Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D/E traunÞIfiMfr STOFNAÐ 1913 142. TBL. 84. ARG. MIÐVIKUDAGUR 26. JUNI1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Minnst 160 særðir í meintu sprengjutilræði Washington. Reuter. TALIÐ er að 160 manns, flestir Bandaríkjamenn, hafi særst og tveir til fjórir látið lífið þegar sprenging varð í olíubíl við bækistöð banda- rískra hermanna skammt frá Dahran í Saudi-Arabíu seint í gærkvöldi, að sögn bandaríska varnarmálaráðu- neytisins. Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN kvaðst hafa heimildir fyrir því að allt að ellefu manns hefðu látið lífið og 60 væru alvarlega særðir. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sagði að hryðjuverkamenn virtust standa að Þjóðremba breskra blaða vek- ur deilur Bonn, London, Marlow. Reuter. BÆÐI breska stjórnin og stjórn- arandstaðan sáu í gær ástæðu til að gagnrýna bresk dagblöð, sem hafa lýst yfir „knattspyrnu- stríði" fyrir leik Englendinga og Þjóðverja í undanúrslitum Evr- ópumeistarakeppni landsliða í knattspyrnu, sem nú fer fram á Bretlandi. Talsmaður breska utanríkis- ráðuneytisins sagði: „Það er rétt að sýna föðurlandsást, en við teljum ekki að gera eigi íþrótta- viðburði á borð við þennan að ástæðu til að efna til illinda við aðrar þjóðir." Tony Blair, leiðtogi Verka- mannaflokksins og knattspyrnu- áhugamaður, veittist einnig að þjóðrembu fjölmiðla. Hann kvaðst skilja að fólk styddi Eng- land til sigurs gegn Þjóðverjum í leiknum í dag, en menn ættu að hegða sér í „sama anda og þessi keppni hefur verið háð, sem er full spennu, en sanngjörn." Nokkrir þingmenn tóku einnig undir gagnrýnina og sömuleiðis Evrópuráðið í Strasbourg. Terry Venables, þjálfari enska lands- liðsins, sagði að það væri „rangt og ófyndið" að hreyta móðgun- um í aðrar þjóðir. Fritz . . . Evró'96 er lokíð Dagblaðið Daily Mirror leiddi skrif breskra götublaða og fyr- irsögn þess á mánudag minnti á seinna stríð: „Achtung! Gefist upp. Fritz, fyrir þig er Evró '96 keppninni lokið." Þýsk blöð svöruðu breskum í gær og sagði í Kölnarblaðinu Express að Bretar virtust allir slegnir kúariðu. Lögregla sagði að greinar af þessu tagi gætu espað upp knatt- spyrnubullur og sagði Brian MacKenzie, aðstoðaryfirlög- regluþjónn, að þær væru eins og „grænt ljós á að ganga ber- serksgang ef England tapar". ¦ Stöðva þýsku/Cl baki sprengingunni og hét því að forsprökkunum yrði refsað. Glyn Davies, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gærkvöldi að margt væri óljóst í sambandi við sprenginguna, en svo virtist sem orðið hefði mikil spreng- ing skammt frá svefnskálum, sem í búa bandarískir hermenn. Davies bætti við að þarna væru einnig franskir, breskir og saudi- arabískir hermenn. Þetta væri hluti sveita, sem hefðu orðið eftir þegar Persaflóastríðinu lauk 1991. Að sögn Breta og Frakka hafði verið gerð grein fyrir öllum þeirra liðsafla og var enginn meðal fórnar- lamba sprengingarinnar. Flúðu af vettvangi „Það sem við vitum er að einhvers konar tankbíl með eldsneyti var ekið að norðausturhorni þessa svæðis," sagði Davies. „Okumaðurinn eða ökumenn bifreiðarinnar flúðu nokkr- um augnablikum eftir sprenging- una." í yfirlýsingu frá innanríkisráðu- neyti Saudi-Arabíu sagði að spreng- ing hefði orðið í hernaðarhúsnæði fyrir útlendinga í bænum Khobar, sem er skammt frá Dahran á aust- urströnd Saudi-Arabíu. Davies sagði að enginn hefði lýst ábyrgð á sprengingunni á hendur sér. I fréttum CNN kom fram að borist hefði fjoldi hótana um hryðju- verk á þessum slóðum. Sjö létust í sprengjutilræði í Riy- adh, höfuðborg Saudi-Arabi'u, í nóv- ember, þar af fimm Bandaríkjamenn. Undan- þáguveiðar til atkvæða Aberdeen. Reuter. FULLTRÚAR á fundi Alþjóðahval- veiðiráðsins í Aberdeen í Skotlandi ákváðu í gær að ganga til atkvæða um það hvort hópar „frumbyggja" í Bandaríkjunum og Rússlandi fái leyfi til að hefja hvalveiðar á ný. Bandaríkjamenn og Rússar hafa krafist þess að veitt verði undanþága í samræmi við ákvæði í hvalveiði- banni Alþjóðahvalveiðiráðsins við veiðum í ágóðaskyni þar sem leyfðar eru „frumbyggjahvalveiðar" hópa, sem eiga langa hefð fyrir hvalveiðum. Mál þetta er mjög umdeilt meðal fulltrúa á ráðstefnunni og verður gengið til atkvæða um það síðar í vikunni. H ——™« / n ¦¦*mmjs&Mm IP^ ¦- m íÉSk 3"8 %. rt JL ,<"""? " * . T 3»"» :~" iP^l '^vk Bbbf.