráðinu vísuðu hugmyndinni þegar á bug, meðal þeirra var Júrí Lúzhkov, borgarstjóri í Moskvu en hann styður Jeltsín. Sagði hann að helst minnti tillagan á stjórnmálaráðið, sem var valda- mesta stofnun Sovétríkjanna gömlu. Fréttafulltrúi Jeltsíns forseta, Sergej Medvedev, sagði að ekki væri gert ráð fyrir stofnun af þessu tagi, skipaðri mönnum sem ekki hefði verið kosnir til starfans og með óljóst valdsvið, í stjórnar- skránni. Zjúganov, sem er 52 ára, lét taka af sér myndir í gær í blaki og virt- ist þannig ætla að hressa upp á ímynd sína í baráttunni við hinn 65 ára gamla Jeltsín. Forsetinn er oft sýndur leika tennis af miklum krafti en hann hefur fengið nokkur hjarta- áfall og átt við ýmiss konar aðra vanheilsu að stríða, auk þess sem hann þykir vínhneigðari en góðu hófi gegnir. Undanfarna mánuði hefur Jeltsín á hinn bóginn virst eflast með hveijum degi og engan bilbug er á honum að finna. Vaxandi kosningaleiði Forsetinn er mun öflugri en Zjúg- anov í skoðanakönnunum en þær hafa oft brugðist í Rússiandi. Jeltsín hlaut rúm 35% í fyrri umferðinni, Zjúganov 32%, kjörsóknin var tæp 70%. Aðstoðarmenn forsetans vara menn nú ákaft við því að sofna á verðinum og segja að fari kjörsókn undir 60% í seinni umferðinni geti Zjúganov sigrað. Stuðningsmenn kommúnista eru að meðaltali mun eldri en Jeltsíns og iíklegri til að mæta á kjörstað, léleg kjörsókn og sinnuleysi gætu því reynst forsetanum skeinuhætt. Lúzhkov borgarstjóri birti opið bréf til Moskvubúa í dagblaði á mánudag. „Allt er hljótt, kyrrlátt: Við sitjum, horfum á frambjóðendur í sjónvarpi og ákveðum hvort við viljum í raun fara í þriðja sinn á kjörstað, hvort það væri betra að fara út í sveit,“ sagði í bréfinu og borgarstjórinn varaði fólk við afleiðingum þess að kjósa ekki. „En örlög Rússlands eru undir þessu komin .. annaðhvort verður uppiausn og harðstjórn eða von“. Prag. Reuter. LEIÐTOGUM þriggja stjórnmála- flokka mistókst í gær að mynda nýja ríkisstjórn í Tékklandi en þá kom nýkjörið þing saman í fyrsta sinn. Þeir sögðust þó vongóðir um að ná saman fyrr en seinna en mál- ið strandar á ágreiningi um skipt- ingu ráðuneyta. Vaclav Klaus forsætisráðherra og leiðtogi Borgaralega lýðræðisflokks- ins (ODS) freistar þess að halda völdum með minnihlutastjórn sömu flokka og skipuðu fráfarandi stjórn en hún missti þingmeirihluta í kosn- ingum fyrir þremur vikum. Klaus hafði einsett sér að ljúka stjórnarmynduninni fyrir þingsetn- ingar en það mistókst. Jan Kalvoda, leiðtogi Lýðræðis- sambandsins (ODA), sagðist bjart- sýnn í gær á að stjórnarmyndun tækist. Þeir Josef Lux, leiðtogi Kristilegra demókrata, hafa Iagst gegn því að flokkur Klaus fái meiri- hluta ráðherra en þeir hafa sakað hann um yfirgang í fyrra samstarfi í krafti ráðherrameirihluta. > i i i i Gagnrýna Bandaríkin vegna þróunaraðstoðar Bonn. Reuter. ÞJOÐVERJAR gagnrýndu í gær Bandaríkin og önnur ríki er eiga aðild að samtökum sjö helstu iðn- ríkja heims (G7) og sögðu að ríkin yrðu að axla byrðar vegna þróunar- aðstoðar jafnt ef auka ætti stuðning við fátækari ríki heims. Fundur G7-ríkjanna hefst í Lyon í Frakklandi í dag og sagði háttsett- ur þýskur embættismaður í gær að Þjóðveijar teldu það gagnrýnisvert að nokkur iðnríkjanna ættu ógreidd framlög til fjölþjóðlegra hjálpar- samtaka. Embættismaðurinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið, sagði þýsk stjórnvöld andvíg hugmyndum Frakka um að selja hluta af gull- forða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að aðstoða fátækustu þróunarríkin. Skynsamlegra væri að auka fram- lög frá iðnríkjunum. Gagnrýndi hann Bandaríkin sér- staklega og sagði þau skulda alþjóð- legum peningastofnunum 1,5 millj- arð dollara (rúma 100 milljarða króna) í framlög. „Starfið á vett- vangi sjö stærstu iðnríkja heims gæti orðið undir miklum þrýstingi ef við skiptum ekki byrðunum á milli okkar á sanngjaman hátt,“ sagði hann. „Það felst ósamræmi í því að telja sig vera forysturíki heims en standa ekki við skuldbind- ingar sínar.“ Embættismaðurinn lagði mikla áherslu á að G7-hópurinn, sem Bandaríkin, Japan, Þýskaland, Frakkland, Bretland, Ítalía og Kanada eiga aðild að, væru samtök þar sem öll ríki væru jafnrétthá og unnið væri samkvæmt þeirri reglu að samstaða yrði að nást um mál. Því gætu Þjóðveijar einungis gagnrýnt Bandaríkin og beitt þau þrýstingi. Greiða minna en Japan Samkvæmt nýjustu tölum Efna- hags- og framfarastofnunarinanr (OECD) veita Bandaríkin helmingi minna til þróunaraðstoðar en Japan og minna en bæði Frakkland og Þýskaland. Embættismaðurinn sagði mörg rík iðnríki hafa dregið úr framlög- um sínum á síðustu árum á sama tíma og Þjóðverjar hefðu staðið við allar sínar skuldbindingar þrátt fyr- ir að hafa jafnframt orðið að taka á sig kostnaðinn við sameiningu Keutcr FRANSKUR hermaður og varðhundur við bygginguna þar sem leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims koma saman til fundar i dag. I í I I Þýskalands og enduruppbyggingu austurhlutan. Þá hefðu Þjóðveijar veitt miklu ljármagni til uppbyggingar í Aust- ur-Evrópu og fyrrum Sovétríkjun- um. Taldi hann ljóst að í auknum mæli yrði að leita eftir stuðningi frá ríkjum utan G7-hópsins, þar sem að þau ríki serh nú greiddu hvað mest til þróunarmála gætu ekki aukið framlög sín verulega. I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.