Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 41 HARALDUR HELGASON + Haraldur Helga- son var fæddur í Stritlu (Dalsmynni) í Biskupstungum 29. nóvember 1924. Hann lést í Reykja- vík 14. júní síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Helgi Njálsson, bóndi f. 9.10. 1883, d. 19.5.1950, og eig- inkona hans Guðrún Jónsdóttir hús- freyja, f. 28.2. 1892, d. 14.3. 1975. Systk- ini hans eru: Anna, f. 6.1. 1920, Jón, f. 12.11. 1921 og tvíburabróðir Haralds, Magnús f. 29.11. 1924. Eina hálfsystur átti hann frá móður, Þóru Björnsdóttur, f. 9.4. 1916. Árið 1951 kvæntist Haraldur Jóhönnu Helgadóttur. Börn þeirra eru: 1) Guð- laug, maki Kristinn Bjarnason, synir þeirra Haraldur, Þorsteinn og Jó- hann Birkir. 2) Helgi, maki Elísabet Kvaran, dætur þeirra Sigrún Dögg, Auður Björk og Est- er Sif. Lengst af vann Haraldur hjá Flugfélagi íslands eða frá 1946 þar til hann lét af störfum vegna aldurs, en síðustu þrjú árin var hann hjá Pósti og síma. Útför Haralds fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Hann afi Halli er farinn. Rauður ópal, pípureykur, söngur og veð- urspá munu þó alltaf lifa í minningu okkar. Hlýleiki og bein svör voru alltaf fyrir hendi, og stutt var í góða kímnigáfu hans. Ósjaldan sagði hann okkur sögur og söng okkur í svefn. Góður Guð geymi afa okkar og styrki Jóhönnu ömmu. Þröngsýnni en hann þarf að vera með rafmagnaða sál sem dregur að sér ótta. Lítur ekki út fyrir að fínna réttu hamingjuna, en þú munt snúa mér við og ég mun þakka þér en þangað til verð ég eins og ég er. (Þorsteinn Bjamason) Barnabörn. Haraldur Helgason fyrrverandi bifreiðastjóri hjá Flugfélagi íslands hf er látinn. Hann hóf störf í hlaðdeild félags- ins 20.3. 1946 þegar umfangsmik- ill flugrekstur var að fara af stað hér á landi. Þá var engin sérhæf- ing, allir gengu í þau störf sem til féllu allt frá skrifstofustörfum og farmiðasölu til hleðslu á vörum og farangri. Þá voru sjö flugvélar eins og Pétur gamli í förum milli lands- hluta og var mikið umstang í kring- um allan undirbúning á brottför og komu þessara véla. Halli var ákaflega léttur í lund og hnyttinn í tilsvörum og skapað- ist oft mikil og góð stemmning í kringum hann. Oft var glatt á hjalla sérstaklega þegar rifjaðar voru upp sögur frá frumbýlisárum flugs á Islandi og flugu mörg gullkornin sem menn ylja sér við á góðum stundum. Ekki spillti fyrir þegar félagarnir Ulrich Richter, Ormur Ólafsson og Eggert Loftsson sam- starfsmenn hans voru samankomnir og krydduðu með snjöllum vísum eins og þeim einum var lagið, enda miklir rímsnillingar. Er fram liðu stundir tók Halli við akstri á vörum og pósti og var síðustu árin fram að starfslokum á vöruafgreiðslu Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli. Öllum þessum margþættu störf- um gerði Halli góð skil og var trygg- ur og trúr húsbændum sínum. Ná- inn vinskapur var á milli Halla og Arnar Johnsson forstjóra og fjöl- skyldu hans og mat hann mikils þá vináttu. Halli minntist oft á þá gömlu góðu daga þegar allir lögð- ust á eitt og unnu að framgangi flugs hér á landi. Þá var ekki um þá tækni að ræða sem við höfum í dag svo sem lyftara og önnur hleðslutæki. Halli var mikill dýravinur og ræktaði meðal annars bréfdúfur sem hann var mjög stoltur af. Ég þakka Halla samfylgdina sem varði nær fjóra áratugi og votta eiginkonu lians, börnum, tengda- börnum og barnabörnum samúð mína. Hvíl í friði. Aðalsteinn Dalmann Októsson. Vinur minn Haraldur Helgason er látinn. Ég kom úr stuttu ferða- lagi 19. þessa mánaðar og eitt það fyrsta, sem ég frétti var að Harald- ur hefði látist á föstudeginum áður eftir stutta sjúkdómslegu. Þetta kom mér mjög á óvart, því skömmu áður en ég fór að heiman höfðum við talað saman í síma og þá var hann hress og kátur að vanda, hann var að vísu nýkominn heim af sjúkrahúsi eftir smáaðgerð, sem hafði gengið mjög vel, og Har- aldur dásamaði