Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ1996 43 ) -----------: ! GUÐRÍÐUR BERGSDÓTTIR ) I I I 1 I + Guðríður Bergsdóttir fæddist í Reykjavik 31. desember 1921. Hún lést að heimili sínu hinn 10. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sumarlína Þuríður Eiríksdóttir, f. á Reynivðllum í Kjós 20. apríl 1898, d. 7. júlí 1988, og Bergur Thorberg Þor- bergsson vélstjóri, f. í Reykjavík, 30. september 1894, d. 29. ágúst 1953. Hinn 7. mai 1944 giftist Guð- ríður eftirlifandi eiginmanni sínum Þórði Jónssyni vélsljóra, f. á Þverá í Svarfaðardal, 26. október 1918. Börn þeirra eru Margrét Anna, f. í Reykjavík 24. september 1943, og Bergur Jón, f. á Skagaströnd 8. maí 1951. Útför Guðríðar fór fram frá Fossvog- skapellu hinn 20. júní í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Elsku hjartans Gauja amma. Við kveðjum þig nú með söknuði í hjarta, en vitum að nú líður þér vel. Þrátt fyrir öll veikindi til margra ára, gast þú alltaf brosað og verið glöð. Við þökkum þér og afa fyrir alla umhyggjuna og stuðn- MINNINGAR inginn sem þið með glöðu geði veitt- uð okkur öllum. Elsku afi, mamma og Bergur. Guð gefi ykkur styrk í sorginni og söknuðinum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þórður, Guðríður og Lína. JÓHANN GUNNAR HALLDÓRSSON + Jóhann Gunnar Halldórsson fæddist í Reykjavík 28. júní 1928. Hann lést á Héraðssjúkra- húsinu á Blönduósi 2. júní síð- astliðinn og fór útförin fram í kyrrþey að ósk hins látna. Eitt sinn skal hver deyja, því breytir enginn, og er einn deyr þá fæðist annar, það er endalaus straumur. Kunningjar og vinir hverfa einn og einn. En þótt nýir einstaklingar taki við eru engir tveir eins. Eftir lifir þá minningin um góðan dreng sem ávallt var reiðubúinn að leggja góðum málum lið þótt verklaunin væru ekki ann- að en félagsskapur við fólk sem að vissu leyti hafði sama áhuga- mál og hann, að gera mannlífið ofurlítið skemmtilegra. Jóhann Gunnar flutti til Blöndu- | óss 1977 og hóf fljótlega kennslu * við Tónlistarskóla A-Hún. og varð síðar skólastjóri þess skóla. í því starfi reyndist hann okkur sem öðrum Húnvetningum góður kenn- ari. Árið 1982 þegar unnið var að uppsetningu á Ævintýri á göngu- för hjá Leikfélagi Blönduóss leitaði (félagið eftir liðstyrk Jóhanns , Gunnars varðandi tónlistarmál. \ Hann tók beiðni okkar ljúfmann- | lega eins og honum var lagið. Tón- listina úr Ævintýri á gönguför kunni hann vel og veittist því létt að kenna og æfa söngvana mörgu og leika undir hjá ósamstiltum hópi leikara, sem varð þó að lokum með hans hjálp og annara sam- hljóma í leik og söng. Þetta átti einnig við um aðrar | sýningar sem hann tók þátt í, svo sem Spanskfluguna og Skugga- J Svein. I Fyrir 40 ára afmæli L.B. var stofnaður karlakvartett af félögum úr Leikfélaginu, og auðvitað æfði Jóhann Gunnar þessa stráka. Þá æfði hann og spilaði undir hjá uppátæki sem kallaðist Maka- Sérfræðingar í blómaskrcytingum við öll lirkilæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 vinir, þar sem undirritaðir fluttu á nokkrum árshátíðum skens um menn og málefni. Á æfingum hjá Jóhanni Gunnari var alltaf gaman, spekúlerað, reykt, drukkið mikið kaffi og hleg- ið. Hann var ákveðinn og stóð fast á sínu, en um leið manna liprastur að greiða úr hlutum þegar þurfti og á reyndi. Eins og áður er getið var Jóhann Gunnar kennari og síðar skóla- stjóri við Tónlistarskóla A-Hún. Hann var röggsamur við kennslu þótt alltaf væri stutt í hláturinn. Það var gaman að sjá hvernig hann tók á móti litlum upprenn- andi tónlistarmönnum þegar þeir komu feimnir í kennslustundirnar. Það var gert með glaðværð, strok- ið um kinn og koll, stundum þurfti að verma litla fingur. Svo var þeim hælt fyrir dugnað svo þau litlu veðruðust