Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ „Islenzk portrett“ MYNPLIST Ilafnarborg MÁLVERK-ÍSLENZK PORTRETT Á TUTTUGUSTU ÖLD Opið alla daga frá 12-18, lokað þriðjudaga. Aðgangur ókeypis. Til 8. júlí. ÞAÐ hefur sýnt sig, að Hafnar- borg hefur mikinn og lofsverðan listrænan metnað, vill í engu vera eftirbátur þess sem gerist innan marka höfuðborgarinnar um ris- miklar framkvæmdir. Því skyldi engan undra þótt vandað sé val sýninga meðan á listhátíð Reykja- víkurborgar stendur. Mikið er líka færst í fang að þessu sinni, að setja upp sýningu á íslenzkri portrettmyndagerð á öldinni, því henni hefur hvergi ver- ið nægileg skil gerð, þótt úttekt á sjálfsmyndum listamanna hafi brugðið fyrir á Kjarvalsstöðum fyr- ir nokkrum árum, en hvergi nærri tæmandi. Það var vissulega kominn tími til að líta yfir sviðið og eiga Gaflarar mikið lof skilið að eiga hér frumkvæðið. Listrýnirinn hefur áður haldið því fram, að nokkrar ranghug- myndir séu uppi hérlendis á eðli þessa geira málaralistarinnar, og sér ekki betur en að sýningin í Hafnarborg staðfesti þá ályktun hans. Hugtakið er í senn markað- ara og víðara en menn gera sér grein fyrir hér á landi og það kem- ur á óvart að menn skuli ekki vera betur upplýstir í ljósi sögunnar og nútímans. Fyrir hið fyrsta er alrangt sem fram kemur í sýningarskrá, að módernistar eigi þátt í að litið sé niður á listgreinina, því hún var ekki mjög hátt skrifuð á tímum endurreisnarinnar, ef marka má skrif Giorgio Vasari. Þá voru mód- ernistarnir sumir hveijir alls ekki frábitnir porterettmyndagerð eins og við blasir, einungis þröngur geiri þeirra, og því miður átti hann full sterk ítök á norðurslóðum. Sjálfur höfuðpaurinn, Pablo Pic- asso, iðkaði alla tíð portrettmynda- gerð í stórum stíl svo sem allt hans lífsverk ber með sér, og því er fjarri að hugtakið „fígúran er dauð“ sé frá honum komið, einungis fram- slátturinn. Aðrir gerðu hann að hugtaki, stefnumörkum, trúar- brögðum og útnesjamennsku um leið. Hafa menn gleymt Matisse, Bonnard, Braque, Miró, Giacometti og m.fl.? Hins vegar hefur hin svonefnda ,jakkafataportrettgerð“ aldrei ver- ið hátt skrifuð hjá listmönnum og hugtakið á ekki endilega við jakka- föt, heldur alla yfírborðslega og fegraða gerð andlitsmynda, þar sem meginveigurinn er settileg endurgerð ytri byrði viðfangsefn- isins. — Til glöggvunar í knöppu máli, er skilgreiningin „portrett“ komin úr latínu „protrahere“ = draga fram, og enn eldra er orðið „con- trafakere“-mynd, andlitsmynd, og á við eftirgerð ákveðinnar persónu með því að draga fram einstakling- seinkenni hennar og þjóðfélags- stöðu. Ritaðar heimildir geta um slíka andlitsmyndagerð í Grikk- landi á sjöttu öld fyrir okkar tíma- tal og texti eftir Aristoteles gefur til kynna að á fimmtu og fjórðu öld f.Kr. hafi verið til ýmis afbrigði hennar. Á 1. öld f.Kr. getur um Stórgrikkjann Jaia frá Kysikos, sem á að hafa unnið í Napoli og Róm og borið af öðrum i gerð and- litsmynda. Portrettlist telst svo eitt af yfirburða afreksverkum Róm- verja sbr. Pompei og Heraklion. Sannanlega elstu varðveittu heimildir um skipulagða gerð mál- aðra andlitsmynda eru hin svo- nefndu múmíuportrett frá síðara Ptólemaska tímaskeiðinu, 1.