Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 MIIMIMIIMGAR GUNNLAUGUR SIGURBJÖRNSSON Gunnlaugur Sigurbjörnsson fæddist í Reykjavík 26. desember 1963. Hann lést á heimili foreldra sinna í Kópavogi 9. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 20. júní. Ég kynntist Gulla 1993 þegar farið var í Slunkaríki. Um kvöldið var spilað „pictionary" og þar kom strax í ljós að við höfðum stundum ótrúlegt hugsunarsamband. I ferð á Langjökli lentum við í myrkri og ákváðum að keyra eftir nefinu hans Gulla sem gaf góða raun og bráðum vorum við komnir niður af jöklinum. Það var ekki heldur að spyija hver var þolinmóð- astur að skoða hvert einasta hom með mér í Surtshelli. Gulli var van- ur ferðamaður og það kom sér oft vel. Hann hafði góðan skilning á persónulegum samskiptum og gat oft verið hlutlaus dómari í hjóna- bandseijum. Það var ekki sama hvort kærastinn eða Gulli sagði til við að keyra. Við fórum líka í keilu, billiard, leikhús og bíó. Brátt var Gulli orð- inn minn besti félagi í menningarlíf- inu. Hápunkturinn var Niflunga- hringurinn á Listahátíð 1994 sem ég hefði örugglega ekki farið á án hans. Oft sátum við i bílnum eftir bíó- ferð og ræddum um allt á milli him- ins og jarðar. Gulli gat hlustað og gaf mér oft góð ráð og sýndi mik- inn skilning. Ekki var erfitt að plata Gulla með í blak. Þótt önnur hendi hans var orðinn svolitið stíf, var hann mesti baráttumaður og mörgum okkar fremri. Hann var á spítalanum þegar hann hjálpaði mér að læra fyrir meiraprófið í bifreiðatækni 2 sem ég hafði ekki nokkurt vit á en stóðst með mikilli prýði! Og ef hann treysti sér ekki sjálfur til að hjálpa þá fann hann bara einhvem annan, t.d. mamman sem mátti lesa yfir 25 blaðsíðna viðarfræðiverkefni. Svo varð ég að sætta mig við að hann myndi ekki sveifla mér meira á dansgólfínu. En hann hélt áfram að skipu- leggja ferðir og fljót- lega var hann kominn aftur á fjöll sem sýndu viljastyrk hans. Hann kom í afmæli- sveisluna mína á Hellu og mér þótti mjög vænt um það. Einasta huggunin þegar maður missir svona góðan vin er að hann þarf ekki lengur að þjást og sú sannfæring að hann sé annarstaðar að skipuleggja ferðalög sem við getum vonandi tekið þátt í þegar tími okkar er kominn. Elsku Sigga, Diddi, Bjarni, Ingv- ar og aðrir ástvinir. Ég sendi ykkur mina innilegustu samúðarkveðju á þessum erfiðum tímum. Þó að kali heitur hver hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Andrea. Oft gengum við félagarnir saman út af fótboltavellinum þegar dómar- inn hafði flautað til leiksloka, glað- ir eftir góðan leik sem við unnum. Eftir leik fóru menn til síns heima og endumýjuðu krafta sína fyrir næstu átök. En núna hefur Guð, dómari dómaranna, flautað til leiks- loka hjá okkar besta vini og við göngum ekki lengur saman til að spjalla um heima og geima. Gunnlaugur eða Gulli eins og við kölluðum hann var góður vinur sem hugsaði um hag félaga sinna fyrst og fremst. Það fór ekki mikið fyrir Gulla en það sem hann gerði eða tók að sér var gert af mikilli alúð og með öruggum höndum vann hann verk- in. Við munum alltaf eftir því þegar hann fékk fyrsta bílinn sinn, Sun- beam, sem hann gerði upp og sprautaði sjálfur. Síðan var farið á rúntinn, jafnvel tekinn stór rúntur um landið á nokkrum dögum. Ef auglýsingar Litaljósritun Opift frá kl. 13.30-18.00. Ljósfell, Laugavegi 168, Brautarholtsmegin. FÉLAGSLÍF \t.' . / ' ?' - , / / ' •'l FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Komið með íhelgarferðir F.Í.: 1. Fjölskylduhelgi i Þórsmörk 28.-30. jún/. Brottför föstud. kl. 20.00. