Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 11 FRÉTTIR Stjórnarfundur Eurimages haldinn í Reykjavík Hefur stutt tólf íslenskar kvikmyndir KVIKMYNDASJÓÐUR Evrópu- ráðsins, Eurimages, hefur stutt 12 íslenskar kvikmyndir á síðast- liðnum sex árum. Er þar um að ræða myndir sem hafa verið unnar í samstarfi við framleiðendur ann- ars staðar í Evrópu. Nú stendur yfir stjórnarfundur Eurimages á Hótel íslandi, en stjórnin hefur það markmið að kynna sér stöðu mála af eigin raun með vettvangsheimsóknum til að- ildarlandanna. Meginviðfangsefni fundarins er, venju samkvæmt, að velja úr þær myndir sem koma til með að fá styrk úr sjóðnum. Að þessu sinni verða valdar um fimmtán myndir af 30 víðsvegar úr Evrópu, sem sækja um styrk og þar ræður mestu hvort myndin sé talin lofa góðu og einnig hversu mikið fjár- magn hún hefur á bak við sig upphaflega. Heildarfjármagn sem Eurimages hefur til umráða hvert ár nemur 350 milljónum íslenskra króna en styrkur til hverrar mynd- ar er á bilinu 10%-15% af heildar- kostnaði hennar. Þetta kom fram í samtali við Gaetano Adinolfi, formann sjóðsins. Vegna fundar- ins hér gefst stjórnendum sjóðsins tækifæri til að kynnast betur ís- lenskum kvikmyndaheimi. í ávarpi sínu við upphaf fundar- ins á mánudag sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra meðal annars við stjórn sjóðsins: „Með því að styrkja framleiðslu íslenskra mynda, hafið þið stað- fest trú okkar á því að við höfum eitthvað fram að færa til evr- ópskrar og alþjóðlegrar menning- ar.“ Adinolfi tók undir þessi orð ráðherrans og sagði í samtali við Morgunblaðið að evrópsk menn- ing hefði á sér óteljandi hliðar en þrátt fyrir það væri hún af sömu rótinni sprottin. „Við styrkjum einfaldlega hinar ýmsu hliðar evr- ópskrar menningar og íslenskar kvikmyndir þar af leiðandi. Euri- mages myndi ekki styrkja kvik- mynd sem bæri keim af ítalskri, franskri, spænskri og sænskri menningu samtímis, heldur frekar mynd, sem segir góða sögu, segj- um frá íslandi eða Sikiley. Þetta er hluti af sameiginlegri menn- ingu okkar og lífsmáta,“ segir Adinolfi ennfremur. Stjórnarfundinum lýkur í kvöld en Eurimages hefur verið hér í boði íslenska ríkisins. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Yrðlingur í gestamóttöku Egilsstöðum - Lítill yrðlingur tekur á móti gestum er koma í heimsókn að Miðhúsum við Egilsstaði. Yrð- lingurinn er nokkurra vikna og leyfir gestum að strjúka sér og gefa pela. Hann verður þarna í sumar og er hinn ánægðasti í sam- búð við heimilishundinn Depil. * Islendingar á opna bikar- mótinu í Kaup- mannahöfn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. COPENHAGEN Open, annað mótið í norrænu bikarkeppninni í skák, hófst í Kaupmannahöfn á laugardag. Sex íslendingar eru með, þ.á m. tveir stórmeistarar og einn alþjóð- legum meistari. Þátttakendur eru alls 190, þar af 30 stórmeistarar. Margeir Pétursson og Héðinn Steingrímsson hafa 2'A vinning af þremur, Jóhann Hjartarson 2 vinn- inga, Björn Þorfinnsson og Davíð Kjartansson 1 'A vinning og Bragi Þorfinnsson 1 vinning. ------♦ ♦ ♦---- Yfirkjörstjórn Haraldur Blöndal tek- ur sæti á ný YFIRKJÖRSTJÓRN Reykjavíkur ákvað á fundi á mánudag að Haraldi Blöndal hæstaréttarlögmanni bæri að taka að nýju sæti í stjórninni, en hann vék sæti úr henni vegna skyld- leika við Guðrúnu Pétursdóttur. Hún hefur sem kunnugt er dregið framboð sitt til forseta íslands til baka. I samþykkt yfirkjörstjórnar segir að dómsmálaráðuneytið hafi tilkynnt formanni yfirkjörstjórnar að ráðu- neytið muni auglýsa að nýju hveijir verði í framboði til forseta íslands og að nafn Guðrúnar Pétursdóttur verði ekki þar á meðal. Vanhæfis- ástæður þær sem Haraldur tiltók á fundi 3. júní sl. eigi því ekki lengur við og beri honum því að taka sæti á ný sem aðalmaður í yfirkjörstjórn þegar auglýsing ráðuneytisins hefur verið birt opinberlega. ESB styður bann við þrávirkum efnum Islensk stjórnvöld leggja áherslu á að SÞ vinni áfram að málinu Mikið Ijón í eldsvoða við Kleppsveg Eldsupptök rakin til sígarettu MIKIÐ tjón varð í eldsvoða við Kleppsveg 150 í fyrrinótt. Slökkvi- liðið í Reykjavík var kallað út rúm- lega fjögur aðfaranótt þriðjudags og hafði mikill hiti myndast í húsinu þegar að var komið. Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem Rannsóknar- lögreglan telur að hafi kviknað út frá sígarettustubbi í rusladalli. í húsinu er myndbandaleiga og heild- verslun. Tilkynningin barst frá öryggis- og vaktþjónustu í höfuðborginni og samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði voru allir gluggar hús- næðisins sótsvartir og mikill hiti í húsinu þegar komið var á vettvang. Fj'órir reykkafarar brutu sér leið inn í húsið og tókst að slökkva eldinn á skömmum tíma. Að því búnu var húsnæðið reyklosað. Var eldurinn búinn að krauma lengi í húsinu samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. ----♦ ♦ ♦--- Bíivelta á Reykjanesbraut Bíll valt á Reykjanesbraut við Strandarheiði í gær. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Kefla- vík hefur óhappið líklega orðið vegna bleytu, bíllinn flotið upp á vatninu og ökumaðurinn misst vald á honum. Ökumaðurinn var einn í bílnum og virtist að sögn lögreglu ekki mikið slasaður en var fluttur á Sjúkrahús Reykjavíkur til skoðun- ar. RITT Bjerregaard, sem fer með umhverfismál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, hefur heitið áframhaldandi stuðningi ESB við það sjónarmið íslendinga að banna notkun á þrávirkum líf- rænum efnum. Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra átti fund með Bjerregaard í Brussel í fyrradag. Um er að ræða DDT, PCB og fleiri eiturefni sem notuð eru í iðnaði og landbúnaði og ber- ast meðal annars með andrúms- lofti á fjarlægar slóðir. Hafa þau til dæmis mælst í Norðurhöfum og greinst í ísbjörnum segir Guð- mundur. FRAMKVÆMDASTJORI Hf. Djúpbátsins á ísafirði stendur fast á því að hann hafi fengið undan- þágu hjá Siglingamálastofnun til að flytja 235 farþega í Jónsmessu- ferð Fagraness á ísaijarðardjúpi en sú ferð endaði sem kunnugt er uppi á skeri við Æðey. Aðsókn meiri Fram kom hjá umdæmisstjóra Siglingamálastofnunar á ísafirði í Morgunblaðinu í gær að hann hafi gefið munnlega undanþágu fyrir 220 farþega en skipstjórinn taldi sig hafa leyfi til að flytja 235 far- þega. í ferðinni voru 227 farþeg- ar, eftir því sem næst verður kom- ist. Reynir Ingason, framkvæmda- „Tilgangurinn með fundinum var að kanna hvort við ættum stuðning ESB við okkar sjónarmið vísan. Eitt af því sem íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á er baráttan gegn þrávirkum lífræn- um efnum, sem eru enn í notkun sums staðar, þótt lagt hafi verið bann við því í sumum Evrópulönd- um og Bandaríkjunum. Sum lönd eru enn að framleiða þessi efni handa þróunarlöndunum þó að þau séu hætt að nota þau sjálf. stjóri útgerðarinnar, segir að þegar ljóst var síðastliðinn föstudag að aðsókn í ferðina væri meiri en áður og 220 farþegar verið búnir að kaupa sér far hafi hann lagt mikið á sig til að ná í umdæmis- stjóra Siglingamálastofnunar. Tekist hafi að ná símasambandi við hann þar sem hann var við Við höfum haft áhuga á því að komið yrði á alþjóðlegum samn- ingum eða skuldbindingum um bann við notkun á þeim. Þetta er hluti af baráttu okkar gegn meng- un hafsins,“ segir Guðmundur. Miðar í átt að lagasetningu Tillögur þessa efnis voru einnig lagðar fram á fundi umhverfis- nefndar Sameinuðu þjóðanna í New York í vor og nutu stuðnings Norðurlandaþjóða og ESB að Guð- störf á Ströndum. „Ég sagðist vera kominn með yfir 220 farþega og þyrfti leyfi fyrir fleirum. Hann spurði mig þá hvort ég vildi 230 eða 235, ég bað um 235. Þannig var þetta,“ segir Reynir. Að öðru leyti tók hann undir orð umdæmis- stjórans um að nægur björgunar- búnaður hafi verið fyrir þann fjölda mundar sögn. „íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að Umhverfis- stofnun Sameinuðu þjóðanna fjalli um þetta og beiti sér fyrir stofnun undirbúningsnefndar til þess að vinna að lagalegum þáttum máls- ins. Þeirri vinnu hefur miðað eitt- hvað áfram, sem líka er jákvætt," segir Guðmundur. Fundur umhverfisráðherra með Bjerregaard var haldinn í tengsl- um við ferð hans á fund umhverf- isráðherra Norðurlandanna sem hittust í Lúxemborg í fyrradag til að kynna sjónarmið vegna vænt- anlegs umhverfisráðherrafundar Evrópusambandsins. sem var um borð og farþegafjöld- inn hafi ekki orsakað slysið. Lengi var óljóst hve margir far- þegar voru um borð og vekur Ólaf- ur Helgi Kjartansson sýslumaður athygli á því í samtali við Morg- unblaðið í gær að talan þurfi að vera á hreinu, það skipti máli við leit. Reynir tekur undir þetta og segist læra af þessu óhappi og leggja sig enn meira fram við það í framtíðinni að halda utan um fjöld- ann. Uppselt var í ferðina og var í fyrstu talið að 235 farþegar væru um borð. Reynir segist seinna hafa fengið upplýsingar um að þrír menn hafi orðið strandaglópar og fimm farþegar úr einum hópnum ekki farið með. Eru því líkur á að farþeg- arnir hafi verið 227 talsins. Framkvæmdastj óri útgerðar Fagraness neitar því að farþegar hafi verið of margir Hafði leyfi fyrir 235 farþegum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.