Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.06.1996, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Starfsemi Nóa-Síríusar komin í fullan gang Efnt til krakkahátíðar við húsnæði fyrirtækisins Morgunblaðið/Magnús J. Mikaelsson EIGENDUR Snekkjunnar í Snekkjubarnum, Ásta Sigurðardótt- ir, Páll Björgvinsson, Björgvin Pálsson, Siguhanna Björgvins- dóttir og Friðbjörn Björnsson Snekkjubarinn opnaður STARFSEMI Nóa-Síríusar hf. á Akureyri er nú hafin af fullum krafti og af því tilefni mun fyrir- tækið efna til krakkahátíðar við húsnæði fyrirtækisins á Hvanna- völlum föstudaginn 28. júní milli kl. 16 og 18. Þar verður í boði gos og sælgæti auk þess sem ýmis leiktæki verða á staðnum. í húsakynnum Nóa-Síríusar á Hvannavöllum verður sælgætis- framleiðsla af ýmsu tagi og má þar nefna framleiðslu á hlaupi, lakkrís, karamellum, súkkilaði- hjúpuðum vörum og Opal-súkkul- aði. Þar að auki verður á Akur- eyri miðstöð lagerhalds og sölu- starfsemi fyrir allt Norðurland. Gert er ráð fyrir um 20 starfs- mönnum til að byija með. BRESKA gamanleikritið Taktu lagið, Lóa eftir Jim Cartwright, sem Þjóð- leikhúsið sýndi tvö leikár í röð við miklar vinsældir er nú á leið í leik- ferð og verður byrjað á Akureyri. Þar verða fjórar sýningar, sú fyrsta fímmtudagskvöldið 27. júní en það er jafnframt hundraðasta sýningin á verkinu. Sýnt verður fjögur kvöld í röð á Akureyri, til 30. júní næstkom- andi. Þá verður sýnt á Blönduósi, 3. júlí og loks á Egiisstöðum 5. og 6. júlí. Lóa býr með móður sinni, sem er heldur laus á kostunum og hefur hallað sér að flöskunni, í óhrjálegu Þjónustan við Norðurland bætt Forráðamenn Nóa-Síríusar líta svo á að með opnun starfseminnar á Akureyri sé verið að stíga skref í þá átt að bæta þjónustuna við Norðurland, þar sem fyrirtækið verður í mun nánari tengslum við markaðinn en hingað til. Það er fyrirtækinu ennfremur sérstakt ánægjuefni að geta lagt lið yfir- lýstu átaki til atvinnusköpunar og eflingar matvælaframleiðslu á Eyjafjarðarsvæðinu, eins og segir í fréttatilkynningu fyrirtækisins. Nói-Síríus er rótgróið matvæla- fyrirtæki sem hefur um 130 manns í vinnu og er áætluð velta á þessu ári rúmlega 800 milljónir króna. Mestur hluti starfseminnar snýst bakhúsi. Lóa hefur gripið til þess ráðs að loka sig inni í eigin heimi, í félagsskap tónlistarinnar, og hefur náð ótrúlegri leikni í að herma eftir frægum söngkonum iiðinna tíma. Þegar nýjasti bólfélagi móðurinnar heyrir Lóu syngja, eygir hann í henni fljótfenginn gróða. Ólafía Hrönn Jónsdóttir fer með hlutverk Lóu, Kristbjörg Kjeld leikur móðurina og Pálmi Gestsson umboðs- manninn. Með önnur hlutverk fara Ragnheiður Steindórsdóttir, Hilmar Jónsson og Róbert Amfínnsson. Hafa þau öll hlotið lof fyrir leik sinn. um framleiðslu, sölu og dreifingu á sælgæti en töluvert er einnig flutt inn af matvörum og þá eink- um morgunkorni auk sælgætis. Nói-Síríus er t.d. umboðs- og dreifmgaraðili fyrir Kellogg’s- fyrirtækið og einnig fyrir Cadbur- y’s-sælgætisfyrirtækið enska. Þá er hafinn útflutningur á sælgæti til markaða í Bandaríkjunum og nokkurra Norðurlanda auk Belgíu og Hollands. Hreinlætisfyrirtækið Hreinn hf. var rekið sem hluti af Nóa-Síríusi til ársins 1995 að fyrirtækið var selt til Dalvíkur. í lok sama árs keypti fyrirtækið sælgætisgerðina Opal og í framhaldinu var hluti af starfsemi Nóa-Síríusar flutt til Akureyrar. Vorsöngur Ingibjörg Marteinsdóttir sópr- an og Jónas Ingimundarson píanóleikari halda tónleika í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju í kvöld, miðvikudags- kvöldið 26. júní kl. 20.30. Vorstemmningin ræður ríkjum á þessum tónleikum því á efnisskránni eru íslensk vor- ljóð ýmissa höfunda. Auk þess flytja þau nokkur af þekktari ljóðasönglögum Richards Strauss, sönglög eftir Gustav Mahler auk óperuaría úr verk- um eftir Verdi og Puccini. EIGENDUR