Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 36
36 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ DAGBJORT HANNES- ÍNA ANDRÉSDÓTTIR + Dagbjört Hann- esína Andr- ésdóttir frá Sviðn- um, var fædd í Stykkishólmi 29. september 1897. Hún lést í St. Frans- iskusspítalanum í Stykkishólmi 8. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Andrés Pétur Jóns- son og Benidikta Pálína Jónsdóttir. Hún ólst upp með foreldrum sínum í Bjarnarhöfn og Bár á Snæfellsnesi. Dag- björt var elst tólf systkina og eru tvö þeirra á lífi, þær Pálína Sveinbjörg og Sigurlín. Alsystkin Dagbjartar eru öll látin. Þau voru: 1) Guðríður, 2) Eiríkur Kúld, 3) Sólveig, 4) Magnús, 5) Ólafur Tryggvi, 6) Jón Þorsteinn. Hálfsystkin Dagbjartar, börn Andrésar og seinni konu hans, Sveinbjargar Sveinsdóttur: 7) Pálína Sveinbjörg, 8) Ragnheið- ur María, 9) Magðalena 10) Sig- urlín, 11) Kristensa. Maður Dagbjartar var Jens Elías Nikulásson, bóndi í Sviðn- um og Svefneyjum. Synir Dagbjartar: Ragnar Hannesson, f. 7.7. 1915, d. 13.5. 1980. Kona Ragnars var Jónína Kristín Jóhannesdóttir, f. 11.7. 1923. Börn þeirra eru Anna Birna, Kristján Guðmundur, Sveinbjörn Ölafur, Jóhannes Eyberg. Saga Dagbjartar Andrésdóttur frá Sviðnum er saga íslensku al- múgastúlkunnar sem fæddist við fátækt og kröpp kjör aidamótakyn- slóðarinnar. Hún upplifði þróun ís- lensks mannlífs í nærfellt hundrað ár, var þátttakandi í sigrum þess og ósigrum, gleði þess og sorgum. Hún minntist með gleði fyrstu bernskuára sinna í Bjarnarhöfn, þar sem allt lék í lyndi, meðan foreldr- arnir nutu jarðnæðis þeirra tíma stórbýlis. Vegna eignarhalds Bjarn- arhafnar neyddust Andrés og Beni- dikta að flytjast þaðan eftir nokk- urra ára búsetu. Þéttsetið var í sveit- um um þær mundir, svo jarðnæði lá ekki á Iausu. Andrés greip til þess ráðs að reisa þeim lítinn bæ á sjávarkambinum við túnfót jarðar- innar Bárar, þar sem grasnytin nægði fyrir eina kú og nokkrar kind- ur. Geta má því nærri að fast þurfti því sjóinn að sækja með ört vaxandi barnahópinn heima. Móðir mín minntist starfanna við hlið móður sinnar við heyskap og gegningar, meðan faðirinn stundaði sjóinn, oft langtímum saman við sjóróðra undan Jökli, eins og sagt var á breiðfirska vísu. Hún minntist einnig sólskins- stunda við leiki að legg og skel, ásamt nágrannabömunum, þar undir sjávarbökkunum í Bár og við gæslu yngri systkina. Sorgin lá þó í leyni. Móðirin veiktist af berklum þgear Dagbjört var fímmtán ára gömul. Benidikta Pálína lést á Vffilsstöðum sama ár, eftir skamma sjúkdóms- legu. Við þetta áfall tvístraðist bamahópurinn, sem þá taldi sjö systkini, og Andrés fluttist til Hellis- sands. Hannes. Gíslason hét ungur háseti Andrésar afa míns. Þau móðir mín tóku upp sambúð og fluttust til Stykkishólms. Þar fæddist eldri bróð- ir minn Ragnar Hannesson, þ. 5.7. 1915. Það hefur móðir mín sagt mér áð þessi ár í Stykkishólmi hafí verið erfíðasta tímabil lífs hennar. Sem dæmi má nefna að hinn mikla frostavetur 1917-18 var kuldinn í herbergi því sem hún og barnið vistuðust svo mikill að grýlu- kerti héngu niður úr loftinu eftir nóttina. Hún óttaðist um líf Ragn- >ars, sem átti við vanheilsu að stríða fram eftir aldri. Ekki ólíklegt að Magnús Guðni Benidikt Guðmunds- son, f. 11.8. 1920. Kona Magnúsar, Halldóra Þórðar- dóttir, f. 15.1. 