Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
____________________________________FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 23
ERLEIMT
Efasemdir magnast
um heilsu forsetans
Borís Jeltsín Rússlandsforseti virtist stífur í
hreyfíngum er hann mætti á kjörstað í
gærmorgun og óstaðfestar heimildir hermdu
að veikindi hans kynnu að vera alvarlegri
en haldið hefði verið fram.
Moskvu. Rcuter.
BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands,
greiddi atkvæði í kosningunum í
gærmorgun en gekk ekki á kjörfund
í úthverfi Moskvu þar sem safnast
höfðu saman ljósmyndarar og frétta-
menn. Þess í stað nýtti forsetinn sér
kosningaréttinn í þorpi einu skammt
frá höfuðborginni. Þar voru einungis
viðstaddir opinberir ljósmyndarar og
myndatökumenn og var því myndefni
dreift skömmu síðar eftir að það
hafði verið klippt.
Búist hafði verið við því að Jeltsín
gengi á kjörfund í einu af glæsileg-
ustu hverfum Moskvu þar sem fyrir-
fólk heldur gjarnan til og hafði múg-
ur og margmenni komið þar saman
til að sjá forsetann og mynda en
hann hefur ekki sést opinberlega í
tæpa viku. Pjölmiðlamenn höfðu ver-
ið fluttir í fjórum rútum á kjörstað
en eftir tveggja klukkustunda bið var
síðan frá því skýrt að Jeltsín hefði
kosið í þorpinu Barvíkha, skammt
frá Moskvu þar sem er að fínna fjölda
stjórnarbygginga. Engin skýring var
gefín á því hvers vegna forsetinn
hefði haldið sig ijarri höfuðborginni.
Ákall til kjósenda
Skömmu síðar dreifðu yfirvöld í
Kreml sjónvarpsmyndum hvar sást
er forsetinn mætti á kjörstað, af-
henti vegabréf sitt og fékk kjörseð-
ilinn í hendur. Forsetinn brosti og
flutti síðan stutt ávarp þar sem hann
hvatti rússnesku þjóðina til að nýta
sér kosningaréttinn. Hann þótti skýr-
mæltur þó svo nokkur orð virtust
vefjast fyrir honum. „Allir, bókstaf-
lega allir, verða að mæta á kjörstað.
Gerið skyldu ykkar!“ sagði forsetinn.
Góð kjörsókn var talin geta tryggt
sigur Jeltsíns en hún var um 70% í
fyrri umferð forsetakosninganna,
sem fram fór 16. fyrra mánaðar.
Jeltsín skýrði þá ákvörðun sína að
kjósa ekki í höfuðborginni með því
að hann hefði nú þegar í ár varið
rúmlega tvöfalt meiri tíma til að
ræða við fjölmiðla en ráð hefði verið
fyrir gert.
Virtist hressari
Forsetinn virtist stífur og til þess
var tekið að hann hefði hreyft vinstri
Reuter
BORÍS Jeltsín greiðir atkvæði
í Barvíkha, skammt frá
Moskvu þar sem komið hafði
verið upp kjörstað fyrir hann.
Einungis voru viðstaddir op-
inberir ljósmyndarar.
handlegg sinn með einkennilegum
hætti. Glott var á vörum forsetans
og hann rétti upp aðra höndina sem
er sködduð frá því er handsprengja
sprakk í henni er Jeltsín var barn
að aldri. Vakti þetta athygli því Jelts-
ín hefur heldur þótt reyna að leyna
því að hann er maður örkumla.
Síðar var dreift lengra myndskeiði
sem tekið var frá öðru sjónarhomi
og virtist forsetinn þá mun léttari í
hreyfingum. Jeltsín þótti almennt líta
mun betur út en á sjónvarpsupptöku
þeirri sem dreift var á mánudag. Þar
þótti forsetinn einna helst minna á
múmíu, virtist lífvana og stífur sem
eikardrumbur, og kviknuðu miklar
vangaveltur, einkum á Vesturlöndum,
um að hann hefði á ný veikst alvar-
lega en Jeltsín þurfti tvívegis að taka
sér leyfi vegna hjartveiki í fyrra.
