Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIIMGAR
+ Vilborg Guð-
mundsdóttir var
fædd í Sjávargötu í
Garði í Gerðahreppi
26. júní 1920. Hún
lést í Sjúkrahúsi
Reykjavíkur 16. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðmundur
Einarsson sjómaður
(f. 21. ág. 1894, d.
17. júlí 1972) og Ses-
„ selja Jónsdóttir hús-
móðir (f. 11. febr.
1893, d. 19. júlí
1986). Þau lýón
eignuðust þijú börn en þau voru
Jón húsgagnasmiður í Keflavík
(f. 3. des. 1918, d. 15. nóv. 1966),
Vilborg, sem hér er minnst, og
Þórunn Sigríður húsmóðir í
Reykjavík (f. 13. jan. 1927). Vil-
borg ólst upp hjá foreldrum sín-
um og stundaði síðan nám í
Húsmæðraskóianum að Hall-
ormsstað. Einnig starfaði hún
þar við sumarhótelið. Hún kom
að austan haustið 1940 og vann
í Lyfjabúðinni Iðunni.
í dag kveðjum við tengdamóður
mína, Vilborgu Guðmundsdóttur.
Þótt hún hafí aldrei verið heilsu-
hraust eftir að ég kynntist henni,
kom skyndilegt andlát hennar okk-
ur á óvart og söknuðurinn er mikill.
Ég kom í fyrsta sinn á heimili
hennar árið 1973 ásamt nokkrum
öðrum ungum tónlistarmönnum til
að spila kammermúsík með dóttur
hennar. Þá var okkur útlendingun-
um vel tekið og augljóst að hún
hafði ánægju af nærveru okkar,
- þótt tungumálaörðugleikarnir væru
gagnkvæmir. Gestrisnin tók af all-
an vafa - við vorum greinilega
velkomnir.
Sex árum síðar þegar ég tók að
venja komur mínar til hennar og
eiginmanns hennar, Halldórs, í
fylgd Sesselju dóttur þeirra fékk
ég hlýjar móttökur frá byrjun.
Aldrei var hægt að merkja annað
en það væri fullkomlega eðlilegt
Árið 1944 giftist
hún eftirlifandi eig-
inmanni sínum,
Halldóri Guðjóns-
syni kennara (f. 28.
sept. 1912). Þau
eignuðust þijár dæt-
ur: a) Hildi (f. 15.
mars 1946) kennara.
Hennar maður er
Örn Ingvarsson
verkfræðingur.
Eiga þau þrjú börn:
Kristínu, Halldór og
Ingvar; Kristín (f.
16. júlí 1966) er
kennari og gift Ág-
ústi Guðmundssyni rafeinda-
virkja. Þau eiga synina Örn og
Eyþór. b) Sesselju (f. 25. feb.
1951) víóluleikara. Hún er gift
Daða Kolbeinssyni óbóleikara.
Þau eiga tvö börn, Kolbein Tuma
og Gunnhildi. c) Guðrúnu (f. 16.
mars 1957) fóstru, sem er gift
Magnúsi Gíslasyni reiknifræð-
ingi. Þau eiga Gísla og Vilborgu.
Vilborg verður jarðsungin frá
Áskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
að dóttir þeirra væri í tygjum við
útlending, sem bæði talaði bjagaða
íslensku og fór í pils við hátíðleg
tækifæri.
Stuttu eftir að við Sessa hófum
sambúð var hún rokin vetrarlangt
til Þýskalands og ég sat vængbrot-
inn eftir. Þá kom best í ljós hvern-
ig Vilborg sá um sitt fólk. Ekki
kom annað til greina en ég borðaði
hjá þeim hjónum oft í viku, kæmi
í kaffi hvenær sem ég vildi og auk
þess krafðist hún þess að fá að sjá
um þvottinn minn. Eftir nokkurra
ára einyrkjabúskap þótti mér þetta
óþarfa dekur, en svona var Vil-
borg. Nú tilheyrði ég hennar fjöl-
skyldu og fékk því að njóta um-
hyggju hennar og hlýju.
