Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Moody’s hækkar láns- hæfiseinkunn Islands BANDARÍSKA matsfyrirtækið Moody’s Investors Service hefur ákveðið að hækka mat sitt á láns- hæfi íslands um eitt stig. Hækkar einkunn fyrirtækisins á erlendum langtímaskuldbindingum íslands úr A1 í A2. Moody’s gefur skamm- tímalánum ríkissjóðs hæstu ein- kunn sem veitt er slíkum skuldbind- ingum. Ákvörðun Moody’s um hækkun á lánshæfismati kemur í framhaldi af tilkynningu fyrirtækisins í apríl um að ákveðið hefði verið að endur- skoða matið með hugsanlega hækk- un fyrir augum. Sambærilegt bandarískt fyrirtæki, Standard & Poor’s, tilkynnti í marsmánuði um hliðstæða hækkun á lánshæfisein- kunn fyrir ísland, en þessi tvö fyrir- tæki eru kunnust á þessu sviði á alþjóðlegum vettvangi. I frétt frá Moody’s kemur m.a. fram að skipulagsbreytingar ís- lenskra stjórnvalda í efnahagslífínu á tíunda áratugnum hafi leitt af sér eftirtektarverðan árangur við að skapa jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Efnahagslífið einkennist nú af litl- um halla í rekstri hins opinbera, lágri verðbólgu, stöðugu raungengi og fijálsum vöru- og fjármagnsvið- skiptum. Moody’s bendir á að stöðugleik- inn á íslandi og mikið framboð af ódýrri orku hafi vakið athygli er- lendra fjárfesta. Ein stórfram- kvæmd sem fjármögnuð er af er- Iendum aðilum sé þegar í gangi og stuðli hún ásamt tiltölulega kröft- ugri innlendri eftirspurn að góðum hagvexti fram til ársins 1998. Þessi hagstæðu skilyrði skapi stjórnvöld- um færi á að eyða ríkissjóðshallan- um jafnvel þegar á næsta ári. Er- lendar skuldir í hlutfalli við lands- framleiðslu og útflutning hafi lækk- að að mun á síðastliðnum tveimur árum vegna uppgangs í efnahags- lífinu og endurgreiðslu erlendra lána af hálfu einkageirans. Moody’s leggur á það áhersiu að vænta megi mikils hagvaxtar á ís- landi á næstu árum í Ijósi aukinna umsvifa í fiskveiðum og erlendum fjárfestingum. Það verkefni blasi nú við stjórnvöldum að afstýra því að sveifluvandi fyrri ára endurtaki sig. Skapar skilyrði til að sækja enn frekar fram Ólafur ísleifsson, framkvæmda- stjóri alþjóðasviðs Seðlabankans segir tvö atriði bera hæst í þessu nýja lánshæfísmati. „Annars vegar fínnst mér ánægjulegt að fyrirtækið hafi í aprílmánuði ákveðið að ráðast í endurskoðun á lánshæfismati eftir viðræður við okkur og ítarlega upp- lýsingamiðlun. Hitt er það að þessi hækkun á lánshæfísmati styrkir al- mennt okkar stöðu á erlendum lána- mörkuðum og er í takt við ákvörðun Standard & Poor’s frá því í mars. Núna eru fyrirtækin samdóma um álit sitt á ný, eins og þau hafa jafn- an verið. Þessi breyting skapar okk- ur jafnframt skilyrði til að sækja ennfrekar fram á þessum vettvangi. Sambærileg breyting og nú hefur orðið í lánshæfísmati þýddi það að við myndum flytjast upp í AA-flokk- inn. Þangað viljum við stefna.“ Ólafur sagði að hækkun á láns- hæfísmati væri þegar búin að skila sér í bættum lánskjörum, eins og sést hefði í skuldabréfaútgáfu ríkis- sjóðs nýverið. Þar voru gefin út skuldabréf á sléttum Libor-vöxtum, en áður hafa sambærileg bréf borið 15-20 punkta álag á Libor. Fiskréttaverksmiðj a Iceland Seafood Flutningur áfram í athugun ENGIN ákvörðun var tekin á stjórnarfundi íslenskra sjávaraf- urða hf., sem haldinn var á föstu- dag, um hvort dótturfyrirtæki þess í Bandaríkjunum, Iceland Seafood, endurbyggi núverandi fiskrétta- verksmiðju í