Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Starfsár Sinfóníuhljómsveitarinnar ’96-’97 Kunnir einleikarar og Is- lensk verk í brennidepli Evelyn Glennie Grigory Sokolov Dmitri Alexeev SINFÓNÍUHUÓMSVEIT íslands býður sem fyrr áheyrendum sínum upp á fjórar tónleikaraðir á næsta starfsári. Á starfsárinu sem hefst þann 19. september leikur Erling Bl. Bengtsson Sellókonsert eftir Jón Nordal. Svo skemmtilega vill til að Erling á 50 ára starfsaf- mæli á þessu ári auk þess sem Jón Nordal verður tónskáld ársins. „Hugmyndin að „tónskáldi ársins" kom frá Osmo Vánská á sínum tíma. Hann vildi með þessu beina sérstakri athygli að tilteknu tón- skáldi hvert ár. Þetta er í annað skipti sem þessi háttur er hafður á, en fyrstur var Þorkell Sigur- björnsson,“ segir Helga Hauks- dóttir fulltrúi hjá S.í. Hún getur þess þó að þessi stefna komi ekki í veg fyrir að önnur íslensk tón- skáld komist að. Alþjóðlega viðurkenndir á rauðu Þessir fyrstu tónleikar eru í rauðu tónleikaröðinni en þar er lögð áhersla á einleikara sem hafa unnið sér alþjóðlega hylli. Auk Erlings má nefna tvo rússneska píanóleikara, Grigory Sokolov, sem mun leika píanókonsert nr. 1 eftir Chopin og Dmitri Alexeev, sem leikur píanókonsert nr. 1 eftir Brahms. Þá mun Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari leika flautukonsert eftir Carl Reinecke. Mesta forvitni að mati Helgu mun þó Evelyn Glennie slagverksleikari vekja sem hún segir þekktasta slagverksleikara í heiminum í dag. „Hvort sem það er vegna þess að hún er heyrnarlaus eður ei skal ósagt látið en víst er að hún hefur dregið að sér mikla athygli fyrir frábæran leik um allan heim,“ segir Helga. „Hún hefur farið siguför um heiminn með verkið sem hún mun leika en það er eft- ir James Mcmillan. Hún hefur sín- ar aðferðir til að nema andrúms- loftið því hún fer úr skóm og sokk- um áður en hún gengur inn á svið- ið,“ segir Helga ennfremur. Sú breyting verður á rauðu tónleika- röðinni að í stað Rachel Barton fiðluleikara leikur íslenskt tríó Trippel-konsertinn eftir Beethoven þann 24. október Stór hljómsveitarverk og ís- Ienskir einleikarar verða aðalein- kenni gulu tónleikaraðarinnar. Alls leika 6 einleikarar, þeir Snor- ri Sigfús Birgisson, sem leikur píanókonsert eftir sjálfan sig, Ein- ar Jóhannesson sem leikur klarí- nettukonsert eftir Karólínu Eiríks- dóttur og Joseph Ognibene sem leikur hornkonsert eftir Richard Strauss. Þá mun Anna Guðný Guðmundsdóttir leika píanókon- sert nr. 2 eftir Beethoven, Guðný Guðmundsdóttir leika Fiðlukon- sert eftir Britten og Alina Dubik söngkona syngja Kindertonlieder eftir Mahler. Græna selst best Græna tónleikaröðin hefur reynst vinsælust eftir að efnisskrá S.I. var brotin upp með þessum hætti fyrir fimm árum. Alls verða fernir tónleikar á grænu tónleika- röðinni og verður hápunkturinn án efa Vínartónleikar þar sem leik- in verður vínartónlist. „Vínartón- leikarnir hafa verið þrisvar sinnum áður og hefur aðsóknin verið feikna mikil," segir Helga. Leyndarmál á bláu Einleikarar og tónverk eru ekki uppgefin fyrr en á sjálfum tónleik- unum í bláu tónleikaröðinni, en yfirskrift hennar lýtur að kynn- ingu Sinfoníuhljómsveitarinnar sjálfrar. „Þarna verða leikin að- gengileg verk og verk sem hægt er að taka í búta og kryfja til mergjar. Jónas Ingimundarson verður kynnir og fer ofan í verkin og segir áhorfendum frá þeim að öðru leyti.“ Auk áskriftartónleikanna held- ur hljómsveitin fjölda annarra tón- leika og má nefna Kringlutónleika, framhaldsskólatónleika, jólatón- leika og er þá fátt eitt talið. Ljósmynd/Einar Þorsteinn ÓLAFUR fyrir utan kúluhús sem hýsir verk hans í Rotterdam. Innandyra er gosbrunnur og strópískt blikkljós sem lýsir hann upp þannig að droparnir virðast fijósa í lausu lofti. Ljósmynd/Victor Damen VERK Ólafs, Þoka, fyrir utan listasafnið í Hamborg. 