Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Útsýnissiglingar á Þingvallavatni eru að hefjast Níu fyrirtæki fá að flytja inn osta Þingvellir skoðaðir frá nýju sjónarhomi FERÐAMÖNNUM er nú boðið í útsýnissiglingar á Þingvalla- vatni. Heimamenn frá tólf bæj- um umhverfis vatnið standa að fyrirtækinu, sem nefnist Þing- vallavatnssiglingar ehf. Bátur- inn Himbriminn tekur allt að 20 manna hóp og hefjast sigl- ingarnar í dag. „Þetta hefur verið í bígerð hjá okkur í nokkur ár en síðast- liðið haust var loks ákveðið að láta til skarar skríða. í vor fest- um við svo kaup á bát af gerð- inni Sómi 860 og á honum hafa uú verið gerðar nauðsynlegar breytingar til þess að hægt sé að flytja á honum farþega. Nú er allt að verða klárt og við ýtum á flot um helgina," segir Jóhannes Sveinbjörnsson, stjórnarformaður Þingvalla- vatnssiglinga. Hann segir þetta viðleitni til að auka á fjölbreytni í ferða- þjónustu á svæðinu, en hingað til hafi verulega skort á afþrey- ingarmöguleika og ferðamenn því ekki haft langa viðdvöl. „Við höfum orðið vör við þó nokkra eftirspurn eftir útsýnis- ferðum um vatnið og teljum þær vera góða leið til að skoða Þing- vallasvæðið frá nýju sjónar- horni," segir Jóhannes. „Við leggjum upp frá bænum Skálabrekku í Þingvallasveit og hringferð um vatnið tekur um það bil eina og hálfa klukkustund. Á siglingunni verður spjallað um það sem fyrir augu ber í landslaginu, lífríkið, söguna, skáldskapinn og mannlíf við vatnið að fornu og nýju,“ segir Jóhannes að lokum. Morgunblaðið/RAX SIGLT um vatnið blátt og Þingvallasvæðið skoðað frá nýju sjón- arhorni. Búrfell, Botnsúlur og Ármannsfell í baksýn. HIMBRIMINN við bryggju á Skálabrekku. Á bryggjunni stend- ur stýrimaðurinn, Kolbeinn Sveinbjörnsson, og unnusta hans, Borghildur Guðmundsdóttir. Borga minna fyrir kvótann LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ úthlutaði níu fyrirtækjum í gær leyf- um til innflutnings á ostum, en 14 umsóknir bárust upphaflega í þau 39,1 tonn sem var til umráða. Tíu fyrirtæki buðu í kvótann og þótti tilboð eins þeirra of lágt. í tilboðun- um var meðalverðið fyrir ost til al- mennra nota 57 krónur á kíló og 41 króna fyrir ost til iðnaðarnota. Með þessari úthlutun er búið að afgreiða tollkvóta á erlenda osta til næstu áramóta. 26,1 tonn af ostin- um er ætlað til almennra nota og fengu fimm fyrirtæki innflutnings- kvóta, en 13 tonn voru ætluð til iðnaðar eða matvælagerðar og var tilboðum fjöjgurra fyrirtækja tekið í það magn. I desember síðastliðnum var úthlutað 57 tonnum af ostakvóta og var þá meðalverð á osti til al- mennra nota 98 krónur en 80 krón- ur til iðnaðarnota. Ólafur Friðriksson, deildarstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir álíka mörg fyrirtæki hafa gert tilboð í kvótann í desember og nú, og helsta skýringin á að fyrirtækin bjóði svo miklu lægra verð nú, sé að markað- urinn hafi mettast að ákveðnu leyti, auk þess sem meira jafnvægis gæti nú en í upphafi. „Menn hafa kannski boðið heldur ríflega í fyrstu, en síðan leita málin í eðlilegt horf. Fyrirtækin sjá að sumir ostar ganga í neytendur en aðrir ekki, auk þess sem einhver fyrirtæki eiga vafalaust birgðir frá