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla. Mjög hagstætt verð. Gist í skála og tjöldum. Pantið tíman- lega í eina af vinsælustu helgar- ferðum sumarsins. 2. Yfir Fimmvörðuháls. Nýstár- leg Fimmvörðuhálsganga ítengsl- um við fjölskylduhelgarferöina. Gengið verður úr Þórsmörk yfir hálsinn og komið niður vestan Skógár, hjá hinu stórfenglega Kaldaklifsgili. Leið sem ekki hef- ur veriö farin áður í þessum ferð- um. Tilboðsverð i ofangreindar ferðir: í skála: Utanfél. kr. 4.700 og fél. kr. 4.200. i tjöld: Utan- fél. kr. 4.100 og félagsv. kr. 3.700. Frítt f. börn 10 ára og yngri og hálft gjald 11-18 ára (m. foreldrum sfnum) í þessa ferð. Tilvalið fyrir börn, ung- menni og foreldra að fjölmenna f skemmtilega ferð um helgina. 3. Landmannalaugar - Hrafn- tinnusker 29.-30. júní. Brottför laugardag kl. 08.00. Gengið úr Laugum í nýja skálann í Hrafn- tinnuskeri og gist þar. M.a. farið á Torfajökul. Tilvalið að hafa með gönguskíði. Farmiðar á skrifst. Mörkinni 6. Miðvikudagur 26. júní Kl. 20.00 Skógræktarferð f Heiðmörk Síðasta ferðin til vinnu í skógar- reit Ferðafélagsins. Umsjón: Sveínn Ólafsson. Frítt. Allir vel- komnir. Brottför frá BSl, austan- megin og Mörkinni 6. Ferðafélag Islands. Hörgshlíð 12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. SAMBAND (SLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Ræðumaður: Lilja S. Kristjáns- dóttir. Allir velkomnir. það bilaði eitthvað þá var bara gert við það án nokkurra vandkvæða og haldið áfram. Einhveiju sinni vorum við þrír félagarnir að fara um versl- unarmannahelgi til Atlavíkur. Þeg- ar verið var að gera bílinn klárann kom upp bensínleki, þá lögðust Gulli og pabbi hans undir bílinn og gerðu við lekann á 30 mínútum og allt var sem nýtt. Síðan var farið sem leið lá norðurfyrir til Atlavíkur en vegur hafði farið í sundur á austurleiðinni þannig að ekki kom- ust við þá leiðina og vorum við nærri hættir við að fara þegar Gulli sagði: „Við hættum ekki neitt við ferðina við förum bara norður fyr- ir.“ Þetta var ein skemmtilegasta ferð sem við höfum farið ogtöluðum við alltaf um þessa ferð sem ferð ferðanna. Gulli var mikið í fjallaferðum og var það hans líf og yndi að keyra um víðáttu óbyggðanna hvort sem það var á jeppanum eða snjósleðan- um. Þegar Gulli veiktist þá gerði maður sér enga grein fyrir alvar- leika veikindanna því Gulli var ekki vanur að kveinka sér og aldrei missti Gulli vonina. Við eigum eftir að sakna Gulla sárt og vottum við fjölskyldu Gulla okkar dýpstu samúð. Heiðar og Linda. Sævar og Helga. Góður félagi okkar Breiðabliks- manna er nú fallinn frá aðeins 32 ára að aldri. Undanfarin ár hefur Gulli háð hetjulega baráttu við ill- vígan sjúkdóm þar sem hann varð að lúta í lægra haldi að lokum. Það koma upp í hugann margar góðar minningar frá þeim tíma sem Gulli var að keppa í yngri flokkum Breiðabliks í knattspyrnu, þegar við undirritaðir vorum að þjálfa á þeim árum. Gulli var einn af þessum traustu og prúðu drengjum sem alltaf voru til fyrirmyndar utan vallar sem innan. A þessum árum voru farnar margar keppnisferðir bæði innanlands og utan. Það lýsir vel þeirri ábyrgðartilfinningu sem Gulli hafði að í einni slíkri utan- landsferð var sérstaklega minnis- stætt að hann tók undir sinn vernd- arvæng þann yngsta í hópnum og leit varla af honum í ferðinni án þess að hann hefði verið beðinn sérstaklega um slíkt. Eftir að Gulli hætti sjálfur að keppa gat félagið alltaf leitað til hans ef hjálpar var þörf og alltaf leysti hann verk sín vel af hendi. Við Breiðabliksmenn höfum misst góðan félaga og minningin um góðan