Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ1996 37 MINNINGAR + Hermann Helgi Hoffmann Pét- ursson, póstvarð- stjóri fæddist á Kjalarnesi 21. mars 1936. Hann lést í Reykjavík 26. júní síðastliðinn. For- eldrar Hermanns voru Petrea Ingi- marsdóttir Hoff- mann, f. 8. okt. 1908 i Rvk., d. 8. maí 1990, hús- freyja, og Pétur Guðmundsson póst- maður, nam við Kennaraskólann, kennari í Sandgerði í nokkur ár, vann við bólstrun, f. 13. apríl 1912, d. 19. maí 1985. Systir sam- mæðra, Jónína Inga Hoffmann Harðardóttir Hjálmarssonar skálds frá Hofi, f. 1931, m. Sig- fús Þorgrímsson, 4 synir. Al- systkini Sveinbjörg Svanbjört Lárskóg Pétursd., f.1937, m. Pétur Jónsson, 5 synir; Gunnar Lúðvíg Snæfeld Pétursson, f. 1941, m. Selma Eyjólfsd, 3 böm; Sigurdís Biraa Hólm Péturs- dóttir, f. 1945, ekkja, 2 dætur. Hermann ólst upp í Reykja- vík við almenna verkamanna- vinnu á unglingsárum, hann lauk gagnfræða- og landsprófi frá Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar og Núpsskóla í Dýrafirði og prófi frá Póst- og símaskól- anum 1970. Málanám í Málaskólanum Mími og Náms- flokkum Rvk. Hermann stund- aði vinnu hjá Hamil- ton á Keflavíkur- velli, Skóv. Stefáns Gunnarssonar, rak verslunina Pollý- önnu 1973-79. Her- mann var einn af stofnfélögum Bygg- ingasamvinnufé- lagsins Framtak 1957, og vann við byggingu á fyrsta 12 hæða húsi, sem reist var á íslandi, Sólheimum 27, R. Hóf störf hjá póst- þjónustunni 1958, bréfberi 1.1. 1958, póstaf- greiðslum. 1.6.1967, yfirpóstaf- greiðslum. 1.6. 1968, fulltrúi 1.7. 1976, póstvarðstjóri 1.11. 1981. Ingimar Pétur Hoffmann, f. 1875, drukknaði 12.7.1908, tré- smiðameistari, einn af stofn- endum Völundar hf. Systir Ingimars var Kristjana móðir Karls forsljóra Björnsbakarís. Hálfbróðir Ingimars var séra Hans Jónsson á Stað í Stein- grímsfirði. Systir Elínborgar Hansdóttur Hoffmanns (föður- móðir Petreu) var Metta, móðir Ingunnar konu Haraldar Böð- varssonar útgerðarmanns á Akranesi, sonur þeirra Stur- laugur útgm. , faðir Haraldar knattspyraukappa og frkvstj. Har. Böðvarss. & Co. Systkini Jóninu Jónsd. móður Petreu: Guðbjartur sjómaður og bóndi í Króki á Kjalarnesi, Oddur sjóm. í Rvk. móðurfaðir Óskars Guðmundss. blaðamanns, Gunnlaugur sjóm., Guðrún, Guðlaug kona Ólafs Eyjólfss. óðalsb. i Saurbæ á Kjalarn. Meðal systkina Hólmfríðar Oddsd. (m. Jón Jónss. frá Stóra- Klofa í Landssveit) móðurmóð- ur Petreu var Þorlákur, faðir Stefáns á Reykjum i Mosfells- sveit, er gaf fé til kirkjubygg- ingar á Mosfelli. Annar bróðir Hólmfríðar , Oddur Oddsson faðir Hólmfríðar í Merkinesi í Höfnum, móðir Ellýar Vil- hjálms söngkonu. Pétur var sonur Þórðar Guð- mundar Guðmundssonar bónda í Sænautaseli, f. 16.9. 1882, að Hraunanesi í Berufirði, d. 8.8. 1958, síðasti bóndinn í Sænauta- seli, foreldrar hans Guðmundur Þorláksson (flutti til Kanada) og Petra Jónsdóttir af Beru- fjarðarströnd, móðir Péturs, Jónina Sigríður Guðnadóttir frá Grannavatni, Arabjörassonar, f. 12.8.1887, d. 20.4.1927, seinni kona Guðmundar, Halldóra Ei- riksdóttir, þeirra böra: Siguijón bóndi á Eiríksstöðum, Eyþór bóndi í Hnefilsdal, Ástdís hús- móðir Akureyri, Skúli bifvéla- virki Rvk. Útför Hermanns fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Hermann ljúfí hugum kær heill og náð þér dafni. Þína ævi sannleiks sær signi í drottins nafni. Hermann ljóma lífsins ber ljúfa blómið smáa. Bamið fróma blíðlynt er bíður sómann háa. (Pétur J. Hraunfjörð.) Hermann kom eins og vorboðarn- ir inn í líf fjölskyldu okkar. Hann var þá tveggja ára, ljóshærður snáði, ljúfur og fallegur drengur. Unnur systir okkar kom einn dag með hann færandi móður okkar og sagði að mamma hans væri að eiga barn, enginn væri til að gæta hans. Það var nú ekki óvanalegt að Unn- ur kæmi heim til mömmu með ýmsa, sem henni fannst vera einir í heiminum, en til þessa höfðu það verið dýr. Mamma fór þvi