Morgunblaðið - 04.07.1996, Síða 2

Morgunblaðið - 04.07.1996, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tryggingaskrifstofa fyrir FÍB Opnar væntan- lega í næstu viku GERT er ráð fyrir að skrifstofa fyrir breska tryggingafélagið NHK, sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda hyggst tryggja bíla félagsmanna sinna hjá, verði opnuð hérlendis í næstu viku, að sögn Björns Péturs- sonar hjá FÍB. Hann segir að beðið sé eftir ið- gjaldaskrá frá félaginu ytra, jafn- framt því sem það sé að undirbúa tjónskoðunarstöðvar sínar og annað sem framkvæmdinni tengist, auk þess sem þarf til að fyrirtækið full- nægi kröfum vátryggingaeftirlitsins til að mega hefja starfsemi hér. Hann segir rætt um 20-30% afslátt af algengustu iðgjöldum, en iðgjalda- skráin verði væntanlega ekki kynnt fyrr en fyrirtækið sé tilbúið. Kynnt í næsta mánuði „Það er ekki búið að dagsetja það hvenær við getum boðið félagsmönn- um okkur lægri tryggingar, en rætt er um að það verði strax í næsta mánuði. Umboð það sem við fengum frá félagsmönnum er bundið þeim skilmálum að við tilkynnum hver iðgjöldin verði í tíma, þannig að menn geti skoðað hug sinn áður en til uppsagna annarra trygginga kemur. Uppsagnir eru bundnar við tólf mánaða tímabil og ekki hægt að segja upp á miðju tímabili, þann- ig að þetta fer eftir því hvernig tryggingatakar eru staddir á árinu, ef svo má segja, með sínar trygging- ar,“ segir Bjöm. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal STARFSMENN Járns og skips hafa undanfarna daga verið önnum kafnir við að hreinsa til vegna eldsvoðans og rýma til fyrir bráðabirgðaverslun. Atvinnumiðlun námsmanna Járn og skip opnar bráðabirgðaverslun í Keflavík Sjá um 80% fyrri þjónustu Margir fá vinnu vegna styrkja Nýsköpunarsjóðs ALLS voru 1.335 námsmenn skráðir hjá Atvinnumiðlun námsmanna nú í sumar. Af þeim hafa um 300 þeg- ar fengið störf fyrir milligöngu at- vinnumiðlunarinnar. Að auki hafa á annað hundrað námsmenn fengið atvinnu vegna styrkja frá Nýsköp- unarsjóði námsmanna, en sjóðurinn styrkir í ár 134 verkefni af ýmsum toga. Að minnsta kosti 400 námsmenn hafa útvegað sér störf sjálfir, en að sögn Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur, framkvæmdastjóra Atvinnumiðlun- ar námsmanna, er ekki vitað um allar þær ráðningar. „Við erum að gera skurk í því þessa dagana að afla upplýsinga um hversu margir hafi sjálfir fundið sér vinnu. Það vill brenna við að fólk gleymi að láta okkur vita. Sumir halda kannski líka að atvinnumiðlunin sé hætt en ég reikna með að hún verði starf- andi eitthvað fram í ágúst,“ segir Eyrún. Nokkur ijoldi háskólanema hefur fengið styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna til ýmissa rannsókna- og þróunarstarfa. Að sögn Vilhjálms H. Vilhjálmssonar, formanns Stúd- entaráðs, hafði sjóðurinn til umráða 25,5 milljónir. Algengast er að námsmennimir fái styrk í tvo til þijá mánuði. Sem dæmi um verkefni sem fengu styrk úr sjóðnum nefnir Vilhjálmur sálfræði í auglýsinga- gerð, línulegt hermilíkan af Nesja- vallavirkjun, umhverfismál fyrir- tækja, ræktun mýflugna og viðhorf erlendra ferðamanna til íslands. BYGGINGAVERSLUNIN Járn og skip í Keflavík, sem skemmdist gríðarlega í eldsvoða á laugardag, hyggst hefja afgreiðslu að nýju á helstu