fyrri úthlutun," segir hann. Ólafur segir mörg fyrirtæki sem sóttu um nú þau sömu og leituðu eftir innflutningi í desember. Minnsta magnið, sem eitt fyrirtæki fær að flytja inn, sé hálft tonn en mest níu tonn. Verðmæti um 2 millj. Heildarverðmæti tollkvótans nem- ur rétt um tveimur milljónum króna, en verðmæti magnsins sem heimild var veitt fyrir í desember nam rúm- um fimm milljónum króna. Tekjur af sölu heimilda renna í ríkissjóð. Ekki er ljóst hvaða osta fyrirtækin níu munu flytja inn, enda er þeim frjálst að flytja inn hvaða tegundir sem er, svo lengi sem ostarnir eru unnir úr gerilsneyddri mjólk. Reykjavíkurborg kaupir hús BORGARRÁÐ hefur samþykkt að kaupa Nönnugötu 5, sem stór- skemmdist í bruna 15. maí sl. Kaup- verðið er 1,5 milljónir. í erindi skrifstofustjóra borgar- verkfræðings til borgarráðs kemur fram að skoðaðir hafa verið nokkrir möguleikar á nýtingu lóðarinnar en eigendur hennar, þau Júlíanna T. Jónsdóttir og Guðni R. Þórhallsson, óskuðu eftir heimild til að byggja stærra hús á lóðinni í stað þess sem brann. Að mati borgarskipulags kom sem brann helst til greina að byggja tvílyft hús upp að aðiiggjandi brunavegg næsta húss eða rífa brunarústimar og byggja ekki á lóðinni á ný heldur gera hana að opnu svæði. Eftir viðræður við eigendur lóðar- innar kom í ljós að þau höfðu ekki áhuga á að byggja á lóðinni sam- kvæmt hugmyndum borgarskipu- lags, sem leiddi til samkomulags um að borgarsjóður keypti húsið í núver- andi ástandi eftir brunann, ásamt tilheyrandi leigulóðarréttindum. Umboðsmaður Alþingis um ákvæði sljórnarskrár um embættismenn Eftirlaun tryggð vilji maður ekki sæta fhitningi Telur ráðuneytið ekki hafa farið að lögum UMBOÐSMAÐUR Alþingis túlkar stjórnarskrána á þann veg, að sé embættismaður færður til í starfi eigi hann raunhæft val um hvort hann taki við hinu nýja starfi eða láti af störfum og fari á eftirlaun. Dómsmálaráðuneytið hafi því ekki farið að lögum þegar maður var fluttur úr starfi yfirlögregluþjóns í einum kaupstað og í stöðu varð- stjóra í öðrum kaupstað, því mað- urinn hafi fengið þær upplýsingar að hann ætti ekki víðtækari rétt til eftirlauna en aðrir starfsmenn ríkisins og því ekki heldur rétt til þess að hefja töku lífeyris um leið og hann kysi lausn frá embætti. Maðurinn leitaði álits umboðs- manns á flutningi í starfi, en ákvörðun um flutning var tekin þar sem samstarfsörðugleikar voru á fyrri vinnustað mannsins. Maður- inn átti að halda fyrri launum eftir flutninginn, en hann gat jafnframt fengið lausn frá störfum, í sam- ræmi við 4. málsgrein 20. greinar stjómarskrárinnar, þar sem segir: „Forseti getur flutt embættismenn úr einu embætti í annað, enda missi þeir einskis í af embættistekjum sínum, og sé þeim veittur kostur á að kjósa um embættisskiptin eða lausn frá embætti með lögmæltum eftirlaunum eða lögmæltum elli- styrk.