Seinna þegar börnin okkar fædd-
ust var hún boðin og búin að að-
stoða okkur við uppeldi þeirra; hún
gætti Tuma fyrsta árið og þegar
Gunnhildur fæddist fékk hún líka
sinn skerf af ást og umhyggju
ömmu sinnar. Vilborg sinnti sínu
heimili af alúð, en stýrði líka barna-
uppeldinu á heimilum dætra sinna
- með áhuga og hlýju - án þess
að við tækjum eftir því. Hún sá
ekki sólina fyrir barnabörnunum
sínum og taldi það sitt lán í lífinu
að fá að hafa þau undir sínum
verndarvæng. Þau vildu líka heim-
sækja ömmu og afa í Hamrahlíð
sem oftast, enda móttökurnar alltaf
hlýjar, góðgæti snarlega borið á
borð og einlægur áhugi þeirra á
krökkunum auðfundinn.
Vilborg var alltaf til taks fyrir
okkur ef á þurfti að halda; núna
síðast í febrúar fluttu þau Halldór
á Hólavallagötuna í þijár vikur
meðan við hjónin vorum erlendis.
Þá blómstruðu börnin og blómin
tóku vaxtarkipp. Hún var óendan-
lega dugleg að hvetja til góðra
verka og hrósa fyrir það sem vel
var gert. Það hefur haft sín góðu
áhrif á barnabörnin, sem kepptust
um að gera henni allt til hæfis.
Hún var gjafmild og reyndar svo
örlát að okkur þótti oft nóg um.
Vilborg hafði ánægju af tónlist
og sótti tónleika seinni árin og
fylgdist með öllu okkar starfi af
miklum áhuga. Hún las líka mikið,
sérstaklega ævisögur og ljóð og
hafði gaman af að spá í þjóðmálin.
Við skemmtum okkur við að kljást
um forsetaframbjóðendurna; hún
vissi hvern hún ætlaði að kjósa,
sama hvað við myndum gera og
tók mig ekki of hátíðlega þegar ég
gerði grín að öllu saman.
Vilborgu vil ég sérstaklega
þakka elskulegheit við aldraða
móður mína frá Skotlandi, sem oft
hefur heimsótt okkur og ævinlega
verið látin finna að hún væri hjart-
anlega velkomin í Hamrahlíð, þótt
hún talaði ekki íslensku og Vilborg
litla ensku. Einhvern veginn skildu
þær hvor aðra á samblandi af
dönsku, íslensku og ensku, því að
þær áttu sameiginleg áhugamál:
barnabörnin, tónlist og trú á það
góða í veröldinni.
Þótt ekkert land jafnaðist á við
Island í augum Vilborgar hafði hún
gaman af að ferðast til útlanda.
Mér finnst gott að minnast þess
að þegar við fórum öll saman til
Skotlands fyrir nokkrum árum og
síðan til Danmerkur síðastliðið
sumar var sólskin hvem einasta
dag í báðum ferðunum. Þær voru
hlýjar og bjartar eins og allar minn-
ingar mínar um Vilborgu tengda-
móður mína.
Daði Kolbeinsson.
Mér er það minnisstætt hve Vil-
borg tók mér strax hlýlega og nota-
lega þegar ég sem stráklingur
renndi hýru auga til elstu dóttur-
innar og tók að venja komur mínar
á heimili þeirra hjóna Halldórs og
Vilborgar. Eins og hendi væri veif-
að var ég orðinn einn af fjölskyld-
unni. Við Hildur byijuðum búskap
okkar í einu herbergi hjá þeim í
Hamrahlíð 11. Elsta dóttur okkar,
Kristín, ólst að miklu leyti upp hjá
afa og ömmu fram til 11 ára aldurs.
