Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Morgunblaðið/Golli ARNFINNUR R. Einarsson við eitt verka sinna. Amfinnur í Nýlistasafninu NÚ STENDUR yfir sýning á verkum Arnfínns R. Einarssonar í Nýlista- safninu, en þar sýna einnig finnska listakonan Marianna Utinen og Hol- lendingarnir Ingrid Dekker og Gé Karen van der Sterren. Arnfinnur sýnir á neðri hæð ný- listasafnsins, bæði í forsal og í gryfju. Leiðarstef verkanna í forsal er, eins og segir í sýningarskrá, „eyðiiegging sem leiðir til sköpunar og aftur eyðileggingar og sköpun- ar ..." „Hversdaglegir hlutir eru notaðir sem hráefni og umbreytt með myndbands- og tölvutækni og gefið nýtt líf, einhvers konar endur- vinnsla og má segja að aliar mynd- irnar séu ákveðin skref úr þróunar- ferli umbreytingarinnar, með inn- komu nýrra þátta.“ í forsal eru fimm myndir og segir Arnfinnur að hann klippi út augnablik í endur- sköpuninni. „Þetta er eins og að taka kvikmynd og klippa út há- punktana úr henni. Ég lít á þetta sem hráefni, rétt eins og þegar maður finnur stein í náttúrunni og formar hann með ákveðnum hætti,“ segir Arnfinnur. Þessi nýja tækni er annarri tækni betri í því að varðveita áhugaverð skref úr þróunarferlinu að mati Arnfinns. „Þarna fæst ég við bæði anda og efni um leið og ég tek ljós- myndir af augnablikum endursköp- unarinnar," segir Arnfinnur. í gryfjunni getur að líta fjóra sjón- varpsskjái tengda myndbandstækj- um, en viðfangsefni Arnfinns með þeirri aðferð er formrænt gildi hreyf- ingarinnar. „Hreyfingin er aðalefni- viður verksins og með því að hreyfa myndbandstökuvélina þá er hægt að varðveita hreyfínguna án þess að hluturinn sem hreyfist sjáist. Ég nota hljóðgervil til að undirstrika formið en í heild má segja að ég sé að búa til skúlptúra úr hreyfingu," segir Amfinnur. í sjónvarpsskjáun- um eru annars vegar óreglulegar hreyfingar og hins vegar reglulegar hreyfingar, en þessum efniviði er raðað saman á nokkra vegi. „Þetta eru eingöngu formræn fyrirbæri en ekki fígúratív og þetta er mjög áhugavert því hreyfingin lifir bara í tíma og minnir mig á eitthvað and- legt og efnislaust," segir Amfínnur. Marianna Utinen er ein þekktasta listakonan í Finnlandi af yngri kyn- slóðinni. Á efri hæðinni í Nýlistasafn- inu era verk eftir hana, bæði hljóð- verk og ljósmyndir auk málverka. Þess má geta að Listasafn Íslands hefur keypt tvær veggmyndir og eina ljósmynd eftir Utinen. Sýningu listamannanna í Nýlista- safninu lýkur á sunnudag. TONLIST Tó n I e i ka r PULP Tónleikar bresku hljómsveitarinnar Pulp í Laugardalshöll 2. júlí. Einnig léku átónleikunum íslensku hljóm- sveitimar Botnleðja, Funkstrasse, Spoon og SSSól. Áhorfendur voru nokkuð á fimmta þúsund. LOKAPUNKT Listahátíðar í Reykjavík setti breska poppsveitin Pulp í Laugardalshoil á þriðjudag. Margir höfðu spáð því að þeir tón- leikar myndu fara illa, þvi tvennir popptónleikar höfðu þegar farið fram með stuttu millibili; David Bowie lék 20. júní og Björk Guð- mundsdóttir 21. Það var þó öðru nær, því aðsókn var afskaplega góð. Stemmningin í höllinni var líka geysimikil og greinilegt að allir skemmtu sér hið besta. Leiðtogi Pulp, Jarvis Cocker, er meðal annars frægur fyrir að vera meinhæðinn og hnyttinn í tilsvöram og textar hans skipa miklu máli í lögum Pulp, meginmáli á köflum. Uppistaða textanna er fornar ástir sem Cocker skoðar með írónískum trega; til að