rekstrarvörum sínum síðdeg- is á morgun. Rými var búið til þannig að timb- urplötur í vörugeymslu fyrirtækis- ins voru fluttar annað og hluti húss- ins, sem er um 1.000 fermetrar að stærð, notaður undir hillur og aðra ' aðstöðu fyrir bráðabirgðaverslun, auk þess sem verkstæði þar inni var rýmt í sama tilgangi. Uppbyggingu verður hraðað „Ég tel að með þessum ráðstöf- unum getum við annast um 80% þeirrar þjónustu sem var fyrir brun- ann,“ segir Einar Steinþórsson vérslunarstjóri. Hann segir að versl- unin hafi afgreitt timbur frá lager sínum alla vikuna, og nú sé verið að skoða þann möguleika að fá flytj- anlegt hús, um 80 fermetra að stærð, sem muni hýsa málningar- deild fyrirtækisins. Einar segir að verslunin verði byggð upp að nýju og sé horft til þess að hraða því starfi eftir megni. Ekki liggi fyrir ákvörðun um hve- nær framkvæmdir hefjast, en hann eigi von á að það verði í sumar eða snemma hausts. Tuttugu manns unnu í verslun- inni og segir Einar að fjórir þeirra hafí samþykkt að flýta sumarleyf- um sínum, einn láti af störfum sak- ir aldurs, tveir verði fljótlega fluttir í aðrar verslanir Kaupfélags Suður- nesja og hinir séu önnum kafnir við þau störf sem fylgja uppsetningu bráðabirgðaverslunarinnar. VÍS gerir ekki endurkröfu Hreinsistarf við brunarústir verslunarinnar gengur vel að sögn Einars og er búið að aka mörgum vörubílsförmum af braki burt. Axel Gíslason, framkvæmda- stjóri Vátryggingafélags, íslands sem Jám og skip tryggir hjá, segir enn óljóst hversu tjónið er mikið, nákvæmlega, en fýrstu ágiskanir um að það nemi á milli 100 og 200 milljónum króna, virðist ekki fjarri lagi. Tjónið verði metið í samráði við tryggingataka og sé niðurstöðu að vænta innan skamms. Hann segir ljóst að drengirnir, sem hafa viðurkennt að hafa vald- ið eldsvoðanum með gáleysi við reykingar, séu óvitar sem ekki sé hægt að gera endurkröfu á vegna tjónsins. Hann telji einnig ósenni- legt að hægt verði að gera sam- svarandi kröfu til forráðamanna þeirra. „Mér sýnist líklegt að við berum tjónið að fullu, en málið verður að sjálfsögðu skoðað grannt,“ segir hann. Axel segir að bruninn í Keflavík sé stærsta tjón af völdum eldsvoða sem komið hafí til kasta fyrirtækis- ins síðustu sjö ár, eða síðan Gúmmí- vinnustofan á Réttarhálsi brann 1989. Fáar loðnubræðslur hafa skípt úr olíu yfir í raforku Góð reynsla en óvissa er um raforkuverð LOÐNUBRÆÐSLA er nú í fullum gangi víða um land og nota flestar verkmiðjanna svartolíu sem orku- gjafa þrátt fyrir aukinn áhuga á síðari árum á að nota rafmagn í stað olíu í verksmiðjum. Hafa enn sem komið er aðeins þijár fiski- mjölsverksmiðjur á landinu skipt úr svartolíu sem orkugjafa í bræðsl- unni yfir í rafmagn. Fyrir nokkru var tekinn í notkun nýr rafskautsketill í loðnubræðslu Síldarvinnslunnar hf. í Neskaupstað og var helmingi olíunotkunarinnar breytt í rafmagnsnotkun. Hefur reynslan af því verið mjög góð, að sögn Finnboga Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Síldarvinnslunnar. Einnig eru í gangi tveir rafskauts- katlar til gufuframleiðslu fyrir mjöl- verksmiðjur í Krossanesi og hjá Fiskimjöli og lýsi hf. í Grindavík, sem nota rafmagn að hluta til að framleiða gufuna, skv. upplýsingum Þórðar Jónssonar, rekstrarstjóra hjá SR-mjöli hf. í kjölfar