“ Dómsmálaráðuneytið túlkaði ákvæðið svo, að nýtti maðurinn sér heimild til lausnar frá störfum ætti hann rétt á eftirlaunum samkvæmt lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, enda benti hvorki orðalag stjórnarskrár né önnur lögskýring- argögn til þess að hann ætti meiri rétt. Lögmaður mannsins mótmælti þessu o g benti á að þá fengi maður- inn engin eftirlaun fyrr en að fjórt- án árum liðnum, þegar hann næði 65 ára aldri. Þannig væri hann eins eða lakar settur og ef honum hefði verið vikið úr starfi gegn vilja sín- um vegna misferlis. Á að vera raunhæfur möguleiki Umboðsmaður leitaði allt til stjórnarskrárinnar um hin sérstöku málefni íslands frá 1874, þegar hann rakti tilurð 4. mgr. 20. gr. núgildandi stjórnarskrár, en mjög sambærilegt ákvæði hefur ávallt verið í stjórnarskránni og var reyndar í stjórnarskrá Dana frá 1849. Ætlunin var að gefa embætt- ismanni raunhæfan möguleika til þess að neita flutningi, er byggðist á ómálefnalegum sjónarmiðum og við umræður um setningu laga um eftirlaun embættismanna í danska konungsríkinu hafi það sjónarmið verið skýrt að embættismenn fengju stjómarskrárvarinn rétt til eftirlauna. Umboðsmaður bendir á, að í lög- um um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins hér á landi hafí aldrei verið vikið að sjálfstæðum rétti ríkis- starfsmanna til þess að hefja töku lífeyris vegna orsaka, sem honum yrði ekki um kennt. Embættismenn eigi rétt til bóta, en ekki eftir- launa, sé þeim vikið úr starfi, en réttur embættismanns til eftirlauna ef hann vildi ekki sæta flutningi úr stöðu sinni í aðra stöðu sé hins vegar ótvírætt enn til staðar sam- kvæmt stjórnarskrá. Ráðuneytið taki málið til meðferðar á ný Umboðsmaður segir að í þessu máli liggi fyrir að afstaða dóms- og kirkjumálaráðuneytisins sé sú og þær leiðbeiningar hafi verið veittar af þess hálfu, að maðurinn ætti ekki víðtækari rétt til eftirla- una eða ellistyrks en aðrir starfs- menn ríkisins og því ekki heldur rétt til þess að hefja töku lífeyris um leið og hann kysi lausn frá embætti. „Samkvæmt því, sem hér að framan hefur verið rakið, var þessi niðurstaða ráðuneytisins og leiðbeiningar, sem veittar voru á grundvelli hennar, ekki í samræmi við lög,“ segir umboðsmaður og mælist til þess að ráðuneytið taki mál mannsins til meðferðar á ný, óski hann þess, og taki þá til sérs- takrar athugunar hvernig hlutur hans verði réttur. Sophia Hansen á leið til Tyrklands SOPHIA Hansen er á leið til Ist- anbúl í Tyrklandi en eins og fram hefur komið stendur til að láta reyna á umgengnisrétt hennar og dætra hennar fljótlega. Dómari í undirrétti í Istanbúl dæmdi mæðg- unum umgengnisrétt frá 1. júlí sl. Ekki var hins vegar látið reyna á umgengnisréttinn þann dag enda hafði ekki fengist staðfest- ing á því að dómur undirréttar frá 13. júní hefði verið birtur föður stúlknanna. Ólafur Egilsson, sendiherra ís- lendinga í Tyrklandi, sagðist ekki hafa fengið upplýsingar um hvort Hasíp Kaplan, lögfræðingi Sophiu, hefði borist staðfesting á því að Halim Al, föður stúlknanna, hefði verið birtur dómur undirréttar. Hins vegar hafði hann vitneskju um að Hasíp hefði lagt inn á fulln- ustuskrifstofu í Istanbúl beiðni um að umgengnisrétturinn kæmi til framkvæmda samkvæmt fyrir- liggjandi dómi undirréttar. Næsta skrefíð væri að skila inn áætlun um hvenær gert væri ráð fyrir að umgengnisrétturinn kæmi til fram- kvæmda. Henni verður væntanlega skilað inn alveg á næstunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.