Morgunblaðið - 04.07.1996, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 04.07.1996, Qupperneq 39
| MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ1996 39 j hans, var mikið ánægjuefni þegar I hann að loknu BA prófi hóf fram- I haldsnám í virtum skóla vestanhafs og sérhæfði sig í klínískri sálfræði eins og hugur hans stóð jafnan til. Honum var það sjálfsagt mál að freista - og ná - inngöngu þar sem samkeppnin er hörðust og ekki kom á óvart að þar stóð hann sig með ágætum. Við áttum einkar ánægju- leg kynni af Amóri, við vorum j hreyknir af störfum hans og bund- j um miklar vonir við hann. Víst er Iað sama máli gegnir um aðra sem þekktu hann. Dauði Arnórs Björnssonar er reiðarslag. Horfinn er góður dreng- ur, félagi, vinur og forystumaður. Okkur sýnist skarð það sem nú er höggvið ekki verða fyllt. Við send- um ástvinum hans og fjölskyldu innilegustu samúðarkveðjur. Guð , blessi minningu Arnórs Bjömsson- f ar. Friðrik H. Jónsson, Magn- ús Kristjánsson, Mikael M. 1 Karlsson og Sigurður J. Grétarsson. Það voru slæm tíðindi sem bár- ust okkur yfir hafið að kvöldi hins 26. júní, Arnór vinur okkar varð bráðkvaddur deginum áður. Hvern- , ig er hægt að skilja þegar ungum 1 manni í blóma lífsins er svona j skyndilega kippt í burtu frá okkur? | Maður finnur til magnleysis gagn- 1 vart veröldinni, þegar atburðir sem þessir gerast og finnst óréttlæti heimsins yfirþyrmandi. Þessi stuttu kynni okkar af Arnóri gáfu okkur mikið og var hann alltaf hrókur alls fagnaðar. í knattspyrnufélag- inu Folunum og í sjálfskipaðri skemmtinefnd félagsheimilisins j „Kaffibarsins" var hann driffjöður- ; in og alltaf með eitthvað í pokahorn- j inu. Arnór kunni að njóta lífsins og við hin hrifumst auðveldlega með. Elsku Arnór, fráfall þitt hefur höggvið stórt skarð í vinahópinn og um leið og við horfum á eftir þér yfir móðuna miklu kveðjum við þig með þessum orðum, Deyr fé , deyja frændur deyr sjálfur et sama en orðstírr j deyr aldrigi 1 hveims sér góðan getur._ (Úr Hávamálum) Fjölskyldu Arnórs og vinum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Óskar Björn og Hrönn í Kaupmannahöfn. Kæri vinur. 4 Þakka þér fyrir að hringja í mig I til Kýpur föstudaginn 21. júní. Það var gaman að heyra í þér þá — eins og reyndar alltaf — og að heyra hvað þér leið vel. Ég fann að þú varst kominn á hina beinu braut og þér voru allir vegir færir. Þegar ég hugsa til þessa samtals og þess að þú skyldir ekki koma aftur til okkar úr Kerlingarfjöllum j þá fyllist ég enn meiri gleði yfir því j að þú skyldir hafa hringt og sagt . mér hvað var að gerast í lífi þínu ' og við skildum hafa rætt í smáatrið- um, eins og venjulega, vonir okkar og vonbrigði, framtíðarplön og ekki síst hvemig okkur leið núna. Okkur leið vel. Við vorum báðir að fást við hluti sem við gátum helgað okkur af lífi og sál. Ekkert benti til þess að við ættum eftir að fá leið á þessum verkefnum í bráð, i eins og svo oft hafði viljað til áður. Við vorum loksins sáttir, höfðum | fundið okkur ogþað var bjart fram- undan. Þær hindranir, sem við ætt- um án efa eftir að þurfa að yfir- stíga, voru svo lítilvægar að einung- is yrði gaman að glíma við þær. Síðast sáumst við í brúðkaupinu mínu 13. ágúst i fyrra. Þú varst að sjálfsögðu svaramaður minn. Þú hafðir frestað för þinni til náms í j Bandaríkjunum um nokkra daga bara til að geta verið hjá mér á þessum mikilvæga degi. Það hafði j ekki verið einfalt að sannfæra pró- fessorinn þinn vestra um að þessi töf væri nauðsynleg, en þér tókst það. Nærvera þín skipti mig og okkur öll miklu máli. Sá kærleikur og vinátta, sem á milli okkar var, eru einstök. Við vorum saman nánast dag og nótt í svo mörg ár og það er ógjörning- ur annað en að gleðjast yfir þeim