Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 29
IMIÐLUN
jyðri-Hág-öngu yfir lónstæðið.
úonarskarð
Bárðarbunga
í niðurstöðu skipulagsstjóra kem-
ur fram að samanburður á kostum
til orkuöflunar sé mjög takmarkaður
í frummatsskýrslunni. Stækkun Þór-
isvatns sé nefnd en aðeins greint frá
því að þaðan fáist um 130 GWh/a
á móti 196 GWh/a með Hágöngum-
iðlun og að kostnaður sé svipaður.
Þar af leiðandi sé Hágöngumiðlun
hagkvæmari kostur. Engin lýsing
sé á umhverfisáhrifum vegna stækk-
unar á Þórisvatsmiðlun né þau met-
in eða borin saman við áhrif Há-
göngumiðlunar. í framkomnum
gögnum sé ekki fjallað um gildi
svæðisins, sem eins af fáum háhita-
svæðum á hálendi landsins, og á það
jafnt við um orkunýtingu og vernd-
argildi vegna annarra sjónarmiða,
svo sem lífríkis eða aðdráttarafls
fyrir ferðamenn.
Skipulagsstjóri segir í niðurstöðu
að vinnuvegum á framkvæmda-
svæðinu þurfi að halda í lágmarki
og skipuleggja legu þeirra frá byrj-
un. Hluti þeirra fari undir vatn í
miðlunarlóninu en aðrir verða fjar-
lægðir samkvæmt frummatsskýrsl-
unni. Lýsing á námusvæðum sé tak-
mörkuð og ekki hægt að átta sig á
afmörkun námasvæða, sem verða
ofan vatnsborðs við miðlunarlónið.
Lagning vinnuvega, tilhögun allrar
efnistöku og frágangur í verklok
þurfi að verða í samráði við Náttúru-
verndarráð.
segir að ráðist skuli í frekara mat
á fyrirhugaðri byggingu Há-
göngumiðlunar. Þar komi fram
niðustöður kortlagningar á náttúru-
minjum, sem unnin Verði í samráði
við Náttúruverndarráð. Ennfremur
niðurstöður rannsókna á lífríki á
áhrifasvæði framkvæmdarinnar,
niðurstöður rannsókna á lífríki
tengdu jarðhita á áhrifsvæði fyrir-
hugaðs miðlunarlóns í Köldukvíslar-
botnum er nái til örvera í hverum,
gróðurfars og dýralífs. Niðurstöður
viðnámsmælinga á jarðhitasvæðinu
komi fram og mat á afli og orku-
getu háhitasvæðisins í Köldukvísl-
arbotnum og niðurstöður úttektar á
lífríki Köldukvíslar ofan Sauðafells-
lóns í samráði við Veiðimálastofnun.
Þá komi fram niðurstöður skoðun-
ar, þar sem farið yrði með fulltrúa
Náttúruverndarráðs um fyrirhugað
vegarstæði aðkomuvega og annarra
vega tengdum framkvæmdinni.
Lega aðkomuvegarins verði sýnd á
korti eða loftmynd. Jafnframt niður-
stöðum samanburðar á umhverfis-
áhrifum Hágöngumiðlunar og
stækkunar Þórisvatnsmiðlunar eða
annarra kosta sem Landsvirkjun
telur til greina koma í stað Há-
göngumiðlunar.
Úrskurðurinn verði
felldur úr gildi
sandar eða
dllt náttúra
Það er því fráleitt að loka stíflunni,
hún á að vera opin fyrir umferð.
Þá mundi opnast þama merkileg
hringleið: Veiðivötn — Jökulheimar
— Hágöngulón — Sprengisandsveg-
ur. Eins og allir vita minnka vegir
hættu á utanvegarakstri og bættar
samgöngur minnka gistiþörf á há-
lendinu, sem aftur minnkar þörf á
fjallaskálum og öðrum mannvirkjum
á hálendinu."
