Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FERÐALÖG
Hvalaskoðnnarferðir
á Skjálfandaflóa
ARNAR Sigurðsson á
Húsavík hefur undanf-
arin þrjú ár siglt með
ferðamenn um Skjálf-
andalíóa og boðið þeim
að skoða hvali af ýms-
um stærðum og gerð-
um. Arnar hefur ný-
lega tekið í þjónustu
sína glæsilegan bát til
starfans, Sæfara, en
hann er af gerðinni
Sómi 900 og sérstak-
lega útbúinn til skoð-
unarferða. Sæfari er
hvalavörður þeirra Hú-
svíkinga enda eiga
hvalaskoðunarferðir
síauknum vinsældum
að fagna hjá ferðamönnum er leið
eiga um Húsavík. Þar að auki er
Amar með tvo aðra báta á sínum
snærum sem hann notar í skoðun-
arferðirnar.
í hvalaskoðunarferðunum er siglt
þvert vestur yfir Skjálfandaflóann,
að Kinnaíjöllunum og
út undir Flatey en þar
er mikil hvalaslóð og
segir Amar það aldrei
hafa komið fyrir á
þessum þremur ámm
að hann hafí ekki séð
hval í skoðunarferðun-
um. Þama megi fínna
höfmnga, hnísur og
hrefnur en einnig komi
oft fyrir að vart verði
við stærri hvali eins og
langreyðar og sand-
reyðar og með smá-
heppni megi rekast á
hnúfubak á flakki um
flóann.
Lundaskoðun
og Flateyjarferð
Amar býður einnig upp á lunda-
skoðunarferðir út í Lundey en
þangað koma og verpa um hundrað
þúsund lundar á sumri hveiju.
Arnar segir mjög aðdjúpt að eynni
og bátana þannig að stærð og lög-
un að sigla megi mjög nálægt
henni og virða fyrir sér fjölskrúð-
ugt fuglalífið. Þá sé einnig boðið
upp á siglngar út í Flatey á Skjálf-
anda, gengið um eyjuna og skoðað-
ar ýmsar minjar, rennt fyrir fisk
og grillað í kvöldsólinni.
Miðstöð í gamalli verbúð
Arnar hefur gert upp og innrétt-
að gamlan skúr við höfnina á
Húsavík sem kemur til með að
verða miðstöð sjó- og kynnisferða
á vegum hans. Arnar segir að skúr-
inn sé gömul verbúð og sé með
elstu byggingum á Húsavík. „Eg
ætla ekki að breyta skúrnum mik-
ið því það er skemmtilegast að
hafa hann í sem upprunalegustu
horfí. Þar verða til sýnis ýmis göm-
ul veiðarfæri og annað er tengist
sjávarútvegi og þannig held ég að
í skúmum myndist skemmtileg
stemmning áður en haldið er á
hafíð,“ segir Amar.
Arnar
Sigurðsson
Morgunblaðið/HMÁ
SÆFARI heldur á hvalaslóðir á Skjálfandaflóa.
ÞAÐ VERÐUR eflaust glatt á hjalla í hvalamiðstöðinni í gömlu
verbúðinni við Húsavíkurhöfn.
Gisting
Ferðaþjónustan Húsafelli. Úrval
sumarhúsa og smáhýsa fyrir hópa og ein-
staklinga. Tjaldstæði. Hestamenn ath.
beitarhólf. Uppl. í sima 435-1377.
Akureyri: Leigjum út 2-4 manna stúdíó-
ibúðir með öllum búnaði. Opið allt árið.
Stúdíóíbúðir, Strandgötu 13, Akureyri
sími 461-2035, fax 461-1227.
áning
Sauðárkróki, sími 453 6717
Hótel Áning Sauðárkróki leggur áherslu á
fagmennsku í eldhúsi og sal. Lifandi tónlist
fyrir matargesti og. þægileg stemming í
koníaksstofunni við opinn arineld. Staðsett
í hjarta bæjarins, spölkorn frá golfvellinum.
vTjaldstædi
Ferðaþjónustan Uthlíð Biskupstungum
Tjaldstæði - verslun - bensinstöð -
hestaleiga. Sími 486-8770.
Ferðaþjónustan Húsafelli. Tjaldstæði,
hestaleiga, gönguferðir með leiðsögn,
veiðileyfi, verslun og bensínstöð.
Uppl. í sfma 435-1376.
Áætlunarferðir
Reykjavik/Akureyri - Akureyri/Reykjavik
um Kjalveg daglega kl. 09.00 i júlí og ágúst
með viökomu í Kerlingarfjöllum.
Noröurleið-Landleiðir hf., simi 551-1145.
Reykjavík - Akureyri alla daga kl. 08.00
og 17.00. Akureyri - Reykjavík alla daga
kl. 09.30 og 17.00.
Norðurleið-Landleiðir hf. sími 551-1145.
Ævintýrasiglingar um Breiðafjörð með
skelveiði og smökkun.
Fjölbreytt fuglalíf - lifandi leiðsögn - gisting
á Hótel Eyjaferðum.
Eyjaferðir, Stykkishólmi, slmi 438-1450.
Gotf
Nýr og skemmtilegur 9 holu golfvöllur -
par 35. Verð 500 kr. dagurinn.
Ferðaþjónustan Úthlið,
Biskupstungum, sími 486-8770.
Skemmtilegur og krefjandi 9 holu golfvöllur
í fallegu umhverfi.
Ferðaþjónustan Húsafelli.
Uppl. í síma 435-1377.
Hótel Áning
Golf og gisting. Gisting, morgunverður og
kvöldverður og endalaust golf!
