Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.07.1996, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samstarf veldur ekki vanhæfi STARFSMAÐUR verður almennt ekki vanhæfur til meðferðar máls samkvæmt stjómsýslulögum, enda þótt hann hafi kynnst aðila máls í starfi sínu, að áliti umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður segir það sama gilda þótt starfsmaður hafi unnið að einstökum verkefnum með aðila máls eða starfað með honum í aðalstarfi sínu. Hafi samstarfið hins vegar verið afar náið og um- fangsmikið og staðið í langan tíma kunni öðru máli að gegna og náin vinátta valdi vanhæfi til meðferðar máls. Þetta kemur fram í áliti umboðs- manns vegna kvörtunar manns, sem taldi að nokkrir aðilar hefðu verið vanhæfir til að fjalla um ráðn- ingu, m.a. vegna þess að þeir hefðu starfað með föður mannsins sem ráðinn var, eða með honum sjálfum; einn var talinn vanhæfur þar sem hann hefði sömu menntun og sá sem ráðinn var, annar þar sem hann væri skyldur manninum í þriðja lið og sá þriðji þar sem hann hefði haft fjárhagslegan ávinning af úrlausn málsins. Gæta þarf að málsmeðferð Umboðsmaður féllst ekki á þessi sjónarmið, en tók að fullu undir að faðir mannsins hefði verið vanhæf- ur að fjalla um ráðningu hans. Hann hefði hins vegar ekki komið svo nærri málum að það breytti ákvörðun um ráðninguna. í álitinu segir umboðsmaður jafn- framt, að almennt sé ekki nægjan- legt að komið sé í veg fyrir að van- hæfur maður taki þátt í meðferð máls, heldur verði jafnframt að við- hafa þá málsmeðferð, að almennt liggi ljóst fyrir, að farið hafi verið að lögum. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra um ummæli sendiherra ESB Hugmyndirnar ekki nýjar af nálinni HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að hugmyndir Johns Maddison, sendiherra Evrópusam- bandsins hér á landi, um að íslend- ingar ættu að kanna hvort hægt sé að bæta við sjávarútvegsstefnu ESB sérstakri skilgreiningu, sem henti íslenzkum sjávarútvegi, séu ekki nýjar af nálinni. „Hann er í raun að tala um það sama og við höfum alltaf gert, þeg- ar við kynnum hagsmuni og sér- stöðu íslands fyrir fulltrúum Evr- ópusambandsins. Við förum þá yfír þessi mál og þá staðreynd, að við getum ekki sætt okkur við það, ef Island yrði einhvern tímann aðili að Evrópusambandinu, að vera settir undir sameiginlegu sjávarút- vegsstefnuna,“ segir Halldór. Aðspurður hvort ekki hafi verið kannað hjá ESB hvort hægt væri að biðja um viðbætur við sjávarút- vegsstefnuna, fremur en breytingar segir Halldór: „Við höfum margfar- ið yfir þetta og aldrei fengið önnur svör en þau að hugsanlegt sé að fá tímabundnar undanþágur en ekki viðvarandi. í samtali, sem ég átti við Emmu Bonino [sem fer með sjávarútvegs- mál í framkvæmdastjóm ESB] sagði hún hreint út að ESB væri að vinna að því að víkka út sameig- inlega stefnu sína á ýmsum sviðum, til dæmis í utanríkis-, öryggis- og myntmálum og því væri ekki á dagskrá að undánskilja þjóðirnar þeim sameiginlegu stefnum, sem uppi eru. Þetta eru mál, sem við erum alltaf að ræða og ég hef talað við sendiherrann um.