minningum sem ég á frá þessum tíma. Ég ætla ekki að reyna að skilja það sem hefur gerst - aðeins reyna að lifa með því. Síðan ég fór til Kýpur hefur mér verið hugsað til þín á hveijum degi. Það hefur verið mér mikill styrkur að heyra í þér annað slagið og geta haft samband við þig yfir Netið. Þú munt áfram vera í hjarta mínu á hveijum degi og allt mitt líf mun ég takast á við gleði og erfiðleika með þig hjá mér. Þannig eiga vinir að vera. Þú stóðst hjá mér þegar ég hóf mitt nýja líf með Elenu konu minni og í huga mínum munt þú ávallt standa mér við hlið. Minningin um þig er full af gleði og hamingju og ekki síst af styrk. Þú kenndir mér margt og nú get ég alltaf kafað í hinn djúpa visku- brunn og fundið Iausnir. Við sjáumst ekki aftur í bráð en við verðum samt alltaf saman, sem fyrr. Valur Bergsveinsson. Við Arnór Björnsson kynntumst í fjórða bekk Menntaskólans í Reykjavík og það kom fljétlega í ljós að við áttum skap saman. Það sem einkenndi Arnór frá fyrstu tíð var takmarkalaus glaðværð, sem smitaði út frá sér, en eins og allir vita er hún alveg sérstaklega bráðsmitandi á þessum árum. 4. bekkur A var reyndar safn mikilla fjörkálfa og eins og títt er um atorkusamt fólk á vori lífsins fannst okkur námið ekki ávallt merkilegasta ■ viðfangsefnið. Ymis uppátæki trufluðu Arnór þó ekki frá náminu, því hann var prýðis- námsmaður og skilaði sínu á þeim vígstöðvum, þótt hann væri önnun kafinn við skák, dansmennt, pólitík og lestur utan námsefnis. Þá gegndi hann embætti forseta Róðrafélags- ins af stakri prýði, jafnvel svo að helstu leiðindadurgum skólans þótti nóg um. Til frekari skýringar er rétt að geta þess að starfsemi Róðrafélagsins felst ekki nema að litlu leyti í róðrum, en mun meira í sympósíum og öðru félagslífi af þeim toga. Að stúdentsprófi loknu skildu leiðir um hríð hjá okkur eins og gengur, en þó leið ekki á löngu uns þær lágu saman á ný. Hann var alla tíð mikill áhugamaður um dans og skemmtanir og í sumarleyfum frá sálfræðinámi tókst hann gjarn- an á hendur skemmtanastjórn ýmissa dansstaða. Vafalaust hefur námið komið að góðum notum við múgsefjunina! Það var þó ekki beinlíns á þeim vettvangi sem við rifjuðum upp fyrri kynni. Þegar ég stofnaði Kaffibar- inn í félagi við tvo aðra myndaðist skjótt öflugur kjarni fastagesta, sem leit á kaffihúsið sem eins kon- ar félagsheimili. Þar var Arnór vita- skuld fremstur meðal jafningja og enn sem fyrr var glaðværð hans smitandi. Það var sama hvort menn tóku sig til og stofnuðu fótboltalið Kaffibarsins, héldu grillveislu, hugðu á ferð niður Hvítá eða fóru saman til Þingvalla, ávallt var hann í hringiðunni miðri. Af þessu kynni einhver að halda að Arnór hefði verið skemmtanafík- ill, en það orð á engan veginn við. Hann kunni sér nefnilega hóf í öllu nema ómengaðri lífsgleðinni. Og þeim mun ömurlegra er að horfa á bak honum öldungis fyrir- varalaust. Hann var heilsuhraustur og að öðrum í vinahópnum ólöstuð- um var hann vafalaust best á sig kominn líkamlega. Slíkt vekur menn náttúrlega til óþægilegrar umhugsunar. Ég á þó mest eftir að sakna Nóra vegna þess hvað það var skemmtilegt að tala við hann. Hann var vel lesinn og það var sama á hveiju var tæpt, það var seint kom- ið að tómum kofunum hjá honum. Og þrátt fyrir alla glaðværðina vissi hann líka hvenær alvaran átti við. Ég veit að ég er ekki sá eini, sem til hans leitaði þegar eitthvað bját- aði á. Þá var hann ekki síður ráða- góður þegar sameiginlegir vinir okkar og kunningjar áttu í vanda, sem þeir gerðu sér sjálfir ekki grein fyrir eða vildu ekki takast á við. Ég votta Söru, unnustu Arnórs, Andra bróður hans og fjölskyldu mína innilegustu hluttekningu og bið alla vini hans að varðveita minn- ingu hans. Andrés Magnússon. Tilveran