Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ÍLLI o PIB Copenh&gen i JiS Smáfólk I DONT KN0U)..ITS JUST 50METHIN6 EVERfONE IN OUR FAMIIY ALWAYS SAlP.. d'/\ -cy A I „Voff“? Hvað á það nú að þýða? Eg veit ekki... Það er bara nokk- uð sem allir í minni fjölskyldu segja alltaf.“ BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Enginn friðarstóll Frá Þórði Halldórssyni: ÓGÆFU íslands verður allt að vopni. Vegna vanþekkingar og erfiðs tíðarfars á öldum áður steðjuðu að þjóðinni margskonar plágur. Meðul voru þá óþekkt við allslags kvillum enda lifðu af aðeins þeir hörðustu og hraustustu. Þrátt fyrir þekkingu okkar í dag og lífsgæðakapphlaup getum við ekki ráðið við kraft náttúruaflanna. Það er öllum í fersku minni þegar mannskæðu slysin urðu með fárra mánaða millibili í Súðavík og á Flat- eyri. Heimatilbúnar plágur ættum við hins vegar að geta ráðið við. Nýjasta plágan reið yfir þjóðina 29. ágúst sl. þegar andlegu ástandi hennar er þann veg komið að hún kýs yfir sig einn óvinsælasta stjórn- málamann allra tíma, sem forseta sinn. Mann sem hefur til skamms tíma verið í forsvari fyrir kúgunar- stefnu kommúnismans hér á landi, og sem var í forsvari fyrir út- breiðslu hennar. Það er nokkuð sem fólk virðist ekki átta sig á og vill helst hvorki vita né skilja, hvernig kommúnism- inn festi rætur hér á landi, fremur en víðast annars staðar í Evrópu. Það virðist svo sem Kennaraskóli íslands hafi orðið fyrsta skotmark þessarar óheillastefnu, enda kom það fram síðar. Þegar lýðveldið var stofnað á Is- landi 17. júní 1944 var utanþings- stjórn að störfum, undir stjórn Björns Þórðarsonar. Um haustið sama ár 22. október var mynduð þingmannastjórn undir forustu Ól- afs Thors. Þá var í fyrsta sinni í sögu Islands tekinn yfirlýstur kommúnisti í stjórnina, Brynjólfur nokkur Bjarnason. Auðvitað bað Brynjólfur um menntamálin undir sitt ráðuenyti, því þar var auðveld- ast að veita kommúnismanum brautargengi. Síðan eru liðin 52 ár. í hvert sinn sem mynduð hefur ver- ið svo kölluð vinstri stjóm á íslandi síðan, hafa kommúnistar fengið menntamálin til ráðstöfunar. Eins og allir vita hafa kommúnistar stundað þá iðju að skifta um nafn á flokknum, eftir því sem þeir töldu að feluleikurinn gengi betur í fólkið. Þrátt fyrir það er breytingin engin á forsvarsmönnum flokksins, því eins og sagt er um þá sem orðið hafa fórnarlömb Bakkusar, „Alko- holisti er altaf alkoholisti" verður kommúnisti alltaf kommúnisti, þrátt fyrir feluaðferð strútsins. Eg gat þess hér að framan hvern- ig skólarnir hefðu verið notaðir í þágu framgangs kommúnismans. Það væri meira en undarlegt ef ára- tuga ítroðslu kommúnista og ann- arra vinstri afla sæi hvergi stað í þjóðlífinu. Árangurinn birtist í nótt, 30. júní 1996, þegar harðskeyttasti forsvarsmaður kommúnismans á íslandi, herra Ólafur Ragnar Gríms- son var kosinn forseti landsins í óþökk 60% landsmanna. Svo undar- lega sem það hljómar hefur Ólafi áskotnast stuðningur úr ótrúlegustu átt í þessum kosningum. Það var nokkur aðdragandi að því að forsætisráðherra Davíð Odds- son gerði opinberlega grein fyrir því hvort hann mundi gefa kost á sér sem forsetaefni. Endanlega gaf hann þá yfirlýsingu að hann mundi ekki bjóða sig fram. í heilli opnu- grein í Morgunblaðinu lýsti hann því yfir, auk þess sem hann taldi smekklegt að hnjóða í vissa fram- bjóðendur, eins og t.d. Guðrúnu Pétursdóttur, enda þótt hann nefndi ekki nafn en segði á þá leið að ef til vill væri það vænleg leið til sig- urs í kosningunum að vera á móti húsum. Guðrún hafði verið á móti staðsetningu Ráðhússins, en Davíð var þá borgarstjóri. Það fer ekki á milli mála að_ með þessu var hann að aðstoða Ólaf Ragnar, „vininn“ sem hafði fyrir skömmu sagt að Davíð væri haldinn „skítlegu eðli“ í útvarps- og sjónvarpsumræðu á hinu virðingarverða og háa Alþingi. Eg hef oft á undanförnum árum skrifað í dagblöð um nauðsyn þess að við forsetakjör yrði ætíð kosið á milli tveggja aðila, sem fiest at- kvæði hlytu, til þess að meirihluti fengist. Að sjálfsögðu hafði það ekki fengið hljómgrunn, þar sem um ábendingu frá lítt þekktum al- þýðumanni var að ræða. Hins vegar brá svo við að allir frambjóðendur nú töldu sjálfsagt að svo yrði síðar. Þetta atriði var ekki framkvæman- legt nú þar sem það kallaði á sam- þykki Álþingis á tveim þingum. Forsætisráðherra Davíð Öddsson taldi hins vegar að forsetaembættið væri ekki svo krefjandi að til þess væri kostandi ijármunum að óþörfu. Það er óskiljanlegt hvaða hvatn- ingu fólk hefur fengið til að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson til forseta þegar litið er til fortíðar hans. Það er óþarfi að rekja hér hver hún var, svo rækilega sem það kom fram í umræðunum og skrifum manna. Það væri mikill barnaskapur af O.R.G. ef hann héldi að hann kæmi til með að sitja á einhveijum friðar- stóli á Bessastöðum. Það verður rakið hvert hans fótmál, ef svo má segja, á meðan hann situr í óþökk fjöldans í embætti forseta. Ég ætla hér með að minna lands- menn á, og raunar er það tilefni þess að skrifa þessa grein, að fyrsti forseti lýðveldisins Sveinn Björns- son sem sat í embætti forseta 1944 til 1952 var á svívirðilegan hátt hundeltur af forustumönnum kommúnista, var jafnvel uppnefnd- ur Skuggasveinn og aðrar upphróp- anir gerðar að honum af trúbræðr- um kommúnismans, sem núverandi nýkjörinn forseti hefur sótt sínar trúarskoðanir til. Þú verður að bíta í það súra epli, Ólafur, að um þig skapast aldrei friður sem forseta. Fortíð þín ber því skýrast vitni. Við hveija athugasemd sem kom fram í kosningaundirbúningnum hrópaði stuðningslið þitt glæpur, glæpur í stað þess að færa rök fyrir að um ósannindi væri að ræða. ÞÓRÐUR HALLDÓRSSON, Sólheimum 23, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.