að athuga málið og allt reyndist rétt. Hermann dvaldi oft eftir þetta á heimili for- eldra okkar og önnur systkini hans. Milli hans og foreldra okkar voru ætíð miklir kærleikar. Við systurnar litum alltaf á hann sem einn af okkar kærustu heimilisvinum. Her- mann var ljúfur maður, hjálpsamur með afbrigðum og svo greiðvikinn að vinstri höndin vissi sjaldan hvað sú hægri gaf. Hann var handlaginn og hafði gaman af útsaumi og alls konar hannyrðum, en þegar hann var að alast upp, varð hann að fara í felur með það vegna fordóma. Hann hafði yndi af ferðalögum og nú í vor á sextugsafmæli sínu fór hann til Flórída með vinum sínum. Hermann lét sér annt um systkini sín og fjölskyldur þeirra. Hann var tryggur og trúr vinum sínum, kær- leiksríkur og trúaður maður. Við systurnar og fjölskyldur okk- ar þökkum okkar kæra vini allan þann kærleika og vináttu sem hann umvafði okkur alla tíð. Innilegar samúðarkveðjur til systkina hans og fjölskyldna þeirra. Guðlaug og Ólöf P. Hraunfjörð. Það er ekki langt síðan við vorum þrír vinnufélagar frá pósthúsinu í Pósthússtræti saman við jarðarför í Fossvogskapellu er við kvöddum gamlan vin og vinnufélaga. Það er öruggt mál, að engum okkar hafi dottið það í hug, að einn okkar væri senn á förum. Hermann hóf störf hjá Póstinum í Langholtsúti- búi árið 1958, síðar meir er hann í ein 17 ár í Laugávegsútibúi, en síðustu árin vann hann í póstútibú- inu í Pósthússtræti. Hann var því mjög vel kunnugur öllum störfum póstmannsins, en til að bæta við þekkingu sína hóf hann nám í Póst- og símaskólanum og lauk þar námi er hann kláraði yfirmannsprófið. Við Hermann vorum vinnufélagar í mörg ár, og gekk það samstarf mjög vel, en þó gekk á ýmsu í starfi Hermanns, stundum blésu um hann hlýir vindar, en því miður einnig kaldir og þannig var það líka í hans einkalífí. En hann var hjartahlýr og góður maður og vinur vina sinna, og hann vildi öllum vel. Því miður var hann oft misskilinn af fólki sem skildi hann ekki, eða að hann misskildi það. Ég hitti Hermann síðast 26. júní um kvölmatarleytið nálægt heimili hans, þá var hann vel hress, og lék á als oddi, fáeinum stundum síðar var hann allur. Hann var nýlega orðinn 60 ára, og ég veit að sú ágæta gjöf, sem samstarfsfólk færði honum af því tilefni, gladdi hann mjög og hann var bæði hrærð- ■'' ur og mjög þakklátur. Við skulum minnast hans eins og hann var þá. Við sem þekktum hann vel, munum ávallt minnast hans með söknuði og hlýhug. Ég votta Gulla, systkinum hans, vinum og öðrum ættingjum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Vilhjálmur K. Sigurðsson. HERMANN PÉTURSSON + Stefán Viðar Jónsson var fæddur í Reykjavík 20. janúar 1985. Hann lést á barna- deild Borgarspítal- ans 25. júní siðast- liðinn. Foreldrar hans voru Halldóra Böðvarsdóttir frá Saurbæ á Kjalar- nesi, f. 23. mars 1960, og Jón N. Ingvason frá Brekku i Aðaldal, f. 6. ágúst 1952. Alsystkini Stefáns voru Anna Lovísa, f. 7. maí 1986, og Böðvar Ingvi, f. 1. okt. 1994. Hálfsystir hans var Iris D. Jónsdóttir, f. 21. desem- ber 1974. Stefán Viðar ólst upp í Breiðholtinu og var nemandi í Breiðholtsskóla. Stefán verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður frá Saurbæjar- kirkju á Kjalarnesi. Nú hefur Stebbi bróðir kvatt þennan heim eftir erfiða baráttu við krabbamein í tæpt ár. Síðustu vikur höfum við fjölskyldan dvalið hjá Stefáni uppi á Barnadeild Borg- arspítalans. Þetta stefndi allt á einn veg og hin hinsta hvíld var orðin óumflýjanleg fyrir Stefán. Eftir sitj- um við nú ráðalaus með ótal spum- ingar en fátt er um svör. Hvers vegna fá hraust og hamingjusöm böm illvígan sjúkdóm sem leggur þau að velli? Þeir deyja jú ungir sem guðirnir elska og ég trúi því að Stefán sé í góðum höndum. En til- gangurinn verður seint skilinn, eins óréttlátt og manni fínnst þetta vera. Ég hef alltaf litið upp til bróður míns þótt hann