mynda íjallaði fyrsta uppklappslag tónleikanna, Disco 2000, um ástarsamband sem aldrei komst af stað en vekur ljúfsárar minningar þegar söguhetjurnar hafa búið sér líf hvor í sínu lagi og ekkert sem sameinar lengur nema minningarnar. Þriðja lag tónleik- anna fjallaði einnig um ástina á Fornar ástir meinhæðinn hátt og það vakti mikla hrifingu þegar Jarvis Cocker kynnti lagið á bjagaðri íslensku; „manstu fyrsta skiptið" spurði hann og ung- mennin ærðust. Eftirminnilegur er flutningur hljómsveitarinnar á laginu Sorted for E’s & Wizz, þar sem Cocker tekur reifmenninguna og fylgifisk hennar, dópneysluna, og dregur sundur og saman í háði, ekki síst draumóra um að dópið muni auka fegurð og hamingju og skapa bræðralag á jörðu; þegar rennur af reifgestinum kemst hann að því að hann er einn -og verr staddur en fyrir vímuna. Gamalgróin stéttaskipting og fordómar fá einnig til tevatnsins, eins og glöggt má heyra í vinsæl- asta lagi hljómsveitarinnar, Comra- on People, sem segir frá miðstéttar- stúlku sem langar að deila kjörum með alþýðunni um stund sér til skemmtunar. Þá ætlaði allt af göfl- um að ganga í Höllinni, allir tón- leikagestir virtust kunna textann út í æsar og sungu með af kappi samtímis því að þeir stukku upp og niður í takt við tónlistina. Nokk- uð datt stemmningin niður þegar hljómsveitin flutti lög af eldri plöt- um, eða lög af nýjustu plötu sinni sem ekki hafa náð almennum vin- sældum. Gleði gesta var hinsvegar hamslaus þegar þekktari lög komu, eins og Sorted for E’s & Wizz, áðurnefnt fyrsta skipti, Disco 2000 o.fl. Hljóðfæraskipan Pulp er óvenju- leg meðal annars fyrir fiðluleik, en einnig eru hljómborð notuð á óvenju- legan hátt ýmist til að gefa tívolí- stemmningu, eða reifstuð, eða 'kirkjuorgelblæ, eða herma eftir geimskipum í lendingu. Tónlistin er grípandi popp, á köflum með sér- kennilegum hljómagangi eða takt- skiptingum; sum laganna frumstæð og stundum ber andinn efnið ofur- liði, en önnur bráðgrípandi og undir- strika textann meistaralega. Lík- lega var besta lag tónleikanna Bar Italia, síðasta lagið, sem sagði enn frá einmanaleikanum; eins konar existentíalísk úttekt á lífinu og til- brigði við fornar ástir - maðurinn er alltaf einn Framkvæmd tónleikanna var öll til fyrirmyndar og sómi af. Eina sem skyggði á var sá orðrómur sem gekk ljósum logum að hljómsveitin Blur myndi troða upp á tónleikun- um, sem hver sá þó í hendi sér að væri útilokað. Fjölmiðlar ýttu nokk- uð undir þennan orðróm og ekki bætti úr þegar hljómsveitarmeðlimir Pulp tóku sjálfir undir í viðtölum. Kannski hafði þetta eitthvað að segja um aðsóknina, en víst var enginn svikinn af tónleikum Pulp þó hvergi sæist þar Blur-liði. Árni Matthíasson Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Sumartónleikar í Skálholtskirkju 1996 að hefjast Jónas og Hildigunnur staðartónskáld Ingólfsdóttir leika só- nötur fyrir fiðlu og sembal. Bachsveitin í Skálholti flytur kant- ötur Bachs ásamt ein- söngvurum og frum- flutt verður ný messa. Erlendir gestir Erlendir gestir sækja Skálholtskirkju jafnframt heim, þeirra á meðal hollenski fiðluleikarinn Jaap Schröder, blokk- flautuleikarinn Marijke Miessen og Hildigunnur Jónas semballeikarinn Glen Rúnarsdóttir Tómasson FYRSTA tónleikahelgi sumarsins á vegum tónlistarhátíðarinnar Sum- artónleikar í Skálholtskirkju hefst laugardaginn 6. júlí næstkomandi. í boði