Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR __ * Fimmtíu ár síðan Bretar afhentu Islendingum Reykjavíkurflugvöll Ný flugstöð rís fyrir aldamót A FLUGMALAAÆTLUN næstu ára er kveðið á um að verulegu fé verði varið til framkvæmda á Reylgavíkurflugvelli. End- urnýjun vallarins er á hinn bóg- inn mikið verk sem mun kosta á annan milljarð króna, auk nýrrar flugstöðvar, svo vanda l>arf til alls undirbúnings. Ahersla er lögð á að þessum verkum ljúki fyrir aldamót og lánsfé sem fengið er til fram- kvæmdanna endurgreiðist af flugmálaáætlun og af notkun flugvallarins á næstu árum, sagði Halldór Blöndal sam- gönguráðherra þegar þess var minnst að fimmtíu ár eru ljðin frá því að Bretar afhentu ís- lendingum Reykjavíkurflugvöll, með viðhöfn í gamla Flugstjórn- arskýlinu á Reykjavíkurflug- velli í gær. Við það tækifæri var sendiherra Breta, James McCulloch, heiðraður og honum gefin afsteypa af silfurlykli sem sendiherra Breta, Sir Gerald Shepherd, afhenti Ólafi Thors, þáverandi forsetisráðherra, fyrir fimmtíu árum. Þorgeir Pálsson flugmála- stjóri minntist þess að Bretar reistu Reykjavíkurflugvöll á stríðsárunum fyrir á annað hundrað milljónir króna á þeirra tíma verðlagi. McCulloch sagði að ætlun Breta hafi alltaf verið sú að afhenda Islendingum flugvöllinn eftir stríðið og það hafi verið gert formlega 6. júlí 1946. Hanntók við lyklinum sem hann sagði vera tákn vinsemdar og góðs sambands á milli ríkjanna sem vaxið hefur og dafnað í gegn- um árin. Framkvæmdum lokið fyrir aldamót Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra ávarpaði samkomuna og reifaði sögu flugvallarins. Sagði hann að margt á vellinum þarfnaðist viðgerðar eftir svo langan tíma, s.s. mannvirki, flugbrautir og flugplön og von- aði að framkvæmdir myndu hefjast á næsta ári og yrði lokið fyrir næstu aldamót. Hann sagði að unnið hefði verið að tillögum að endurnýjun og breytingum á flugvellinum fyrir rikssijórnina undir stjórn ráðuneytisstjóra samgöngu- ráðuneytisins og gerð rekstr- aráætlun um fjármögnun og fjárfestingu ásamt fulltrúum fjármálaráðherra og utanríkis- ráðherra. Aætlað sé að leggja tillögur fyrir rikisstjórn á allra næstu vikum. Ráðherra sagðist vona að framkvæmdir geti hafist á næsta ári þar sem flugvöllur- inn sé orðinn mjög lélegur og sagði hann að málið væri mjög knýjandi því Reykjavík sé mið- stöð stjórnsýslu og samgangna innanlands og þar með flugs- ins. Innanlandsflug verði ekki rekið án Reykjavíkurflugvall- ar. Ráðherra sagði ennfremur að verið væri að vinna undirbún- ingsvinnu á vegum borgarinnar og samgönguráðuneytisins um málefni flugvallarins og hvar ný flugstöð myndi rísa. Hugsan- legt væri að miðstöð hópferða- bíla og áætlunarbíla verði sam- einuð nýrri flugstöð í Reykja- vík. Framkvæmdir kosti alls tæpa 2 milljarði Gert er ráð fyrir skv. núver- andi skipulagsuppdrætti að nýja flugstöðin verði á svæðinu á milli Flugskýlis Landhelgis- gæslunnar og Flugleiðabygg- ingarinnar. „Þessi mál eru í endurskoðun hjá samgöngu- ráðuneytinu og áætlað er að flugstöðvarbyggingin auk end- urnýjunar flugvallarins