Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 56
OPIN KERFI HF. Sími: 567 1000 HPVectrt 0ripisM$jM§> fi CB> ,45/400 Mikid úrval vidskiptahugbúnadar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTl 85 FIMMTÚDAGUR 4. JÚLÍ 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Lög um raforkuver verða endurskoðuð Engin óvænt úrslit Morgunblaðið/Ámi Sæberg Matvara FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að endurskoða lög um raforkuver, en í lögunum er að finna allar heim- ildir sem Alþingi hefur veitt iðn- aðarráðherra til að ráðast í nýjar virkjanir. Finnur segir þetta nauð- synlegt vegna aukins áhuga stórra orkukaupenda á að byggja stóriðju á íslandi. Þær forsendur sem nú- verandi lög byggi á séu um margt breyttar. Lögin um raforkuver eru að stofni til frá árinu 1981. Þeim var breytt 1990 og iðnaðarráðherra veitt heimild til að byggja nýjar virkjanir ef samningar tækjust við Atlantal-hópinn um byggingu 200 þúsund tonna álvers á Keilisnesi. „Iðnaðarráðherra þarf almennari heimildir til að hægt sé að bregð- ast við í afhendingu á orku með tilliti til þeirra fyrirspurna sem ber- Breytingar á vörugjaldi ESA kann að halda dómsmáli til streitu EFTIRLITSSTOFNUN EFTA (ESA) hefur enn ekki tekið ákvörðun um að draga til baka kæru á hendur íslenzka ríkinu, sem nú er til meðferðar hjá EFTA- dómstólnum, þótt ný lög um vöru- gjald hafí tekið gildi um mánaða- mótin. ísland er fyrsta EFTA-rík- ið, sem kært er til dómstólsins og er tilefnið misbrestur á að laga löggjöf um vörugjald að EES- samningnum, sem tók gildi í árs- byijun 1994. Hákan Berglin, yfirmaður laga- deildar ESA, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrsta skrefíð hjá stofnuninni væri að fara yfír grein- argerð þá, sem íslenzka ríkið sendi dómstólnum síðastliðinn mánudag, en þá rann út frestur íslands til að skila athugasemdum til dóm- stólsins. Greinargerðin hefur ekki borizt ESA. „Við viljum fá að vita hver svör íslenzku ríkisstjómarinn- ar við því, sem við höfum lagt fyr- ir dómstólinn, eru,“ segir Berglin. Nýju lögin breyte engu um það, sem verið hefur Hann segir að tvennt komi eink- um til skoðunar í málinu. „í fyrsta lagi þarf að skoða hvort nýja lög- gjöfin stenzt EES-samninginn. En jafnvel þótt hún geri það, er það staðreynd að langur tími er liðinn frá 1. janúar 1994, þegar þessi löggjöf hefði átt að vera komin í lag, og að allan þennan tíma hefur löggjöf, sem brýtur samninginn, verið í gildi,“ segir Berglin. „Ef við erum áfram ósátt við þá lög- gjöf, sem verið hefur í gildi, er ^mögulegt að við höldum málinu til streitu.“ ast og þeirra samninga sem nást,“ sagði Finnur. Hann sagðist vænta þess að nefndin skilaði áliti í haust og frumvarp yrði lagt fyrir Alþingi fyrir lok ársins. Suðurnesjamenn fá ekki leyfi að sinni Finnur sagði að þessi vinna myndi ekki tefja fyrir mönnum við undir- búning þeirra virkjana sem talað hefur verið um að fara út í, þ.e. við Nesjavelli, Kröflu, Bjamarflag og Hágöngumiðlun. Landsvirkjun hefði þegar fengið heimildir til að virkja og Reykjavíkurborg hefði ákveðið að hefja undirbúning að virkjun á Nesjavöllum. Unnið væri að gerð samnings milli Landsvirkjunar og Reykjavíkurborgar um samrekstur. Hitaveita Suðurnesja hefur ósk- að eftir heimild til að auka raforku- framleiðslu sína og hefur iðnaðar- Spáð góðviðri um helgina VARLA er hægt að hugsa sér betra veður til að vera á sigl- inganámskeiði í Nauthólsvík en var í höfuðborginni í gær. Krakkarnir voru heldur ekki lengi að átta sig á því að gaman væri að busla í blautbúningun- um eða einfaldlega skella sér út í sjóinn í öllum fötum. Ekki er útlit fyrir miklar veðurfars- breytingar á sunnanverðu land- inu um helgina. Skýjað verður um landið austanvert og sums staðar súld