Talsmenn og undirsátar forsetans
héldu uppteknum hætti í gær og
lýstu yfir því að ekkert alvarlegt
amaði að Jeltsín. Hann hefði kvefast
illa og þjáðist af þreytu. Þótti ýmsum
fréttaskýrendum það tæpast undrun-
arefni miðað við þá stífu og krefj-
andi dagskrá sem einkenndi kosn-
ingabaráttu hans síðustu vikurnar
en Jeltsín er 65 ára og harðfullorðinn
maður á rússneskan mælikvarða.
Veikindin alvarleg?
Bandaríska dagblaðið The Wash-
ington Post kvaðst í gær hafa fyrir
því heimildir að Jeltsín hefði um síð-
ustu helgi dvalist á hyíldarheimili í
ríkiseigu og hefði fjölskylda hans ein
fengið aðgang að forsetanum. Eng-
inn af aðstoðarmönnum hans hefði
fengið að ræða við Jeltsín að undan-
skilinni dóttur hans, Tatjönu Díjatsj-
enko, sem unnið hefur að endurkjöri
föður síns. Sögðu heimildarmenn
blaðsins, sem kröfðust nafnleyndar,
að veikindi forsetans virtust alvar-
legri en haldið hefði verið fram af
hálfu yfírvalda í Kremi.
Reuter
Zjúganov
sigurviss
FORSETAEFNI kommúnista,
Gennadí Zjúganov, veifar til
stuðningsmanna sinna í gær eftir
að hafa greitt atkvæði í Moskvu.
Hann sagði að Vesturlandabúar
ættu ekki að óttast sig „og það
gera þeir reyndar ekki“. Hann
myndi ekki hrófla við því sem vei
hefði tekist og þeir sem hefðu
staðið sig vel myndu halda störf-
um sinum. „Við skiljum nauðsyn
þess að sækja fram, hverfa ekki
til fortíðar... Ég býst við sigri“.
Frambjóðandinn sagði það
verða „forvitnilegt" að sjá hvern-
ig Borís Jeltsín liti út þegar hann
kæmi á kjörstað en forsetinn hef-
ur verið við bága heilsu und-
anfarna viku. Hét Zjúganov því
að næði hann völdum myndi hann
sjá til þess að sérfræðinganefnd
gæfi reglulega skýrslu um
heilsufar æðstu ráðamanna til að
koma í veg fyrir sögusagnir.
Athygli hefur vakið hve Zjúg-
anov hefur reynt að breyta ímynd
sinni síðustu daga, hann klæðist
nú vönduðum jakkafötum, leggur
áherslu á að sýna hve vel hann
sé á sig kominn, er af-
slappaður og brosir blítt við
fréttamönnum.
Laguna. 5 dyra fólksbíll og skutbíll.
Laguna. Fyrir þá sem kunna að
meta glæsileika., fágun og gæði
Staðalbúnáðurinn er ríkulegur :
• 2.0 1 vél me<5 beinni innspýtingu.
• 115 hestöfl.
• hækkanlegt bflstjórasæti með stillanlegum
stuðningi við mjóhrygg.
• strekkjari á öryggisbeltum.
• öryggisbitar í hurðum.
• rafdrifnar rúður.
• fjarstýrðar samlæsingar með þjófavöm.
• útvarp og kassettutæki með fjarstýringu
og 6 hátölurum.
• þokuljós að aftan og framan.
• höfuðpúðar í aftursæti.
• kortaljós við framsæti.
• litað gler.
Listinn yfir staðalbúnaðinn er lengri og enn er ótalinn
sá aukabúnaður sem hægt er að fá til viðbótar.
Laguna kostar aðeins £rá 1.798.000 kr.
RENAULT
FER Á KOSTUM
ÁRMÚLA 13
SlMI: 568 1200
BEINNSlMI: 553 1236