Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 33 AÐSENDAR GREINAR KIA jeppi á irábæru verði, plús aukabúnaður! - Hverjum KIA jeppa fylgir plúspakki aö verömæti 171,900.- Stigbrei + Alfelgur + Stærri dekk + Hlíf á varadekk Staðalbúnaður KlA er m.a.i^Hátt og lágt drif ► Rafmagnsrúður ► Aflstýri ► Veltistýri ► Samlæsingar ► utvarp meö segulbandi ► Rafstýrðir útispeglar ► Litað gler KIA! Kemur út í plús ! KIA Sportage 5 dyra handskiptur m/ plúspakka: 1.998.000 KIA Sportage 5 dyra sjálfskiptur m/ plúspakka: '2.14-1 .(XX) Œ HEKLA SÍMI 569 5500 Samstarf hins opinbera og framleiðenda Nýlega boðaði Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra til blaðamanna- fundar þar sem meðal annars var kynnt að hann hygðist beita sér fyrir formlegu þróunarsamstarfi opinberra innkaupaaðila og fram- leiðenda. Víst er að mikils ávinn- ings er að vænta, því nánasf er sama hvar borið er niður í opinber- um rekstri. Alls staðar eru tæki- færi fyrir íslenskan iðnað. Mikil og dýrmæt vöruþekking er hjá hinu opinbera og er mikilvægt er að nýta hana í þágu íslensks iðnaðar. Samvinna þessara aðila getur skil- að fjölmörgum nýjum störfum og leitt til betri og hagskvæmari opin- bers rekstrar. Ef litið er til reynslu Norðmanna, sem beitt hafa þessu verklagi um margra ára skeið, þá hafa fjölmargar vörur náð fótfestu á almennum markaði eftir slíkt þróunarsamstarf. Má nefna dæmi um tölvukerfi, steypt rör, gervi- hnattasamskipti, efni og aðferðir til viðhalds steyptum mannvirkjum. Ekki er að efa að hið sama muni gilda hér á landi. BIODROGA Lífrænar jurtasnyrtivörur Engin aukailmefni. BIODROGA Reynsla og þekking hins opinbera til atvinnusköpunar LYKILLINN að framþróun og framförum framleiðslufyrirtækja er samstarf við kröfuharða en sanngjarna kaupendur. Sökum stærðar og yfirburðastöðu ætti hið opinbera að vera íslenskum fram- leiðslufyrirtækjum mikilvægur reynslumarkaður. Meðal nágranna- þjóða okkar hafa opinber innkaup verið nýtt markvisst til að efla inn- lenda framleiðslu og auka sam- keppnishæfni. Samstarfsverkefni fyrirtækja og hins opinbera hafa aukið tækniþekkingu og orðið til þess að samkeppnisstaða á heima- markaði hefur batnað og jafnframt hafa opnast möguleikar til útflutn- ings. Mörg íslensk framleiðslufyrir- tæki hafa sýnt það og sannað að vel er unnt að reka þróttmikinn iðnað ef þau hafa aðgang að mark- aði á meðan vöruþróun stendur yfír. Það skiptir verulegu máli, fyrir íslenskan iðn- að, segir Árni Jóhanns- son, hvert ríkisbúskap- urinn og sveitarfélögin beina viðskiptum sínum. íslenskt, nei takk í Kópavogi? Sama dag og iðnaðarráðherra kynnti hið nýja verklag sat bæjarráð Kópavogs á fundi og ákvað innkaup húsgagna til Menntaskólans í Kópa- vogi. Þannig háttar til að í Kópa- vogi eru stærstu húsgagnaverk- smiðjur landsins. Engu að síður völdu bæjarráðsmenn að undan- gengnu útboði að kaupa þýsk kenn- araborð og stóla ásamt ýmsu öðru sem þarf í skólastofur. Væntanlega hefur þeim ekki þótt framleiðslan í þeirra eigin bæjarfélagi vera nægi- lega góð eða hagkvæm, þótt stól- arnir uppfylltu fyllilega kröfur út- boðslýsingar og stæðust ýtrustu kröfur Iðntæknistofnunar og væru síðast en ekki síst umtalsvert ódýr- ari en þeir sem keyptir voru. Ef hinu nýja verklagi hefði verið beitt hefðu bæjarráðsmenn staðið allt öðru vísi að innkaupum. Þá hefðu þeir í samvinnu við framleiðendur látið hanna og framleiða nýtt borð sem væri betra og hagkvæmara en hið þýska og hefði umtalsvert for- skot á markaðinum. Skólamenn i Kópavogi og ráðgjafar þeirra hafa ugglaust mikla þekkingu á skólahús- gögnum. Þeir búa yfir margra ára reynslu og hafa eflaust mótaðar skoðanir um hvernig húsgögnin eiga að vera. Ef þeir hefðu ver- ið í samvinnu við fram- leiðendur er ekki að efa að útkoman hefði verið fyrirmyndarhúsgagn, sem síðan hefði sterka stöðu á almennum markaði í samkeppni við innflutning. Innan opinberra innkaupa eru mjög víða færi til að auka og efla íslenska framleiðslu. EES-samn- ingurinn gerir ráð fyr- ir þróunarsamvinnu eins lýst er hér að framan. Samstarfið kemur ekki í stað út- boðs eða leysir út- boðsskyldú af hólmi, heldur er samstarfið undanfari útboðs. Vöruþróunarsamstarf hins opinbera og framleiðenda væntan- lega einn heilbrigðasti og skynsamlegasti stuðningur, sem hið opinbera getur veitt íslenskri framleiðslu og atvinnusköpun. Árni Jóhannsson er viðskiptafræðingvr og starfar hjá Samtökum iðnaðarins. Árni Jóhannsson VERKVER Smiðjuvegi 4b • 200 Kópavogur • TT 567 6620 V____________________ #DA£MVOO LYFTARAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.