“ Korn malað á ný í Syðsta-Hvammi við Hvammstanga BJÖRN Sigurðsson hleypir vatni inn í stokkinn , Morgunblaðið/Helgi Bjarnason að myllunni í Syðsta-Hvammi á Hvammstanga. MYLLUBÓNDINN hugar að gangverkinu. Myllusteinninn var notaður í girðingarstag VATNSMYLLA hefur verið end- urbyggð í Syðsta-Hvammi við Hvammstanga. „Hér sást móta fyrir myllu og skurðum og hefur verið talað um það í mörg ár að byggja upp mylluna. Ég er að þessu til að gera eitthvað skemmtilegt og fannst það til- vinnandi á þessum stað,“ sagði Björn Sigurðsson, Bangsi í Nausti, á Hvammstanga þegar blaðamaður skoðaði verkið. Myllan í Syðsta-Hvammi hefur líklega verið aflögð rétt eftir aldamót. Vitað er að þar var malað korn af fleiri bæjum og kom fólkið með það í pokum. Björn segir að myllusteinarnir hafi verið til og lengst af á staðn- um. Annar var notaður í stag í girðingu í áratugi og hinn var kominn suður í Mosfellsbæ. Björn tók þá til handagagns þeg- ar áhugi hans á endurbyggingu myllunnar vaknaði og eru nú komnir á sinn gamla stað á mylluhúsinu. í haust hlóð Jón Ágústsson veggi mylluhússins úr torfi, á þeim stað sem gamla myllan stóð. Björn smíðaði síðan sjálfa myll- una og gróf upp skurðina og segir að það hafi verið töluvert verk. „Ég vissi um gamlan ás sem notaður var sem girðingarstaur og gat látið smíða eftir honum. Ég fékk líka eldgamla teikningu frá Þjóðminjasafninu og skoðaði myllu í byggðasafninu á Reykj- um. Þannig gat maður ímyndað sér þetta svolítið. En það er ekki farið nákvæmlega eftir þessum gögnum. Og sjálfsagt hefur gamla myllan í þessum kofa ver- ið allt öðru vísi,“ segir Björn. Töluvert vatn rennur í gegn um mylluna og hún snýst vel þótt fallhæðin sé ekki nema um það bil einn metri. „Það hefur verið mjög gaman að fást við byggingu myllunnar. Við ætlum að prófa að mala korn í henni og vonandi verður hægt að bjóða fólki að kaupa sér hveitikíló. En aðallega er þetta fyrir augað og nýtist til að draga fólk hingað að tjaldstæðinu," segir Björn. Kornmyllan er við tjaldsvæðið á Hvammstanga og verður alltaf opin til skoðunar. I gær var hún tekin formlega í notkun á svo- kallaðri Myllugleði. Kjötumboðið dregur athugasemdir sínar til baka eftir viðræður í fyrrakvöld Gætir hag’smnna fyrirtækisins best SKIPULAGSNEFND hefur frestað afgreiðslu 15 umsagna vegna breyt- ingar á deiliskipulagi og kynningar á breyttri landnotkun á lóð númer 89 við Laugarnesveg, þar sem til stendur að byggja þijú fjölbýlishús á Kirkjusandi 1-5. Helstu athuga- semdir gerði Kjötumboðið hf., sem starfar á næstu ióð, en hluti þeirra var síðan dreginn til baka aðfara- nótt föstudags eftir „viðræður við hlutaðeigandi aðila varðandi fram- kvæmdir" eins og segir í bréfi til skipulagsnefndar. Frestur til að skila athugasemdum rann út 4. júlí og sendi Kjötumboðið borgaryfirvöldum bréf 7., 20., 22. og 27. júní. Landsbankinn fékk norðurhluta lóðarinnar í fyrra í uppgjöri við Is- lenskar búvörur og Kjötumboðið, og seldi Ármannsfelli fyrr á árinu. Landsbankinn á jafnframt 44% í Kjötumboðinu og var Sverrir Her- mannsson bankastjóri Landsbank- ans spurður í gær hver afstaða bank- ans væri vegna þess máls sem upp er komið. „Kjötumboðið hefur hreyft einhveijum mótmælum við byggingu Ármannsfells á lóðinni. Kjötumboðið kemst ekkert upp með það.“ í bréfi frá Helga Óskari Óskars- syni, framkvæmdastjóra Kjötum- boðsins, og Þorgeiri B. Hlöðvers- syni, stjórnarformanni íslenskra bú- vara, sem er eignarhaldsfélag Kjöt- umboðsins, til Guðrúnar Ágústsdótt- ur, borgarfulltrúa R-listans og for- manns skipulagsnefndar, segir: „I ljósi viðræðna sem við höfum ... átt við hlutaðeigandi aðila varðandi fyr- irhugaðar framkvæmdir á lóðinni Laugarnesvegur 89, Reykjavík, höf- um við ákveðið að draga til baka bréf til Borgarskipulags Reykjavík- ur, dagsett 27. júní síðastliðinn, er varðaði andmæli við auglýsta breyt- ingu á staðfestu deiliskipulagi á staðgreinireit 1.340.5 og athuga- semdir við fyrirhugaðar byggingar- framkvæmdir á lóðinni og einnig að draga til baka bréf til borgarstjórans í Reykjavík, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, dagsett 7. júní, er varð- aði veitingu