dreng lifir. Við vottum foreldrum, systkinum og öðru venslafólki okkar dýpstu samúð. Jón Ingi Ragnarsson, Guðmundur Þórðarson. Mig langar að minnast með þess- um orðum Gulla vinar míns. Við kynntumst á fjöllum. Fjöll og ferða- lög voru sameiginleg áhugamál okkar og því skorti aldrei umræðu- efni. Eftir stofnun Jöklasnyrtihóps- ins hittumst við reglulega og skipu- lögðum ferðalögin. Þar fyrir utan stóð íbúð Gulla alltaf opin og alltaf dró hann fram nammi eða osta ef einhver kom í heimsókn. Aldrei var komið að tómum kofanum hjá Gulla, hvorki hvað veitingar varðaði né umræðuefni því hann hafði áhuga á öllu mögulegu. Gulli var þeim hæfileika gæddur að geta dregið fram bestu hliðarnar á fólki með einlægni sinni og kímni. Með sjálfum sér var hann mikill baráttumaður og kom það sterkt fram í veikindum hans, ákveðinn í að fara á fjöll. í apríl hélt hópurinn af stað í eina eftirminnilegustu ferð- ina, Gulli var leiðangurstjóri og fórst það vel úr hendi. í ferðinni vorum við Jöklasnyrtarnir og fjöl- skylda hans. Farið var m.a. í Land- mannalaugar og upp að fossinum Dynk. Gulli afrekaði einnig að fara upp á Eyjafjallajökul og næsta takmark hans var Vatnajökull, ég er viss um að hann er nú þegar búinn að láta þennan draum rætast, búinn að tylla sér niður á Hnjúkinn og njóta útsýnisins og viðáttunnar. Gulli hafði ákveðna skoðun á lífi eftir dauðann og ég er viss um að hann fylgist áfram með okkur. Gulli lifir áfram meðal okkar, með sinn húm- or og sinn prakkarasvip og á örugg- lega eftir að glotta að hópnum sín- um. Þetta finnst mér notaleg til- hugsun og við eigum örugglega eftir að spyija okkur: Hvað hefði Gulli gert? Minningin lifir um sterkan, kátan persónuleika sem ætlaði að ferðast og sigra heiminn hér, en gerir það örugglega annars staðar. Við hitt- umst svo aftur hinum megin, því ég er viss um að Gulli verður fremstur við hliðið, æstur í að segja okkur frá nýjum leiðum, uppgötv- unum og hugmyndum, svo ekki sé minnst á „plönin". Fjölskyldunni og vinum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð veita ykkur styrk. Hildur Gunnarsdóttir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Nú hefur Gulli vinur okkar lagt upp í langför þá sem hann á víst ekki afturkvæmt úr. Því sá sem öllu ræður hefur tekið í stýrið og mun stýra honum inn í lönd til hins óþekkta, inn á nýjar slóðir, sem við hin komum ekki til með að kynnast fýrr en okkar tími kemur. Þú varst fljótur að falla inn í vina- hópinn, því ekki var hægt að hugsa sér annað eins ljúfmenni sem þig, ekki léstu skapið hlaupa með þig í gönur. Það voru léttleikinn og stóra brosið sem einkenndu þitt lifsmottó. Þegar veikindin sóttu á þig þá varstu ekkert á því að láta bugast, heldur hélst ótrauður áfram og barst þínar þungu byrðar, staðráð- inn í að beijast áfram með bros á vör. Hálendisferðir og öll ferðalög voru í miklu uppáhaldi hjá þér, og langar okkur til að þakka þér fyrir allar þær ferðir sem við fórum í saman. Það var alltaf gaman í þess- um ferðum, jafnt sumar sem vetur. Og öruggari bílstjóra var vart hægt að hugsa sér, því þú varst öllu van- ur, og það var sama hvemig viðr- aði á okkur ferðalangana, alltaf skilaðir þú þínu fólki á áfangastað. Þú sagðir svo oft: „Vandamálin eru til þess að leysa þau,“ og alltaf varstu boðinn og búinn að aðstoða alla hvar og hvenær sem var. Það var skemmtilegur tími þegar við fórum „norður í sveitina“ um helgar til þess að skemmta okkur eða hjálpa til við bústörfm. Þau voru mörg kvöldin heima sem við sátum í rólegheitum og ætluðum að horfa á góða mynd í sjónvarpinu en þau enduðu