Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Yfirbyggt skauta- svell í Reykjavík FRÁ ÞVÍ Reykjavík- urlistinn tók við stjórn- artaumunum í borginni hefur borgarstjómar- flokkur hans unnið hörðum höndum í hin- um ýmsu málaflokk- um. Allir þekkja það mikla uppbyggingar- starf sem nú á sér stað í skóla og dagvistar- málum en ekki hefur verið lögð eins mikil áhersla á kynningu á öðrum málaflokkum. Því fer þó ú'arri að ein- hver lognmolla sé ann- ars staðar. Það er réttmæt gagnrýni sem komið hefur fram þess eðlis að borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans hafi ekki staðið sig í stykkinu með að kynna þau mörgu framfaramál sem verið er að vinna að. Úr því skal reynt að bæta nú varðandi það sem snýr að íþróttamálum. Nú nýlega var samþykkt í stjóm íþrótta og tómstundaráðs og síðan í borgarráði tillaga um að ganga til samninga við íþróttabandalag Reykjavíkur um yfirbyggingu á skautasvellinu í Laugardal. Sýnt Steinunn V. Óskarsdóttir ISVELAR Wrir veitinja*/. a0/°B matvas'®^ KÆLITÆKNIii Skógarhlíð 6, sími 561 4580 hefur verið fram á það með gildum rökum að nýtingartími svellsins verði mun betri með yfirbyggingu og allur rekstur hagkvæmari. í kosningabaráttuni 1994 var talað um mik- ilvægi yfirbyggingar og á síðustu tveimur árum höfum við unnið að því að kanna hvern- ig hægt væri að byggja yfir núverandi svell á sem hagstæðastan og bestan hátt. Megin- áherslan í þeirri vinnu sem unnin hefur verið er að yfirbyggingin sé einföld að gerð en þó þannig að hún uppfylli allar kröfur sem gerðar eru til slíkra mannvirkja. Vonir standa til að hægt verði að hefja fram- kvæmdir fljótlega þannig að Reyk- vikingar og skautaáhugafólk geti skautað í nýrri yfirbyggðri skauta- höll í upphafi árs 1997. Samningsdrög þau sem nú liggja fyrir fela í sér að íþróttabandalag Reykjavíkur, samnefnari íþróttafé- laganna í borginni, tekur að sér allan rekstur Skautasvellsins í Laugardal frá og með næstu ára- mótum. íþróttabandalagið tekur að sér hönnun, framkvæmdir og fjár- mögnun við yfirbyggingu sam- kvæmt sérstökum samningi við Reykjavíkurborg. Samningurinn gildir til 15 ára og að þeim tíma liðnum eignast Reykjavíkurborg mannvirkið. Með því að fela fijálsum félaga- Með samningi borgar- innar við íþróttabanda- lagið um yfirbyggingu skautasvellsins munu gjörbreytast, að mati -j Steinunnar V. Oskars- dóttur, aðstæður þeirra fjölmörgu barna, ungl- inga o g fullorðinna sem stunda skauta- íþróttina í Reykjavík. samtökum verkefni af þessu tagi er verið að feta sig inn á nýjar leið- ir í borgarrekstrinum. Margir aðrir aðilar eins og t.d. K.S.