Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF • FORSETAKJOR Tortryggni vest- rænna þjóða Frá Hrafni Þórissyni: EFTIR 70 ára drottnun hrundi ógnarveldi kommúnista í Rúss- landi og við það losnuðu aðrar þjóðir Austur-Evrópu úr 40 ára þrælaánauð. Forystumönnum kommúnista var steypt af stóli og fijálslyndir mannvinir sem trúðu á mannhelgi en ekki harða kenningu stalínis- mans tóku við. Við þetta var létt miklu óttaf- argi af vestrænum þjóðum sem horfðu til friðsælli framtíðar. En þó birt hafi þannig yfir fyrir 6-7 árum eru blikur nú á lofti svo tor- tryggni vex hjá frelsisunnandi þjóðum svo virðist að kommúnista- flokkar Austur-Evrópu ríkjanna séu að sækja í sig veðrið og seil- ast þar aftur til valdanna. Að vísu segjast forystumenn þessara flokka að þeir muni verða öðruvísi en fyrrum, jafnvel umlíða vestrænt frelsi og markaðshyggju- búskap. Þrátt fyrir þær fögru yfirlýsing- ar taka vestrænar þjóðir þeim þjóðum með tortryggni sem velja sér til forystu menn sem sigla undir hinum gamla fána og voru til skamms tíma í framvarðasveit hinnar hörðu kenningar sem fórn- aði frelsi manna og efnahagslegri velferð fyrir valdastóla hinna fáu útvöldu sem sögðust hafa höndlað hinn eina sannleika um mannlífið og tiiveruna. Varla er nema eðlilegt að ugg setji að vestrænum þjóðum við þessa stefnu mála því aldrei er að vita hvenær hið gamla eðli skýtur upp kollinum og þessir endur- hæfðu valdsmenn taki aftur upp sín gömlu grimmu viðhorf. Hveijum augum munu vestræn- ar þjóðir líta Islendinga og hvert traust verður á þátttöku okkar í samstarfi þóðanna ef okkur verður það á að velja sem okkar aðal- merkisbera á alþjóðavettvangi mann sem þar til fyrir tæpu ári var forystumerkisberi þess flokks sem átti upphaf sitt og tilveru í hinni hörðu kommúnistísku kenn- ingu þó nú sé látið heita að hún sé öllum gleymd. Þarf nokkurn að undra, að ef svo færi, yrðum við tortryggðir í samfélagi fijálsra þjóða eða í besta falli álitnir einfaldir, hlægilegir og aumkunarverðir og taldir helst eiga heima í hópi austantjalds- þjóða. Og ef við verðum þannig ekki taldir hlutgengir, og því utanveltu, í samfélagi vestrænna þjóða mun- um við þá sækja nægjanlegt hjálp- ræði og félagsskap til Indlands og Mexíkó eða annarra fjarlægari landa með okkur framandi menn- ingu og siðgæpisviðhorf. Eigum við íslendingar að láta það um okkur spyijast meðal er- lendra þjóða að við kjósum sem forseta lýðveldisins nýfráfarandi formann þess flokks sem er arf- taki bræðraflokks kommúnista- flokkanna sem hafa ríkt hafa með ógn og ofbeldi undanfarna áratugi austantjalds. HRAFN ÞÓRISSON, deildarstjóri, Brussel. Mykjudreifarar allra landa, sameinist! Frá Grétari Þór Eysteinssyni: HÉÐAN TIL Svíaríkis berast manni fréttir af því að sláttur sé þegar hafínn heima á Fróni og sumstaðar þegar langt kominn. Er svo að skilja að þetta sé að þakka góðu árferði í landinu. Sjálfsagt má líka þakka árangursríkri áburð- ardreifingu í vor. Svo hefur þó borið við að fjöl- margir aðilar í landinu eru enn í fullum önnum við að bera á, en að þessu sinni mykju sem aðallega virðist dreift yfir forsetaframbjóð- andann Ólaf Ragnar Grímsson. Má segja að þessi seinni dreifing hafi hafist er formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík, Jón