yfirleitt á þann veg að við töluðum um heima og geima, og stundum var byijað að skipuleggja næstu ferðir sem við skyldum fara í, svo að iðu- lega höfðum við ekki hugmynd um myndefnið í sjónvarpinu. Elsku Gulli, við viljum þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman. Því góðu stund- irnar voru margar, og munu geym- ast í minningunni um góðan og traustan vin Það er erfitt til þess að hugsa að þú skulir vera farinn frá okkur, en það er víst sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska, og við vitum að það verður tekið vel á móti þér á þessum nýja áfangastað. Elsku Gulli, við eigum eftir að sakna þín meira en orð fá lýst, og geymum minninguna um góðan dreng í hjörtum okkar og huga. Ég, Biggi, mamma, pabbi og systkini mín, viljum votta fjölskyldu þinni, öllum ættingjum og vinum, okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu þína. Auðbjörg Jóhannesdóttir og Birgir R. Baldursson. Elsku Gulli. Okkur langar að minnast þín með örfáum orðum. Eftir erfiða baráttu við illkynja sjúkdóm varðst þú að lúta í lægra haldi. Við sem eftir sitjum eigum erfitt með að skilja örlögin. Við vilj- um trúa því að þér sé ætlað annað og mikilvægara hlutverk annars staðar. Við minnumst þess þegar þú komst í heimsókn í fyrravor. Þú varst bjartsýnn og var mikill hugur í þér þrátt fyrir að sjúkdómurinn væri búinn að setja mark sitt á þig. Við kveðjum þig nú elsku Gulli með sárum söknuði og vonumst til að þú öðlist nýtt og þjáningarlaust líf annars staðar. Elsku Diddi, Sigga, Ingvar, Bjarni, Sóley og litli Sigurbjörn, missir ykkar er mikill. Við sendum ykkur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi guð styrkja ykkur um ókomna framtíð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kristján Eldjárn og Björk. SIGURJÓN DAVÍÐSSON + Sigurjón Davíðsson fæddist í Hænuvík í Rauðasands- hreppi 14. september 1921. Hann lést á Landspítalanum 11. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 21. júní. Vinur okkar og félagi í yfírkjör- stjóm í Kópavogi, Siguijón Davíðs- son, er látinn. Þegar við í kjörstjóm í Kópavogi hófum um sl. mánaðamót að undirbúa væntanlegar forseta- kosningar mætti Siguijón á fundi með okkur eins og ekkert væri eðli- legra. Hann hafði um árabil verið ritari kjörstjórnar og hóf strax að rita fundargerð eins og hans var vandi, en hann hafði sérstaklega stíl- hreina rithönd og fundargerðir hans vom greinargóðar og læsilegar. Ekki datt okkur þá í hug að við ættum ekki eftir að klára kosning- arnar en seinna fréttum við að Sig- uijón hefði fengið sérstakt leyfí til að fara heim af sjúkrahúsinu til að funda með okkur. Þetta lýsti vel áhuga hans og skyldurækni við allt sem hann tók að sér. Siguijón hafði starfað í yfírkjör- stjórn i Kópavogi í nær tvo ára- tugi. Hann hafði þar rækt starf sitt af einstakri trúmennsku og áhuga. Frá því að ég byijaði sjálfur að fást við þessi mál fór alltaf vel á með okkur Siguijóni. Það var ákaflega gott að vinna með honum og alltaf var stutt í kímni og skemmtileg- heit, sem gerði sitt til að gera kosn- ingadaga og undirbúning þeirra að gefandi vinnu. Þó Siguijón væri hægur og rólegur var hann hins vegar fastur á sínu og fylgdi því eftir sem honum fannst rétt. Við í kjörstjórninni í Kópavogi munum halda áfram að undirbúa kosningarnar, og vitum að Siguijón fylgist með okkur, þó frá öðrum sjónarhóli sé. Við munum hins veg- ar sakna hans sem vinar og félaga og vottum aðstandendum hans okk- ar innilegustu samúð. Jón Atli Kristjánsson form. yfirkjörstjórnar í Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.