Í. og Í.B.R. geta bæði gert hlutina ódýrara og á hagkvæmari hátt en opinberir aðilar. Mörg verk eru þess eðlis að aðrir aðilar geta annast þau betur en Reykjavíkurborg. Það eru leifar af úreltum hugsunarhætti að Stóra Systir þurfi endilega að vera með allt á sinni könnu. Með samningi borgarinnar við íþróttabandalagið um yfirbyggingu skautasvellsins gjörbreytast að- stæður þeirra ijölmörgu barna, unglinga og fullorðinna sem stunda skautaíþróttina í Reykjavík. Höfundur er formaður ÍTR. Tism tREOl,lM Kil'WMíMtiLm .mm.. mmn vlðarvöm Jotun viöarvöm er þekkt um öll Norðurlönd fyrir góða endingu. Hún hefur nú verið notuð á íslandi í 20 ár og reynst einkar vel. DEMIDEKK er þekjandi olíuakrylviðarvöm með frábært veðrunarþol. Fáanleg í yfir 300 litum. TREBITTer öflug, Mlfþekjandi olíuviðarvörn sem hrindir vel frá sér vatni. Fáönleg í yfir 100 litum. Fæst einnig þekjandi í yfir 300 litum. HÚSASMIÐIAN Súðarvogi 3-5 • Sími 525 3000 Helluhrauni 16 ■ Sími 565 0100 TREOLJE er olía á gagnvarið tirnbur og hentar vel á sólpallinn. Fáanleg í sömu liturn og Trebitt. Upphaf sjúkraliða- náms á Islandi Á ÞESSU vori eru 30 ár síðan 5 sjúkra- hús; Landakotsspítali, Landspítali, Borgar- spítali, Kleppsspítali og Pjórðungssjúkra- húsið á Akureyri, út- skrifuðu fyrstu sjúkra- liðana. Með þessu urðu straumhvörf í hjúkr- unarmálum hérlendis, þess vegna eru þetta merk tímamót. Nú þegar fólk heyr- ir nær eingöngu talað um samdrátt í starfi sjúkrahúsa og lokun deilda, hljómar það kannski undarlega, að fyrir rúmum 30 árum var aðaláhyggjuefnið skortur á sjúkrarými og enn meira áhýggjuefni skortur á hjúkrunar- fólki til að sinna sjúklingum. 30 ár eru síðan, segir Ragnheiður Guð- mundsdóttir, að fyrstu sjúkraliðamir vora útskrifaðir. í Læknablaðinu 3. hefti 46. ár- gangs 1962 eru greinargerðir um þessi mál annars vegar frá upplýs- inganefnd Læknafélags Reykja- víkur og hins vegar frá forstöðu- konu Landspítalans, formanni Hjúkrunarfélagsins og skólastjóra Hjúkrunarskólans. í þeim kemur fram, að í nýbyggingu við Land- spítalann verði senn tekin í notkun 225 ný sjúkrarými og þegar Borg- arspítali hefji starfsemi innan skamms, sé ráðgert að taka í notk- un 220 sjúkrarými í fyrsta áfanga. Þana koma því 445 sjúkrarúm til viðbótar við það sem fyrir er, bara á þessum tveim spítölum. Sigríður Bachmann, forstöðukona Lands- pítalans, tekur fram, að þá þegar sé skortur á hjúkrunarfólki, og að hann verði geigvænlegur, þegar þessi viðbót komi til sögunnar jafn- vel þótt lokið verði byggingu Hjúkrunarskólans, sem þá var enn ólokið. Það er í þessu ljósi, sem skoða verður tilkomu þessa nýja hjúkrunarfólks - sjúkraliðanna - og i þessu ljósi er hægt að tala um straumhvörf í hjúkrunarmálum hérlendis. Þegar ég var í námi í Bandaríkj- unum árið 1962, kynntist ég námi og starfi hjúkrunarfólks þar í landi, sem kallað er „practical nurses“. Það hafði fengið skemmri menntun en tíðkaðist í hefðbundn- um hjúkrunarskólum. Þessi hjúkr- unarstétt hafði starfað áratugum saman í öllum ríkjum Bandaríkj- anna og gefist vel og leyst úr bráðum vanda, en þar eins og víð- ar hafði verið skortur á hjúkrunar- fólki. í þeim umræðum og blaðaskrif- um um hjúkrunarmál hér, sbr. Læknablaðið, hafði aldrei verið svo mikið sem minnst á skemmri hjúkrunarmeiíntun sambærilega við þá, sem „practical nurses“ fengu í Bandaríkjunum. Um haustið þegar ég kom heim skrif- aði ég grein í Morgunblaðið (28.10. 1962) sem ég nefndi „Er þetta leiðin til að ráða bót á hjúkr- unarkvennaskortinum?