Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 26.-JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Breytingar á skipstjórnarnámi Krafist er styttri starfsreynslu nýnema á sjó NEMENDUR sem hefja skip- stjórnarnám við stýrimannaskóla þurfa framvegis að hafa að baki hálfs árs starfsreynslu á sjó, en til þessa hefur þess verið krafist að Alþjóða- bankinn í utanríkis- ráðuneyti RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi sínum í gær að flytja fyrirsvar ís- lands gagnvart Alþjóðabankanum frá viðskiptaráðuneyti til utanríkis- ráðuneytis. Var þetta gert að tillögu viðkomandi ráðherra og mun for- sætisráðherra beita sér fyrir breyt- ingum í þessa veru á reglugerð um stjórnarráð íslands. Utanríkisráðuneytið fer með þró- unarmál og þróunaraðstoð. Að sögn Guðmundar Arnasonar, skrifstofu- stjóra í forsætisráðuneytinu, þótti eðlilegt að það ráðuneyti hefði einn- ig fyrirsvar gagnvart Alþjóðabank- anum sem starfar fyrst og fremst á því sviði. nýnemar hafi verið að lágmarki tvö ár á sjó áður en þeir hefja námið. Þessi þreyting var gerð með reglu- gerðarbreytingu í vor og er markmiðið m.a. að auka aðsókn í skipstjórnarnám. Ekki er þó verið að slaka á kröf- um um starfsreynslu skipstjórnar- nemenda því eftir sem áður þurfa þeir að afla sér langs reynslutíma á sjó samhliða náminu áður en þeir geta öðlast skipstjórnarrétt- indi, að sögn Maríu Gunnlaugs- dóttur í menntamálaráðuneytinu. Nemendum við stýrimannaskóla á landinu hefur fækkað verulega undanfarin ár og fram hefur kom- ið að nemendur á landinu voru innan við 100 á seinasta vetri og hafa ekki verið svo fáir í skip- stjórnarnámi í áraraðir. Tillögur tilbúnar Að sögn Maríu hafa nú verið unnar tillögur að breytingum á skipstjórnarnáminu, sem hafa ver- ið sendar til umsagnar hags- munaaðila. Ákvarðanir um fram- hald málsins verða teknar þegar þær umsagnir hafa borist ráðu- neytinu. „Það er verið að reyna að opna þetta nám með því að aðlaga það því kerfi sem er í framhaldsskólum og jafnframt að opna fyrir mögu- leika á framhaldsnámi,“ sagði hún. Morgunblaöið/Kax Dýpkun hafin í Straumsvíkurhöfn DÝPKUN hafnarinnar í Straums- vík hófst um miðjan mánuð en fyrirhugað er að byggja nýjan við- legukant úr stáli til að fleiri skip með súrál geti lagt að. Fyrirtækið JVJ átti lægsta tilboð í verkið og segir Guðjón Samúelsson verk- fræðingpir að fyrsta skipið geti lagt upp að kantinum í október. Framkvæmdinni er hins vegar ætlað að Ijúka í nóvember. Nýi viðlegukanturinn er á öðr- um stað í höfninni og liggur nán- ast þvert á þann gamla að Guðjóns sögn. Hann verður 105 metrar að lengd. Til þess að koma kantinum fyrir þarf að dýpka hafnarsvæðið um tíu metra miðað við stór- straumsfjöru og sprengja skurð fyrir stálþil niður á 14 metra und- ir stórstreymi. Höfnin er dýpkuð með gröfupramma og stendur til að fá stærri gröfu vegna meiri dýpkunar en venja er til. Lífeyrissjóðum kynnt drög að frumvarpi um rekstur lífeyrissjóða Séreignasj óðir tryggi ellilífeyri til æviloka SAMKVÆMT drögum að fmmvarpi um rekstur og fjárfestingu lífeyríssjóða má munur á eignum og skuldbindingum sjóð- anna ekki vera meiri en 5%. Drögin gera jafnframt ráð fyrir því að lífeyrissjóðirnir auki innra eftirlit og fela bankaeftirliti Seðla- bankans að hafa eftirlit með starfsemi þeirra. Egill Qlafsson kynnti sér drögin. Á SÍÐASTA hausti skipaði fjár- málaráðherra nefnd um lífeyrismál, en henni er ætlað það verkefni að semja reglur um starfsemi lífeyris- sjóðanna í landinu. Nefndin hefur lokið við að semja drög að frum- varpi um rekstur og íjárfestingu lífeyrissjóða, en hún er nú að vinna að samningu frumvarps um skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda. í fram- haldi af þeirri vinnu mun nefndin setja fram tillögur um samspil líf- eyrissjóða og almannatrygginga- kerfisins. Frumvarpið um rekstur og fjár- festingar lífeyrissjóðanna hefur ver- ið sent til umsagnar til allra lífeyris- sjóða í landinu. Fyrirhugað er að leggja frumvarpið fram á Alþingi í haust. Hugsanlega mun það einnig ná til skyldutryggingar lífeyrisrétt- inda. Sjóðsfélagar séu að lágmarki þúsund Frumvarpinu um rekstur og fjár- festingu lífeyrissjóða er ætlað að ná til allra lífeyrissjóða í landinu. Áfram