Aðgengi verði tryggt
að Vonarskarði
Tólf athugasemdir bárust frá ein-
staklingum, þar sem farið er fram
á að tryggt verði aðgengi að Vonar-
skarði að sunnan með tilkomu Há-
göngumiðlunar. Nokkur umferð
jeppa sé um Vonarskarð seinni hluta
sumars og á haustin, svæðið sé mjög
sérstakt, ekki síst vegna litadýrðar,
hverasvæðis og gróðurfars. Farið
er fram á að stíflan við Syðri-
Hágöngu verði opin bflum allt árið
til að auðvelda leið frá Hágöngum
suður í Jökulheima. Þyrfti þá ekki
að fara yfir Sveðju eða Köldukvísl,
sem eru farartálmar, auk þess sem
auðveldara yrði að komast á Vatna-
jökul.
Niðurstaða skipulagsstjóra
Skipulagsstjóri ríkisins kemst að
þeirri niðurstöðu eftir að hafa metið
þau gögn, sem lögð hafa verið fram,
að í svörum framkvæmdaaðila komi
fram að gerðar hafi verið ítarlegar
rannsóknir á jarðfræði svæðisins og
að miðlunarlónið sé ekki talið spilla
merkum jarðfræðiminjum, sem
tengjast berg- eða jarðgrunni. Þrátt
fyrir að til sé jarðfræðikort af svæð-
inu þurfi að fara fram frekari úttekt
á náttúruminjum þar eins og Nátt-
úruverndarráð bendi á. Ljóst sé að
jarðhitasvæðið í Köldukvíslarbotn-
um, sem sérstakt náttúrufyrirbæri,
muni hverfa undir vatn mestan hluta
ársins. Eiginleikar svæðisins hafi
verið kannaðir að vissu marki en
viðnámsmælingar vanti til að kanna
umfang svæðisins og orkugetu. Þær
sé hægt að framkvæma síðar, að
mati Orkustofnunar, óháð gerð miðl-
unarlónsins. Orkustofnun telji að
ekki komi til nýtingar á háhitasvæð-
um á miðju hálendi fyrr en eftir
nokkra áratugi og að þá megi hætta
rekstri miðlunarlónsins þyki það
hagkvæmur kostur.
Vatnafar svæðisins hafi verið
kannað ítarlega og er ástæða til að
vekja athygli á ábendingu Orku-
stofnunar um að gera þurfi sérstak-
ar ráðstafanir gagnvart miklum leka
úr ióni við Hágöngur inn í Hágöngu-
hraun en í frummatsskýrslunni sé
talað um fáeina rúmmetra á sekúndu
og ekki lýst sem vandamáli, segir í
niðurstöðu skipulagsstjóra. Fram
kemur að litlar upplýsingar liggi
fyrir um lífríki svæðisins. Aform séu
uppi um gróðurúttekt á svæðinu og
lauslega skráningu á dýralífi áður
en miðlunin taki til starfa. Náttúru-
verndarráð bendi á að kanna þurfí
gróður í lónsstæðinu auk þess sem
bent er á að safna þurfi gögnum
um tegundir og útbreiðslu há-
plantna, mosa, fléttna og sveppa,
meta gróðurfar svæðisins og gera
af því nákvæmt gróðurkort. Vakin
er athygli á að það sé matsatriði
hvort æskilegt sé eða eftirsóknar-
vert, út frá villtri náttúru landsins,
að búa til fleiri hálendisvötn á tak-
mörkuðu svæði. Hjá Landsvirkjun
komi fram að fram eigi að fara yfir-
litskannanir á gróðri, sem leiða
muni í ljós hvort frekari rannsókna
er þörf. Þá segir: „Þar sem miðlunin
mun gjörbreyta lífsskilyrðum á því
svæði sem fer undir vatn verður að
fara fram ítarleg úttekt á lífríki á
þurru landi, lindalækjum og í hver-
um. Þannig munu liggja fyrir upp-
lýsingar um hvað þar er að finna
og kemur til með að tapast með til-
komu lónsins."
Úttekt á lífríki
í niðurstöðu skipulagsstjóra segir
að gera þurfi úttekt á lífríki Köldu-
kvíslar ofan Sauðafellslóns svo sem
Veiðimálastofnun leggi til. Lands-
virkjun hafi upplýst að framkvæmd-
in hafi ekki í för með sér breytingar
á vatnafari, sem leiði til þess að
bleikja komist inn á svæðið, þar sem
eingöngu er urriði fyrir.
