Morgunblaðið - 04.07.1996, Síða 6

Morgunblaðið - 04.07.1996, Síða 6
6 FIMMTÚDAGUR 4. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alit Umboðsmanns Alþingis um rétt dómþola til að áfrýja dómi Reglur um áfrýjunarrétt verða að vera skýrar UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur úrskurðað að ríkissaksóknara hafi borið að gefa út áfrýjunar- stefnu í máli manns sem dæmdur var í sex mán- aða fangelsi, þar af fímm mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Austurlands í janúar sl. Ríkissak- sóknari hafnaði áfrýjunarbeiðni hans með þeim rökum að hún væri sett of seint fram samkvæmt ákvæðum laga um meðferð opinberra mála en frestur til áfrýjunar rennur út að liðnum fjórum vikum frá dómsbirtingu. Málsatvik voru þau að dómur var birtur dóm- þola 16. janúar á þessu ári og því hefði frestur átt að renna út 13. febrúar. í leiðbeiningum sem dómþola voru veittar fyrir hönd ákæruvaldsins var frestur á hinn bóginn tiltekinn 15. febrúar. Áfrýj- unarbeiðnin var lögð fram þann dag og því innan áfrýjunarfrests sem tilgreindur var. Ekki var tillit tekið til þessa af hálfu ríkissak- sóknaraembættisins og dómþola synjað um að gefin yrði út áfrýjunarstefna. Málinu var skotið til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins með stjóm- sýslukæru en kröfu um endurskoðun ákvörðunar ríkissaksóknara var hafnað á þeim grundvelli að ekki væri kærusamband milli ráðuneytisins og ríkisins að þessu leyti. Ákvæði um frest takmarka áfrýjunarrétt Efni álits umboðsmanns takmarkast við synjun ríkissaksóknara. í álitinu segir að samkvæmt 149. gr. laga um meðferð opinberra mála eigi dómfelld- ur maður rétt til að áfrýja héraðsdómi. Þessi rétt- ur væri sömuleiðis tryggður í viðauka við Evrópu- samning um verndun mannréttinda og mannfrels- is frá 1984. Frestir til að koma að yfirlýsingu um að dómfelldur maður nýti sér þennan rétt felur í sér takmörkun á þessum rétti að mati umboðs- manns. í álitinu segir ennfremur: „Því er mikil- vægt að slíkar reglur séu skýrar og að leiðbeining- ar ákæruvaldsins þar að lútandi séu ekki til þess fallnar að skerða þennan rétt, sé þeim fylgt.“ Umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að ríkissaksóknara hafi borið að gefa út áfrýjunar- stefnu í málinu þegar tillit sé tekið til þess að „hinar lögboðnu leiðbeiningar, sem dómþola voru veittar fyrir hönd ákæruvaldsins, voru rangar, að villan í leiðbeiningunum var ekki augljós og að af hálfu dómþola var send tilkynning um ákvörð- un hans um áfrýjun málsins innan þess frests, sem honum var leiðbeint um...“ í álitinu segir ennfremur að það sé grundvallar- regla í íslensku réttarfari að öllum beri réttur til að fá réttindi sín með réttlátri málsmeðferð fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli og er vísað í 70. gr. stjórnarskrárinnar í því samhengi. í því ljósi eigi sakfelldur maður ótvíræðan rétt til að leita endurskoðunar á máli sínu fyrir æðra dómi. í niðurlagi álitsins segir að ekki sé rétt eins og málsatvikum sé háttað að ríkissaksóknari taki með synjun um útgáfu áfrýjunarstefnu til þess hvort dómþoli hafi fyrirgert rétti sínum til áfrýjunar. Það séu því tilmæli umboðsmanns að ríkissaksóknari gefí út áfrýjunarstefnu í málinu þannig að