1924. Börn þeirra, Krist- ján Breiðfjörð, Ingi- björg, Þórður Sigur- björn, Guðmundur Karl, Dagbjört, Þröstur. Nikulás Klásen Andrés Jensson, f. 18.4. 1935. Kona Nikulásar, Aðal- heiður Lilja Sig- urðardóttir, f. 11.4. 1941. Barn þeirra, Dagbjört Kristín. Börn Aðalheiðar, Sig- rún Elísabet Gunnarsdóttir, Kristján Valby Gunnarsson, Unnar Valby Gunnarsson. Fyrri kona Nikuiásar, Jó- hanna Margrét Þórarinsdóttir f. 8.8. 1934, d. 5.11. 1969. Börn þeirra Jens Ragnar Nikulásson, Kristinn Eyberg Nikulásson, Þórhallur Nikulásson. Börn Jó- hönnu, Jakob Guðnason, Jónína Ragnarsdóttir. Dagbjört var húsfreyja í Sviðnum og Svefneyjum frá 1935 til 1970. Eftir það dvaldist hún mestmegnis, ýmist á heimili son- ar síns, Nikulásar í Svefneyjum og Svíþjóð og Magnúsar í Stykk- ishólmi. Frá 1985 og til dánar- dægurs var hún í St. Fransis- kusspítala í Stykkishólmi. Dagbjört verður jarðsungin frá Flateyjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. kjör frumbemskunnar hafí þar átt hlut að máli. Um vorið slitu Dagbjört og Hann- es samvistir og hún réðst vinnukona með son sinn með sér, til hjónanna Ólafar Sigurðardóttur og Svein- bjarnar Gestssonar í Miðbúð í Bjar- neyjum. Móðir mín fór ekki dult með það að á Miðbúðarheimilinu leið henni vel. Hún talaði alltaf með hlýleika um þau hjón, ekki síst Ólöfu sem hún elskaði og virti. Þegar hún síð- ar fluttist frá Bjarneyjum, varð það að ráði að Ragnar ílengdist hjá Ól- öfu og Sveinbirni, sem ólu hann upp til fullorðinsára. í Bjarneyjum töidust þá átta ábú- endur og upp til 70 manns voru þar heimilisfastir. Þ. 11.8.1920, eignað- ist Dagbjört annan son sinn, Magn- ús Guðmundsson. Faðir hans var Guðmundur Kristjánsson frá Magn- úsarbúð. Engum efa er það undirorpið að þungt féll móður minni að vera í þeirri aðstöðu, að þurfa að beygja sig fyrir þrýstingi umhverfis og tíð- aranda, örlög sem hún deildi með fjölmörgum stéttarsystkinum sín- um, sem hlotið höfðu fátæktina í heimanmund. Komið var nú að enn einum tímamótum í lífí þessarar ungu breiðfirsku sjómannsdóttur, sem svo margt hafði fengið að reyna á stuttri ævi. Hún var nú tuttugu og fjögurra ára gömul og enn ein vistaskiptin framundan. Leiðin lá inn í Sviðnur. Að þessu sinni neyddist hún til að skilja eftir það sem henni var allra kærast. Báðir synimir, tveggja og sjö ára gamlir, urðu eftir í Bjarn- eyjum, Ragnar hjá fósturforeldrun- um Ólöfu og Sveinbimi og Magnús hjá föðurafa sínum og ömmu, Krist- jáni Sveinssyni og Kristjönu Jóns- dóttur, hverjum hjá hann ólst upp til fullorðinsára. Móðir mín var vinnukona hjá föð- urforeldrum mínum, Klásínu Guð- fuinsdóttur og Nikulási Jenssyni í Sviðnum, þar til hún og faðir minn, Jens Nikulásson, tóku við búi þar árið 1935. í Sviðnum gekk hún til allra verka utanbæjar og innan, til slægna og raksturs, heyburðar og heybands á túni og í úteyjum, eins og títt var við eyjabúskap þeirra tíma. Dagbjört Andrésdóttir var hús- freyja í Sviðnum í tuttugu og tvö ár. A ámm seinni heimstyijaldarinn- ar var uppi nokkur viðleitni í þá veru að koma börnum af höfuðborg- arsvæðinu fyrir úti á landi í öryggis- skyni. Þannig atvikaðist að Hjördís Ólafsdóttur, bróðurdóttir mömmu, var komið í fóstur í Sviðnur. Hjör- dís, sem ætíð er Dísa systir í mínum huga, var þá á fyrsta ári. Hún var í fóstri hjá foreldrum mínum til sex ára aldurs og síðan í sumardvöl til fullorðinsára. Dísa kallaði þau bæði pabba og mömmu og vart hefur þeim veist léttara að skiljast