Harrisburg eða reisi nýja verksmiðju annars staðar í Bandaríkjunum. Komið hefur fram að fiskrétta- verksmiðjan í Harrisburg er orðin gömul og þarfnast endurnýjunar. Benedikt Sveinsson, fram- kvæmdastjóri ÍS og stjórnarfor- maður Iceland Seafoood, sagði í samtali við Morgunblaðið að málið hefði verið rætt á fundinum en ákvörðun ekki verið tekin að svo stöddu. Hann sagði að málið væri á dagskrá og á næstunni yrði það skoðað vandlega hvort rétt væri að endurbyggja verksmiðjuna á sama stað eða færa hana um set. Nýherji tekur við hluta afalnets- þjónustu ísmennts ÍSLENSKA menntanetið hefur gengið frá samningum við Nýheija hf. um að Internetþjónusta Nýheija taki við þjónustu við þá viðskipta- vini menntanetsins sem missa að- gang sinn þar um næstu mánaða- mót. Eins og fram hefur komið mun ísmennt einungis sjá um þjónustu við skólakerfíð frá og með 1. júlí nk. og er það liður í þeim breyting- um sem gerðar verða á fyrirtækinu í kjölfar þess að Menntamálaráðu- neytið keypti fyrirtækið fyrir skömmu. Fylgdu þeir skilmálar kaupunum að netið yrði aðeins not- að fyrir skólakerfíð. Póstur sendur áfram í hálft ár Að sögn Jóns Inga Þorvaldsson- ar, þurfa þeir aðilar sem hér um ræðir að skrá sig á þjónustu Ný- heija í gegnum vefsíðu fyrirtækis- ins, kjósi þeir að nýta sér þennan möguleika. Alls sé hér um að ræða vel á fjórða hundrað einstaklinga og yfir 100 fyrirtæki. Hann segir að samningurinn feli í sér framvísun á öllum pósti í 6 mánuði. Fyrir þá sem flytji sig yfír muni póstur á gamla netfangið því skila sér áfram í hálft ár. í fréttatilkynningu sem Nýheiji og ísmennt hafa sent frá sér vegna þessa samnings segir að sú þjón- usta sem Nýheiji býður upp á hafi verið talin hvað best í stakk búin til að taka við þessum fjölda áskrif- enda og því valin sérstaklega til að tryggja þeim fyrirtækjum og ein- staklingum sem hér um ræðir sem besta þjónustu. Jón Ingi segir að Internetþjón- usta Nýheija hafi yfir að ráða einu hraðvirkasta sambandi við alnetið hér á landi, með 160 kb netsam- bandi auk þess sem stækkun í 256 kb sé á næsta leiti. Þar séu einnig óvenju margar innhringilínur miðað við fjölda notenda, auk þess sem sérstakar ráðstafanir hafí verið gerðar vegna þessarar fjölgunar. Álagið á alnetsþjónustunni muni því ekki aukast frá því sem verið hafi þrátt fyrir að notendum fjölgi veru- lega. Á myndinni eru Þórir Kr. Þórisson, framkvæmdarstjóri tækni- deildar Nýherja, Pétur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Islenska menntanetsins og Ægir Pálsson, deildarstjóri hjá Nýheija. Fólk Nýr forstjóri ÍSAGA •GEIR Þórarinn Zoéga hefur ver- ið ráðinn forstjóri ÍSAGA frá og með 1. september nk. Lars Da- hlberg, sem gegnt hefur forstjóra- starfi í tæp fjögur ár, flyst til Bruss- el og tekur við starfi framkvæmda- stjóra EIGA, sam- taka gasfyrir- tækja í Evrópu. Geir Þ. Zoéga er fæddur í Reykja- vík árið 1948. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968ogprófií véla- og rekstrarverkfræði frá Chal- mers Tekniska Högskola í Gauta- borg árið 1974. Hann starfaði á Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns til 1979, var verkfræðing- ur hjá Síldarverksmiðju ríkisins til ársins 1986 og framkvæmdastjóri síldarverksmiðjunnar í Krossanesi til ársins 1990, þegar hann stofnaði eigið innflutnings- og útflutnings- fyrirtæki. Geir hefur verið tæknileg- ur framkvæmdastjóri ÍSAGA síðstl- iðin fimm ár en verið við störf hjá AGA í Noregi og Svíþóð undanfarið hálft ár. Eiginkona Geir Þórarins er Vilborg Traustadóttir og eiga þau Qóra syni. Uggur á koparmarkaði vegna hvarfs Hamanaka Betri vaxtakjör bjóðast á Islandi London. Reuter. UGGUR á koparmarkaði hefur aukizt vegna þess að ekki er vitað hvar koparkaupmaðurinn Yasuo Hanabaka er niðurkominn, tíu dögum efir að honum var sagt upp störfum hjá Sumitomo-fyrirtæk- inu í Japan. Ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki í London: að hann hafi flúið frá Japan, skotið upp kollinum í London og sent einhvern til Japans að sækja fjölskylduhundinn — ekki til heimilis Hamanaka í Tókýó, sem stendur autt, heldur til Ieyni- legs griðarstaðar. Að sögn Lundúnablaðsins The Times er Hamanaka í stofuvarð- haldi. Blaðið segir að japanska lögreglan hafi fært hann á örugg- an stað til að yfirheyra hann áður en tilkynnt var 13. júní að hann hefði viðurkennt tap upp á 1.8 milljarða dollara á óleyfílegum koparviðskiptum. Japönskum embættismönnum er ekki kunnugt um þetta og þeir segja að Hamanaka hafí ekki ver- ið handtekinn eða formlega ákærður fyrir nokkurn glæp í Jap- an. Japanska lögreglan kveðst eng- ar upplýsingar hafa um Haman- aka og segir að hann hafí „ekki gerzt brotlegur við refsilög." „Við stöndum ekki í sambandi við hr. Hamanaka," sagði talsmað- ur Sumitomo. Brezka fjársvikalögreglan SFO, sem hyggst senda rannsóknar- menn til Tókýó, vill ekki staðfesta að þeir muni hitta Hamanaka. Ostyrks gætir á koparmarkaði vegna þess að fáir virðast vita hve mikið Hamanaka átti af kopar, sem Sumitomo verður að losa sig við. Verð á kopar hefur lækkað í innan við 1800 dollara tonnið og hefur ekki verið lægra í 2 1/2 ár. Bent er á að Sumotimo sagði 5. júní að Hamanaka hefði játað og tilkynnti átta dögum síðar að hann hefði verið rekinn. Sérfræð- ingur í London telur að Sumitomo hafi notað þennan tíma til að yfir- heyra hann nákvæmlega. Hann bendir einnig á að mikið var selt af kopar 5. og 6. júní og telur að þar hafí Sumitomo verið að verki. VIÐSKIPTI hérlendis með verðbréf útgefín erlendis voru mun minni fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. Hrein kaup (kaup að frádreginni sölu) á slíkum verð- bréfum námu tæpum 160 milljón- um króna frá janúar til apríl á þessu ári. Á sama tíma í fyrra námu þau um 1,1 milljarði og 3,6 milljörðum á sama tímabili 1994. Slík bréf voru alls keypt fyrir 2.010 milljónir en seld fýrir 1.853 milljónir fýrstu fjóra mánuði ársins. í Hagtölum mánaðarins segir að þessi viðskipti virðist vera að kom- ast í jafnvægi og er sú skýring nefnd að innlendum fjárfestum hafí að undanförnu boðist betri vaxta- kjör hérlendis en í helstu viðskipta- löndum. Einnig hafi mátt búast við því að verðbréfakaup íslendinga yrðu mikil 1994 samfara frelsi í viðskiptum með erlend langtíma- verðbréf í byijun sama árs, en að síðan myndi draga úr þeim. Athygli vekur að hrein kaup á erlendum hlutabréfum eru í krónum talið meiri á fyrstu fjórum mánuð- um þessa árs en var á öllu síðasta ári eða 326 milljónir miðað við 153 milljónir allt árið í fyrra. í fyrra voru hrein kaup innlendra aðila í erlendum hlutdeildarskírtein- um um 2,3 milljarðar en í ár hafa hrein kaup í slíkum bréfum aðeins numið um 300 mill. króna. Hrein kaup skuldabréfa hafa verið nei- kvæð um 500 milljónir á árinu. Er það m.a. talið skýra vaxtamun milli Islands og annarra landa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.