dómstól- ar fái leyst úr því hvort ástæður séu til frávísunar. Beltagrafa hrundi ofan í djúpan húsgrunn í Glerárhverfi á Akureyri „Maður svitn- aði aðeins“ „ÞVÍ ER ekki að neita, maður svitnaði aðeins,“ sagði Ásmundur Stefánsson tvítugur vinnuvéla- stjóri, en hann slapp ómeiddur þegar beltagrafa sem hann stjórn- aði hrundi ofan í djúpan húsgrunn sem hann var að vinna við að grafa út. _ Ásmundur, sem vinnur hjá fyrir- tækinu Hafnarverk var að grafa út húsgrunn fyrir þriggja íbúða raðhús við Bogasíðu nyrst í Glerár- hverfí á Akureyri. „Þetta gerðist mjög skyndilega, vélin stóð tölu- vert frá bakkanum þegar hann gaf sig og grafan hrundi ofan í grunn- inn þar sem hún lenti á hliðinni,'" sagði Ásmundur. Grafan er glæný, árgerð 1996 og kostaði 13 milljónir króna. Telj- andi skemmdir urðu ekki á henni við óhappið sem varð laust fyrir kl. 18 í gær. Hélt mér dauðahaldi Ásmundur slapp sem fyrr segir ómeiddur úr óhappinu, en hann þurfti að skríða út um fram- gluggann á vélinni óg klifra upp á hlið hennar til að komast upp úr grunninum. „Ég bara hélt mér dauðahaldi, þegar hún hrundi ofan í og vonaði það besta," sagði Ás- mundur, en hann var einn á svæð- inu þegar óhappið varð. „Ég var að moka á bílana og bílstjóramir . Morgunblaðið/Kristján ÁSMUNDUR skoðar aðstæður í húsgrunninum en hann var í beltagröfunni þegar bakki gaf sig skyndilega og vélin með Ásmund innanborðs féll ofan í grunninn. komu fljótlega á staðinn.“ gærkvöld átti að hefjast handa við Ásmundur taldi að erfitt yrði það verk. Kallaðar voru til margar að ná gröfunni upp, en þegar í vinnuvélar sem nota átti við það. Morgunblaðið/Ásdís ASPIRNAR sem eru í menguðu andrúmslofti vaxa hraðar en trén I kring. Menguðu aspimar vaxa betur ASPIR sem ræktaðar eru við svip- aðan styrk koltvíoxiðs og áætlað er að verði í andrúmsloftinu eftir 100 ár, ef þróunin verður óbreytt, vaxa mun betur en tré sem rækt- uð eru úti undir beru lofti. Munur- inn margfaldast þegar trén hafa næga næringu í jarðvegi og loft- hitinn er aukinn. Staðfestistþetta í norrænni tilraun sem gerð er í Gunnarsholti. Árið 1990 var plantað í Gunn- arsholti um 150 þúsund Alaska- öspum sem ræktaðar eru af sama trénu. Upphaflegi tilgangurinn var að rannsaka umhverfisbreyt- ingar sem verða þegar skógur vex upp af skóglausu landi. Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Queen’s-háskólinn í Kingston í Kanada og Skógræktin í Kanada standa að verkefninu. Komið var upp mjög nákvæmri veðurathug- unarstöð á miðju svæðisins og mælir hún á sjálfvirkan hátt allar breytingar. Vísindamennirnir geta síðan kallað upplýsingarnar upp hvar sem þeir eru staddir í heiminum. Þegar hefur komið í Ijós að trén hafa mikil áhrif, til dæmis á vindhraðann á svæðinu. Trén eru um það bil metri á hæð en þau mynda logn upp í þriggja metra hæð. Eftir að verkefnið hófst hafa verið gerðar ýmsar aðrar athug- unar á þessum uppvaxandi skógi. RALA, Rannsóknastofnun Skóg- ræktar ríkisins á Mógilsá og Landbúnaðarháskólinn í Uppsöl- um i Svíþjóð standa að tilraun sem gengur út á að athuga áhrif aukins styrks koltvíoxíðs á vöxt trjánna og samspil þess við nær- ingaefnaástand jarðvegarins og hitastigs. Bjarni Diðrik Sigurðs- son, aðstoðarsérfræðingur hjá RALA, vinnur við tilraunina