Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 21
YFIRKOKKUK McDonald’s, Andrew Selvaggio, var tæp tvö ár að prdfa sig áfram þar til uppskriftín lá fyrir að nýjum hamborgara með „fullorðins“-bragði. Hamborgarinn Arch Deluxe er nú seldur í Bandarflqunum og Kanada. Enginn ÞAÐ er ekki sama bvernig hurðin er opnuð... .. .EÐA hvernig farþegum er hleypt út. af útlendingum, má sjá myndavélar á lofti og forvitin andlit í hverjum glugga. Eg spyr Sigurð hverrar árgerðar Rollsinn sé? „Það er með Rolls Royce eins og konur. Þú spyrð ekki um árgerðina, enda breytist þessi bíll ekkert frá ári til árs og hann heldur öllum ein- kennum sínum áratugum saman. Þú spyrð heldur ekki um hestöflin og svarið sem ég fékk við þeirri spurningu hjá verksmiðjunum var: STYTTAN er handsmíðuð úr silfri og engar tvær eins. „Þau eru næg.“ Hins vegar get ég upplýst þig um að hann vegur hátt í þrjú tonn, grillið er silfur í gegn og klæðningin á sætunum er úr ósviknu nautsleðri, en mér er sagt að 11 til 12 naut fari í klæðninguna á hverjum bíl. Engar tvær styttur framan á húddinu eru eins og held- ur ekki innréttingar og íyrir hvern bíl eru framleiddar tvær innrétting- ar, en önnur er geymd hjá verk- smiðjunum ef á þarf að halda. Þannig hefur þessi bíll algjöra sér- stöðu og er einstakur í sinni röð.“ Sigurður segir mér frá þegar hann ók bflnum, ásamt konu sinni, Margréti Geirsdóttur, í gegnum Evrópu til Englands til að láta yfir- fara hann fyrir flutninginn til Is- lands. „Hvar sem við stoppuðum á leiðinni buktuðu menn sig og beygðu fyrir okkur og á Englandi var ég alls staðar kallaður „sir“. Svo mikið er víst að sé einhver bíll stöðutákn í heiminum, þá er það Rolls Royce.“ Nú er komið að því að leyfa blaðamanni að prufuaka gripnum ARCH Deluxe er hamborgari með „fullorðins“-bragði. og það er vissulega einstök til- fínning að setjast undir stýri á þessum eðalvagni, horfa fram eft- ir löngu húddinu og finna kraft- inn og „fjörtök stinn“ þegar komið er við bensíngjöfina. Ætli það sé ekki svipuð tilfinning og fyrir flugstjóra að setjast í fyrsta sinn við stjómvölinn á júmbóþotu? Forréttíndí Forsögu þess að Rollsinn er nú kominn hingað til lands má ef til vill rekja rúm 30 ár aftur í tímann, til ársins 1962, þegar Sigurður sem ungur maður var í ævintýraleit í Suðurlöndum. Hann kom þá til eyj- unnar Mallorca og kyntist þar Hasso Schútzendorf, sem rak þar litla bflaleigu með tveimur bílum. „Mér fannst þetta hálfgert hokur á karlinum og vildi auka umsvifin hjá honum. Eg samdi því við stærstu bflaleiguna á staðnum og fékk að leigja bfla hjá þeim gegn ákveðnum umboðslaunum. Þann ágóða notuðum við svo til að kaupa fleiri bfla og áður en varði voru þeir orðnir fjörutíu.“ Sigurður vann hjá Hasso í tvö ár og vildi sá síðarnefndi gera hann að meðeiganda sínum. Sigurður hafði hins vegar önnur áform, en þeir tveir hafa alltaf haldið nánum sam- skiptum og vináttu. Hasso hefur síð- ar lýst því yfir að hann eigi Sigurði velgengni sína að þakka, en hann rekur nú eina umsvifamestu bíla- leigu í heimi. Til gamans má geta þess, að þeir íslendingar, sem fram- vísa blaðagrein þar sem minnst er á Hasso, fá afnot af bifreið frá bfla- leigunni á Mallorca án endurgjalds og er þeim, sem eru á leiðinni þang- að, bent á að taka þetta eintak af Morgunblaðinu með sér. Það var svo á síðasta ári að þeir Sigurður og Hasso ákváðu að opna saman útibú frá Hasso-bílaleigunni hér á landi og nú hafa þeir bætt Rolls Royce eðalvagni í hóp þeirra bifreiða sem fyrir eru. Rollsinn er hins vegar ekki leigð- ur út án bflstjóra og þar kemur til kasta Hjalta Garðarssonar. „Þetta er of dýrt tæki til að láta það í hend- urnar á hverjum sem er,“ segir Sig- urður og bætir því við að undirrit- aður sé sá eini, fyrir utan nánustu samstarfsmenn, sem fengið hafi að prófa bflinn. Það má því með sanni segja að stundum fylgi því viss for- réttindi að vera blaðamaður á Morgunblaðinu. ARCH Deluxe heitir nýr ham- borgari sem McDonald’s veit- ingakeðjan hefur sett á markað í Kanada og Bandarikjunum. Þótt oft sé talað um hamborgara sem skyndibita þú er fjarri því að Arch Deluxe hafi orðið til í skyndingu. Yfirkokkur McDonald’s, Andrew Selvaggio, var næstum tvö ár að þróa og fullkomna nýja ham- borgarann. Selvaggio er frægur kokkur og stýrði eldamennsku á hinum rómaða sælkerastað Pump Room í Chicago áður en hann tók við stjórninni hjá McDonald’s. Með- al annars valdi ti'maritið Restaurants & Institutions Mag- azine meistara Selvaggio í hóp 10 fremstu kokka Bandaríkjanna. Nýju kjötlokunni er einkum ætl- að að laða að fullorðna viðskipta- vini og er liamborgarinn því með „fullorðins" bragði. Auk hefðbund- innar kjötköku í brauðhleif er íssal- atblað, tómatsneið, ostur, laukur og svinaflesk í samlokunni. Leynd- ardómur bragðsins felst ekki síst í nýrri „fullorðins“-sósu sem meðal annars er hrærð úr sinnepi og majónesi. Uppskriftarinnar að sós- unni er vandlega gætt, enda er hún lykillinn að bragðinu. „Við prófuð- um mörg hundruð uppskriftir með alls konar innihaldi til að fá fram eitthvað sem sannarlega væri ein- stakt,“ sagði meistari Selvaggio. Það var mikið um dýrðir þegar sala á Arch Deluxe hamborgaran- um hófst. Sérstök hátíðarhöld voru samtíntis í New York, Los Angeles og Toronto í Kanada. Hátíðarsam- komurnar voru samtengdar um gervihnetti. Forstjóri McDonald’s, Michael R. Quinlan, steig í pontu á sviði Radio City Music Hall í New York og bauð 12.500 McDonald’s veitingaliúsum að hefja sölu á Arch Deluxe. Quinlan segir að þessi markaðssetning boði tímamót í sögu fyrirtækisins. Nú eigi að laða að fullorðna viðskiptavini (enn frekari mæli. LIÐUR í kynningarherferðinni var að breyta kvikmyndahúsi í ham- borgara. Pacific Cinerama Theatre í LosAng eles, sem er á hæð við sjö hæða hús, var klætt í dúk og hann sfðan málaður. Það tók 100 manns meira en sex vikur að skapa þennan risahamborgara. TRÚÐURINN Ronald McDonald og dansmeyjar, Radio City Rockettes, komu fram á hamborgarahátfðinni f New York. MORGUNBLAÐIÐ fll fj LAUGARDAGUR 7 JÚLÍ 1996 21 Í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.