veðrið og gróðurinn og hlakkaði til sumarsins. Haraldur Helgason ólst upp á Stritlu í Biskupstungum við aðstæð- ur og störf eins og þau almennt gerðust í sveit á íslandi á þeim tíma. Hann hleypti heimdraganum snemma árs 1942 og hélt til Reykja- víkur, eins og fleiri ungmenni í sveit- um og þorpum landsins á þessum árum, enda næga atvinnu að fá í höfuðborginni vegna framkvæmda á vegum hernámsliðsins. Fyrstu árin vann hann ýmis störf, sem til féllu en árið 1946 réðst hann til Flugfé- lags íslands en hjá þvi félagi og síðan Flugleiðum starfaði hann síð- an, þar til hann lét af störfum 'fyrir aldurssakir á árinu 1994. Kynni okkar Haraldar hófust, þegar ég snemma árs 1951 hóf störf í farþegaafgreiðslu Flugfélags ís- lands á Reykjavikurflugvelli. Hann var þar í hópi þeirra er þar unnu margvísleg störf er öll beindust að því sameiginlega markmiði að senda flugvélar af stað á réttum tima til innlendra og erlendra ákvörðunar- staða og veita farþegum og öðrum viðskiptavinum félagsins, sem besta þjónustu. Þetta var vinnustaður ungs fólks. Sá þótti aldraður í þeim hópi, sem náð hafði þrítugs aldri, enda var atvinnugreinin sjálf rétt að slíta barnsskónum. Eins og nærri má geta var við siíkar aðstæður oft glens og gaman þegar aðstæður leyfðu og fljótt sá ég að dökk- hærði, glaðlegi ungi maðurinn, sem ók sendibílnum var oft á tímum hrókur alls fagnaðar, enda var hann með afbrigðum orðheppinn og skemmtilegur, þó aldrei á kostnað annarra, það hefði ekki verið að skapi þessa sanna góða drengs. Við urðum fljótt góðir vinir og höfum verið það ávallt síðan og þar hefur aldrei borið skugga á. Ég minnist þess að marga fagra sumar- daga þegar annir minnkuðu um stund á flugstöðinni þá gengum við Haraldur yfir flugvélahlaðið að grasblettinum við flugbrautina. Þar settumst við niður innan um sóleyj- ar, fífla og njóla og ræddum mál- efni líðandi stundar, oftast í léttum dúr, en þó stundum í alvöru, og þá kom í ljós að Haraldur hafði mjög ákveðnar og fastmótaðar skoðanir á mönnum og málefnum. Trúmál og eilífðarmál voru honum kær umræðuefni og er ég viss um að hann var sannur trúmaður. Á þessum tíma og um langt ára- bil var aðalstarf Haraldar að aka sendibíl félagsins og aka þeim pósti, sem fluttur var með flugvélum, milli flugvalla og pósthúss. Auk þess hafði hann mörg önnur störf með höndum. Hann vann öll sín störf með fádæma alúð og samvisku- semi, og allir vissu að ef Haraldur tók eitthvert starf að sér þurftu ekki aðrir að hafa áhyggjur af því. Við hann eiga vel ljóðlínur Eggerts Ólafssonar: Vanda nam hann verkin stærri og verkin minni fyrr og síð, sem fremst hann kunni. Haraldur var góður vinur, trúr og sannur, og alltaf tilbúinn að gera greiða ef á þurfti að halda. Þegar ég nú hugsa til Haraldar koma mér í hug hin fögru orð: Þú finnur ekki sannleikann í bók- um, ekki einu sinni í góðum bókum, heldur hjá fólki með gott hjartalag. Haraldur var í þeim hópi, sem hefur gott hjartalag. Hann hafði góð áhrif á umhverfi sitt, mönnum leið vel í návist hans. Við Hulda kveðjum Harald með miklum söknuði og þökkum hans trúu vináttu um áratuga skeið. Við vottum Jóhönnu, börnum hennar, tengdabörnum og barna- börnum innilega samúð, en við vit- um að minningin um hinn ljúfa, góða dreng mun létta sorg þeirra. Einar Helgason. Þegar ég í síðastliðinni viku kom til Kaupmannahafnar eftir ferð um Evrópu, barst mér sú harmafregn, að vinur minn Haraldur Helgason væri látinn. lÞað er mikið áfall, að missa sinn traustasta vin. Vinátta okkar Har- aldar stóð í áratugi. Við kynnt- umst, þegar Haraldur sá um nætur- hólfatöskurnar fyrir Flugfélag ís- lands, en ég var gjaldkeri í Lands- bankanum við Austurstræti. Ég man eins og það hefði gerst í gær, þegar þessi snöfurlegi maður snar- aðist inn og bar með sér, að hann mátti engan tíma missa. Fljótlega var farið að skiptast á nokkrum gamanyrðum, en Haraldur var orð- heppinn