mikillar umræðu fyrir tveimur til þremur árum um ráð- stöfun afgangsorku í raforkukerf- inu og aukna sölu á ótryggðu raf- magni í stað olíunotkunar í rekstri loðnubræðslna voru samningar gerðir við Landsvirkjun og RARIK um kaup tveggja loðnubræðslna á raforku með afsláttarkjörum til aldamóta. Hefur verðið verið um eða undir ein króna fyrir hverja kílówattstund. Voru þessir samn- ingar forsenda þess að umræddar verksmiðjur gætu ráðist í þann mikla stofn- og íjármagnskostnað sem þessu fylgdi. Minni áhugi raforkuseljenda? Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, segir að þessi mál séu í óvissu í dag og búast megi við að áhugi raforkuselj- enda á frekari raforkuvæðingu í fiskvinnslu minnki í framhaldi af ákvörðunum um stækkun álversins í Straumsvík og hugsanlegri stækk- un jámblendiverksmiðjunnar auk fleiri stóriðjukosta sem rætt sé um. Finnbogi segir að sparnaður af breytingunni úr olíunotkun yfir í rafmagn hafi orðið svipaður og reiknað var með. Óvissa sé hins vegar um orkuafhendingu og verð þegar samningstímabilinu lýkur. Loðnubræðslumar em gífurlega stórir orkunotendur. Loðnuverk- smiðja Síldarvinnslunnar er stærsti einstaki kaupandi RARIK og nemur orkuþörfin rúmlega 20 gígawatt- stundum á ári, sem er meiri raf- orkunot en nemur notkun alls bæj- arfélagsins í Neskaupstað. Arnar og Þórður segja að reynsl- an af raforkunotkun í stað olíunotk- unar í mjölverksmiðjum hafi verið ágæt en breytingar á orkunotkun kalli á mikla fjárfestingu. Fullkom- inn rafskautsketill með tengingu kostar ekki undir 50 millj. kr. fyrir meðalstóra verksmiðju, að sögn Þórðar. „Helsta vandamálið við að fara út í svona fjárfestingu er að það fást engin svör við því á hvaða verði rafmagn verður eftir aldamót. Menn eru tvístígandi vegna þessa,“ segir Þórður. Erfitt að meta arðsemi Það er ýmsum örðugleikum háð að leggja mat á hagkvæmni af notk- un rafskautskatla í stað svartolíu fyrir rekstur verksmiðjanna. Notk- unartíminn ræðst af því hvað veið- ist mikið af loðnu og auk þess er hlutfallið á milli verðs á raforku og svartolíu breytilegt. „Það er ekki hægt að fá neitt handfast um þess- ar forsendur heldur verða menn að gefa sér þær hveiju sinni. Allir út- reikningar um arðsemi í þessu sam- bandi eru því ákaflega mikið í lauéu lofti. Menn geta ekki sagt fyrir um loðnuveiðina á næstu árum og Landsvirkjun getur ekki eða vill ekki svara því hvaða verð verður á svona raforku eftir aldamót," segir Þórður. Risakast á loðnu- miðum HÁBERG GK fékk 1.200 tonna risakast á miðunum norður af landinu í fyrradag. Háberg tekur um 650 tonn og fengu Guðmundur Ólafur ÓF og Gígja VE um 250 tonn hvor úr kastinu. Arnbjörn Gunnarsson, stýri- maður á Háberginu, sagði í samtali við Morgunblaðið að skilyrðin á miðunum væru eins og best væri á kosið. Hann sagðist varla muna eftir slíkri mokveiði, loðnan væri mjög stór og jöfn. Veiðibann sett á norsk loðnuskip Reynt er að skipuleggja veiðarnar þannig að nýting loðnunnar haldist í hámarki. Loðnuskipin hafa því þurft að stoppa í landi eftir löndun og yfirleitt eru ekki nema tíu skip á miðunum í einu. Veiðibann hefur verið sett á norsk loðnu- skip, en mikil löndunarbið er nú hjá norskum loðnuverk- smiðjum. ■ Háberg GK/22

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.