Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Tommi og Jenni Smáfólk „Voff“? Hvað á það að þýða? Ég veit ekki ... Það er bara nokkuð sem allir í minni fjölskyldu segja alltaf.“ BREF TIL BLAÐSEMS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Landsbankinn og talentumar mínar Frá Jóni Á. Gissurarsyni: DÆMISAGAN um talenturnar er í fáum orðum þessi: Maður nokkur fól þjónum sínum að ávaxta fé sitt en sjálfur hugðist hann fara til fram- andi landa. Löngu seinna sneri hann heim og heimtaði reikningsskil. Ein- um hafði hann falið fimm talentur en öðrum tvær. Báðir höfðu ávaxtað þær dyggilega svo að nú höfðu þær tvöfaldast. Sá þriðji hafði grafið sína einu talentu í jörð niður og bar hún því engan ávöxt. Þótt hann skilaði talentunni refjalaust hlaut hann ák- úrur fyrir leti og lítið viðskiptavit en hinir tveir lof og prís. Þessi dæmisaga rifjaðist upp fyrir mér er ég kom inn í Landsbanka Islands þann 1. júlí sl. en þá minnt- ist þann 110 ára afmælis síns. Árið 1936, þegar Landsbanki ís- lands var fimmtugur, opnaði ég sparisjóðsreikning í banka þessum. Á hundrað ára afmæli hans, 1986, kom bók þessi óvænt í leitimar. Innlagðar höfðu verið 30 krónur. Þó að bankar hætti að reikna vexti eftir 25 ár ef bók er ekki framvísað, þá hlytu þess- ar 30 krónur að hafa tvöfaldast líkt og talenturnar hjá dyggu þjónunum. Næstu 25 ár hefði bankinn svo notið arðs af fjármunum þessum. Eg tók að rifja upp launakjör og verðlag 1936. Þetta mundi ég: Þrjátíu krón- ur jafngiltu tíu tíma kennslu, en fyrir þá upphæð hefði mátt kaupa fjórar flöskur af svartadauða eða fjóra dilka á blóðvelli. Sem sagt ég gæti átt von á átta stykkjum af hvoru sem væri. Greiðlega gekk að færa inn vexti og vaxtavexti þótt löng runa væri. Heildarinnistæða reyndist 40 aurar. Á heimleið kom ég við hjá Halla á Horninu og spurði hann: Hvað get ég fengið fyrir 40 aura? Halli hristi hausinn og sagði: Fyrir 40 aura fæst nú ekki neitt. Varla hefði Kristur hælt Lands- banka Islands fyrir þessi viðskipti okkar úr því hann hallmælti svo þess- um með einu talentuna. Hann skilaði þó því sem honum var trúað fyrir. Það gerði Landsbanki íslands ekki. JÓN Á. GISSURARSON, Sjafnargötu 9, Reykjavík. Kvörtun Frá Ólöfu Pétursdóttur: VIÐ GETUM ekki látið hjá líða að kvarta yfir seinagangi við afgreiðslu farangurs úr breiðþotu flugfélagsins Atlanta, sem lenti á Keflavíkurflug- velli kl. 22.00 þann 25. júní síðastlið- inn. Við hjónin höfum oft á seinni árum ferðast með flugvélum milli landa og minnumst þess ekki að bið eftir farangri hafi nokkurn tímann reynt á þolinmæði okkar. En í síð- ustu heimkomu þurftum við að bíða við færibandið í Keflavíkurflugstöð eftir töskunum okkar, sem voru að- eins tvær, hátt á annan klukkutíma. Fyrri taskan kom klukkan hálftólf og hin tíu mínútum síðar eða kl. 11.40, og sumir þurftu að bíða leng- ur. Svo var annað óþægilegt, að sárafáar trillur voru þarna við hend- ina og komu aldrei neinar til viðbót- ar inn á meðan við biðum. Því skal ekki neitað að við vorum orðin bæði leið og þreytt á þessari löngu bið. Hið ágæta flugfélag Flugleiðir, sem sér um alla afgreiðslu flugvéla í Keflavík, má ekki láta svona nokkuð Þórði Frá Þorvaldi Kr. Gunnarssyni: KOMMÚNISMINN er dauður og hefur verið það lengi. Það vita allir sem eitthvað hafa fylgst með þróun mála í heiminum nema Þórður Halldórsson, en hann lýsir sínum furðulegu skoðunum í Morgunblað- inu 4. júli. Það sem kannski lýsir best smekkleysi þessarar greinar er þegar hann líkir forsetakosning- unum við hinar hrikalegu nátturu- hamfarir sem hafa dunið á íslend- ingum síðustu ár. Þórður er greini- leg haldinn einhveijum sjúklegum gerast. Það á að vera kappsmal Flugleiða að afgreiðsla allra flugvéla gangi bæði fljótt og örugglega, hver sem í hlut á. Oft hefur verið kvartað yfir að áætlanir í flugi standist ekki. Brott- för og komutíma flugvéla seinki af ýmsum ástæðum. Ég held þetta sé mikið að lagast, það er áreiðanlega metnaðarmál flugfélaga að allar áætlanir standist sem best. Þetta var mjög ánægjuleg og þægileg ferð, bæði út og heim með Úlfari Þórðarsyni, hinni nýju breið- þotu flugfélagsins Atlanta. Flugvélin hóf sig á loft frá Winnipegflugvelli þann 25. júní kl. 11.50 að stað- artíma. Flugstjórinn sagði að ferðin tæki ca. 5 klst. ogtíu mínútur. Þetta stóð heima. Á slaginu kl. 22.00 lenti vélin á Keflavíkurflugvelli. Tíma- munur á Winnipeg og íslandi er 5 klst. En það er ekki nóg að flugvélar haldi áætlun ef afgreiðsla flugfarang- urs tekur óheyrilega langan tíma. ÓLÖF PÉTURSDÓTTIR, ÞORSTEINN ÓLAFSSON, Bugðulæk 12, Reykjavík. svarað ótta við kommúnista sem hann ætti að leita sér lækninga við. Kæri Þórður, kjör forseta íslands ætti ekki að snúast um stjórnmála- skoðanir heldur um hæfni fram- bjóðanda til að gegna þessu vanda- sama starfi. Það er þess vegna sem tugþúsundir íslendinga sem styðja ekki Alþýðubandalagið (en ég er þar á meðal) völdu Ólaf Ragnar Grímsson sem 5. forseta lýðveldis- ins. ÞORVALDUR KR. GUNNARSSON, Grettisgötu 58b, Reykjavík. Allt efni sem birtist i Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt i upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.