er þó gert ráð fyrir að sér- stök lög giidi um lífeyrissjóði opin- berra starfsmanna, Lífeyrissjóð bænda og Söfnunarsjóð lífeyrisrétt- inda. Frumvarpinu er fyrst og fremst ætlað að setja skilyrði fyrir starfsemi lífeyrissjóða, kveða á um heimiidir þeirra til ijárfestinga og kveða á um eftirlit með lífeyrissjóð- um. Gert er ráð fyrir að nánar verði kveðið á starfsemi einstakra sjóða í staðfestum samþykktum þeirra. í frumvarpinu er að finna það nýmæli að sett er ákvæði um lág- marksstærð iífeyrissjóða þannig að í hvern sjóð greiða iðgjald að lág- marki 1000 sjóðsfélagar. Þó er gert ráð fyrir að litlir sjóðir megi starfa áfram ef þeir kaupi sér tryggingu og dragi þannig úr áhættu. Samkvæmt frumvarpinu þurfa iífeyrissjóðir sérstakt starfsleyfi til þess að geta starfað, en nú starfa þeir eingöngu á grundvelli reglu- gerða sem fjármálaráðherra stað- festir. í frumvarpinu er starfssvið og ábyrgð stjórnar og framkvæmda- stjóra skilgreint. Gerðar eru auknar kröfur til innra eftirlits sjóðanna. Gert er ráð fyrir að eftirlitið sé annaðhvort á hendi sjálfstætt starf- andi eftirlitsaðila eða eftirlitsdeildar sem starfrækt er við sjóðinn. Réttindi aukin eða skert Megin breytingin sem frumvarp- ið felur í sér er að gert er ráð fyrir að jafnvægi ríki á milli eigna og skuldbindinga lífeyrissjóðanna. Komi í ljós við tryggingafræðilega athugun að munur á eignum og skuldbindingum er 5% eða meiri ber stjórn lífeyrissjóðsins að grípa til viðeigandi ráðstafana. Gert er ráð fyrir að þær ráðstafanir geti leitt til skerðingar eða aukningar á líf- eyrisréttindum allt eftir því hvernig sjóðurinn stendur. I síðústu skýrsiu bankaeftirlits Seðlabankans fyrirárið 1994 kemur fram að stofnunin taldi að 40 sjóð- ir ættu fyrir skuldbindingum sínum, en sjö þyrftu að grípa til sérstakra ráðstafana eða upplýsingar um stöðu þeirra skorti. Már Guðmunds- son, hagfræðingur Seðlabanka ís- lands, segir að fjárhagsstaða iífeyr- issjóðanna hafi farið batnandi síð- ustu ár. Hann segist spá því að sjóð- um sem ekki eiga fyrir skuldbind- ingum sínum hafi fækkað milli ára. Það muni koma fram í ,skýrslu bankaeftirlitsins um lífeyrissjóðina sem birt verður í haust. Mikið vantar á að lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna eigi fyrir skuldbindingum og gerir frumvarp- ið ráð fyrir að þeir fái undanþágu frá ákvæði frumvarpsins um að líf- eyrissjóðir verði að eiga fyrir skuld- bindingum sínum. Greiða á ellilífeyri til æviloka í frumvarpinu er sett ítarleg ákvæði um hvernig lífeyrissjóðir mega ávaxta fjármuni. Taldar eru upp þær tegundir verðbréfa sem sjóðunum er heimilt að kaupa. Enn- fremur er þeim gert skylt að eiga jafnan nægt fé laust til að greiða lífeyri. Frumvarpið gerir ráð fyrir að allir lífeyrissjóðir verði að greiða ellilífeyri til æviloka. Már segir að þetta þýði að séreignarsjóðir verði að breyta reglum sínum til að tryggja félögum sínum ellilífeyri til æviloka. Það nægi ekki fyrir lífeyr- issjóð að greiða sjóðsfélögum sínum ellilífeyri í 15-20 ár og vísa þeim síðan á ríkið. Markaðs- styrkir til 33 fyrir- tækja RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið, að tillögu úthlut- unarnefndar, að skipta 25 milljóna króna markaðsstyrk vegna útflutnings á milli 33 fyrirtækja og einstaklinga. Alls sóttu 144 aðilar um styrki alls að ijárhæð 173 milljónir kr. Á árunum 1993-95 voru veittir styrkir vegna markaðs- verkefna á Evrópska efna- hagssvæðinu, alls 140 milljónir kr. I mars ákvað rík- isstjórnin að ráðstafa 25 millj- ónum kr. til sérstakra útflutn- ingsverkefna sem ekki eru bundin Evrópu. 144 sóttu um 173 milljóna króna styrk Skipuð var úthlutunar- nefnd með fulltrúum nokk- urra ráðuneyta og frá Út- flutningsráði og sá ráðið um undirbúning úthlutunar. Þeg- ar umsóknarfrestur rann út 10. maí höfðu borist 144 umsóknir um styrki alls að íjárhæð 173 milljónir kr. Eftir mat á umsóknun og forgangsröðun úthlutunar- nefndar ákvað ríkisstjórnin að úthluta umræddum 25 milljónum til 33 einstaklinga og fyrirtækja. Hver styrkþegi fær að jafnaði liðlega 750 þúsund í sinn hlut en verkefn- in eru mismunandi. Lægsti styrkurinn er 250 þúsund kr. og sá hæsti 1.800 þúsund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.