muni kosta tæpa tvo miiyarða,“ sagði Halldór Blöndal. „ Af og til hafa komið upp raddir um að leggja Reykjavík- urflugvöll niður en ég tel það vera óraunhæft m.a. vegna þess lykilhlutverks sem Reykja- vík hefur í stjórnsýslu, flutn- ingum og samgöngumálum. Óhugsandi er að miðstöð innan- landsflugsins geti orðið á Keflavíkurflugvelli og ég á erf- itt með að sjá að nýr flugvöllur verði byggður austan við fja.ll eða í Borgarnesi," sagði Hall- dór Blöndal samgönguráð- herra. Tekjuhámark á lífeyrisuppbætur TRYGGINGASTOFNUN ríkisins hefur sett nýjar reglur um uppbót á lífeyri. Samkvæmt þeim verður einstaklingum sem hafa heildartekjur umfram 75 þúsund krónur á mánuði eða eiga yfír 2,5 milljónir króna í peningum eða verðbréfum ekki lengur greidd frekari uppbót á lífeyri. Svokölluð frekari uppbót er greidd þeim elli- og örorkulífeyris- þegum sem bera kostnað vegna lyQa, umönnunar eða húsaleigu. Uppbótin hefur verið reiknuð út sem ákveðið hlutfall af grunnlíf- eyri og er hlutfallið mishátt eftir aðstæðum umsækjenda. Yfir átta þúsund einstaklingar hafa fengið frekari uppbót greidda mánaðarlega undanfarin ár. Auk tekjumarkanna hafa nú verið sett- ar nákvæmari reglur um hlutfall uppbótar vegna lyfjakostnaðar, umönnunarkostnaðar og húsa- leigu. Upphæð uppbótarinnar ræðst þannig af kostnaði við þessa þætti, auk tekna. Að sögn Svölu Jónsdóttur, deild- arstjóra hjá Tryggingastofnun rík- isins, er enn ekki ljóst hve mikill sparnaður hlýst af þessum aðgerð- um né hve stór hluti fólks verður fyrir lífeyrisskerðingu vegna þessa. Hún segir að engar ákveðn- ar reglur hafi verið til um greiðslu frekari uppbótar, og setning nýrra reglna þjóni því hlutverki að tryggja jafnræði í afgreiðslu um- sókna, en ekki að ná fram sparn- aði, Áður hafí réttur til uppbótar verið metinn í hverju tilviki fyrir sig, og þörf hafi verið á að sam- ræma tekju- og eignamörk, svo allir umsækjendur sætu við sama borð. Ráðuneytið hafði samráð við fulltrúa félaga aldraðra, Öryrkja- bandalagsins og Sjálfsbjargar við gerð nýju reglnanna. Morgunblaðið/Þorkell FLUGSÝNING var haldin vegna athafnarinnar á Reykjavíkur- flugvelli i gær. ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri afhendir James JVIcCulloch, sendiherra Breta, afsteypu af silfurlykli sem sendiherra Breta, Sir Gerald Shepherd, afhenti Ólafi Thors, þáverandi forsetisráð- herra, fyrir fimmtiu árum. Kröfur í þrotabú AB 143,5 milljónir LÝSTAR kröfur í þrotabú Al- menna bókafélagsins nema 143.5 milljónum króna, en eignir félagsins eru metnar á 4.5 milljónir eða sömu upphæð og lýstar forgangskröfur, að sögn skiptastjórans, Skarp- héðins Þórissonar hrl. Almennar kröfur í þrotabúið nema 113 milljónum, for- gangskröfur 4,5 milljónum og veðkröfur 25,7 milljónum. Bankar, sjóður og prentsmiðja Búnaðarbanki íslands er stærsti einstaki kröfuhafinn, en af hans hálfu voru lagðar fram kröfur upp á um 35 millj- ónir króna. Aðrir stórir kröfu- hafar eru Landsbanki íslands, Iðnþróunarsjóður og Prent- smiðjan Oddi. Skarphéðinn Þórisson segir að lýstar kröfur eigi líklega eftir að lækka