Morgunblaðið - 26.06.1996, Page 27

Morgunblaðið - 26.06.1996, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ1996 27 LISTIR Jan Garbarek TONLIST J a z z VISIBLE WORLD Flytjendur: Jan Garbarek saxófónar, Eberhard Weber bassi, Rainer Briininghaus, Manu Katché tronun- ur, Trilok Gurtu tabla, Marilyn Maz- ur, trommur og ásláttur, Mari Boine raddir. Útgefandi ECM, 1996. Visible World er diskur sem kom út á þessu ári með hljóm- sveit norska saxófónleikarans Jan Garbarek. Diskurinn er gefinn út af þýska ECM útgáfufyrir- tækinu eins og marg- ar fyrri plötur hans. Hljómsveitina stofn- aði Garbarek árið 1982 þegar þýski bassaleikarinn Eber- hard Weber gekk til liðs við hann. Píanó- leikarinn Rainer Bruninghaus leysti af hólmi Lars Jans- son 1987 en danski slagverksleikarinn Marilyn Mazur er nýjasti meðlimurinn. 15 lög er að finna á Visible World, öll utan eitt samin af Garbarek. Tónlistin er nokkuð aðgengilegri en á mörgum fyrri plötum Garbareks. Stefin eru sum fremur einföld í formi og frekar lítið spunnið út frá þeim. Önnur eru raunar einvörðungu spuni. Tónlistin er mestanpart tregafull og ljóðræn og oft lagræn. Weber spinnur listavel í kring- um stefið í hægum indíánadansi, Healing Smoke, sem er eitt besta lag disksins. Titillagið, Visible World, er í tveimur hlutum og er það öllu fijálsara í formi og nær þeim abstrakt tónheimi sem Gar- barek hefur tileinkað sér. Lögin samdi Garbarek fyrir sjónvarps- ballettinn Benn. Sama má segja um Desolate Mountains I, II og III en þar er fyrsti hlutinn impres- sjónískur kammerdjass. Einhver óræður harmur svífur þar yfir vötnum. Giuletta er fallegt lag þar sem Marilyn Mazur leikur stórt hlutverk á slagverk- ið. Mazur hefur m.a. starfað með Palle Mikkelborg og Miles Davies á Aura. Pygmy LuIIaby er afrískt þjóðlag, eina lagið sem ekki er samið af Garbarek. Fallegt og melódískt lag sem sópransaxó- fónn og bassi spila í samhljóm. 1 miðkafl- anum bregður fyrir gáskafullu fönki. Visible World er ákaflega eigu- legur diskur sem getur með góðri hlustun orðið hinn besti vinur á sérstökum stundum. Tónheimur Garbareks er innhverfur og einka- legur á stundum og fallegur og ljóðrænn sé dvalist í honum um stund. Guðjón Guðmundsson í%2wP!BbL Á L ý'WB L v >:■ ; æ Bæklingur um byggingarlist ÚT ER kominn leiðsögubækling- urinn Byggingarlist í Reykjavík. Honum er ætlað að vera vegvísir að merkum byggingum í borginni og í honum eru dregin fram nokk- ur helstu atriði í þróun skipulags- og húsagerðarsögu Reykjavíkur. Á myndinni ræðir Pétur H. Ár- mannsson við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra og Guð- rúnu Ágústsdóttur, forseta borg- arstjórnar, á kynningarfundi í til- efni af útgáfunni. rnl HLJJTABREFA MJ SJOÐURINN • Hlutabréfasjóðurinn hf. er stærstur íslenskra hlutabréfa- sjóða með yfir 5.300 hluthafa, heildareignir yfir 2.200 milljónir króna og um 40% markaðshlutdeild. Hann var söluhæsti hlutabréfasjóðurinn á Islandi á árinu 1995. • Með hlutabréfasjóðnum geturðu eignast hlut í flestum hlutafélögum á innlendum hlutabréfamarkaði, notið góðrar ávöxtunar og mikillar áhættudreifingar. • Fjárfestingarstefna sjóðsins er skýr: 50-70% eigna eru innlend hlutabréf, 25-40% innlend skuldabréf, allt að 10% erlend verðbréf og laust fé er allt að 10%. • Nafnávöxtun sjóðsins sl. 6 mánuði var 45% og sl. 1 ár 54%. • VÍB er viðskiptavaki Hlutabréfasjóðsins sem þýðir að þú getur alltaf selt hlutabréfin þegar þú þarft á því að halda. • Með kaupum á hlutabréfum í Hlutabréfasjóðnum hf. getur þú tryggt þér allt að 45.000 kr. skattffádrátt fyrir árið 1996. Hjá hjónum getur þessi upphæð numið allt að 90,000 kr. FORYSTA í FJÁRMÁLUM!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.