Steinar Gunn- laugsson, ók mykjudreifaranum af stað í síðustu viku maí. Hið lög- lega, en siðgranna upphlaup Jóns var þó aðeins byijunin á því massíva skítkasti sem fylgt hefur í kjöifarið. Hafa margir, að því er virðist einkanlega aðilar af hægri væng stjórnmálanna, orðið til að taka sér mykju í hönd og kasta. Hefur Ólafur m.a. verið sakaður um trúleysi auk þess sem reynt hefur verið að útmála hann sem einhvern þann óheiðarlegasta stjórnmálamann sem á íslenska grundu hefur stigið. Ef marka má ýmis ummæli sæt- ir furðu að landið sé enn byggilegt og að ekki hafi fyrir löngu upphaf- ist landflótti af færeyskum kalíber. Ekki er því annað að sjá en við íslendingum blasi miklar hörmung- ar verði Ólafur kosinn forseti. Margir hafa lagt hönd á plóg, ekki að óvæntu stjórnmálafræðidósent- inn Hannes H Gissurarson. Er þó margt úr þeirri átt sosum ekki annað en búast mátti við, af þessum dugmikla og svarna óvini Ólafs. Og svo hefur tnaður líka séð grein- ar sem maður hélt að tilheyrðu mannkynssögunni, þar sem gamlir kaldastríðsdraugar eru vaktir upp og reynt að úthrópa Ólaf sem kommúnista! Ætli einhveijir jarð- skjálftamælar einhversstaðar hafi ekki orðið fyrir aukahristingi þá? Við ykkur mykjudreifarana vil ég segja: Hættið að verða sjálfum ykkur til skammar með þessu skít- kasti. Davíð Oddsson er maður meiri sanda en svo að honum verði skotaskuld úr því að mæla orðin „Heill sé forseta vorum og fóstur- jörðý við þingsetningu í haust, þó að Ólafur Ragnar verði kjörinn for- seti! Hafið ekki áhyggjur af-því fyrir Davíðs hönd, hann er maður stærri en svo. Sameinumst öll um að kjósa langhæfasta frambjóðandann til forsetaembættisins. Hann heitir Ólafur Ragnar Grímsson. GRÉTAR ÞÓR EYÞÓRSSON, Gautaborg. Brúðhjón Allur borðbUndöur Glæsileq cjjafavara Bníöíirlijöna listar VERSLUN/N Laugavegi 52, s. 562 4244. ÍDAG Með morgunkaffinu JÚ, jú, ég skal leika í síg- arettuauglýsingu fyrir ykkur, en ég get ekki komið í upptökur fyrr en eftir hádegi, þegar reyk- ingahóstanum linnir. Farsi HÖGNIIIREKKVÍSI „ þe.tta. er perzónulegur rztSgjtzfi harvs. " VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Gæludýr Vantar heimili EINS árs gamla læðu ásamt þremur fallegum kettlingum vantar gott heimili. Kettlingarnir geta farið sér. Haflð samband í síma 588-7745. Páfagaukur fannst LÍTILL páfagaukur með gulan haus og blágræna bringu flaug inn um glugga í Garðabæ sl. sunnudag. Upplýsingar í síma 565-9309. Kettlingur ATTA vikna kassavanur kettlingur fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 552-9082. Týndur köttur SVARTUR fresskettl- ingur með hvíta bringu og fætur fór að heiman frá sér, Ránargötu 10, miðvikudagskvöldið 19. júní. Hafi einhver séð hann er hann beðinn að hringja í síma 561-2270. Tapað/fundið Armband tapaðist ARMBAND úr gulli og hvítagulli tapaðist sl. laugardag, líklega í Breiðholtssundlaug. Hafi einhver fundið það er hann beðinn að hringja í síma 587-0267. Fundar- laun. Gleraugu töpuðust GLERAUGU í málmum- gjörð töpuðust í bílahús- inu á horni Bergstaða- strætis og Skólavörðu- stígs fimmtudaginn 20. júní sl. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 587-6408. Hjól tapaðist FJÓLUBLÁTT 18 gíra stelpuhjól, Jazz Treck, hvarf frá Sólheimum 12 föstudaginn 21. júní sl. Viti einhver um hjólið er hann beðinn að hringja í síma 553-8576. SKÁK llmsjón Margcir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur ÞEIR tveir stórmeistarar Hollendinga sem hingað til hafa verið taldir hafa ró- legasta og traustasta stílinn tefldu stystu vinn- ingsskákina á hollenska meistaramótinu sem lauk í síðustu viku. Gena Sosonko (2.515) var með hvítt, en Paul Van der Sterren (2.535) hafði svart og átti leik. 17. - Bxh3! 18. Bh4 (Eða 18. gxh3 - Dd7 með óstöðvandi sókn. T.d. 19. h4 - Dg4+ 20 .Khl - Re4! og vinnur) 18. - Dd7 19. Bg3 - Bxg2! 20. Bxd6+ - Kg8 og Sosonko gafst upp. Byijunin var sjaldgæf útgáfa af mótteknu drottningar- bragði: 1. d4 - d5 2. Rf3 - e6 3. c4 - dxc4 4. Rc3 - a6 5. e4 - b5 6. a4 - b4 7. Re2 - c5 8. d5 - exd5 9. Rf4 - Re7 10. exd5 - Rg6 11. Bxc4 - Bd6 12. Rxg6 - hxg6 13. 0-0 - Rd7 14. De2+ - Kf8 15. h3 - Hh5 16. a5 - Rf6 17. Bg5 og upp er komin staðan á stöðu- myndinni. Víkveiji skrifar... MARGT smátt, fréttablað Hjálparstofnunar kirkjunnar er nýútkomið. Forystugrein blaðs- ins að þessu sinni, er rituð undir fyrirsögninni „Mannréttindi og við- skipti" af Jóhannesi Tómassyni. Þar veltir höfundur fyrir sér spurn- ingunni hvort samband sé á milli mannréttinda og verslunar. Hann spyr hvort skipti máli hvar við eig- um erlend viðskipti og hvort máli skipti hvaðan innflytjendur kaupa vöruna sem þeir bjóða upp á. Orð- rétt segir höfundur: „Siðferði verð- ur æ meira uppi á teningnum þeg- ar viðskipti eru annars vegar og er þá ekki aðeins átt við almennt viðskiptasiðferði hvað varðar krón- ur og aura, að samningar um verð og kjör séu virtir og annað slíkt, heldur eru menn teknir að spyrja hvernig hin og þessi vara er til komin, við hvaða skilyrði unnu starfsmenn að framleiðslunni, voru þeim boðin mannsæmandi kjör og hvort framleiðslan hefur áhrif á lí- fríkið og hvernig háttað sé afstöðu stórfyrirtækisins til umhverfis- mála.“ xxx SÍÐAR segir í forystugreininni: „Fyrirtæki í alþjóðlegum við- skiptum og framleiðslu geta lent í erfiðri aðstöðu þegar þau annars vegar keppa eftir þvi að bjóða fram- leiðsluvöru sína á sem hagkvæm- ustu verði en eru hins vegar undir smásjá varðandi viðskiptin við hrá- efnislönd eða þá aðila í t.d. þróunar- löndum sem framleiða hluta vör- unnar. Flest fyrirtæki verða að beygja sig undir viðskiptabann en þau geta hins vegar litið framhjá mannréttindabrotum viðkomandi stjórnvalda. Ráðamenn þeirra segja sér til afsökunar að þeir hafi oft ekki forsendur til að meta ástand mannréttindamála í viðkomandi löndum, ekki frekar en ráðamenn annarra ríkja.“ xxx HÉR er velt upp alls konar spurningum sem ýmsir hafa gert að sínum spurningum að und- anförnu. Raunar má segja að um- ræða um þessi mál, mannréttindi og viðskipti, hafi á ný fengið líf í fyrra, áður en forseti Islands, frú Vigdís Finnbogadóttir, fór til Kína og aftur hefur hún öðlast líf nú í kosningabaráttunni um forseta- embættið, þar sem þeirri spurningu hefur verið beint til forsetafram- bjóðenda, einkum og sér í lagi Ól- afs Ragnars Grímssonar, hvort eðlilegt sé að reyna að efla við- skiptasambönd við þau ríki, þar sem mannréttindabrot eru daglegt brauð. Sitt sýnist hverjum og aug- ljóslega eru viðhorfin margvísleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.