Vilborg var heimavinnandi hús-
móðir. Fjölskyldan átti hug hennar
allan. Umhyggja hennar við dætur,
tengdasyni, barnabörn og barna-
barnabörn var einstök. Heimili
þeirra hjóna var yndislegur friðar-
staður, svo ólíkt þreyttu og tæt-
ingslegu fjölskyldulífi í dag, þar
sem báðir foreldrar vinna langan
vinnudag utan heimilis. í veikind-
um móður sinnar tók Vilborg hana
til sín og annaðist hana í 30 ár.
Þau Vilborg og Halldór bjuggu
á menningarheimili, hún hafði yndi
af tónlist og ljóðum og hann sí-
grúskandi í fræðibókum. Ef ein-
hvers staðar er að fínna grasrót
íslensks menningarsamfélags þá er
það í heimilislífi eins og þessu.
Vilborg var listakokkur og bak-
ari. Ekki var haldin nein sú veisla
í fjölskyldunni að hún ætti ekki
megnið af kökunum. Ósjaldan höf-
um við notið veislumáltíðar hjá
henni og enginn matur kemst nær
hjarta mínu en fiskibollurnar henn-
ar.
Því verður ekki með orðum lýst
hve óvænt fráfall Vilborgar tekur
okkur öll sárt. Sérstaklega biðjum
við góðan Guð að styrkja og styðja
hann Halldór. __
Orn Ingvarsson.
í bernskuminningunni er alltaf
gott veður vegna þess að þannig
viljum við hafa það. Við andlát Dúu
frænku leita minningar heillar ævi
á og alls staðar er hún nálæg, blíð
og elskuleg, hvort sem setið er
undir vegg suður í Garði hjá afa
og ömmu í gamla daga eða haldið
upp á viðburð í faðmi fjölskyldunn-
ar nú í vor. í hugann kemur fram
mynd Dúu frænku þar sem hún
spyr þá sem hún nefndi jafnan
elsku frændur sína hvernig þeim
gangi og hvernig þeim líði . En
ólíkt veðrinu í æsku sem fegra
þarf í huganum er endurminningin
um Dúu frænku tær, hún var góð
kona.
Þær móðir okkar og Dúa frænka
voru óvenju samrýndar systur og
féll aldrei skuggi á nær daglegt
samband þeirra alla ævi. Ekki vit-
um við hvort þeim varð nokkru
sinni sundurorða svo teljandi væri,
hitt er víst að aldrei gekk sól til
viðar á minnsta ósætti þeirra á
milli. Dúa var eldri og fór að búa
í Reykjavík þegar Tóta, móðir okk-
ar, var rétt um fermingu. Hún steig
síðar fyrstu skref sín í höfuðstaðn-
um undir verndarvæng eldri systur
sinnar er hún bjó veturlangt hjá
þeim Dúu og Halldóri, fyrst á Ei-
ríksgötu og síðar í Hamrahlíð 11.
Þangað komum við bræður oft
gegnum árin, því svo nánar sem
systurnar voru varð samgangur
fjölskyldnanna eðlilega mikill. Jól
voru haldin sameiginlega, á að-
fangadagskvöld var farið í Hamra-
hlíð en á jóladag var komið saman
á heimili okkar, enda bjó amma
Sesselja lengst af á vetrum hjá Dúu
og Halldóri og afi kom í bæinn um
hátíðir. Sennilega var það í upp-
hafi kveikjan að sameiginlegu jóla-
haldi, en siðurinn hefur haldist alla
tíð. Tilefnin að hittast hafa orðið
mörg og engin tilviljun að dætur
Dúu og Halldórs hafa jafnan verið
okkur bræðrum sem systur fremur
en frænkur.
Fyrir allt þetta og miklu meira
en kemst á blað í stuttu máli viljum
við þakka Dúu frænku okkar að
leiðarlokum. Yfír minningu hennar
er mikil heiðríkja. Við sendum
Halldóri, Hildi, Sesselju og Guð-
rúnu og fjölskyldum einlægar sam-
úðarkveðjur í sorg þeirra. Blessuð
sé minning Vilborgar Guðmunds-
dóttur.
Hafliði, Guðmundur og Ingólfur.