-4. öld, sem fundust í Fayum-eyðimörkinni og markar samruna egypskra greftrunarsiða og síðgríska mál- verksins í Egyptalandi. Talið er að hér sé um áhrif að ræða sem bor- ist hafi frá Rómveijum. Um var að ræða vaxmálverk (Enkaustik), einnig Tempera og blönduð tækni, á tré eða dúk, sem brugðið var yfir höfuð hins látna og var hluti múmíuhjúpsins. Margir telja þetta hátind mannamyndagerðar yfirhöf- uð, og arfurinn barst til Byzan, sem breytti hinu lifandi beina og fals- lausa persónugerða portretti í yfir- hafna helgimyndagerð, Ikon. Frá 4.-14. öld hafði hin einstaklings- bundna portrettlist óverulegu hlut- verki að gegna í málverkinu og myndir frá tímabili keisara og kon- unga Karolínska og Ottómanska tímabilsins eru öðru fremur valda- tákn, tengjast vígsluathöfnum og finnast í myndlýstum handritum. Kímið að endurreisn hins ein- staklingsbundna portrettmálverks finnum við svo í myndum meistara eins og Giotto t.d. freskumynd hans af Enrico Scrovegni í Padúa og málverki Piero della Francesca af Frederico de Montefeltro og konu hans, Battistu Sforza, Piero della Francesca og Jan van Eyck, sem auk þess að mála fursta og dípló- mata málaði einnig embættismenn og kauphéðna. Með Eyck hófst tími portrettmálverksins svo sem við þekkjum það á síðari tímum og nú hófu efnaðir að leita til málara og miðla þeim verkefnum, jafnframt því að portrettlist verður afmarkað- ur geiri málaralistarinnar. Ekki þó alltaf í miklum metum af skrásetj- urum, sem hefur þótt hún of nálæg raunveruleikanum og hinu hvers- dagslega. Portrettlistin hefur svo gengið í gegnum hefðbundið ferli ailt fram á þessa öld, er listamenn módernis- mans rústuðu hefðinni um hið sannverðuga yfirborð, þrengdu sér inn í sálarkirnuna og gerðu hina innri kviku úthverfa. Sköpunarferl- ið skipti nú öllu og einna skýrast kemur það fram í óhemjuskap Pic- assos, sem eins og étur myndefni sín upp og tortímir, rífur sálina út úr þeim og skilur eftir í valnum. Þótt Picasso hafi einnig gert frá- bærar portrettmyndir á hefð- bundna vísu málaði hann aldrei slíkar eftir pöntun, taldi sig ekki geta það og svo hafði hann að eig- in sögn efni á að hafna slíkum til- boðum. Þetta allt er vert að vita við skoð- um framkvæmdarinnar í Hafnar- borg, en þar kennir margra grasa enda mikið kraðak mynda saman- komið í samanlögðum húsakynnun- um. Það sem athygli vekur eftir nákvæma skoðun og lestur bókar/ sýningarskrár er að upphengingin lýtur síður almennri venju slíkra framkvæmda, en að fara eftir rituð- um texta Aðalsteins Ingólfssonar listsögufræðings. Aðferðin gengur að vonum ekki upp eins og augljós- ustu dæmin undirstrika, svo sem hin frammúrskarandi sjálfsmynd Louisu Matthíasdóttur í ganginum, mynd Sigurðar Sigurðssonar af Lárusi Pálssyni leikara í Sverrissal og mynd Baltasars af Thor Vil- hjálmssyni uppi. Allar þessar mynd- ir hafa verið sýndar annars staðar og notið sín ólíkt betur. Maður tók strax eftir þessu og fjölmörgu öðru sem betur hefði mátt fara og hefði gert sýninguna markvissari, og þetta er enn eitt dæmi þess, að listasagan fer ekki eftir hentisemi sýningarstjóra og tilfallandi söguskoðun þeirra, heldur lýtur sínum eigin lögmálum sem ber að virða. Eins og sýningin er sett upp hef- ur hún svip af stórmarkaði myndlist- ar og það frekar fljótfærnislega skipulögðum, þótt rétt sé að ýmsar perlur séu innan um, en stundum er hart að þeim sótt af lakari mynd- um í nágrenninu. Listamönnum er enginn greiði gerður með dreifingu mynda á þann veg sem gert er, hvorki þeim sjálfum né öðrum listamönnum, og þannig hverfur flest sem er í námunda við myndir Jóns Stefánssonar, sem ber ægishjálm yfir aðra hvað hreinar portrettmyndir snertir. Það er ein- mitt í upprunalegum anda listgrein- arinnar að mála fólk í þeirri umgerð sem þeim var eðlilegust og því er Markús ívarsson í vinnufötum, sr. Guðmundur Einarsson í hempu, Jón sjálfur í málaraslopp og Árni Páls- son í jakkafötum, ímynd hins virðu- lega bókavarðar og fræðimanns. Hið sama má segja um Jón sem málara og Sverrir Kristjánsson sagði um Árna varðandi ritstörf hans: „Fegurðartilfinning Árna var ákaflega næm, en hvergi næmari en frammi fyrir orðlistinni.