eitthvað. Skiptastjóri hafi lagt fram at- hugasemdir við kröfurnar á skiptafundi þann 27. júní sl. og hafi kröfuhafar fjögurra vikna frest til að hreyfa and- mælum. Að sögn skiptastjórans eru eignir félagsins fólgnar í inn- búi og tækjum, auk þess sem þegar er búið að selja alla bókaklúbba Almenna bókafé- lagsins til útgáfufyrirtækisins Vöku-Helgafells hf. Þar er um að ræða Bókaklúbb AB, Tón- listarklúbb AB, Matreiðslu- klúbb AB og Söguklúbbinn. Þá keypti Vaka-Helgafell einnig firmanafn Almenna bókafélagsins. Sindri VE kominn í Smugnna ÍSLENSKI togaraflotinn er nú að gera sig kláran fyrir Smuguveiðar og nú þegar er einn íslenskur togari kominn í Smuguna, en Sindri VE kom þangað á miðvikudag. Nokkur skip eru á leiðinni og ætla má að margir togarar haldi af stað á næstu dögum. Þrír dæmdir fyrir falsanir á vigtamótum HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands vestra hefur dæmt þrjá menn fyrir falsanir á vigtarnótum og að hafa sleppt skráningu ýmissa fiskteg- unda í afla á árinu 1993. Sá þeirra sem hlaut þyngsta dóminn var dæmdur til 12 mánaða fangelsis- vistar, en níu mánuðir þar af eru skilorðsbundnir. Hinir mennirnir tveir fengu fjögurra og þriggja mánaða fangelsi og er refsing þeirra skilorðsbundin að fullu. Framkvæmdastjóra og stjórnar- formanni umrædds fískvinnslu- og útgerðarfyrirtækis var gefið að sök að hafa rangfært og falsað undir- skrift á þrem vigtarnótum með því að nota í heimildarleysi stimpil sem bar áritunina Löggiltur vigtarmað- ur og var með innfelldu nafni vigt- armanns. Þannig voru rangfærð rúm tvö tonn. Þá var honum einn- ig gefið að sök að hafa fellt undan skráningu ýmsar fisktegundir, samtals rúm 29 tonn. Ásamt öðrum manni var hann jafnframt sakaður um að hafa rangfært átta vigtar- nótur yfir rækju til viðbótar og með þriðja manni, löggiltum vigtarmanni, að hafa falsað níu vigtarnótur yfir rækju og var rang- færslan í því tilfelli rúm 27 tonn. Brot gegn lögum um stjórn fiskveiða alvarleg Mennirnir játuðu allir sakargiftir. í niðurstöðu dómsins segir að fram- kvæmdastjórinn og stjórnarformað- urinn hafí gerst sekur um veigamik- il brot, bæði gegn almennum hegn- ingarlögum svo og lögum um stjórn fiskveiða og reglum settum sam- kvæmt þeim. Hann hafi stjómað aðgerðum allra ákærðu, skipulagt og útfært þær. „Sjávarútvegur ei undirstöðuatvinnugrein lands- manna og brot á lögum um stjórr þeirrar atvinnugreinar verða að telj- ast alvarleg," segir í dóminum. Framkvæmdastjórinn og stjórn- arformaðurinn var samkvæmt þessi dæmdur til 12 mánaða fangelsisvist- ar og hafði áhrif til refsilækkunai að hann játaði brot sitt skýlaust oj. aðstoðaði að nokkru við að upplýsr það, auk þess sem langt væri liðic frá því að brotin voru framin. Níi mánuðir eru skilorðsbundnir ti tveggja ára. Vigtarmaðurinn vai dæmdur til fjögurra mánaða fang elsis, skilorðsbundið í tvö ár og þriðj maðurinn, sem einnig var starfsmað ur útgerðarinnar, hlaut þriggja mán aða fangelsi, skilorðsbundið. Halldór Halldórsson, héraðsdóm ari, kvað upp dóminn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.