Verð aðeins 5.900 á mann.
Ferðir með leiðsögn
Reykjavík - Akureyri um Sprengisand
mánudaga og fimmtudaga kl. 08.00 og
Akureyri - Reykjavík um Kjalveg
miövikudaga og laugardaga kl. 08.30
Norðurieið-Landleiðir hf.. sími 551-1145.
Glæsileg sundlaug með góðu útsýni.
Heitir pottar.
Ferðaþjónustan Úthlið,
Biskupstungum, sími 486-8770.
Njóttu veðursældarinnar í Húsafelli!
Sundlaug, heitir pottar, vatnsrennibraut og
gufuböð. Opið 10-22 aila daga.
Sími 435-1377.
Veitingar
Réttin - Veitingar og grillpakkí fyrir hópa.
Sund - grill - kaffi og konfekt.
Böll öll laugardagskvöld.
Ferðaþjónustan Úthlíð,
Biskupstungum, sími 486-8770.
/mAktm
Hrútafirði • Opið frá ki. 8.00 - 23.30
Sími 451 1150 • Fax 451 1107
Fjölbreytilegir gistimöguleikar
Sumarhús - svefnpokagisting - uppbúin
rúm. Þjóðlegir réttir - spennandi réttir -
skyndiréttir.
Ferjan Fagranes Isafirði.
Föstudagur 5/7. Flæðareyri - Hesteyri -
Aðalvík frá Isafirði kl. 14.00. Sunnudagur
7/7 Flæðareyri frá ísafirði kl. 10.00.
Mánudagur 8/7. Aöalvík - Flæðareyri frá
ísafiröi kl. 8.00.
Þriðjudagur 9/7 Isafjarðardjúp frá Isafirði
kl. 8.00.
Fimmtudagur 11/7 Aðalvík, Fljótavík,
Hlöðuvík og Hornvík frá Isafirði kl. 8.00.
Með Baldríyfir Breiðajjörð
Frá Stykkishólmi ki. 10:00 og 16:30
Frá Brjánslœk kl. 13:00 og 19:30
Kynnið ykkur afsláttarkortin
og sparið!
FERJAN BALDUR
Símar 438 1120 í Stykkishólmi
456 2020 á fírjánslœk
Fleiri geta gist í Kverkfjöllum
ÞAÐ má sjá af þessari mynd að stækkun Sigurðarskála
er töluverð.
Höfum opnað
lambasteikhús
í veitingahúsinu Aratungu
OPIÐ AUAN DAGINN I SUMAR.
EINNIG LÉTTIR RÉTTIR, PIZZA, PASTA,
HEIMARÆKTAÐ GRÆNMETIOG KAFFI.
KOMIÐ OG SMAKKIÐ OKKAR
GÓMSÆTU LAMBBORGARA.
Aratunga veitingahús
Reykholti Biskupstungum sími 486 8811/486 8810
Egilsstöðum - Miklar breytingar og
endurbætur hafa verið gerðar á Sig-
urðarskála í Kverkfjöllum. Má þar
helst nefna 50 m2 viðbyggingu, sem
rúmar um 60-70 manns í borðsal,
og um 25 manna svefnloft. Auk við-
byggingar hafa verið gerðar end-
urbætur á eldra húsnæði.
Eldhús hefur verið stækkað og að-
staða skálavarðar rýmkuð til muna.
Séra Björn Jónsson vígði nýbygg-
inguna en hann vígði einnig eldra
húsið á sínum tíma. Sigurðarskáli
tekur núna um 85 manns í gistingu.
A s.l. sumri voru gistinætur skál-
ans um 4000. Það eru Ferðafélög
Fljótsdalshéraðs og Húsavíkur sem
reka Sigurðarskála í Kverkfjöllum.
Eru félögin nú að vinna að því að
stika tvær gönguleiðir frá skálanum
°g hyggjast gefa út göngukort af
þeim fljótlega fyrir gesti sem heim-
sækja Kverkfjöll.
Listalíf í
Munaðarnesi
í VEITINGAHÚSINU í Munaðar-
nesi í Borgarfírði verða verk „lista-
manna sumarsins", Þórðar Hall og
Jón Reykdals, myndlistarmanna til
sýnis og sölu í sumar. Lifandi tónlist
verður í hávegum högð og voru KK
og Þorleifur með fyrstu tónleika
sumarsins í byijun júní.
Veitingastaðurinn er í Þjónustu-
miðstöð orlofshúsa BSRB í Munað-
arnesi og hafa myndlistarsýningar
tíðkast þar frá 1988 og verið vel
tekið af gestum veitingahússins, sem
flestir eru orlofsgestir úr röðum
BSRB-félaganna og fólk úr nær-
liggjandi sveitum. I sumar verður
opið kaffíhús og verslun í þjón-
ustumiðstöðinni.
------» ♦ ♦-----
Helgarferðir
Ferðafélags íslands
LAUGARDAGINN 6. júlf kl. 09
verður farið að Búrfelli og Þjófa-
fossi. Sunnudaginn 7. júlí kl. 08
verður farið í Þrællyndisgötu í Eld-
borgarhrauni og á sama tíma lagt
af stað til Hafursfells á Snæfellsnesi.
Aðrar helgarferðir 5.-7. júlí:
Landmannalaugar - Hrafntinnusker
- Torfajökull, skíða- og gönguferð.
Gist í Laugum og Hrafntinnuskeri.
Landmannalaugar - Veiðivötn. Ekið
í Veiðivötn. Gist í Landmannalaug-
um. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs-
skála.
Brottför er frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin, og Mörkinni 6.