“. í grein- inni hvatti ég til þess, að námi líku því, sem „practical nurses" fengu í Bandaríkjunum yrði komið á hér á landi, jafnframt benti ég á, að Rauði krossinn yrði heppilegur aðili til að beita sér fyrir þessu máli, en ég var þá og lengi síðan í stjórn hans. Þetta hlaut hljómgrunn inn- an stjórnar hans. Dr. Jón Sigurðsson borgarlæknir var á þessum tíma formaður Rauða kross íslands. Það kom því í hans hlut að koma þessu máli áleiðis og árang- urinn varð sá, að á vorþinginu 1965 var nám og starf þessa nýja hjúkrunarfólks heimilað með lögum. Ingibjörg Magnúsdóttir, hjúkrunarforstjóri Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, stakk upp á nafninu sjúkraliði sem starfsheiti í þessari stétt. Stjómendum Landakotsspítala, príorinnunni systur Hildegard og dr. Bjama Jónssyni, yfirlækni spít- alans, fannst það við hæfi, að Landakotsspítali, sem í langan tíma var háskólaspítali áður en Landspítalinn tók til starfa, yrði fyrstur til að leita til heilbrigðisyf- irvalda um leyfi til að mennta þessa nýju hjúkrunarstétt. Með vissum hætti kom kennsla sjúkraliðanna sem eins konar framhald af þjálf- un, sem príorinnan - lærður hjúkr- unarkennari - hafði veitt stúlkum til að aðstoða við hjúkrun á spíta- lanum. Þessi þjálfun, sem hófst skömmu eftir lok heimsstyrjaldar- innar 1945 stóð í allmörg ár, en veitti ekki starfsréttindi. Þegar ég réðst til starfa sem aðstoðarlæknir á lyfjadeild Landa- kotsspítala 1. september 1965 var príorinnan búin að velja alla nem- endur á væntanlegt sjúkraliðanám- skeið og sumir komnir til starfa. Hins vegar var ekki hægt að byija að kenna, þar sem ekki var búið að ákveða lengd námskeiðsins og þar af leiðandi ekki hægt að skipu- leggja námið. Þetta var auðvitað afar bagalegt. Þó leið ekki á löngu áður en ákveðið var að námskeiðið mætti standa í 8 mánuðí með nokkra mánaða starfsreynslu til viðbótar. Afleiðing þessarar tafar varð sú að príorinnan ákvað að miða formlegt upphaf kennslunnar við 1. október, en Akureyrarspítal- inn kaus að miða sitt upphaf við 15. september. Að sjálfsögðu skipta þessar dagsetningar engu meginmáli, heldur hitt að 5 spítal- ar sáu sér fært að hefja kennslu sjúkraliða á haustdögum 1965 með sáralitlum fyrirvara og með það eitt vegarnesti að námskeiðið yrði 8 mánuðir. Engin reglugerð ,var þá til um námið. Það var ekki ver- ið að létta okkur kennurunum störfin. Þegar minnst er þessara merku tímamóta er óhjákvæmilegt að geta sérstaklega hlutdeildar Rauða kross íslands við að koma þessu máli - námi og starfi sjúkraliðanna - farsællega í höfn. Á rúmlega 70 ára ferli sínum, hefur RKÍ lagt margt gott af mörkum til heilbrigð- ismála og er þetta gott dæmi um slíkt. Príorinnunni í Landakoti, systur Hildegard, þessari fram- sýnu og hógværu konu er sömu- leiðis ástæða til að þakka fyrir hennar góða framlag til menntunar hjúkrunarfólks bæði fyrr og síðar. Heimildir: Læknablað 1962 og 1987 og bók dr. Bjarna Jónssonar, á Landakoti. Ragnheiður Guðmundsdóttir Höfundur er læknir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.