eða rigning við ströndina á morgun. Vestan til á landinu verður léttskýjað víð- ast hvar. Hiti verður á hilinu 7 til 17 stig. Að sögn Harðar Þórðarsonar veðurfræðings eru horfur á hægri breytilegri átt og léttskýjuðu veðurfari á sunnudag. ráðherra svarað henni fyrir nokkru. í svarinu segir að ný leyfi til raf- orkuvinnslu yerði ekki gefin út fyrr en nefnd, sem vinnur að endurskoð- un skipulags orkumála, hafí lokið störfum. Finnur var spurður hvort ekki væri óeðlilegt að draga að veita Suðurnesjamönnum leyfi til að virkja þegar staðan væri sú að ekki væri hægt að taka ákvörðun um uppbyggingu nýrrar stóriðju hér á landi vegna skorts á orku. „Ákvörðun um nýja virkjun á Suðurnesjum er mjög stefnumark- andi varðandi allt skipulag orku- mála í landinu og þess vegna er eðlilegt að hún verði ekki tekin fyrr en nefndin lýkur störfum. Hún er núna að störfum og ég veit að þar leitast menn við að vinna hratt og skipulega. Ég vonast eftir að hún skili áliti í haust." JOHN Maddison, nýskipaður sendi- herra Evrópusambandsins á Is- landi, með aðsetur í Ósló, segist þeirrar skoðunar að íslenzk stjórn- völd ættu að hlera hjá aðildarríkjum og framkvæmdastjórn ESB hvort til greina kæmi að búa til sérstaka skilgreiningu um íslenzkan sjávar- útveg innan sameiginlegrar sjávar- útvegsstefnu sambandsins, til þess að gera íslandi kleift að ganga í ESB. „Sem stendur er stefnan skýr; sambandið hefur sameiginlega sjáv- arútvegsstefnu, sem er hluti af lög- FJÓRIR leikir fóru fram í 16-liða úrslitum bikarkeppni KSI i gær- kvöldi. Bikarmeistarar KR sigr- uðu Breiðablik 1:0, íslandsmeist- arar Skagamanna unnu Fram 3:1, Eyjamenn sigruðu Þrótt 3:2 og Keflavík vann FH 2:0 í Keflavík. ■ Þolinmæði/C3-C4 um þess og reglum og öll ný aðildar- ríki verða að samþykkja lög og regl- ur sambandsins. Við samþykkjum í mesta lagi aðlögunartíma að þeim,“ segir Maddison í viðtali við Morgun- blaðið. „Hins vegar — og þetta held ég að ísland ætti að hlera hjá aðild- arríkjunum og framkvæmdastjórn- inni — mætti kanna hvort hægt sé að búa til sérstaka skilgreiningu, eins og við gerðum til dæmis varð- andi íjallalandbúnað og heim- skautalandbúnað. Spurningin er hvort hægt væri að búa til skilgrein- ingu um „Mið-Norður-Atlantshafs- hækkar og lækkar VERÐ á strásykri hækkar um allt að 33% þessa dagana og kíló af strásykri, sem kostaði áður 69 krónur, kostar eftir hækkunina milli 90 og 100 krónur. Þetta stafar af því að 1. júlí sl. tóku gildi breytingar á vörugjaldi á innfluttum vörum og innlendum framleiðsluvörum. Þannig stígur kókómjólkurverð um 4% í byijun næsta mánaðar, sumar tegundir af ávaxtasafa hækka líka í verði. Á hinn bóginn lækkar verð á öðrum vörum eins og gosi í litlum flösk- um, konfekti og súkkulaði. ■ Sykur hækkar um 33%/18 ------» » ♦ Aldrei meira frjó í lofti NÝLIÐINN júnímánuður var sá fijóríkasti frá upphafi fijómælinga í Reykjavík árið 1988. Aldrei hafa mælst jafnmörg súru- og grasfijó í júnímánuði, en gras og súrur eru þeir plöntuhópar sem helst valda fijónæmi hér á landi. Þetta kemur fram í yfirliti um fijómagn í Reykjavík í júní, sem Margrét Hallsdóttir, jarðfræðingur á Raunvísindastofnun Háskólans, hefur gert. ■ Fijómagn í Iofti/6 fiskveiðar" eða eitthvað því um líkt, sem augljóslega ætti aðeins við um ísland." Tilhneiging til að víkja hluta stefnu til hliðar Maddison segist ekki vita svarið við þessari spurningu sjálfur; senni- legt sé að nú um stundir sé það neitandi. Þó sé tilhneiging til þess innan Evrópusambandsins að víkja hluta stefnu þess til hliðar gagnvart einstökum aðildarríkjum. ■ Sérskilgreining/8 Morgunblaðið/RAX Sendiherra ESB um hugsanlega aðild íslands Kanna ætti sérskilgrein- ingu fyrir sjávarútveg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.