48 gul- ir kastarar lýsa 10x10 m stór- an glugga safnsins upp innan frá og rýmið fyrir innan er fyllt af reyk. Lofsamleg umfjöllun um íslenskan listamann í Flash art Vinnur með íslenska náttúru og veðrabrigði NAFN Ólafs Elíassonar er orðið áberandi í alþjóðlegum myndlistar- heimi. Nú standa yfir - eða er nýlokið - sýningar í Stokkhólmi, Islandi, New York, Rotterdam, San Fransisco, Frankfurt og Weimar sem hann á verk á og fleiri sýning- ar eru bókaðar á þessu ári og því næsta. I febrúar á næsta ári mun hann sýna á Kjarvalsstöðum. Ólafur hefur alla tíð búið í Dan- mörku en hefur haldið góðu sam- bandi við ísland og kemur hingað nokkrum sinnum á hveiju ári. Hann vinnur mikið með ísland og íslenska náttúru í verkum sínum og hefur vakið athygli fyrir verk eins og Regnboga, þar sem hann bjó til fínan regnúða og varpaði á hann ljósi, og verkið Þoku þar sem hann notast við reykvélar og ljós tii að skapa abstrakt myndir af náttúru og veðrabrigðum. í maí- hefti hins alþjóðlega listtímarits Flash art var umfjöllun um Þoku sem var sett upp í Listasafni í Hamborg og fer blaðamaðurinn Franceso Bonami lofsamlegum orðum um verkið og segir meðal annars; „Verk hans knýr áhorfand- ann til að horfast í augu við sjálf- an sig og vekur með honum næmni og skilning á umhverfi sínu. Næmni listamannsins á sér sjálf- sagt uppsprettu í heimalandi hans, íslandi." Ólafur vinnur einnig með ljósmyndir sem hann tekur hér á Iandi og ein þeirra er á sýningunni íslensk náttúrusýn sem nú stendur yfír á Kjarvalsstöðum. Góð gagnrýni „Ég hef sjálfsagt haft meiri áhuga á íslandi af því að ég hef aldrei búið þar. Ég vinn með til- finningu mína fyrir landinu en geri það á óhiutbundinn hátt,“ sagði Ólafur í samtali við Morgun- blaðið. Hann hóf listnám við akadem- íuna í Kaupmannahöfn árið 1989. Eftir þriggja ára nám þar flutti hann til New York þar sem hann bjó í hálft ár og fluttist þá til Þýskalands. Aðspurður sagði hann að boltinn væri farinn að rúlla hjá sér og hann væri að fá mjög góða gagnrýni á verk sín. „Það hefur mikið að segja að ég vinn með galleríi í Berlín og allt sem ég geri og þéna kemur í gegnum það og þeir fá líka helming af öllu sem ég sel. Ég er líka í samvinnu við gallerí í New York, Ítalíu, Stokk- hólmi og Danmörku." Er gott fyrirkomulag fyrir lista- menn að vera í samstarfi við gall- erí? „Já annars er þetta ekki hægt því öll söfnin og sýningarstjórarnir hafa í langflestum tilfellum bara samband við galleríin. Þetta er ekki eins og í Danmörku og á ís- landi þar sem leitað er beint til listamannanna sjálfra." Þegar hann fluttist til Þýska- lands vann hann sem aðstoðarmað- ur annarra listamanna og það hjálpaði honum að komast í kynni við listheiminn. Fyrsta sýningin hans í Þýskalandi var í Köln árið 1993 og sýningarboðum hefur fjölgað smátt og smátt síðan þá. „Það er stutt síðan ég hætti að vera aðstoðarmaður. Það er góð leið til að kynnast fólki og læra um þennan heim sem er gjörólíkur því sem er til staðar á Islandi til dæmis. Þetta er eins og önnur plá- neta og margt að Iæra.