Morgunblaðið - 04.07.1996, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.07.1996, Qupperneq 25
MQRGUNBLAÐIf) LISTIR FIMMTUDAGUR.4. JÚLÍ 1996 25 Halda framhjá eínu sínní á árí Reykjavíkurfrumsýning Á sama tíma að ári, eftir Bemard Slade, verður í Loftkasta- lanum í kvöld. Leikritið var frumsýnt árið 1978 og fór í kjölfarið í mikla leikför um -------„ ■ ---------------------- landið. Orlygur Siguijónsson fékk Bessa Bjamason og Margréti Guðmundsdóttur til að rifla upp leikförina og ræddi við Sig- urð Sigurjónsson og Tinnu Gunnlaugsdóttur sem em nýkomin úr leikför um landið með nýju uppfærsluna. Tár úr steini hlýt- ur verð- laun í Prag KVIKMYND Hilmars Odds- sonar, Tár úr steini, vann til verðlauna fyrir bestu kvik- myndatöku á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Prag sem lauk á dögunum en hún er í flokki A-kvikmyndahátíða. Heiðurinn af kvikmyndatök- unni á Sigurður Sverrir Pálsson en auk þess má geta að útiat- riði á Islandi voru tekin af Pólverjanum Slawomir Idziak. Formaður dómnefndar var sænski leikarinn Max von Sydow en Þórir Gunnarsson ræðismaður íslands í Prag tók við verðlaununum fyrir hönd aðstandenda myndarinnar. Tári úr steini mun hafa ver- ið vel tekið af áhorfendum í Prag, að sögn aðstandenda myndarinnar, en þeirra á með- al var hinn kunni kvikmynda- leikstjóri John Schlesinger (Midnight Cowboy og Mara- thon Man) sem mun hafa séð ástæðu til að rita leikstjóra myndarinnar bréf til að láta í ljós hrifningu sína. Tár úr steini mun taka þátt í fjölda kvikmyndahátíða í fimm heimsálfum á þessu ári, ýmist í keppnishluta eða al- mennum hluta þeirra. Þá verð- ur hún tekin á ný til sýninga í Stjörnubíói síðar í sumar. Kristinn sýn- ir á Sölvabar MYNDLISTARSÝNING Kristins Magnússonar stendur nú yfir í stækkuðum húsa- kynnum á Sölvabar, Lónkoti í Skagafirði. Kristinn fæddist í Vest- mannaeyjum 1921. Hann hef- ur starfað lengst af sem járn- smiður og vinnur nú í Stáliðj- unni í Kópavogi. Myndlistinni hefur Kristinn aðeins sinnt í frístundum og er þetta hans fýrsta sýning. LEIKRITIÐ fjallar um samskipti karls og konu sem hittast á laun einu sinni á ári til að halda framhjá. Sögutíminn nær yfir 30 ár og eftir því sem sögunni vindur fram dregur nær lokauppgjöri þeirra á milli. „Það sem var eftirminnilegt við uppfærsluna 1978 var hvað þetta gekk rosalega vel,“ segir Bessi Bjarnason þegar hann rifjar upp leikförina sem hann fór í með Mar- gréti og Gísla Alfreðssyni leikstjóra. „Við sýndum ní.u sinnum á Húsavík þegar við byijuðum og þegar við komum til Akureyrar var byijað að selja fyrirfram á þijár sýningar og biðröðin náði upp stigann, út úr dyrum og út á götu. Leikritið var æft með það í huga að fara með það út á land og við fengum tæki- færi til að sýna leikritið frá mars og út leikárið. Yfírleitt er farið með sýningar út á land síðasta hálfa mánuðinn af leikárinu. Aðsóknin hefði líklega ekki orðið eins mikil og raun varð ef svo hefði verið,“ segir Bessi. Hann telur að vel- gengnina árið 1978 megi einnig skýra með réttum leikurum á rétt- um stað með góðri leikstjórn. „Það er trúlegt að þetta geri lukku núna enda eru þetta fínir leikarar," segir Bessi að lokum. Flugfélagið Loftur hefur tekið leikritið til uppfærslu að þessu sinni og aðalhlutverk eru í höndum Tinnu Gunnlaugsdóttur og Sigurðar Sig- uijónssonar, en leikstjóri er Hallur Helgason. Hópurinn hefur verið á leikferðalagi um landið frá því 19. júní og hófst förin með sýningu á Húsavík. Bessi er minn lærimeistari „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð og kannski er ekki sann- gjarnt að bera þessar sýningar sam- an og okkur Bessa, því þetta eru nýir tímar, ný uppfærsla og ný við- horf,“ segir Sigurður Siguijónsson leikari. „Bessi er minn lærimeistari í faginu og ég hef fengið eitt og eitt hlutverk sem hann hefur leikið áður. Þetta er alveg frábært hlut- verk og er eitt af því skemmtileg- asta sem ég hef leikið í langan tíma. Svo er þetta svo vel skrifað leikrit, fólkið í salnum hlær mikið og nýtur þess á margan annan hátt líka,“ segir Sigurður. Allt vitlaust í Vestmannaeyjum Margréti Guðmundsdóttur leik- konu er það minnisstætt þegar sýn- ingar stóðu yfír í Vestmannaeyjum, en fímm sýningar voru þar. „Flotinn kom allur í land meðan sýningar stóðu yfír og það varð allt vitlaust þegar við vorum að fara því menn vildu aukasýningu, en við urðum að fara til að halda planinu," segir hún. „Það var svo troðið