við fósturdóttur sína, heldur en móður minni hafði áður verið að sjá af sonum sínum. Þrátt fyrir að heimil- ið í Sviðnum hafí ekki státað af miklum efnum eða umfangsmiklum búskap, trúi ég að mörgum hafí þótt gott þar að koma, gistingu og beina að þiggja og aðhlynningar að njóta um lengri eða skemmri tíma. Að öllum öðrum ólöstuðum mun umönnun húsmóðurinnar hafa vegið þungt í þeim efnum. Ég get ekki í þessu sambandi látið vera að hugleiða það vega- nesti sem móðir mín elskuleg hefur hlotið í vöggugjöf. Þrátt fyrir fátækt og kröpp kjör bernskuáranna, þykist ég hafa orðið þess vísari af frásögn hennar, að samvistirnar við elskandi móður sem megnaði að leiða og vernda barna- hópinn sinn, hafí dugað henni drýgst þegar örlögin voru hvað óblíðust, svo að hún megnaði að beygja sig án þess að bresta. Þennan kærleiksarf varð ég svo lánsamur að hljóta í ríkum mæli og tel ég það eina hina mestu gæfu í lífí hvers sem hlýtur. Af þessum sjóði megnaði hún einnig að miðla til allra þeirra sem meira eða minna nutu uppeldis hennar og handleiðslu. Árið 1958 fluttu foreldrar mínir búferlum til Svefneyja og bjuggu þar tii ársins 1970, að þau brugðu búi. Heimilið í Svefneyjum var oft á tíðum fjölmennt og krefjandi. Móðir mín var þar löngum bakhjarl og kjölfesta, ætíð til staðar þegar áföll steðjuðu að, boðin og búin til liðveislu og björgunarstarfa í orð- anna fyllstu merkingu. Barnabörnin bættust í hópinn, en auk þess dvöld- ust þar börn og unglingar að.sumar- lagi, mörg hver ár eftir ár. , Fyrir þennan barnahóp var Dag- björt amman á bænum og gegndi ætíð því nafni, burtséð frá ættar- tengslunum. íslenska aldamótakynslóðin hefur sannarlega lifað tímana tvenna. Eitt mesta yndi móður minnar var að ferðast, þegar hún átti þess kost. Gilti þá einu hvort ferðast var á sjó, landi, eða í lofti. Eitt sinn ferðaðist hún, þá á átt- ræðis aldri, með syni mínum í lítilli einkaflugvél frá. Stykkishólmi til Reykjavíkur. Eftir ferðina hafði hún orð á því að öllu léttari væru nú ferðálögin, heldur en í bamingi á áraskipunum í gamla daga. Sonar- sonur hennar skaut því þá inn í samtalið, að gömlu konunni hefði samt ekki allskostar líkað stjórn hans þegar hann sveigði flugvélinni til lendingar yfír Reykjavíkurflug- velli. Hún hafði þá tekið í öxl honum og spurt með dálítilli þykkju, ætl- arðu að hvolfa flugvélinni, drengur? Samanburðinn hafði hún frá lysti- legri stjómun breiðfirskra sægarpa í kröppum beitivindi æskuáranna. Þegar undirritaður hætti búskap og fjölskyldan fluttist til útlanda árið 1979, reyndist það móður minni létt ákvörðun að flytjast með okkur, en faðir minn var þá látinn fyrir nokkr- um árum. Dagbjört litla dóttir mín, þá á þriðja ári, naut í ríkum mæli handleiðslu og umönnunar ömmu sinnar á ókunnugum slóðum. Oft minntist móðir mín þess með gleði er þær nöfnur leiddust og studdu hverja aðra i hinu skógi klædda og lítið eitt framandi um- hverfi nýja landsins, meðan aðrir íjölskyldumeðlimir sinntu námi og störfum, daginn langan. Dagbjört yngri man vel þennan tíma og minnist þessara stunda með dýrmætri gleði. Þegar aldurinn færðist yfir tók minni móður minnar að bila, í þeim mæli að vist á öldrun- arsjúkrahúsi varð ekki umflúin. Þótt henni væri það nauðugt að yfirgefa fjölskylduna, kaus hún þó heldur að dvelja á íslensku, fremur en erlendu sjúkrahúsi. Stykkis- hólmsspítali varð hennar sjálfsagða val. Það