“ Iðnir á Austurlandi BOKMENNTIR I ð n saga Frá skipasmiði til skógerðar eftir Smára Geirsson. Iðnsaga Aust- urlands, síðari hluti. Safn til Iðnsögu íslendinga, IV bindi B. Hið íslenzka bókmeimafélag 1995, 388 + 17 bls. ÁRIÐ 1989 kom út fyrra bindi Iðnsögu Austurlands, Frá eldsmíði til eleksírs, eftir sama höfund. í því bindi var fjallað um prentiðn- að, bókband, efnaiðnað, verkun skinna og sútun og málmiðnað. Það var einkar fróðlegt og vel sam- ið rit og hreifst ég af efnistökum höfundar. Framhaldsins beið ég því með nokkurri tilhlökkun. Um síðustu áramót kom það: Frá skipasmíði til skógerðar. Þar gerir höfundur skil ljósmyndun, brauð- gerð, tré- og stálskipasmíði, skó- smíði, plast- og gúmmíiðnaði. Þetta rit er hið tólfta í hinni merku fróðleiksnámu Safni til Iðn- sögu Islendinga. Ætla mætti að með þessum tveimur vænu bindum væri iðnum á Austurlandi gerð full skil. Svo er þó ekki, því að í inngangsorðum segir höfundur að enn eigi „eftir að gera mikilvægum þáttum austfirsks iðnaðar skil og nægir í því sambandi að nefna tréiðngreinar, rafiðnir, netagerð, háriðnir, fatagerð, söðlasmíði og beykisiðnir ásamt gull- og silfur- smíði“. Vafalaust er þar efni í eina bók til viðbótar. í öðrum bindum Safns til Iðn- sögu hefur sá háttur verið hafður á að helga einstökum iðngreinum eitt eða fleiri bindi og láta umíjöll- unina ná til landsins alls. Hér er annar háttur viðhafður. Sem flest- ar iðngreinar eins landsfjórðungs eru teknar saman í tvær bækur. Báðar aðferðir hafa sína kosti og galla, sem erfítt er að gera upp á milli. Þess er varla heldur þörf, því að fátt sé ég því til fyrirstöðu að ýmist sé tekið fyrir landið allt eða einstakir hlutar þess eftir atvikum. Því verður ekki neitað að með fyrrgreindu aðferðinni fæst betra yfirlit yfir þróun iðngreinarinnar í heild sinni og er það auðvitað mik- ilsvert að þær línur verði sem skýr- astar. Af því má margan lærdóm draga. Hins vegar hefur mér stundum fundist sem hlutur höfuð- borgarsvæðisins yrði nokkuð mikill á kostnað landsbyggðarinnar. Kostur iðnsögu einstakra lands- ijórðunga eru af öðrum toga. Þar fær maður mikilsverða innsýn í hvernig gildir þættir atvinnulífs hafa risið, þróast og hnignað. Allt verður þetta nátengt byggðaþróun í heild sinni, efnahagsástandi, starfsemi einstakra athafna- og umsvifamanna og mannlífi yfirhöf- uð. Maður kemst býsna nálægt kviku hins daglega lífs, amstri og sýsli manna, hugviti þeirra, útsjón- arsemi og leikni á ýmsum sviðum, ef sagan er vel sögð. Smári Geirsson segir Iðnsögu Austurlands svo vel að mér fannst ég kynnast Austfjörðum býsna vel fyrir milligöngu hans. Og þá finnst mér tilganginum náð. Eins og gleggst má sjá af hinum mikla fjölda tilvísana, langri skrá heim- ilda, prentaðra, óprentaðra og munnlegra (heimildarmenn eru um 130) hefur höfundur lagt feikna- mikla vinnu í heimildaöflun. Maður næstum sér fyrir sér öll þau háa- loft og kjallara, kistur og koffort sem hann hefur grannskoðað og oft dregið afla á land úr ólíkleg- ustu stöðum. Þegar svo við þetta bætist geysimikill fjöldi mynda sem safnað hefur verið til þessara rita beggja má ljóst vera hversu þessi þáttur verksins er mikilsverð- ur. Án þess hefði mikill hluti heim- ildanna glatast. Raunar má segja það sama um Iðnsögusafnið í heild sinni. Mikið þarfa- og nauðsynja- verk hefur þar verið unnið. Ekki geri ég upp á milli kafla í þessari bók. Þeir eru allir prýðilega gerðir. Kaflinn um ljósmyndun hygg ég þó að sitji lengst í minni. Það er á margan hátt merkileg og forvitni- leg saga. í brauðgerðarkaflanum má margt skrítilegt fínna. Austfírð- ingar hafa bersýnilega verið miklir kökusnillingar — og duglegir og hugkvæmir að auglýsa vöru sína. Skipasmíðin er þó auðvitað það sem hæst ber atvinnulega séð. Þetta ágæta rit er vitaskuld með sama sniði og önnur Iðnsögurit. Það er á allan hátt vel úr garði búið og til sóma öllum sem að því standa. Sigurjón Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.