“ Báðir létu ekkert frá sér fara fyrr en þeir höfðu formað það og meitlað, mál- verk sem ritmál, og í því felst virð- ing þeirra tilfinning og næmi fyrir miðlinum. Jón varð aldrei vinsæll portrett- málari, því hann var of stór fyrir málamiðlanir og myndum hans var ei haldið fram. Ekki veit ég hvað örvaði hann til að mála myndina af Árna, en ég man eftir henni á vinnustofu hans á Stóru Kóngsgötu í Kaupmannahöfn og svo aftur á Bergstaðastræti nokkrum árum síð- ar og mátti á öllu sjá að hún olli honum miklum heilabrotum. Og hvað sem öllum áhrifum frá Céz- anne viðvíkur sem alltaf er verið að tönnlast á, er það skoðun mín að portrettmyndir Jóns séu eitt hið mikilfenglegasta sem norrænn andi hefur fram borið á sviðinu á þess- ari öld. Mynd hans af Laxness virð- ist eldast eftir sömu lögmálum og koníakið! Annað sem óskipta at- hygli vakti voru framúrskarandi vel málaðar myndir eftir Þoi’vald Skúla- son og Nínu Tiyggvadóttur af skáldjöfinum. Mynd Nínu en hún málar hann blautt í blautt er einstæð fyrir kraftmikinn tjákraft og fágætt öryggi. Ovænt var svo að sjá sjálfsmynd Höskulds Björnssonar frá 1933, sem segir okkur að duldir hæfileikar bjuggu í þessum yfirmáta hógværa listamanni. Val verka ýmsra ann- arra listamanna kemur spanskt fyr- ir sjónir og það hlýtur að heyra undir brot á höfundarétti, að taka myndir úti í bæ að listamönnunum forspurðum. Hví eru engin verk eft- ir ýmsa nafnkunna málara svo sem Snorra Arinbjarnar, Jóhannes Jó- hannesson og Kjaitan Guðjónsson, og hversu veldur að ungir voru beðnir um að mála myndir sérstak- lega fyrir sýninguna? Þessi ófrum- lega „innsetning" gengur ekki upp, hefur enda ekki hið minnsta með þróun íslenzkrar portrettlistar að gera. Þá er mjög til efs að hin stóra mynd Jóns Engilberts úr vinnustofu málarans falli undið hugtakið port- rett. Dæmi þess sem vel er gert og af hugrekki, er að lyfta undir mynd Freymóðs Jóhannsonar af Halldóri Vilhjálmssyni búfræðingi, því menn hljóta að sjá pentverkið risastóra í alveg nýju ljósi, eftir að and-list, hnoð og glingurlist hefur sótt fram og hlotið umtalsverðan hljómgrunn í listheiminum. Hún persónugerir jafnframt tíma og manngerð sem ekki er lengur til, sem kemur jafn- framt vel fram í hinni hrjúfu mynd Kjarvals af Þingvallabóndanum. Textar við hlið myndanna eru marg- ir mjög upplýsándi, sumir bráð- skemmtilegir, en þetta form er óþjált á almennri sýningu. - Portrettið er að mínu mati fjarri því best varðveitta leyndarmál ís- lenzkrar myndlistar, en kannski einn mest vanrækti þáttur hennar og mega listsögufræðingar og sýn- ingarstjórar líta hér í eigin barm.v Hún réttlætir svo hvorki né gefur tilefni til neins konar uppátækja frá þeirra hálfu til nýrrar og þeim þókn- anlegrar söguskoðunar, heldur eiga verkin að fá að tala fyrir sig sjálf, fá málið, og það gerist ekki nema með skilvirkri og undanbragðalausri úttekt. Bókin sem gefin var út í tilefni sýningarinnar er augljóslega fljót- færnisverk með áherslu á ritað mál, sem er svo stundum