Snekkjunnar í Hrísey færðu á dögunum út kvíamar með því að opna Snekkjubarinn. Starf- semin fer fram í húsnæði við Sjáv- argötu, nærri höfninni í eynni. Björgvin Pálsson einn eigenda sagði að salurinn tæki 60 manns í sæti og yrði aðaláhersla Iögð á að bjóða upp á smárétti, einkum úr sjávarfangi. Á efri hæðinni er m.a. koníaksstofa. Hópar geta leigt FERÐAFÉLAG Svarfdæla á Dalvík efndi til árlegrar sólstöðugöngu í Ólafsfjarðarmúla að kvöldi sunnu- dagsins 23. júní, daginn fyrir Jóns- messu. Gengið var frá munna jarðganga í Ólafsíjarðarmúla Dalvíkurmegin eftir gamla veginum að útsýnispalli þar sem vegurinn liggur hæst yfir sjó. Þar nutu göngumenn hins fagra útsýnis þó miðnætursólin léti á sér standa. Mátti fólk gera sér að góðu staðinn undir einkasamkvæmi. Opið er frá kl. 11 til 23 virka daga og frá kl. 11 til 01 um helgar. í sama húsnæði er rekin verslun og skyndibitastaður og býðst íbú- um eyjarinnar og þeim sem þar dvelja í sumarbústöðum að fá sendar matvörur heim á hlað á hveijum föstudegi og sagði Björg- vin að mikið væri um að fólk nýtti sér þá þjónustu. að fýlgjast með hvernig geislar henn- ar brutust undan skýjum og dönsuðu á haffletinum þó sjálf dyldist hún í feimni sinni bak við skýjahjúpinn. Alls voru þátttakendur um 30 tals- ins og létu sumir þeirra sér ekki nægja að njóta kvöldblíðunnar um miðnætti efst í Ólafsfjarðarmúla, heldur gengu áfram eftir hinum hrikalega Múlavegi og enduðu göngu sína við gangamunnann Ólafsfjarðar- megin. Taktu lagið, Lóa Sólstöðuganga í Olafsfjarðarmúla Skiptiútbob ríkisverbbréfa iftvikiidaginn 26. júní 1996 Verbtryggð Verötryggö Verðtryggö Óverötryggö spariskírteini ríkissjóbs spariskírteini ríkissjóös spariskírteini ríkissjóös ríkisbréf 2. fl. D 1990, 1. fl. D 1995, Árgreiösluskírteini 1. fl. B 1995, 1. fl. 1995, Nú 5 ár. 20 ár. 10 ár. 10 ár. 5 ár Útgáfudaimr: 1. febrúar 1996 (eridunítg. fi.) Útgáfudagur: 29. september 1995 1. febrúar 1995 Útgáfudagur:27. október 1995 Útgáfudagur: 22. september 1995 Lánstími: Nú 5 ár Lánstími: 20 ár 10 ár Lánstími: 10 ár Lánstími: 5 ár Gjalddagi: 1. febrúar 2001 Gjalddagi: 1. október 201S 10. apríl 2005 Gjalddagar: 2. maí ár hvert, í fyrsta Gjalddagar: 10. október 2000 Grunnvísitala: 2932 Grunnvísitala: 173,5 3396 sinn 2. maí 1997 Nafnvextir: 0,00% Nafnvextir: 6,0% Nafnvextir: 0,00% 4,50% fastir Grunnvísitala 174,1 Einmgar bréfa: 100.000, 1.000.000, Einingar bréfa: 3.000,5.000,10.000, Einingar bréfa: 100.000, 1.000.000, 5.000, 10.000, 50.000, Nafnvextir: 0,00% 10.000.000 kr. 50.000,100.000, 10.000.000 kr. 100.000, 1.000.000, Einingar bréfa: 500.000, 1.000.000, Skránmg: Skráð á Verðbréfa- 1.000.000 kr. 10.000.000 kr. 10.000.000 kr. þingi íslands Skráning: Skráö á Veröbréfa- Skráning: Skráö á Veröbréfa- Skráö á Veröbréfa- Skráning:SkráÖ á Veröbréfa- þingi íslands þingi íslands þingi íslands þingi íslands Sölufyrlrkomulag: Spariskírteinin ver>a seld me> tilbo>s- fyrirkomulagi. fiátttaka er bundin vi> flá a>ila sem eiga skírteini í 1986 l.fl. A-6 ár, 1986 2.fl. A-6 ár og 1986 l.fl. A-4 ár sem hefur veri> sagt upp og koma til innlausnar 1. og 10. júlí 1996. Lágmarksfjárhæ> hvers samkeppnistilbo>s er 10 milljónir króna a> söluver>i. Ö>rum a>ilum en ver>bréfafyrirtækjum, ver>bréfami>lurum, ver>bréfasjó>um, bönkum, sparisjó>um, fjárfestinga- lánasjó>um, lífeyrissjó>um og tryggingarfélögum er heimilt í eigin nafni a> gera tilbo> í me>alver> samflykktra tilbo>a enda sé slíkt tilbo> gert í eigin nafni og án milligöngu sí>ast greindra a>ila. Öll tilbo> í ríkisver>bréf flurfa a> hafa borist Lánas$slu ríkisins fyrir kl. 14:00 í dag, mi>vikudaginn 26. júní 1996. Útbo>s- skilmálar, ti!bo>sgögn og allar nánari uppl$singar em veittar hjá Lánas$slu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæö, 150 Reykjavík, sími 562 4070. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.