Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 22
Evrópuráðið Aðild Króatíu bundin skilyrðum Strassborg. Reuter. EVRÓPURÁÐIÐ bauð á þriðju- dag Króatíu að gerast aðili að ráðinu, en formlegri inngöngu landsins í ráðið er frestað unz stjórnvöld í Zagreb hafa uppfyllt allar skuldbindingar tengdar Dayton-samkomulaginu. „Ákvörðunin [um að hleypa Króatíu inn] tekur ekki þegar gildi þar sem ráðherranefnd ráðs- ins setur þann fyrirvara að geta endurskoðað hana um miðjan septembermánuð með tilliti til þess hvernig Króatía virðir Day- ton-samkomulagið, einkum og sér í lagi hvað varðar hegðan Króatíu í kring um kosningarnar í Bosníu- EVROPA^ Herzegovínu,“ segir í yfirlýsingu frá ráðinu. Kosningarnar í Bosníu eiga að fara fram 14. september. í yfirlýs- ingunni segir að allsherjarsam- koma ráðsins muni taka aðild Króatíu fyrir i október. í júní sl. hafði ákvörðun um aðild Króatíu verið frestað á þeim forsendum að frekari tryggingar frá stjórnvöldum í Zagreb vantaði enn, varðandi framkvæmd friðar- samninga, mannréttindi, minni- hlutahópa og flóttafólk. Austurríki hvetúr Króatíu til að uppfylla skilyrðin Utanríkisráðherra Austurríkis, Wolfgang Schiissel, hvatti í gær, miðvikudag, Króatíu til að gera sitt bezta til að uppfylla „hratt og algjörlega" sett skilyrði. Austurríki hafði á sínum tíma stutt aðild fyrrum Júgóslavíu að Evrópuráðinu. 22 FIMMTODÁGUR 4. JÚLÍ 1996 ÚRVERINU Morgunblaðið/Kristj án ÞÓRÐUR Jónasson EA landaði fyrstu loðnunni í Krossanesverk- smiðjunna á vertíðinni og á myndinni má sjá þegar Sigurður RE siglir með fullfermi inn Eyjafjörðinn. Auk þeirra hefur Guðmund- ur VE landað í Krossanesi og hefur nú tæpum 3.000 tonnum verið landað í verksmiðjuna þar. Háberg GK með 1200 tonna kast LOÐNUMOKIÐ heldur áfram og loðnuskipin staldra stutt við á mið- unum norður af landinu og fylla sig í örfáum köstum. Háberg GK fékk fékk 1200 tonna risakast miðununi í fyrradag. Háberg tekur um 650 tonn og fengu Guðmundur Ólafur ÓF og Gígja VE um 250 tonn hvor úr kastinu. Arnbjörn Gunnarsson, stýrimað- ur á Háberginu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að skilyrð- in á miðunum væru eins og best væri á kosið. „Það hefur verið blíðuveður og loðnan er full af átu og feit þannig að hún tekur ekki mikið í fyrr en nótin er komin á síðuna. Það kemur hinsvegar mjög fijótt grútur í nótina og erfitt að ná honum úr,“ sagði Ambjöm. Hann sagðist varla muna eftir slíkri mokveiði, loðnan væri mjög stór og jöfn þannig að sjómenn horfðu björtum augum til vetrar- ins. Háberg var á leið til Grindavík- ur í gær en 36 klukkustunda sigl- ing er af miðunum til Grindavíkur. Arnbjörn sagði að þar lentu þeir ekki í löndunarbið og því yrði í lagi með hráefnið færi það strax í vinnslu. Hreyfing á loðnunni Ingvi Einarsson, skipstjóri á Faxa RE, segir loðnuna vera á nokkurri hreyfingu í norðurátt og fáist nú um 30 mflum norðar en I upphafi vertíðarinnar. „Við höfum verið að elta loðnuna norðureftir áður. Reyndar gerðist það ekki í fyrra en bæði í hittifyrra og árið þar áður eltum við hana inn í Jan Mayen lögsöguna,“ segir Ingvi. Passa að ekki myndist flöskuhálsar Lýsisnýting loðnunnar er nú um 13% en enn er í henni nokkur áta og geymist hún því illa og reyna bræðslurnar að taka ekki meira hráefni inn en nausynlegt er. Reynt er að skipuleggja veiðarnar svo að ekki myndist flöskuhálsar og nýt- ing á loðnunni haldist í hámarki. Loðnuskipin hafa því þurft að stoppa í landi eftir löndun og yfir- leitt era ekki nema um tíu skip á miðunum í einu en önnur skip era ýmist í landi eða þá á landleið eða á miðin á ný. Ingvi segir að vegna þessa ekki komi eins mikill afli á land og fyrstu nóttina því þá hafi öll skipin verið tóm á miðunum. Um 10-15 þúsund tonn berist nú á land á sólarhring og bræðslurnar hafi við að bræða það. Norðmenn ekki á veiðum Norsk loðnuskip höfðu tilkynnt um 27.500 tonna loðnuafla í fyrra- dag. í gær vora aðeins átta loðnu- skip á miðunum og ekkert þeirra á veiðum. Veiðibann hefur nú verið sett á norsku skipin en mikil lönd- unarbið er nú hjá norskum loðnu- verksmiðjum. Lítið hefur verið um að norsku skipin landi hér á landi en íslenskir sjómenn hafa gagnrýnt það mjög. Sævar Gunnarsson, for- maður Sjómannasambands íslands, segir að hann sjái enga ástæðu til að taka á móti loðnu frá Norðmönn- um meðan íslensku skipin afli nægs hráefnis. „Persónulega fínnst mér það neikvætt á meðan Norðmenn láta eins og þeir hafa gert í öðram málum,“ segir Sævar. 