á Hellis- sandi að margir urðu frá að hverfa og selt var í stæði. Það var alveg lygilegt hvað þetta tók við sér,“ bætir hún við. „Leikritið spilaði á marga strengi og var svo mannlegt. Þetta er tragí- kómískt og ég held að fólk hafi fundið sjálft sig í leikritinu. Svo var það bráðfyndið og fólk skemmti sér alveg konunglega," segir Margrét. Verða nyög ástfangin Tinna Gunnlaugsdóttir segir að áhorfendur taki innilega þátt í leik- ritinu frá fýrstu mínútu og samsami sig með persónum, en segir það eitthvað um ástandið í bæjarfélög- unum? „Ekki vil ég nú ætla það, en sjálfsagt hafa allir einhveijar hugmyndir um það hvemig er að halda framhjá og hvernig það væri að eiga lítið afdrep einhvers staðar þar sem hægt er að lifa prívatlífí einn dag á ári,“ segir Tinna. Hún segir að áhorfendur séu sáttir við niðurstöðu verksins en rétt er að gefa hana ekki upp að svo stöddu. „þau verða mjög ástfangin þegar þau hittast fyrst og þau leyfa sér þann munað að hittast einu sinni á ári“, segir Tinna. Tinna hefur ásamt Halli Helga- syni leikstjóra og Sigurði staðfært verkið sem hentar betur íslenskum veruleika auk þess sem þau færðu það til í tíma. „Við héldum fýrst að það væri ómögulegt því þetta er svo beint útúr amerískum veruleika á ná- kvæmlega ákveðnum tíma. Amerík- anar em nokkuð fyrir að staðsetja sig í tíma og rúmi með því að nefna ákveðin nöfn. Með því að sleppa því og fínna safaríkar samlíkingar fyrir okkur höfum við komist mjög ná- lægt þessu fólki. Það gerist á ís- landi en við nefnum ekki staðinn og áhorfendur hafa sagt okkur að þeir geti séð þetta fyrir sér á þessum og hinum staðnum eftir því hvar við emm. Hann er að norðan og hún er úr „stóra byggðarkjamanum" og svo hittast þau á þriðja staðnum," segir Tinna. Hún er hæstánægð með hlutverkið og fínnst feykigaman að fást við það. „Það er mjög vel skrif- að og mjög fyndið og gaman að leika það, ekki síst vegna þess að það spannar svo langan tíma,“ segir Tinna að lokum. Smástefjaleikur TÓNIIST Listasafni Islands KAMMERTÓNLEIKAR Logos kvartettinn frá Vínarborg flutti tónverk eftir Takács Schulze, von Einem og Beethoven TÓNLEIKARNIR hófust á Quodli- bet fyrir kontrafagott og píanó, eftir Jenö Takács (1902). I quodlibert- verkum er oftlega notast við þekktar tónhugmyndir og mátti t.d. heyra mjög áberandi og ósmekklega tilvitn- un í Dóná svo blá, eftir Jóhann Strauss. Kontrafagott er áhrifamikið hljómsveitarhljóðfæri en ekki beint skemmtilegt til einleiks, jafnvel þótt vel væri leikið á það af Wemer Schulze, í ágætum samleik Malgorz- ata Brodniewicz á píanó. Annað verkið á efnisskránni, In- dónesisk svíta eftir fagottleikarann Werner Schulze, er samin fyrir klari- nett, fagott og selló og til liðs við við höfundinn komu Reinhold Bmnn- er á klarinett og Vincent Stadlmair á selló. Sumpart er verkið byggt á fímm tóna (pentatonic) stefjum eins konar tilvísun í Indónesíska tónlist. Það er skemmst frá að segja, að verkið er ekki merkilegt, eins konar leikur enda voru sum stefin eins og fingraæfingar og samskipan þeirra að auki nokkuð losaraleg. Kom að litlu haldi, þó verkið væri líflega flutt. Það getur verið vafasamt að byggja nærri heila efnisskrá á smá- stykkjum fyrir óvenjulega hljóðfæra- skipan og með þriðja verkinu, sem er dúett fyrir klarinett og fagott, eftir Gottfried von Einem, er hann nefnir Miniaturen, samið 1991, var ofgert í samskipan smáverka. Von Einem var einn af framsæknustu tónhöfundum Austurríkis og voru þessi smáverk áheyrileg en langt frá því besta sem komið hefur frá hans hendi. Þar með lauk þessum smáste- fjaleik en eftir hlé var flutt tríó op. 11, eftir Beethoven, samið 1797 fyr- ir píanó, klarinett/fiðlu og selló. Tríó þetta er meðal þeirra kammerverka, sem fræðimenn flokka með lakari verkum meistarans. Hvað sem þessu líður var leikur þremenninganna frá Vínarborg þokkalega mótaður. Jón Ásgeirsson -----»-♦-♦----- Söngnámskeið í Gerð^erg^^ Sólrún Boðið verður Bragadóttir Upp £ hóptíma og einkatíma fyrir lengra komna nem- endur. Kynningartilboð næstu daga á GARY FIS-HE fjallahjóli Nú kr. 29.841,- (áður kr. 37.773) Takmarkaðar birgðir! 21 gi'ra alhliða gæðingur úr krómólý með vönduðum búnaði og með ævilangri ábyrgð á stelli og gaffli. Frá sjálfum föður fjallahjólanna: GARY FISHER Œm RAÐGREWSL UR örninnP^ Opið laugardaga Skeifunni 11, sími 588 9890 • Verkstæði, sími 588 9891 kl. 10-16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.