Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landsmóts- hlið skáta vígt Morgunblaðið/Jón Svavarsson FRÁ vígslu mótshliðs skáta sem mun gæta tjaldbúda þeirra á Landsmótinu „Á víkingaslóð" sem verður að Ulfljótsvatni í júlí. MÓTSHLIÐ sem notað verður á Landsmóti skáta að Úlfljótsvatni 21.-28. júlí næstkomandi, var vígt sl. sunnudag á túninu austan við Mörkina á milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar. Landsmótið ber yfirskriftina „Á víkingaslóð" og lík- ist mótshliðið skipsstefni á víkinga- skipi. Hliðið er 5 metrar á breidd og 10 metra hátt og gnæfir drekahöfuð efst á því. Vígslan var að fornum sið, mótssöngur var sunginn og ungir skátar héldu stutta ræðu. Fulltrúar mótsins gengu í gegnum hliðið með kyndil fyrir hvert félag og fána þeirra þjóða sem senda fulltrúa til mótsins. Landsmót skáta er haldið á þriggja ára fresti og skapast hefur hefð að reisa sérstök hiið inn að tjaldbúðasvæðunum. Telja for- svarsmenn landsmótsins að þátt- taka verði nú meiri en áður. Gert er ráð fyrir 1.300 skátum í almenn- ar skátabúðir fyrir 11-14 ára, 420 erlendum skátum frá 20 löndum og 300 dróttskátum sem eru 15-20 ára. Auk 250 starfsmanna munu 200 hjálparsveitarmenn og fjöiskyldur þeirra leggja mótinu lið með ýmsum hætti. Ennfremur er von á 800- 1.000 gestum í fjölskyldubúðir. í heildina er áætlað að 4-5.000 manns sækja landsmótið. Boðið verður upp á sérstaka dagskrá fyr- ir hvern hóp. Menntamálaráðherra segir fáar kennslustundir áhyggjuefni Fjölgnn stunda skynsamleg BJÖRN Bjarnason menntamála- ráðherra segir niðurstöður könnun- ar á skipan skólatíma í löndum ESB og EFTA, þar sem fram kem- ur að íslenskir grunnskólanemar fá aðeins um 70% af þeirri kennslu sem almennt tíðkast annars stað- ar, áhyggjuefni um margt. Skyn- samlegt er að hans mati að taka á málinu og fjölga kennslustund- um. „Þegar hefur verið tekið á málinu frá því að þessi könnun var gerð, því að á síðastliðnum vetri fjölgaði kennslustundum um 15, níu um- fram það sem ætlað hafði verið. Eg held alla sammála um að þetta sé áhyggjuefni, að minnsta kosti hefur enginn sagt þessa stöðu æski- lega. í nýjum grunnskólalögum liggur fyrir hvernig menn sjá þessa þróun fyrir sér á næstu árum.“ Ráðherra segir hins vegar ekki handbærar upplýsingar um hvort menntun íslenskra grunnskóla- barna sé á almennt lakari en jafn- aldra þeirra ytra, enda engin sam- ræmd próf til í Evrópu sem hægt sé að nota sem mælistiku. Björn segir ekki aðrar skýringar á fáum kennslustundum hérlendis en samninga við kennara og sparn- að í menntakerfinu. „Hér hafa menn að sjálfsögðu samið við kennara um þeirra starfs- tíma og jafnframt reynt að spara af megni. Ætli menn almennt að stefna að fjöigun kennslustunda þýðir það að fjölga verður kennslu- dögum, og eyða meiri ijármunum til þessara mála. Mér sýnist allar umræður vera með þeim formerkj- um að menn telji þetta ástand ekki eðlilegt, enda hafa verið gerðar ráðstafanir af löggjafanum og í samningum ríkisins og sveitarfé- laga um flutning grunnskólans, er gera ráð fyrir auknu fé til grunn- skólans svo að hægt sé að veita sem besta menntun. I verkefnaáætlun minni í ráðuneytinu er atriði um að íslenskt skólakerfi sé sambæri- legt og veiti sambærilega þjónustu og menntun og best gerist annars staðar. Þetta eru þau markmið sem við höfum,“ segir Björn. „Endurskoðun á námsskrá, bæði fyrir grunnskóla og framhaldsskóla, er að hefjast. Þar er horft til þess hvernig skólatíminn er nýttur, hvað er lært og eftir hvaða reglum er farið. Þetta er mikilvægt starf sem verður unnið á næstu misserum, þannig að á öllum sviðum er unnið að umbótum. Allt kostar hins vegar fé,“ segir hann. Kringlukast Blússur og teygjubolir 25% afsláttur TÍSKUVERSLUN Kringlunni 8-12 • sími 553 3300 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 9 NONAME •'.— ■■■ COSMETICS —... kristín Stefánsdóttir, förðunarfræðingur, kynnir nýja iiti og spennandi nýjungar á morgun frá ki. 13-10. Viðbótargisting á Benidorm 30. júlí kr. 47.732 Við höfum nú fengið viðbótar- gistingu á E1 Faro hótelinu á Beni- dorm þann 30. júlí, en nú eru allar ferðir í lok júlí og í ágústmánuði að seljast upp. E1 Faro er vinsælasti gististaðurinn okkar á Benidorm og hér tryggir þú þér frábæran aðbúnað í fríinu um leið og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða á meðan á dvölinni stendur. V- • ■ % VSSfsSM" ii rgp ' j*wrf|= i! « ; J--------------J ... if'rwr® i -j^awsm . v jgrt*r~r~« lafk, 47.732 Verð kr. M.v hjón með 2 böm, 2.-11. ára, E1 Faro, 30. júlí Verð kr. M.v 2 fullorðna í íbúð, 2 vikur, 30. júlí, 2 vikur. 62.260 Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. Ráðgjöf og þjónusta fyrir eigendur spariskírteina ríkissjóðs Nýttu þértrausta þjónustu hjá ráðgjöfum Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa og fáðu um leið alla aðstoð við innlausn spariskírteina í skiptiútboðinu 26. júní. Hafðu samband við sérfræðinga okkar • í ríkisverðbréfum og tryggðu þér ný . spariskírteini í stað þeirra sem nú eru " til innlausnar. \ Hverfísgötu 6,2. hæö, sími 562 6040, fax 562 6068. ÞJONUSTUMIÐSTOÐ RÍKISVERÐBRÉFA • Öruggustu verðbréf þjóðarinnar. • Varsla spariskírteina. • Yfirlit yfir eign og verðmæti skírteinanna. • Tilkynning þegar líður að lokagjalddaga. • Föst og örugg ávöxtun út lánstímann. • Aðstoð við sölu skírteina fyrir gjalddaga. • Kaup og sala eldri flokka spariskírteina. • Ráðgjöf gegnum síma. • Upplýsingar um verðmæti skírteina á hverjum tíma. • Kaup á skírteinum í reglulegri áskrift. • Aðstoð við endurfjármögnun á spariskírteinum. • Sérfræðingar í ríkisverðbréfum. Spariskírteini ríkissjóðs - framtíð byggð á öryggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.