- r^jjTt-' __&__*__»¦'? S^B ¦hr^ vial ¦Hsjfl w » \ LjSrrf jggSfcí^ Aj_____j_________i_gli*3íp. fc'V Reuter Sprengjur til bráðrar notkunar Hreinsanir styðja samsæriskenningu Jeltsín rekur sjö hershöfðingja JOHN Bruton, forsætisráðherra írlands, sagði í gær að skæruliðar írska lýðveldishersins (IRA) hefði verið gripnir þar sem þeir voru að smíða tugi sprengja, sem nota átti bráðlega, þegar lögregla réð- ist inn í vopnaverksmiðju vestur af Dyflinni fyrir tíu dögnm. A myndinni sjást hlutir, sem gerðir voru upptækir, klukka fyrir sprengju og sprengiefnið semtex. Bruton sagði að þetta, ásamt sprengjutilræðinu í Manchester fyrir rúmri viku og morði á lög- regluþjóni fyrr í þessum mánuði, drægi úr líkum á vopnahléi. Moskvu. Reuter. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, rak í gær sjö háttsetta hershöfðingja sem sagðir eru nátengdir Pavel Gratsjov, fyrrverandi varnarmálaráðherra. Fjórir mannanna voru meðal þeirra fimm sem Alexander Lebed, yfirmað- ur öryggisráðs landsins, sakaði í lið- inni viku um að hafa ráðgert að setja herinn í viðbragðsstöðu í von um að hafa þannig áhrif á Jeltsín og hindra brottrekstur Gratsjovs. Nokkru síðar gerði Lebed þó minna úr málinu og sagði á þingi að því væri lokið. Þótt Lebed drægi í land hélt hann eftir sem áður fast við kröfu um að mennirnir segðu af sér. Atburðir gærdagsins eru sagðir benda til þess að fótur hafi verið fyrir ásökunum Lebeds sem virðist auk þess hafa styrkt stöðu sína enn frekar með brotthvarfi sjömenninganna. Meðal þeirra eru Víktor Barínkín, fyrsti varaforseti herráðsins, Vladímír Shú- líkov, næstæðsti maður landhersins, Valerí Lapshov, skrifstofustjóri varn- armálaráðherra, og Dímítrí Khartsj- enko, yfírmaður alþjóðadeildar her- ráðsins. Þessir fjórir voru allir úr röðum meintra samsærismanna sem Lebed bar sakir á. Jeltsín undirritaði í gær tilskipun um brottflutning rússneskra herja frá Tsjetsjníju sem hefst á föstudag og á að vera lokið 1. september. ¦ Zjúganov segir fólk þreytt/20 Netanyahu hunsar stefnu Bandaríkjamanna eftir fund með Christopher Vill ræða við Palestínumenn með skilyrðum Jerúsalem. Reuter, BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, sagði í yfirlýsingu i gær að ísraelar myndu hefja við- ræður við Palestínumenn á ný, en framgangur þeirra ylti á því að skil- yrði um öryggi yrðu uppfyllt. Net- anyahu ræddi við Warren Christ- opher, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, í Jerúsalem í gær. Sérstaklega var til þess tekið að Christopher hefði ekki tekist að fá Netanyahu til að skuldbinda sig til að virða samkomu- lag við Palestínumenn um að kveðja hermenn brott frá Hebron. Christopher tókst hins vegar að fá Netanyahu til þess að lýsa yfir því að viðræðum við forystu Palest- ínumanna á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu yrði framhaldið. Chri- stopher mun ræða við Yasser Ara- fat, leiðtoga Palestínumanna, í Kairó í dag, en för hans er ætlað að halda friðarviðræðum gangandi eftir ósigur Shimons Peresar, leiðtoga Verka- mannaflokksins í ísrael og forvera Netanyahus í forsætisráðherrastóli. Þegar Netanyahu var spurður hvort hann væri fylgjandi því grund- vallaratriði friðarumleitananna, sem hófust í Madrid fyrir fímm árum, að láta eigi land, sem tekið var frá aröb- um, fyrir frið, svaraði hann: „Ég held að við ættum ekki að setja nein skilyrði fyrirfram." Reuter BENJAMIN Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, og Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandarikjanna, svara spurning- um blaðamanna eftir fund þeirra í Jerúsalem í gær. Yfirlýsingar Netanyahus um svo- kallað „landnám" ísraela á svæðum, sem voru hernumin, og Hebron stangast á við stefnu Bandaríkja- manna. Nicholas Burns, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, var í gær spurður hvort Bandaríkja- menn héldu enn fast við það að láta ætti land fyrir frið og svaraði ját- andi Ahmed Korei, háttsettur embættismaður í stjórn Arafats, hvatti til þess að haldinn yrði leið- togafundur Arafats og Netanyahus. Netanyahu hefur sagst ekki vilja hitta Arafat, en kvaðst í gær aðeins mundu ræða við leiðtoga Frelsissamtaka Palestínu ef hags- munir ísraels krefðust þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.