mælist ekki á mælikvarða guðs á mælikvarða stjamanna á mælikvarða eilífðarinnar. LSf þitt stendur and- spænis dauðanum en ekki í skugga dauðans. (Sigfús Daðason) Þegar kveðja á hinstu kveðju, einstakan vin, er æfisól hans stend- ur í hádegisstað, verður orðs vant. í gengdarlausu orðskrúði nútímans finnst varla nýtilegt orð. Hugann má þó reyna. í dag er til moldar borinn Arnór Björnsson. Sorg, söknuður, hlýja og þakklæti eru efst í huga. Fyrir mér var Arnór ekki fyrst og fremst einstakur maður að innra og ytra atgervi, það lá í augum uppi, heldur seiðmaður sem seiddi fram dulda krafta í mér sjálfri og gerði stund og stað bærilegri með lífsgaldri sín- um. Ég upplifði margsinnis, án alls skrums og brellna og án þess hann færi í sparifötin, að hann með per- sónutöfrum sínum, frumleika , víð- sýni og leiftrandi skopskyni, magn- aði umhverfið svo heimsmynd mín stækkaði og ég með. Þar var Arnór meistarinn. Eftir að ég kynntist þeim bræðr- um Arnóri og Andra hugsaði ég alltaf um þá sem bræðurna Ljóns- hjarta. Og mikið vildi ég óska að til væri Nangiala, þar sem Arnór biði okkar sem eftir sitjum á plánet- unni Jörð. Og mikið vildi ég gefa til þess að Arnór gæti heimsótt Andra í líki hvítrar dúfu og linað þannig þjáningu síns elskaða bróð- ur. Og hver veit nema til sé önnur lífsstjarna og þar taki Arnór á móti ástvinum sínum, vinum og kunningjum á fráum Harley-David- son fáki, með fyrirheit um ný lífs- ævintýri í fallegu augunum og glettna brosinu. Og rætist þessi draumur minn, ó, hvað ég hlakka þá til að þeysast með honum um Vetrarbrautina og upplifa spenn- andi ferðir með heillandi, hugprúð- um ferðafélaga. Um ókomna framtíð munum við ungir sem aldnir, er kynntumst Arnóri, verma okkur við þá kær- leikselda sem hann kveikti í heimi sem oft er harður og sljór. Öllum sem unnu Arnóri Björnssyni sendi ég samúðarkveðjur. Lára Pálsdóttir. • Fleiri minningargreinar um Arnór Björnsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. HRAUNBERGS APÓTEK Hraunbergi 4 INGÓLFS APÓTEK Kringlunni 8-12 eru opin til kl. 22 “A" Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Ingólfs Apótek t HELGI ÞORLÁKSSON, áður Dalbraut 27, lést á Skjóli 17. júní. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur. t Ástkær eiginmaður minn, KRISTJÁN MARÍUS JÓNSSON fyrrverandi lögregluþjónn, Keflavíkurflugvelli, Vallabraut 6, Njarðvík, (áður Háseylu 24), lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja 2. júlí. Matthildur Magnúsdóttir og börn. t Ástkær móðir okkar, GUÐJÓNA BENEDIKTSDÓTTIR, Norður-Reykjum, Mosfellsbæ, andaðist 2. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Börn hinnar látnu. t Móðir mín og tengdamóðir, MARGRÉT G. BJÖRNSSON, Vesturgötu 54A, Reykjavík, lést 2. júlí. Margrét Sveinsdóttir, Jakob Hálfdanarson. t Ástkær sonur okkar, bróðir, unnusti og barnabarn, ARNÓR BJÖRNSSON, Ljósheimum 7, sem lést þann 25. júní, verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, fimmtudaginn 4. júlí, kl. 13.30. Alfheiður Steinþórsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson, Björn Arnórsson, Kristín Guðbjörnsdóttir, Andri Steinþór Björnsson, Sara Jónsdóttir, Sólborg Sigurðardóttir, Pálína Eggertsdóttir. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN RAGNHEIÐUR RÖGNVALDSDÓTTIR LÍNDAL, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík, andaðist á öldrunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur þriðjudaginn 2. júlí sl. Jarðarförin ákveðin síðar. Eirfkur Elf Stefánsson, Grétar H. Óskarsson, Ingibjörg Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Lokað í dag milli kl. 13-16 vegna útfarar ARNÓRS BJÖRNSSONAR. Gull og silfur, Laugavegi35.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.