Samkvæmt upplýsingum Lands-
virkjunar mun flatarmál þess svæðis
minnka, sem aurburður getur fokið
af, eftir að rekstur miðlunarinnar
hefst auk þess sem hækkun grunn-
vatns umhverfis lónið er talin geta
dregið úr sandfoki. Búast megi við
því að jökulleir setjist fyrir í lóninu
á stærra svæði en hann er mjög
fokgjarn og má því gera ráð fyrir
allmiklu foki úr lónsstæðinu þegar
lítið er í því. Full ástæða sé til að
fylgjast með breytingum hvað fok
varðar.
Skipulagsstjóri bendir á að í frum-
matsskýrslunni komi fram að stíflan
verði ekki opin almennri umferð
ökutækja og að Náttúruverndarráð
taki undir það. í athugasemdum sé
bent á að verði heimilt að
aka yfir stífluna auðveldi
það akstur suður í Jök-
ulheima og á Vatnajökul,
þar sem ein af fáum færu
leiðum upp á hann sé upp
Kvísláijökul. Svæðinu með vestur-
hlíðum Vatnajökuls er lýst sem mik-
illi auðn, með ýmsum merkum nátt-
úruminjum, allt suður til Veiðivatna.
Vegur mun liggja að stíflunni að
norðvestan en enginn vegur er á
svæðinu suðaustan hennar til að
taka við hugsanlegri umferð.
Vegarstæðið verði skoðað
Skipulagsstjóri segir og að nauð-
synlegt sé að Landsvirkjun fari með
fulltrúa Náttúrurverndarráðs um
fyrirhugað vegarstæði, það verði
skoðað af nákvæmni þannig að ljóst
verði hvemig vegurinn muni fara í
landinu. í framhaldi verði veglínan
ákveðin í samráði við Náttúruvernd-
arráð. Fram kemur að nokkur óvissa
virðist ríkja um uppbyggingu vegar
yfír Sprengisand, framtíð Kvísla-
veituvegar og eignarhald og viðhald
vega, sem Landsvirkjun hefur lagt.
Vegurinn, sem um er að ræða, virð-
ist í fljótu bragði ekki hafa áhrif á
legu framtíðarvegar yfír Sprengi-
sand. Svo virðist sem auka þurfí
samráð milli Landsvirkjunar og
Vegagerðarinnar um végi á virkj-
anasvæðum á hálendinu og vegamál
á hálendinu þurfí að taka föstum
tökum.
Um stefnumörkun segir í niður-
stöðu skipulagsstjóra að Náttúru-
verndarráð bendi á að meta þurfi í
heild umhverfisáhrif virkjanafram-
kvæmda á hálendi landsins. Veiði-
málastjóri bendi á að úttekt á lífríki
Köldukvíslar tengist nauðsynlegri
heildarúttekt miðlunarframkvæmda
á svæðinu og nefnir í því sambandi
Norðlingaölduveitu. Vert sé að mati
skipulagsstjóra að fjalla um þessar
ábendingar, því eins og komi fram
í svörum Landsvirkjunar sé það hag-
kvæmni kosta við að fullnægja þörf
hveiju sinni, sem mestu ræður um
hvar raforkukerfið er styrkt hveiju
sinni.
Þá segir: „Á sama hátt og útreikn-
ingar á arðsemi, grunnrannsóknir á
jarðfræði og vatnafari fara fram
vegna virkjanahugmynda þarf að
kanna önnur svið umhverfísmála,
svo sem lífríki. Gera þarf grein fyr-
ir þeim í tíma þannig að umræðan
um virkjanakosti, með tilliti til um-
hverfísáhrifa, sé möguleg. Með því
væri einnig betur hægt að tryggja
að fyrir lægi ásættanlegur upplýs-
ingagrunnur þegar framkvæmd er
tilkynnt vegna mats á umhverfís-
áhrifum."