úr sam- hengi við það sem til sýnis er, auk þess sem síðurnar eru illa nýttar. Er meiri heimild um höfundinn en sýninguna. Hún er of stór miðað við þykkt og slíkum hættir til að vinda upp á sig og eldast illa. Bók- band og litgreining hefðu mátt vera vandaðri. Bragi Ásgeirsson Ottóí Fríkirkj- unni OKTETTNN Ottó heldur tón- leika í Fríkirkjunni í Reykjavík á morgun, fimmtudag, kl. 20.30. Á efnisskránni eru tvö verk; Septett í Es-dúr op. 62 eftir Conradin Kreutzer og Oktett í F-dúr D-803 eftir Franz Schubert. Hópinn skipa fiðluleikararnir Sigurlaug Eðvaldsdóttir og Margrét Kristjánsdóttir, Herdís Jónsdóttir víóluleikari, Lovísa Fjelsted sellóleikari, Hávarður Tryggvason kontrabassaleik- ari, Kjartan Óskarsson klarí- nettuleikari, Emil Friðfinnsson hornleikari og Rúnar H. Vil- bergsson fagottleikari. Tímarit • ÚT erkomið 4. tbl. Æskunnar og abc 1996. „ Vernharð Þorleifs- so/ijúdókappi svarar aðdáendum." Bjarni Þórisson, 10 ára Dalvíking- ur, segir frá ferð sinni tii Kolumbíu. Eðvarð Ingólfsson, rithöfundur rab- bar við stráka á Skagaströnd - og krakka á Dalvík. Stígur Þórhalls- son segir frá starfi ungmennastú- kunnar Eddu og liðnu keppnistíma- bili í körfuknattleik. Sagt er frá söngvaranum Coolio og verðlauna- bókunum Grilluðum bannönum, Sossu litlu skessu og Herra Zippó og þjófótta skjónum. Magnús Gísla- son ræðir við Þórunni Thelmu Jónsdóttur, einn af ráðgjöfum blaðs- ins, en hún er „alltaf í boltanum" eins og frændur hennar, Hemmi Gunn og fleiri kunnir kappar. Teikni- myndasögurnar um Evu, Adam og Bert eru að sjálfsögðu á síðum blaðs- ins og nú hefst ný, spennandi saga um Ónnu og félaga hennar. í kvik- myndaþættinum er sagt frá Tom Cruise, Demi Moore og Meg Ryan, í Póstinum frá Strandvörðum, Brad Pitt og „Back Street Boys“, í Popp- þættinum frá Nirvana og Stingandi strái. - Birt eru úrslit áskriftarget- raunar blaðsins. Heppnust reyndist Aðalbjörg Katrín Oskarsdóttir á Selfossi. Hún hreppti ferð fyrir fjóra til Lundúna auk aðgöngumiða í Le- goland-Windsor skemmtigarðinn og gistingar í tvær nætur á hóteli. Þijá- tíu og fimm aðrir þátttakendur voru líka heppnir og hlutu Akai-ferðaút- vörp með geislaspilara frá Sjónvarp- smiðstöðinni, Russel-Athletic- íþróttagalla frá Hreysti, tölvuleiki frá versluninni Míþríl, fjölskyldubó- kapakka og stóra lukkupakka. Hundrað krakkar, sem lituðu mynd af íþróttaálfinum í bókinni Áfram Latibær! fá bol og áritaða mynd af Magnúsi Scheving - nokkur hundr- uð þátttakenda fá einnig myndina! Þijátíu og fjórir lesendur fá verðlaun fyrir rétta lausn á ýmsum þrautum í 2. tölublaði. í þessu tölublaði eru líka margs konar þrautir eins og nærri má geta - skrýtlur ogýmis- legt annað, segir í kynningu. / ritnefnd Æskunnar og abc eru Dröfn Halldórsdóttir, Eðvarð Ing- ólfsson, Hilmar Jónsson, Jens Kr. Guðmundsson og Magnús Gíslason. Ritstjóri er Karl Helgason. Útgefandi er Stórstúka íslands. Barnablaðið Æskan kom fyrst út 5. október 1897 -Abc 1979. Nýjar bækur • HAFIN er útgáfa nýrrar ritraðar á vegum vestfírska forlagsins, Mann- lífogsaga íÞingeyrarhreppi. Rit- stjóri er Hallgrímur Sveinsson og segir hann tilganginn með útgáfunni vera þann, að halda til haga ýmsum þáttum úr mannlífi og sögu í Þing- eyrarhreppi. 1 þessu fyrsta hefti ritraðarinnar er m.a. ljallað um námugröft í Með- aldal og brugðið upp svipmyndum úr Bakaríinu á Þingeyri. Heftið telur 61 síðu og kostar 1.000 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.