maður með afbrigðum. Eitt sinn spurði Haraldur mig og félaga minn, Torfa, hvort okkur þætti gaman að fljúga: Það varð fátt um svör, því hvorugur okkar Torfa hafði komið upp í flugvél. Þetta fannst Haraldi alveg með fá- dæmum. Við vorum alla daga að handfjatla fjármuni Flugfélagsins en höfðum aldrei flogið. Einn daginn snarast Haraldur inn í bankann og tilkynnir: Ég kem og næ í ykkur kl. 5. Það stóð og við vorum drifnir út á flugvöll og upp í flugvél. Um leið og dyrum flugvél- arinnar var lokað, sagði Haraldur: Það er sjálfsagt að ég komi með og haldi í hendina á ykur, ef þið viljið. Síðar, þegar Haraldur hafði unnið hjá Flugfélagi íslands í mörg ár, þótti það ekki við hæfi, að hann notaði ekki rétt, sem starfsmenn munu hafa haft, til þess að skreppa út fyrir pollinn við og við. Allir aðr- ir starfsmenn höfðu notfært sér þetta, en ekki Haraldur. Þar kom að ráðamönnum þótti ekki vansa- laust, að Haraldur nýtti sér ekki þennan rétt. En Haraldur var ekki langskólagenginn, þó greindur væri, og valdi hann því mig og konu mína Ólafíu, sem ferðafélaga. Þá hnýttust þau vináttubönd, sem aldrei rofn- uðu. Þegar ég stóð í húsbyggingu, eins og allir sannir íslendingar þurfa að gera, nokkuð svipað og á söguöld þurftu allir að fara utan, þá var Haraldur mín mesta og besta hjálp- arhella og mánuðum saman unnum við í húsinu um hverja einustu helgi. Haraldur var maður, sem fór sín- ar eigin leiðir. Hann var vinfastur og hjálpsamur, orðheppinn og heið- arlegur svo af bar. í návist þeirra hjónanna leið mér vel. Það má kannski segja, að þar hafí ekki alltaf verið „af setningi slegið“, en það var aldrei leiðinlegt. Ég sakna því vinar í stað, þegar Haraldur er horfinn yfir móðuna miklu. Blessuð sé minning þín, Haraldur. Ég votta Jóhönnu, eiginkonu Haraldar, börnum þeirra og barna- börnum mína dýpstu samúð. Jón Júlíus Sigurðsson. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, Norðurgötu 50, Akureyri, lést á elliheimilinu Hlíð 20. júní síðastliðinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Björg Ólafsdóttir, Kristján Finnbogason, Jakob Jónsson, Jón Jakobsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, BÖÐVAR B. SIGURÐSSON bóksali, Hafnarfirði, lést í Borgarspítalanum laugardaginn 22. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Hjördfs Ágústsdóttir, Ingibjörg Böðvarsdóttir, Gunnlaugur Magnússon, Böðvar Böðvarsson, Bjarney Gunnarsdóttir, Hulda Böðvarsdóttir, Þórarinn Böðvarsson, Sigrún Ögmundsdóttir, Ágúst Böðvarsson, Þorgerður Nilsen, Elísabet Böðvarsdóttir, Oddur Halldórsson. Ástkæri faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR SNÆLAND SIGURÐSSON fyrrverandi leigubifreiðastjóri, sem lést föstudaginn 14. júní, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 27. júní kl. 15.00. GunnarÖrn Haraldsson, Hafþór Haraldsson, Dagþór Haraldsson, Lára Sigurjónsdóttir, Birgir Ómar Haraldsson, Hrafnhildur Jóakimsdóttir og aðrir aðstandendur. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN JÓNSDÓTTIR frá Vatnahverfi í Austur-Húnavatnssýslu, siðast til heimilis i Keldulandi 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í Reykjavík fimmtudaginn 27. júní kl. 13.30. Ármann Kristjánsson, Ásta Kristjánsdóttir, Hákon Torfason, Þorsteinn Kristjánsson, Herbert Kristjánsson, Dagný Vernharðsdóttir, Sigurbjörg Rögnvaldsdóttir, Sigurjón Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu mér samúð og vinarhug við andlát elskulegrar eiginkonu minnar, FILIPPÍU KRISTJÁNSDÓTTUR skáldkonu. Einar Kristján Eiríksson. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög góð þjónusía Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR ÍIÓTÉL LOFTLEIBIR APÓTEK AUSTURBÆJAR Háteigsvegi 1 BREIÐHOLTS APÓTEK Álfabakka 12 eru opin til kl. 22 —íh— Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Apótek Austurbæjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.