Frekara mat á
umhverfisáhrifum
í lokin segir skipulagsstjóri að af
framlögðum gögnum megi ráða að
fram þurfí að fara margþættar rann-
sóknir og veruleg gagna-
söfnun. I ljósi þess hversu
víðtækar rannsóknir eigi
eftir að fara fram og óljóst
sé um niðurstöður þeirra
skuli fara fram frekara
mat á umhverfisáhrifum. Það sé
gert til þess að hægt sé að fjalla
um framkvæmdina á nýjan leik í
ljósi niðurstaðna frá frekari rann-
sóknum og ýtarlegri upplýsingum.
Úrskurðarorð
í úrskurðarorðum skipulagsstjóra
Landsvirkjun hefur kært til um-
hverfísráðherra úrskurð skipulags-
stjóra. Er þess krafist að úrskurður-
inn verði felldur úr gildi og að fallist
verði á Hágöngumiðlun á grundvelli
frumathugunar um mat á umhverfis-
áhrifum, sem Landsvirkjun hafí látið
gera. Til vara er þess krafíst að fall-
ist verði á Hágöngumiðlun með skil-
yrðum, sem séu skýr og feli ekki í
sér óhæfílegan kostnað né ótímabær-
ar rannsóknir.
Fram kemur að Landsvirlq'un telji
að umsögn Náttúruvemdarráðs sé
ráðandi í niðurstöðu skipulagsstjóra
og að þar sé ekki lagt sjálfstætt mat 1
á umsagnir og athugasemdir, eins
og skipulagsstjóra beri að gera.
Skipulagsstjóra sé óheimilt að nota
vald sitt til að framkvæma stefnumið
einstakra aðila, eins og Náttúru-
vemdarráðs, varðandi nýtingu há-
lendisins. En svo virðist hafa verið
gert í þessu tilviki. Þá sé það afar
óeðlilegt að skipulagsstjóri skuli
skikka Landsvirkjun til að fram-
kvæma ákveðnar rannsóknir í sam-
starfi við Náttúruvemdarráð og
Veiðimálastofnun en þær stofnanir
séu lögboðnir umsagnaraðilar. Þær
hafi hagsmuni af því að fá verkefni,
þar sem þeim sé í raun í sjálfsvald
sett hvert skuli vera umfang viðkom-
andi rannsóknar og hvað hún skuli
kosta.
Þá telur Landsvirkjun að mjög
skorti á rökstudda greinargerð af
hálfu þeirra umsagnaraðila, sem hafa
verið ráðandi um niðurstöðu skipu-
lagsstjóra, og að sömu aðilar, Nátt-
úmvemdarráð og Hollustuvemd rík-
isins, hafí farið langt út fyrir verk-
svið sitt í umsögnum. „Þær umsagn-
ir geti því ekki talist lögmætur gmnd-
völlur fyrir úrskurði skipulagsstjóra
ríkisins.“
í niðurlagi kæmnnar segir að ljóst
sé að skipulagsstjóri hafi farið offari
í úrskurði sínum og ekki tekið tíllit
til réttmætra hagsmuna Landsvirkj-
unar. Augljóst sé af úrskurðinum að
sjónarmið náttúmvemdarsinna séu
látin ráða niðurstöðunni og að rök-
stuðningur sé ekki fullnægjandi. Loks
segir: „Óll málsmeðferð hefur verið
tímafrek og þung í vöfum. Mikil
gagnaöflun hefur þegar átt sér stað
og segja má, að umbjóðandi minn
[Landsvirkjun] hafí nú þegar lagt
fram allar þær upplýsingar og gögn,
sem með sanngirni má ætlast til af
honum. Ekki er hægt að réttlæta
seinkun á meðferð málsins með því
að krefjast órökstuddra rannsókna
og á gmndvelli þeirrar kröfu úr-
skurða þörf fyrir frekara mat. Stað-
reyndin er að verið er að fjalla um
kalda eyðisanda þar sem er fáskrúð-
ugt gróðurfar og dýralíf. Um er að
ræða hagkvæman virkjunarkost.
Sanngjamt og eðlilegt hagsmunamat
hlýtur því að leiða til þess að fallist
sé á þessa framkvæmd á gmndvelli
framlagðrar skýrslu um mat á um-
hverfisáhrifum."
Aðgengi verði
tryggt að
Vonarskarði