leyfis til jarðvinnslu- framkvæmda við Laugarnesveg 89, Reykjavík." Afhent formanni aðfaranótt föstudags Bréfið var afhent formanni skipu- lagsnefndar þegar fundi borg- arstjórnar lauk aðfaranótt föstudags, um klukkan hálfeitt, þar sem fyrir- hugaðar byggingarframkvæmdir voru meðal annars til umræðu. Helgi Óskar Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Kjötumboðsins, vildi ekki upplýsa hveija „hlutaðeigandi aðila varðandi fyrirhugaðar fram- kvæmdir" hefði verið rætt við. Helgi Óskar sagði þess í stað í samtali við Mojgunblaðið í gær, að það hefði verið metið svo eftir að viðræðunum lauk í fyrrakvöld, að sú ráðstöfun að draga fyrrgreindar athugasemdir til baka gætti hagsmuna fyrirtækis- ins best. Hann sagði enga ákvörðun hafa verið tekna um breytingar á starfsemi Kjötumboðsins. Afla þarf gagna og skýra ágreining Borgarskipulagi bárust 15 at- hugasemdir vegna fyrirhugaðra framkvæmda, _ meðal annars frá Listaháskóla íslands og íbúum í hverfinu. Safnað var undirskriftum 550 íbúa í grenndinni, þar sem hæð húsanna og aukinni umferð er mót- mælt og jafnframt telja stjórnendur Listaháskólans að auglýstar fram- kvæmdir hindri „framtíðarvaxtar- möguleika skólans" eins og segir í athugasemd þeirra. Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulagsnefndar, segir að reynt verði að afgreiða umsagnirnar til borgarráðs fyrir lok næstu viku. Ekki er hægt að heimila breytingu á landnotkun á lóðinni fyrr en skipu- lagsnefnd afgreiðir umsóknirnar til borgarráðs, sem sendir niðurstöðu til skipulagsstjóra ríkisins. Til þess að svo megi verða þarf að liggja endanlega fyrir hvernig bregðast má við hljóðmengun á lóðinni og hvernig starfsemi Kjötumboðsins hf. verður háttað í framtíðinni, að Guð- rúnar sögn. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að framkvæmdastjóri Kjötumboðs- ins, Helgi Óskar Óskarsson, hefði frétt hjá starfsmönnum Borgar- skipulags að starfsemin væri að flytja. Var það byggt á upplýsingum frá arkitekt húsanna, Helga Hjálm- arssyni. Gunnar Jóhann Birgisson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í skipulags- nefnd, sagði jafnframt í blaðinu að skipulagsnefnd hefði samþykkt er- indi vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda á þeim forsendum að Kjöt- umboðið flytti, sem gert hefði verið ráð fyrir í bréfi frá arkitektinum. Gunnar Jóhann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að afgreiðslu málsins hefði verið frestað á fundi nefndarinnar til að afla frekari gagna og skýra ágreining sem uppi væri. Meðal annars yrði að komast að endanlegri niðurstöðu hvað varð- ar ráðstafanir gegn hljóðmengun, þar sem niðurstöðum sérfræðinga bæri ekki saman. Geta útvegað Kjötumboðinu lóð Aðspurð hvort sett yrði sem skil- yrði fyrir afgreiðslu nefndarinnar að Kjötumboðið flytti starfsemina segir Guðrún Ágústsdóttir: „Það liggur fyrir að umsókn Kjötumboðs- ins fyrir leyfi til byggingar á reyk- ofni hefur verið synjað vegna ná- lægðar við gamalt og gróið íbúðar- hverfi. íbúarnir hafa mikið mótmælt lykt og mengun frá fyrirtækinu og ekki er langt síðan að þar varð ammoníakleki. Auðvitað er gott að blanda saman atvinnulífi og íbúðar- byggð, en það er ekki skynsamlegt að hafa hvaða starfsemi sem er ná-. lægt íbúðarhúsnæði. Ég er ekki viss um að þetta sé æskilegasta starf- semin nálægt íbúðarbyggð, eins og hún er rekin nú. Hins vegar er hægt að útvega þessum aðilum góða lóð á góðum stað innan borgarmark- anna. Ef þeir sækja um munum við leggja okkur sérstaklega fram um að leysa þeirra vanda,“ ssagði Guð- rún Agústsdóttir að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.