var líka mikil huggun að Magnús sonur hennar býr ásamt fjölskyldu sinni í Stykkishólmi og oft áður hafði hún dvalið langdvöl- um á heimili þeirra hjóna. Sonar- dóttir Dagbjartar, Ánna Birna Ragnarsdóttir og hennar fjölskylda býr þar einnig. Svo og til skamms tíma, stjúpdóttir mín, Jónína Ragn- arsdóttir og fjölskylda hennar. Allt þetta góða fólk hefur glatt móður mína með heimsóknum sínum og umhyggju öll þau löngu ár sem hugur gömlu konunnar hvarf lengra og lengra inn í þokuveröid gleyms- kunnar. Þótt móðir mín þekkti ekki lengur sína nánustu, allra síðustu árin, megnaði hún þó að tjá mér, við síð- ustu heimsókn mína, að allif væru henni góðir og að henni liði vel. Hennar heita bamatrú, sem hún aldrei tapaði, mun hafa létt henni biðina eftir brottfararleyfinu, sam- fara þessum jákvæða hugsunar- hætti sem fylgdi henni alla tíð þar til yfír lauk. • Án efa hefur jákvæðni hennar og æðruleysi gert starf þess ágæta fólks, sem hjúkraði henni, vinnuna ögn léttari. Þessu fólki getum við, fjölskylda hennar, aldrei þakkað nógsamlega. Elsku mamma! Þakka þér kær- leiksarf þinn, umhyggju og for- dæmi, sem ég óska og vona að ber- ist áfram til eftirkomendanna. Nikulás Jensson. Dagbjört H. Andrésdóttir, amma Dæja eða „amma“ eins og við flest kölluðum hana, hvort sem við vorum tengd henni eða aldeilis óskyld er nú farin sína hinstu ferð. Þessi hljóðláta kona, sem var tengdamóðir mín, vann verk sín af mikilli samviskusemi og vandvirkni og var sjálf alltaf svo hreinlát. Hún var manni mínum mjög góð móðir, stóð alltaf við hans hlið og varði við allri gagnrýni ef maður leyfði sér það. Hún var alltaf til staðar til að taka á sig alla þá ábyrgð, sem til þurfti þegar aðrir brugðu sér frá vegna veikinda, vinnu, ferðalaga eða bara til að skemmta sér. í fyrstu var þessi eiginleiki henn- ar mjög framandi fyrir mér, borgar- barninu, að henni þætti alveg sjálf- sagt að sjá um mín börn ásamt sín- um barnabömum. Þannig gat ég fylgt þeim Nikulási, Jens og eldri börnunum inn í Svefneyja-löndin, Sviðnur eða Bjarneyjar í dúnleitir og verið burtu frá heimilinu heilu dagana. Eins gat ég tekið þátt í fjárflutningum og annarri útivinnu eftir vild og átti ég henni það mest að þakka og svo henni Magnúsínu Magnúsdóttur eða Sínu eins og hún er alltaf kölluð sem var okkar „ömmu“ stóra stoð á þessum tíma. Seinna urðu það eldri börnin eða annað heimilisfólk sem aðstoðuðu hana. Mér lærðist það fljótt að henn- ar tilvist gerði það að verkum að við gátum farið að heiman vitandi að heimilið var í öraggum höndum. Seinna þegar hún valdi að fylgja okkur til Svíþjóðar, þá 82 ára göm- ul, var hún enn hress og við góða heilsu. Þá sá hún um nöfnu sína, þriggja ára, Dagbjörtu Kristínu, sem við kölluðum Stínu Björt, á daginn, meðan við hin vorum við nám. Með þessum fáu orðum vil ég þakka ömmu fyrir þau áhrif sem hún hafði á líf mitt. Ég mun ætíð minnast hennar með hjartanlegu þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning þín, elsku amma Dæja, og Guð varðveiti sálu þína. Þín tengdadóttir, Aðalheiður Sigurðardóttir. Það er svo margt sem mig langar til að segja um hana Dæju ömmu mína, nú þegar síðasta kveðjustund- in er upprunnin. Hún gætti mín frá því ég var smá hnáta. Aðeins fáein kveðjuorð verða að nægja. Elsku amma mín! Ég mun alltaf minnast göngu- ferðarinnar okkar niður á Sand, þegar við klifruðum með erfíðismun- um yfír