VILBORG
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Sveinn Þórarinn
Sigurðsson var
fæddur á Steinum
undir Eyjafjöllum
hinn 23. nóvember
1905. Hann lést á
Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja 11. júní
siðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Jónína Sigur-
björg Jónsdóttir
húsmóðir, f. 8. maí
1884, d. 16. nóvem-
ber 1963, og Sigurð-
ur Bergsson bóndi,
f. 19. nóvember
^ 1880, d. 27. ágúst 1943. Systkini
Sveins voru Tómas Eiías Sig-
urðsson, f. 30. mars 1914, d. 26.
janúar 1994 og Elínborg Dagm-
ar Sigurðardóttir, f. 6. septem-
ber 1915, d. 9. júlí 1991
Hinn 27. maí 1948 kvæntist
Sveinn eftirlifandi eiginkonu
sinni Guðrúnu Helgu Gísladótt-
ur, frá Lambhaga á
Rangárvöllum, f. 28.
desember 1915.
Börn þeirra: 1) Gisli
Leifur Skúlason,
sonur Helgu, fóstur-
sonur Sveins, f. 20.
desember 1944,
fórst með vélbátnum
Skuld 10. júlí 1980.
2) Jónina Sigur-
björg, f. 1949. 3)
Þóranna, f. 1950,
maki Haraldur
Magnússon, f. 1953,
þau eiga fimm börn.
4) Valgerður, f.
1951, maki Björn Eyberg As-
björnsson, f. 1951, þau eiga fjög-
ur börn. 5) Sigurður, f. 1956,
maki Hrönn Agústsdóttir, f.
1954, þeirra börn eru þijú.
Utför Sveins fór fram í kyrr-
þey frá Landakirkju í Vest-
mannaeyjum 21. júní síðastlið-
inn.
Mig langar til að kveðja kæran
tengdaföður minn með nokkrum
fátæklegum orðum. Þegar ég kom
fyrst á heimili tengdaforeldra
minna fyrir um tuttugu árum, var
eftirvæntingin vissulega kvíða-
blandin, eins og oft er þegar maður
er að hitta einhvern í fyrsta skipti.
En sá kvíði hvarf eins og dögg fyr-
ir sólu, því Sveinn og Helga tóku
á móti mér eins og þau hefðu þekkt
mig alla ævi. Þar upphófst vinátta
sem aldrei hefur borið skugga á.
Sveinn flutti til Vestmannaeyja árið
1911, þá sex ára gamall, ásamt
foreldrum sínum. Að lokinni hefð-
bundinni skólagöngu þess tíma fór
hann að draga björg í bú og vann
hin ýmsu störf, var í kaupavinnu
og stundaði sjó. Sveinn var bílstjóri
á Bílastöð Vestmannaeyja um tíu
ára skeið, vann hjá ísfélagi Vest-
mannaeyja fram að eldgosinu í
Heimaey og eftir það hjá Vest-
mannaeyjabæ til sjötíu og sex ára
aldurs.
Sveinn og Helga giftu sig 1948,
hann var þá fjörutíu og tveggja ára
en Helga þrjátíu og tveggja. Helga
átti fyrir soninn Gísla Leif þá fjög-
urra ára og tók Sveinn honum sem
sínum eigin syni og reyndist honum
alla tíð vel. Fyrstu búskaparárin
bjuggu þau að Efra-Hvoli hjá for-
eldrum Sveins, en síðan flutti fjöl-
skyldan á Brekastíg 31, þar sem
þau hafa búið alla tíð síðan.
Sveinn var orðinn sjötugur þegar
við kynntumst, en þau fjörutíu og
fímm ár sem á milli okkar voru,
voru ekki nein hindrun í okkar sam-
skiptum. Við gátum rætt um heima
og geima og ekki minnist ég þess
að okkur hafi orðið sundurorða.
Sveinn var mikill fjölskyldumað-
ur og barnabömin og barnabarna-
börnin áttu hug hans allan og alltaf
virtist honum líða best þegar hann
var umkringdur fjölskyldu sinni,
enda sóttu börnin mikið til afa og
ömmu á Brekó, eins og við kölluðum
þau.