upp og létu gamminn geysa um heimaæfingar og leikni. Þá ljómuðu lítil andlit og allt var svo létt. Á þessu hafði Jóhann Gunnar gott lag og uppskar vin- áttu í staðinn. Á Mýrarbraut 21 átti hann fal- legt heimili með konu sinni og dóttur. Hann var góður heim að sækja hjálpfús, ræðinn og glaðleg- ur. En nú þegar Jóhann Gunnar er allur, eftir að ólæknandi sjúkdómur hertók hann, þakka félagar í Leikfélagi Blönduóss fyrir samver- una og þægilegheitin. Vonandi lætur hann einhveija syngja og spilar á píanóið fyrir þá, handan við móðuna miklu. Við tökum und- ir sönginn þegar við mætum. Við vottum eiginkonu og afkom- endum Jóhanns Gunnars okkar dýpstu samúð. f.h. Leikfélags Blönduóss Benedikt Blöndal Lárusson, Jón Ingi Einarsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld i úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma JÓHANNA BÁRA JÓHANNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 27. júní kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Fyrir hönd aðstandenda. Jón G. Guðnason, Ólafur B. Sigurðsson, Magnús J. Sigurðsson, Hanna H. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður og afa, BOGA INGJALDS GUÐMUNDSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslu Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi. Jarðarförin fór fram í Fríkirkjunni þann 19. júní í kyrrþey að ósk hins látna. Petrína Margrét Magnúsdóttir, Sigríður Bogadóttir, Þór Hockett, Pétur Bogi Hockett, Stephanie Sunna Hockett, Allan Örn Hockett. + Hjartfólgin móðir mín, tengdamóðir og amma okkar, ÞÓRUNN BERGSTEINSDÓTTIR, Grettisgötu 35b, hefur verið jarðsungin og Drottni falin. Þökkum kærleiksþel. Þórhildur Ólafs, Gunnþór ingason, Finnur Þ., Þórður Þ. og Bergur Þ. Gunnþórssynir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJÖRN GUÐMUNDSSON, forstjóri, Lálandi 1, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudaginn 28. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað- ir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess. Ólafía Ásbjarnardóttir, Ásbjörn Björnsson, Helga Einarsdóttir, Ásta Friðrika Björnsdóttir, Guðmundur Karl Björnsson, Gunnlaugur Rafn Björnsson, Ólafur Björn Björnsson, Linda Björk Ingadóttir og barnabörn. + Elskaður eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, sonur, tengdasonur og afi, SIGTRYGGUR SNORRI ÁSTVALDSSON, Skógarási 7b, verður jarðsunginn frá Fíladelfíukirkj- unni, Hátúni 2, föstudaginn 28. júní kl. 15.00. Sigríður Esther Birgisdóttir, Snorri Sigtryggsson, Kristbjörg Sigtryggsdóttir, Eyþór Sigtryggsson, Karl Sigtryggsson, Guðrún Sigtryggsdóttir, Þröstur Ríkharðsson, Anna María Sigtryggsdóttir, Bjarki Guðlaugsson, Kristbjörg Lúthersdóttir Elín Pétursdóttir, Birgir Sigurðsson og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINN ÞÓRARINN SIGURÐSSON, Brekastíg 31, Vestmannaeyjum, lést í Sjúkrahúsi Vestmannaeyja þann 11. júní síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks B-deildar Sjúkrahúss Vestmanna- eyja. Helga Gísladóttir, Sigurbjörg Sveinsdóttir, Þóranna Sveinsdóttir, Haraldur Magnússon, Valgerður Sveinsdóttir, Björn Eyberg Ásbjörnsson, Sigurður Sveinsson, Hrönn Agústsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskuleg tengdamóðir mín, amma okkar og langamma, ÚLFHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, andaðist á heimili sínu 21. júní. Jarðarförin fer fram frá Lágafellskirkju föstudaginn 28. júní kl. 10.30. Anna Jóna Ragnarsdóttir, Úlfhildur Guðmundsdóttir, Sveinn Vai Sigvaldason, Anna Ýr, Ingveldur og Karitas, Sigrún Guðmundsdóttir, Pétur U. Fenger, Úlfhildur, GeirTorfi og Kristjana, Jóhannes Guðmundsson, Ólafur Guðmundsson, Anna Björk Jónsdóttir og Rakel Ýr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.