sem jafnframt er liður í doktorsnámi hans við Landbúnaðarháskólann í Uppsölum. Klætt er utan um nokkrar asp- ir til þess að breyta koltvíoxíð- magni, hitastigi og næringu í jarð- vegi. Meðal annars er styrkur koltvíoxíðs hafður svipaður og hann verður í andrúmslofti okkar eftir 100 ár ef hann eykst áfram eins og hann hefur gert undan- farna áratugi. Trén vaxa mun hraðar, sérstaklega þegar þær hafa næg næringarefni og hærra hitastig. Rannsókninni lýkur í haust en þá hefur hún staðið í tvö ár. Bjarni Diðrik segir að niðurstöðurnar geti nýst við ráðgjöf um það hvernig unnt sé að standa við BJARNI Diðrik Sigurðsson athugar tölvuna. skuldbindingar íslendinga sem hafa lofað að losun koltvíoxíðs um aldamót verði ekki meiri en hún var í byijun þessa áratugar. Talað hefur verið um að aukin landgræðsla og skógrækt geti verið þáttur í þvf máli. Unnið er að tveimur öðrum til- raunum á svæðinu. Annars vegar er um að ræða norrænt verkefni um athugun á hringrás köfnunar- efnis í þessu vistkerfi. Hins vegar er um að ræða verkefni sem Vís- indasjóður Evrópusambandsins styrkir og snýst um að mæla koltvíoxíð og vatnsgufu á öllu svæðinu. Er þetta gert á 14 stöð- um í Evrópu. Frjómagn í Reykjavík í júní 1991-96 Fijó/m3 A Ovenju mikið fijómagn ílofti NÝLIÐINN júnímánuður er sá frjóríkasti frá því að fijómælingar hófust árið 1988, þegar tillit er tekið til þess að birkið, sem oftast er í blóma í byijun júní, var að mestu búið að skila sínum fijó- kornum strax í maí í ár. Aldrei hafa mælst jafnmörg súru- og grasfijó í júní áður, en gras og súrur eru þeir plöntuhópar sem helst valda fijónæmi hér á landi. Þetta kemur fram í yfirliti um fijó- mælingar sem Margrét Hallsdótt- ir, jarðfræðingur hjá Raunvísinda- stofnun Háskólans, hefur gert. í meðfylgjandi töflu má sjá fijó- magn í Reykjavík í júní árin 1988-96. Tölurnar tákna fjölda fijókorna í hveijum rúmmetra andrúmslofts. Hér eru teknar með fimm helstu tegundimar; birki, víðir, súra, gras og stör. Undir „annað“ falla sextán mismunandi fijógerðir, en þeirra varð vart í minna mæli. Að sögn Davíðs Gíslasonar, læknis á Vífilsstaðaspítala og sér- fræðings í ofnæmissjúkdómum, þjást 10,6% prósent íslendinga á aldrinum 20-44 ára af fijónæmi. Davíð kannaði tíðni fijónæmis meðal fólks á höfuðborgarsvæðinu árið 1992 og var það hluti af ál- þjóðlegri könnun á fijónæmi. Dav- íð segir að fijónæmið sé mun meira meðal þeirra sem yngri eru, en fari minnkandi með hækkandi aldri. Kópurinn kemst bráðum út NÚ STYTTIST í það að af- rækti kópurinn í Húsdýragarð- inum í Laugardal fái að fara út og busla í selalauginni. Hann (sem raunar er kven- kyns) er aftur farinn að þyngj- ast eftir afturkipp í síðustu viku og að sögn Margrétar Daggar Halldórsdóttur, rekstrarstjóra Húsdýragarðs- ins, er útlitið langt frá því að vera vonlaust. „Hún er reyndar komin með smákvef — en við læknum það bara. Annars verður hún að fara að komast út, því að hún er orðin svo geðvond á inniver- unni og svo þarf hún líka að fara að hreyfa sig meira. Við byijum á því að hleypa henni út part úr degi og lengjum svo tímann smátt og smátt,“ segir Margrét Dögg, sem vonar það besta, en segir jafnframt að allt geti gerst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.