Árið 1980 gerðist sá hörmulegi
atburður að Gísli Leifur, fórst með
vélbátnum Skuld og tók sá atburður
mikið á tengdaforeldra mína sem
og fjölskylduna alla. Sveinn var svo
gæfusamur að geta eytt elliárunum
á heimili sínu með konu sinni allt
fram á síðasta dag. Hann las mikið
og horfði á sjónvarp, enda sjón og
heyrn hvort tveggja í góðu lagi.
Ég vil að lokum þakka Sveini
allar góðu stundirnar og vináttuna
sem aldrei bar skugga á.
Elsku Helga mín, missir þinn er
mestur, en ég veit að minningin um
góðan eiginmann og föður gerir
missinn léttbærari.
Far í friði, kæri vinur. Við sökn-
um þín öll.
Björn Eyberg Ásbjörnsson.
Elsku afi minn er dáin og ég á
eftir að sakna hans mikið en ég er
þakklát fyrir allar þær góðu minn-
ingar sem ég á um hann. Fyrstu
árin mín ólst ég upp á Brekó hjá
afa og ömmu og hefur mér alltaf
þótt ákaflega gott að vera þar.
Afi átti skúffu sem var í miklu
uppáhaldi hjá barnabörnunum
vegna þess að hún framleiddi græn-
an Tópas að því er ég hélt og gaf
afi leyfi til þess að fara í skúffuna.
Mér þótti alltaf svo vænt um
þegar afi kallaði mig Björkina sína
og það var hvergi betra að sofa en
í holunni minni hjá afa og ömmu.
Það kom aldrei fyrir að maður
kæmi að læstu húsi á Brekó, þó
amma væri ekki heima var afa allt-
af hægt að finna einhvers staðar í
húsinu. Ef hann var ekki í sófanum
inni í stofu þá var hann annað hvort
að lesa inni í litla herbergi eða sat
með kaffibolla í eldhúsinu við
gluggann. Þegar úti var sól og blíða
sat hann úti bak við hús.
Það verður skrýtið að geta ekki
fundið afa á stöðunum sínum á
Brekó. Og elsku amma, missir þinn
er mikill og bið ég góðan Guð að
gefa þér styrk í sorg þinni.
Ég trúi á Guð, þó titri hjartað veika
og tárin blindi augna minna ljós,
ég trúi, þótt mér trúin finnist reika
og titra líkt og stormi slegin rós,
ég trúi, því að allt er annars farið
og ekkert, sem er mitt, er lengur til,
og lífið sjálft er orðið eins og skarið,
svo ég sé varla handa minna skil.
Ég trúi á Guð. Ég trúði alla stund,
og tár min hafa drukkið Herrans ljós
og vökvað aftur hjartans liljulund,
svo lifa skyldi þó hin bezta rós.
Já, þó mér sífellt svíði dreyrug und,
skal sál mín óma fram að dauðans ós;
„Ég trúi“. Þó mig nísti tár og tregi,
ég trúi á Guð og lifi, þó ég deyi.
(M. Joch.)
Ég mun lifa með minningunni
um þann besta afa sem ég gat
hugsað mér.
Helga Björk.
Handrit afmælis- og minningargreina
skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski-
legt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra
ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár.
Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru
einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má
greinar til blaðsins á netfang þess
Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar
þar um má lesa á heimasíðum. Það eru
vinsamleg tilmæli að lengd greina fari
ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínu-
bil og hæfilega llnuleng — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn
sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
SVEINN GUÐMUNDUR ÁKI KRAGH
fyrrverandi stöðvarstóri,
andaðist á dvalarheimili aldraðra í Seljahlíð, Reykjavík, mánudag-
inn 24. júní.
Sigríður Kragh,
Þorsteinn Ingi Kragh,
Ellen Ingvadóttir,
barna- og barnabarnabörn.
SVEINN ÞORARINN
SIGUÐSSON