88 norsk skip með leyfí til loðnuveiða ÁTTATÍU og átta norsk nótaskip hafa fengið leyfi hjá norskum yfír- völdum til að stunda loðnuveiðar í ár við Jan Mayen og ísland. Mikill áhugi er nú fyrir þessum veiðum í Noregi, enda loðnustofninn stór og líkur á miklum afla taldar góðar. Frestur til umsókna um loðnuveið- ar rann út um miðjan júní, en stjóm- völd halda öllum dyram opnum, vilji fleiri komast í veiðamar, einkum ef það verður til þess að Norðmenn nái kvóta sínum, sem er 206.500 tonn til _að byrja með. Á síðasta ári stunduðu aðeins 34 norsk skip þessar veiðar, en árin áður hafa norsku loðnuskipin verið í kringum 70. Engar loðnuveiðar eru nú leyfðar í Barentshafi, enda stend- ur stofninn þar mjög illa. MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Benjamin Netanyahu ögrað á opinberum fundi David Levy hótaði að segja af sér Krefst þess, að harðlínu- maðurinn Ariel Sharon fái ráð- herraembætti Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra ísraels, var harðorður í garð arabaríkjanna í ræðu, sem hann flutti í gær á fundi með stuðnings- mönnum stjórnarinnar á þingi, en brá ekki lítið í brún þegar David Levy utanríkisráðherra sté í pontu og hótaði afsögn. „Þeir tímar eru liðnir er ísraelar urðu að láta undan fyrir hverri kröfu en viðsemjendunum var ekki gert að standa við sitt,“ sagði Netanyahu í ræðu sinni og hafði ekki fyrr lokið máli sinu en Levy lýsti yfir, að hann gæfí forsætisráðherranum fímm daga til að útvega Ariel Sharon, hershöfð- ingjanum fyrrverandi, ráðherrastól. Netanyahu fer að þeim tíma liðnum í sína fyrstu Bandaríkjaför. Yfirlýsing Levy kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og ekki síst fyrir það, að hún var gefin á opnum og opinberum fundi. Er hún um leið mikil ögrun við Netanyahu, sem er fyrsti ísraelski forsætisráðherrann, sem kosinn er beinni kosningu. Levy krafðist þess, að Sharon fengi ráðherraembætti en Netanyahu hefur áður haft þau orð um hann, að hann væri „eilífur undirróðursmaður". Sharon var ráðherra 1982 og átti þá meginþátt í innrás ísraela í Líban- on. Hann var einnig helsti höfundur áætlunarinnar um nýbyggðir gyð- inga á hernumdu svæðunum í and- stöðu við Sameinuðu þjóðirnar. Innihaldslaust embætti Honum hefur verið boðið nýtt og fremur óskilgreint embætti í ríkis- stjórninni sem ráðherra innra skipu- lags en það hefur strandað á því, að enginn ráðherranna hefur viljað afsala sér neinum sinna málaflokka. Sharon átti mikinn þátt í sigri Netanyahus með því að fá Levy til að taka saman höndum við hann í stað þess að .bjóða sig fram gegn honum í forsætisráðherrakosning- unum. Karadzic enn valdamikill meðal Bosníu-Serba Nýjar refsiaðgerðir á döfinni? Sanyevo. Reuter. WILLIAM Perry, vamarmálaráð- herra Bandaríkjanna, telur, að Kró- atar og múslimar í Bosníu, muni brátt setja niður deilur sínar og greiða þannig fyrir miklum vopnasendingum frá Bandaríkjunum. Talið er, að vest- ræn ríki séu tilbúin til að beita refs- iaðgerðum að nýju gegn Bósníu- Serbum og Serbum innan fárra daga verði Radovan Karadzic ekki sviptur völdum meðal þeirra fyrmefndu. Perry, sem kom til Sarajevo í gær á ferð um Evrópu, vill ganga sem fyrst frá samningum um 6,7 millj- arða kr. vopnasendingu til Bosníu en Bandaríkjastjórn telur, að hún geti tryggt, að bosníski stjórnarher- inn standi her Bosníu-Serba á sporði. Ætlaði Perry að eiga fund með Alija Izetbegovic, forseta Bosníu, og yfir- mönnum hersins til að komast að samkomulagi um valdaskiptinguna í hernum milli Króata og múslima. Ræður fjölmiðlum og lögreglu Karadzic, sem sakaður hefur verið um stríðsglæpi, hefur afsalað sér nokkru af völdum sínum sem leið- togi Bosníu-Serba en stýrir hins veg- ar enn stjórnarflokknum, sem ræður jafnt fjölmiðlum sem Iögreglunni. Er haft eftir embættismönnum á Vesturlöndum, að útilokað sé, að Karadzic verði leyft að komast upp með þetta og því megi búast við refsiaðgerðum eftir nokkra daga. Á Vesturlöndum eru þó miklar efasemdir um nýjar refsiaðgerðir og á það er bent, að þær séu eins kon- ar stríðsyfirlýsing og hafi yfirleitt styrkt þá í sessi, sem þeim var helst beint að. Reuter. Á flótta undan hárskeranum SRDJAN Nikolic, sjö ára gamall hárprúður drengur frá bænum Pancevo í nágrenni Belgrað sést hér í toppi rafmagnsmasturs, þangað sem hann flúði þegar til stóð að fara með hann í klipp- ingu. Myndin er tekin þegar slökkviliðsmaður gerir tilraun til að bjarga drengnum, augnabliki áður en hann féll til jarðar. Hann slaðaðist ekki alvarlega, en vegna rannsókna á sjúkrahúsinu reyndist nauðsynlegt að raka allt hár af höfði drengsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.