Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 19 Ísbíll sem ekið er um Suðurland Oft koma húsfreyjurnar með nýbakaðar pönnukökur út á hlað ÞAÐ minnti óneitanlega á útlönd að sitja í steikjandi hita í Brekkuskógi í síðustu viku og sjá síðan ísbílinn renna í hlað og hringja bjöllu til að vekja frekari athygli á sér. Börnin þustu að foreldrum sínum og báðu um peninga og tóku síðan á sprett að bílnum og fjárfestu í íspinna til að svala þorstanum. Eftir stutt stopp hélt hann síðan áfram á næsta stað. G. Sigurður Jóhannesson ekur um á ísbíl og heimsækir milli fimmtíu og áttatíu sveitabæi á dag auk sumar- húsahverfa. „Það eru þijú ár síðan byijað var að aka ísbílnum um sveit- ir Árnes-. og Rangárvallasýslu yfir sumartímann. Bæði er farið á sveitabæina og einnig í sumarhúsa- hverfin", segir hann. Enn sem komið er hefur fyrirtækið sem er á Seltjam- amesinu einn ísbíl til umráða. Þegar komið er að sumarhúsum hringir hann ávallt bjöllu en þegar hann rennur í hlað á sveitabæjum er það óþarfí og oft er það að hús- mæðurnar koma á móti honum út á hlað með nýbakaðar pönnukökur eða a'nnað bakkelsi og ijúkandi kaffi eða bjóða honum jafnvel inn í kaffisopa. Hann segist aðallega selja sum- arhúsafólkinu ís-, og frostpinna í stykkjatali, dagblað eða frosnar pizz- ur en fólkið á sveitabæjunum nýtir sér tiiboð á stærri íspakkningum og pinnum í kassatali. „Þetta getur verið mjög skemmti- legt og ég tala ekki um ef ég er með hjálparmann", segir hann en bróðursonur hans Logi Björnsson var með honum í þetta skipti. Morgunblaðið/grg G. SIGURÐUR Jóhannesson ásamt bróðursyni sínum Loga Björnssyni. GLÆNYR HUMAR Einnig stórlúða, villtur lax, skötuseíur og silungur. Tilvalið á grillið um helgina. FISKBÚÐIN HÖFÐABAKKA 1 - GULLINBRÚ - SÍMI587 5070 - kjarni málsins! Jarðarber á 75 eða 149 kr. UNDANFARIÐ hefur verð á jarðarbeijum lækkað mikið en verið afar mismunandi milli verslana. Á meðan ein verslun selur 250 gramma jarðarbeija- öskju á 75 krónur kostar hún 149 krónur á næsta stað. Verðið hef- ur líklega aldrei verið eins lágt á jarðarbeijum hérlendis en þau eru tollfijáls. Við seljum 250 grömm af jarð- arberjum á 149 krónur“, segir Örn Kjartansson sölustjóri hjá Hag- kaup. „Þetta eru fersk ber frá Belgíu sem við fáum með flugi tvisvar í viku. Verðið hefur verið hærra en venjulega vegna kulda í Evrópu en hefur nú lækkað að undanförnu. “ Hann segir að síðan selji þeir jarðarber í 500 gramma pakkn- ingum. „Askjan af þeim beijum. er á 299 krónur en um er að ræða amerísk ber sem við fáum með flugi frá Kaliforníu. Þetta eru allt önnur ber en þau sem eru frá Belgíu. Kirsuber eru á 189 krónur 250 grömm en þau koma frá Kalifor- níu og 340 grömm af blábeijum sem koma frá New Jersey kosta 198 krónur. Eiríkur Sigurðsson hjá 10-11 verslununum segir að sér hafi lengi fundist verðlagning á jarðar- beijum há og haldið því fram að hægt væri að lækka verðið til muna ef mikið magn væri keypt í einu. I fyrrasumar ákvað hann að prófa að kaupa mikið magn með flugi vikulega og selja á lægfra verði en tiðkast hafði hér- lendis. Eiríkur selur 250 gramma öskju af jarðarbeijum á 75 krónur þessa dagana en berin fær hann frá Belgíu. - Selurðu jarðarberin með tapi? „Nei það geri ég ekki. Við höf- um ekki mikið upp úr þessu, en seljum berin í miklu magni og höfum ánægða viðskiptavini fyrir bragðið. Jarðarber koma til landsins með flugi og hver dagur skiptir máli upp á ferskleika. Þau þola lítið hnjask og koma pökkuð, slíkur flutningur er dýr en á móti kemur að verðið á beijunum er hagstætt um þessar mundir." Kryddið kjúklingana með kjúklingakryddi og brúnið vel á pönnu. Látið í stórt eldtast form. Kjúklingabitar i ofni með beikoni og sveppum Ferskir kjúklingar eru til niðurhlutaðir og eru níu bitar í pakka. Reiknið þrjá bita á mann. Steikið saman beikonið, laukinn, hvítlaukinn og sveppina í olífuolíunni. Hellið rauðvínsedikinu og sykrinum yfir. Setjið tómatsósuna út í. (Athugið að það er ekki átt við tómatketchup). Hellið kjúklingasoðinu yfir og að síðustu ferskum basilikum- blöðunum. Hellið yfir kjúklingabitana og bakið allt saman við 175 gráður í ofni í u.þ.b. einn tíma. Berið fram með hrisgrjónum, góðu salati og hvitlauksbrauði. - fUrlrflölsbflduna- óOOtökirá 45 dögum! Örgjörvi: Tiftíðni: Vinnsluminni: Skjáminni: Haródiskur: Geisladrif: Hátalarar: Skjár: Diskadrif: Fylgir með: PowerPC 603RISC 75 megarið 8 Mb 1Mb DRAM 800 Mb Apple CD600Í (fjórhraða) lnnbyggðir tvíóma hátalarar Sambyggður Apple 15" MultiScan Les gögn af Pc disklingum Sjónvarpsspjald sem gerir kleift að horfa á sjónvarpið í tölvunni auk þess sem hægt er að tengja við hana myndbandstæki eða upptökuvél, taka upp efni, vinna meó það og setja eigin myndir í mismunandi skjöl. Composite og S-VHS inngangar. Fjarstýring Mótald með faxi og símsvara Apple Design Keyboard System 7.5.1 sem að sjálfsögðu er allt á íslensku Hið fjölhæfa ClarisVíbrks 30 sem einnig er á íslensku. í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, t\ö teikniforrit, gagnagrunnur og samskiptaforrit k Apple-umboðið Skipholti 21 • Sími 511 5111 • Heimasíðan: http://www. apple. is Staðgreitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.