grjótgarðinn til að komast niður í flæðarmálið að tína skeljar í kvöldsólinni. Þakka þér fyrir allt. Drottinn blessi þig. Þín sonardóttir, Dagbjört Kristín (Stína Björt). Margt er það sem hrífur hugi ungra drengja. Eitt af því sem hvað sterkast hreif mig á æskuáram var fríðleiki Dæju í Sviðnum. Við sáumst að vísu ekki oft á þeim árum. Húsfreyjur voru ekki mikið á randinu í þann tíð og ekki börnin heldur. En að koma í Sviðn- ur í fyrsta sinn og þá sjaldan það varð á uppvaxtaráranum er eftir- minnilegt. Umhverfí allt og mann- virki var með ummerkjum genginna kynslóða. Hlaðin bryggja og sjó- vamargarður, vallargarður hlaðinn hærri en annarsstaðar sást, torfhús- in gróin og hlaðin á óskipulegri dreif. Sérþáttur aavar svo hlýtt við- mót fólksins í lágreistum bæ með slitnum gólffjölum. Veitingar bornar fram í viðarþiljaðri og málaðri stofu. Klukka á þili, fjölskyldumyndir og hillur með einhveiju á. En hæst bar hve konan sem bar fram veitingarn- ar var ákaflega fríð. Þó Sviðnur væra næsta byggða ból var fólkið þar þó ekki nánustu kunningjarnir. En maður vissi um það allt af tali fullorðna fólksins og raddirnar sem heyrðust í talstöðinni voru góðir kunningjar manns. Jens í Sviðnum var svo undantekningin. Hann var í sínum kompánlega vin- gjarnleik við háa sem lága, góð- kunningi allra og víðþekktur. Hann var mikill farmaður. Dæja hafði einnig yndi af að ferð- ast og hitta fólk. En ástæður hús- freyjunnar í Sviðnum hafa trúlega ekki boðið upp á þá möguleika, sem hugur stóð til. Seinna þegar hagur vænkaðist í Svefneyjum, eða enn síðar, urðu tækifærin fleiri. . Ég hafði orð á því við hana, að hún væri dugleg að ferðast og hún svaraði því til, að það væri nú víst það eina sem hún hefði verið dugleg við um dagana. Ekki skal ég leggja dóm á það. Ég heyrði haft eftir henni að hún kviði því þegar tengdamóður hennar nyti ekki lengur við. Tengdamóðir hennar Klásína Guðfínnsdóttir var sterkur persónuleiki og mun hafa verið miklu ráðandi í Sviðnum með- an hún lifði. Það fór og svo að eftir lát hennar varð búsetan í Sviðnum stutt. Henni lauk reyndar með bæj- arbruna 1956. Sá atburður hlýtur að vera minnisstæður öllum, sem þar komu að. Það sýndi sig þá að Dæja var ekki vílsöm þegar mest á reyndi. „Þama er nú þvotturinn minn“ varð henni að orði þegar í ljós kom í rjúk- andi rústunum botninn af trébala með leifum af fatnaði, sem legið hafði í bleyti. Að missa bæinn sinn og allar eigur á broti úr dagstund er áfall, en kannski hefur hún átt sér í leynum ósk um búháttabreyt- ingu, þó ekki yrði á svo harkalegan máta. Á seinni árum hennar fólks í Svefneyjum, þar sem hún var í horn- inu, var oft gestkvæmt og samkom- ur með söng og gleði. Hún hafði ánægju af söngnum þó hlédræg væri. Þó kom það fyrir oftar en ekki, að við sátum tvö í afviknu skoti og rifjuðum saman upp gamlar vísur. Hún kunni ýmis- legt fyrir sér i því efni. Mann sinn missti hún 1973. Löngum var mjög hlýtt með þeim mæðginum, henni og Nikulási, og árið 1979 flutti samhent fjölskylda til Svíþjóðar. Dæja fékk því er degi hallaði að kynnast framandi hlið á tilveranni. I Stykkishólmi býr allstór hópur hennar fjölmennu afkomenda. Ævi- kvöldið átti hún á sjúkrahúsi St. Fransiskussystra þar. Blessun fylgi öllum þeim sem hlúðu að henni að leiðarlokum. Hún átti allt gott skilið. Jóhannes Geir Gíslason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.