verða tónleikar fímm helgar í júlí- og ágústmánuði og verður tónleikahaldið með svipuðu sniði og undanfarin ár, þ.e.a.s. tónleikar era á laugardögum kl. 15 og kl. 17 og eru aðrir tónleikamir endurteknir á sunnudögum kl. 15. Messa er kl. 17 sunnudaga með þátttöku tónlist- arfólksins. Erindi tengd tónleika- haldinu verða flutt í Skálholtsskóla á laugardögum kl. 14. Aðgangur er ókeypis. Sumartónleikar í Skálholtskirkju leggja nú af stað inn í nýjan áratug tónlistarhalds með spennandi dag- skrá eftir vel heppnaða 20 ára af- mælishátíð síðasta árs, að sögn Arngeirs Heiðars Haukssonar, framkvæmdastjóra hátíðarinnar. Sem áður eru meginviðfangsefnin barokktónlist á upprunaleg hljóð- færi og frumflutningur á nýrri ís- lenskri tónlist. Staðartónskáldin era tvö, þau Hildigunnur Rúnarsdóttir og Jónas Tómasson, og flytjendur tónlistarinnar fjölmargir, innlendir sem erlendir. Sönghópurinn Hljómeyki heldur hátíðartónleika í tilefni 10 ára sam- starfs við Sumartónleika í Skál- holtskirkju. Bryndís Halla Gylfa- dóttir leikur einleiksverk fyrir selló og Svava Bernharðsdóttir og Helga Wilson frá Þýskalandi, semballeikarinn William Heiles frá Bandaríkjunum og harðangurfiðlu- leikari frá Noregi, Alf Tveit. Dag- skráin verður annars sem hér segir: 1. helgi, 6. og 7. júlí. Kári Bjarna- son flytur erindi: Af skrifuðum skræðum er fátt að frétta. Um kvæðabók sr. Ólafs Jónssonar á Söndum (1560-1627). Svava Bern- harðsdóttir og Helga Ingólfsdóttir leika sónötur fyrir fiðlu og sembal BWV 1015-1017 eftir J. S. Bach. Bryndís Halla Gylfadóttir leikur einleiksverk fyrir selló eftir J.S. Bach og B. Britten. 2. helgi, 13. og 14. júlí. Sr. Krist- ján Valur Ingólfsson flytur erindi um samspil trúar og tónlistar. Sönghópurinn Hljómeyki heldur hátíðartónleika í tilefni 10 ára sam- starfs við Sumartónleika í Skál- holtskirkju. Flutt verða verk eftir J.S. Bach, B. Britten, F. Mendelsohn og Jón Nordal. Frumflutningur tónverks- ins Þrír Davíðssálmar eftir Hildi- gunni Rúnarsdóttur fyrir kór og orgel. Hljómeyki og Douglas A. Brotchie flytja. Stjórnandi: Bern- harður Wilkinson. 3. helgi, 27. og 28. júlí. Hans Jóhannsson flytur erindi um þróun strokhljóðfæra frá endurreisnar- tíma fram á okkar daga. Jaap Schröder leikur einleiksverk fyrir fiðlu eftir J.S. Bach og H.I.F. Bi- ber. Margrét Bóasdóttir sópran, Ólafur Kjartan Sigurðsson bassa- baríton og Bachsveitin í Skálholti flytja kantötur BWV 32 og 58 eftir J.S. Bach undir stjórn Jaaps Schröders. 4. helgi, 3., 4. og 5. ágúst. Versl- unarmannahelgin. Jónas Tómas- son flytur forspjall um messu sína. Frumflutningur messu eftir Jónas Tómasson fyrir sópran, fimm karlaraddir og barokkhljóðfæri. Margrét Bóasdóttir, Voces Thules og Bachsveitin í Skálholti flytja verk undir stjórn Gunnsteins Ólafs- sonar. William Heiles semballeikari leikur fyrra hefti Das Wohltem- perierte Klavier eftir J.S. Bach og Alf Tveit, harðangursfiðluleikari flytur norræn kirkjuverk og tón- verk frá Telemark. Voces Thules- hópurinn syngur tíðasöng í Skál- holtskirkju. 5. helgi, 10. og 11. ágúst Glen Wilson flytur erindi: Endurfundir Bachs og Buxtehude í Liibeck og Skálholti. Glen Wilson leikur semb- alvérk eftir D. Buxtehude. Marijke Miessen og Glen Wilson leika só- nötu BWV 1017 fyrir blokkflautu og sembal og tríósónötur BWV 525 og 527 eftir J. S. Bach.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.