hafi verið lægri f loftinu en ég. Einstakur dugnaður og samviskusemi einkenndu hann alla tíð, ekki síst við skólanámið. Þrátt fyrir að kraftar væru að þrot- um komnir reyndi hann að mæta í skólann eftir bestu getu. Alltaf átti hann til bros og um- hyggju fyrir litla bróð- ur sinn, Bödda, sem hann dáði svo mjög. Það er sárt til þess að hugsa að þeir fái ekki að fylgjast að lengur. Síðasta sumar var Stefán J sveitinni hjá Baldri frænda fyrir norðan. Mér er það minnisstætt hve fal- legu bréfin hans og teikningarnar glöddu mig en þá dvaldi ég í Danmörku. Það var mikill söknuður í loftinu og eftirvæntingin mikil að hittast aftur, eins og svo oft áður þegar ég fór til útlanda. í þetta sinn var heimkoman öðmvísi. Stuttu áður greindist sjúkdómurinn og veikburða drengur tók á móti mér uppi á flug- velli en með bros á vör. Minningarnar eru margar um þennan ljúfa dreng og við áttum einnig okkar góðu stundir í vetur þrátt fyrir veikindin. Tvívegis dvöldum við í sumarbústað í eigu Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna uppi í Hrunamannahreppi. Þær stundir gleymast seint eins og t.d. í óveðrinu um páskana. Við vitum að allt var gert sem í mannlegu valdi stóð til að vinna bug á þessum vágesti sem kom inn í líf okkar. Ég vil þakka öllum þeim sem hjálpuðu Stefáni í veikindum hans, ekki síst starfsfólki Barna- deildarinnar fyrir ómetanlegan stuðning og hjálp. ' Elsku pabbi og Dóra, megi Guð gefa okkur öllum styrk til að tak- ast á við þennan mikla missi. Ég kveð þig, elsku bróðir, með bæninni sem þér þótti svo vænt um: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) íris systir. Ég sit svo hnípin, hjartans vinur minn, og horfi á mynd - á bjarta'svipinn þinn, og minnist alis þess góða, er lífið gaf, þó grimmd þess stundum veki tár á kinn. Ég man þig bjartan, ljúfan, lítinn kút, sem ijúft við ðmmu breiddir faðminn út. Þú gladdir alla, sem að þekktu þig, og þekktir ekki heimsins böl og sút. En sorgin beið, og sjúkdóms erfitt böl. Við sáum bjóðast fárra kosta vöi, þvi gep hans valdi fáir sigur fá. Þú farinn ert úr skammri jarðardvöl. Þú skilur eftir minningar hjá mér, - þá mynd sem tími og rúm ei fölskvar hér, og hún mun geymd í huga mínum æ, með hjartans þökk, sem ávallt fylgir þér. Anna Margrét Signrðardóttir. Elsku litli frændi minn, Stefán Viðar, er látinn eftir harða og erf- iða baráttu við sjúkdóm. Já, elsku Stefán, þú varst alltaf svo duglegur ojg óhræddur við að reyna hlutina. Eg minnist þess sér- staklega er þú varst aðeins fjögurra ára og fjölskyldan flutti úr Vestur- bergi, af 4. hæð í Leirubakka á þá 3., hvað þú varst iðinn við að bera smádót upp og niður stigana. Alltaf var hún ofarlega hjá þér, spurning- in um að mega hjálpa, hvort sem það var inni á heimilinu eða utan. Væntumþykja og einlægni voru þitt aðalsmerki. Fyrir það verð ég þér eilíflega þakklát. Það er svo margs að minnast á ekki lengri tíma, aðeins ellefu árum, með þér og fjölskyldunni, sumarferðalögin okkar, samverustundir í Vestur- bergi og síðar Leirubakka, ekki hvað síst eftir fæðingu litla bróður þíns, Böðvars Ingva, sólargeislans þíns og okkar allra sem eftir stönd- um og kveðjum þig með söknuði, er þú leggur upp í þína hinstu sum- arferð. Vertu sæll, kæri vinur. Elsku systir og mágur, íris Dögg, Anna Lovísa og Bövar Ingvi. Missir ykkar er mikill og sár. Guð blessi ykkur öll og styrki. Guðlaug Böðvarsdóttir. STEFÁN VIÐAR JÓNSSON jlxxx nmii, H H Erfidrykkjnr * P E R L A N Sími 562 0200 miiiiirir Attatus binding4ammatíng ✓ Plasthúðun - innbinding ✓ Allur vélbúnaður - og efni ✓ Úrvals vara - úrvals verð CWM J.AS1VWDSSONHR Skipbohi 33.105 Reykjovik, shni 533 3535. Minnismerki úr steini Steinn ér kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BSS. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677 'Vx X’' V;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.